Bændablaðið - 30.03.1999, Side 2
2
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. mars 1999
Hætt við kjötdaga
Framleiðsluráð hefur ákveðið
að hætta við kjötdaga sem hafa
verið árlegur viðburður undanfarin
ár.
Aðalástæðan fyrir því, að sögn
Ólafs Hjalta Erlingssonar mark-
aðsfulltrúa hjá Framleiðsluráði, er
sú að ekki fengust nógu margir til
þátttöku. „Það voru margir af
stærstu framleiðendunum volgir til
að byrja með og þess vegna var
sýningartímanum breytt til að laga
það að þörfum þeirra og óskum.
Þrátt fyrir þetta hættu þau við,“
sagði hann.
Ólafur bætir því við að minni
fyrirtæki séu síðan misjafnlega í
stakk búin til að taka að sér slík
verkefni. „Þetta hefði gengið ef
við hefðum náð nógu mörgum litl-
um aðilum þó að stóru fyrirtækin
hefðu ekki verið með. Það tókst
því miður ekki,“ sagði Ólafur.
1000-1200 tonna
umframbirgðir ai kartöflum
Landssamband kartöflubænda
telur að umffambirgðir af kartöflum
nú séu á bilinu 1000-1200
tonn. Sighvatur Hafsteins-
son formaður sambands-
ins segir að menn séu að
gera því skóna að þetta
séu 10-15% umfram
innanlandsneyslu.
Sighvatur segir að
undanfarin ár hafi
verið hægt að losna við
þessar umframbirgðir með
útflutningi. „1994 fluttum við
út til Færeyja og Noregs og svo
fluttum við aftur út til Færeyja vet-
urinn 1996-97. Við höfum haldið
þessu áfram í vetur,“ segir hann.
Sighvatur segir að íslenskar
kartöflur eigi yfirleitt auðvelt
með að komast inn á Fær-
eyjamarkað. „Það fer
hins vegar eftir að-
stæðum hvort við
komumst inn á
Noregsmarkað. Nú
eru svipaðar aðstæður
í Evrópu og 1994
þegar kartöfluskortur
var í Evrópu vegna þess
að það náðist ekki að taka
upp alla uppskeruna vegna
ytri aðstæðna. En þegar eru
nægar kartöflur í Evrópu er Nor-
egur utan seilingar vegna flutn-
ingskostnaðar," segir hann.
Búið er að setja í reglugerðir
um kynbótasýningar hrossa að
sýnendum sé skylt að bera
hjálma á sýningunum. Þetta er
gert í kjölfar áskorunar árs-
þings Landssambands hesta-
manna þess cfnis.
Ágúst Sigurðsson hrossa-
ræktarráðunaumr BÍ segir að ís-
lendingar hafi hingað til verið
frekar fijálslegir með þetta og að
tíma hafi tekið að breyta þessu.
„Þetta er mikilvægt öryggistæki
og mikilvægt að vera ekki neinir
eftirbátar hvað varðar kynbóta-
hrossin. Við ættum frekar að vera
í fararbroddi. Nú hefur þetta verið
sett í reglur," sagði Ágúst.
Þessi nýja regla tekur gildi í
vor.
Gunnar Þórisson bóndi á Fellsenda í Þingvallasveit hefur undanfarið
verið að tína fé frá Kjalarnesinu sem orðið hefur útundan í réttum.
Gunnar og smölunarfélagar hans hafa fundið töluvert af fé og er
Gunnar ósáttur við frammistöðu Reykjavíkurborgar í þessum
málum.
Gunnar segir að aðstæður á
Kjalamesi séu þannig að Esjan sé
norðan við stórt heiðarsvæði og
það sæki alltaf í norðanáttina
þegar veður er bjart og mýbit er.
„Nú er svo komið að einungis 2-3
bæir á Kjalarnesinu eru með
sauðfé meðan menn í Þingvalla-
sveit lifa á sauðfé eingöngu.
Kindin hagar sér þannig að ef
engin kind er fyrir þá fer hún
þangað.”
Hann segir skilning sveitar-
stjórna misjafnan á þessu. „Fyrir
10-15 árum var svo komið að það
var farið að ganga óeðlilega mik-
ið úti á Kjalarnesinu vegna þess
að þeir sinntu ekki sínum skyld-
um. Þá var þeim gert það ljóst af
mér og Reyni í Helgadal að
annaðhvort smöluðu þeir landið
sitt eða þeir yrðu kærðir. Við vís-
uðum á góðan smala, Friðrik í
Vogsósum, og hann smalaði hjá
þeim í tvö ár. Þá hætti að ganga
úti.”
Eftir þetta fækkaði fénu enn
og allt fór í sama farið. Gunnar
segir að síðastliðinn vetur hafi
þrjár kindur gengið úti allan vet-
urinn. „Ég náði ásamt öðrum 16
kindum í febrúar í fyrra. Við
gerðum ekkert mikið veður út af
því þá. Nú er Kjalames hins veg-
Steinar Halldórsson frá Auðsholti var i óða önn að rýja ær á Hrafn-
kelsstöðum í Hrunamannahreppi þegar Bændablaðið leit þangað í
heimsókn.
ar orðið hluti af Reykjavík og
einn maður sér sérstaklega um
þetta. Ástandið hefur hins vegar
ekkert skánað því það vantar
þekkinguna. Menn verða í raun
að vera á sama stigi og rollan til
að eiga möguleika á að ná henni,”
segir hann.
Hann segir að í þremur leitum
sem framkvæmdar voru af
Reykjavíkurborg á haustmánuð-
um hafi náðst 15 kindur. Hann
hafi hins vegar sjálfur náð í 36
kindur eftir áramót. Hann segir
að líkur séu á að um 100 kindur
hafi orðið útundan eftir réttir.
„Þetta er mikið tjón fyrir þá sem
eiga lömb í þessu. Þegar þetta er
farið að leggja að þarf miicið fóð-
ur til þess og gimbramar eru
komnar að burði þegar páskarnir
eru komnir. Þannig að tjónið er
nokkuð þó að kindin sé lifandi.
Gunnar segir að meðan allt er
ógirt þá geti menn lítið sagt við
þessu. „Reykjavíkurborg hlýtur
að bera sömu skyldur til fjallskila
og aðrir,” segir hann.
Gunnar segir að Reykjavíkur-
borg ætli sér að girða löndin af
vegna ágangs sauðfjár. Það leysi
hins vegar ekki vandann. „Við
sauðfjárbændur erum að rækta
mikið land í Þingvallasveitinni
sem við beitum á líka og það
gengur ágætlega. Þeir halda hins
vegar að það þurfi að friða allt
saman. Við tökum féð það tíman-
lega að það skemmir ekki út frá
sér því í útigangi gengur féð mjög
hart að landinu. Ef þeir hefðu
áhuga á að verja landið myndi
þeir smala fénu strax',” segir
hann. Hann bendir á að þó að girt
sé í kringum lönd minnki skyldur
þeirra ekki. „Þeir halda að ef þeir
girði verði allt fjárlaust á eftir. Þá
segja þeir bara að nú sé búið að
girða og þá þurfi ekkert að smala
fénu. En það þarf að hafa í huga
að því færri sem kindumar eru
því nákvæmar þarf að leita,” seg-
ir hann.
Gunnar tekur það fram að
hann hafi átt mjög gott samstarf
við Magnús í Stardal og ekkert
hafi gengið úti hjá honum.
Ástandið versni hins vegar þegar
nær dregur þéttbýlinu.
Garðyrkjuskólinn 60 ára
Fjögurra
daga af-
mælishátíð
Garðyrkjuskóli ríkisins,
Reykjum í Ölfusi, fagnar 60 ára
afmæli á sumardaginn fyrsta, 22.
aprflnk. Af þessu tilefni hefur
verið ákveðið að halda fjögurra
daga afmælishátíð, frá 22. aprfl til
sunnudagsins 25. aprfl, sem er
dagur umhverfisins. Það verður
margt í boði á afmælishátíðinni,
m.a. skrúðgarðyrkjusýning,
blómasýning, garðyrkjusýning og
fyrirtæki innan "græna geirans"
munu kynna þjónustu sína. Það
verður einnig heilmargt í boði
fyrir yngstu kynslóðina,
hestaleiga, hoppukastali og fleira.
Hátíðin hefst með opnu húsi á
sumardaginn fyrsta, sem
nemendur sjá um. Á
fóstudeginum kemur forseti
íslands, hr. Ólafur Ragnar
Grímsson m.a. í heimsókn. Á
degi umhverfisins er ætlunin að
skrifa undir samstarfssamning
Garðyrkjuskólans,
Hveragerðisbæjar,
Grunnaskólans í Hveragerði,
Ölfushrepps, Grunnskólans í
Þorlákshöfn og Heilsustofnunar
HNLFÍ á sviði umhverfismála.
Garðyrkjuskólinn vonast til að
sem flestir sjái sér fært að mæta á
hátíðina og fagni þannig 60 ára
afmælinu með nemendum og
starfsfólki skólans. Viðmunum
segja betur frá afmælisliátíðinni í
næsta tölublaði Bændablaðsins.
Kleiri njólk
IIMBF
Innlögð mjólk hjá Mjólkurbúi
Flóamanna var 39,7 milljónir lítra
árið 1998 og jókst um 1,4 milljón
lítra frá árinu áður. Aukning inn-
lagðrar mjólkur verður mest til á
seinasta ársþriðjungi eða 1,2 millj.
ltr. Að auki var keypt próteinríkt
undanrennuþykkni (Kvarg). Að því
meðtöldu voru 40,0 milljónir lítra
til ráðstöfunar á próteingmnni en
39,7 á fitugrunni.
Efnainnihald var nokkru lægra
en árið áður og lægra en í
grundvallarmjólk. Þannig urðu
greiðslur til framleiðenda kr.
32,12 pr. lítra en meðalverð
grundvallarmjólkur var kr. 32,41
pr lítra. Fjöldi innleggjenda á
svæðinu var um áramótin 438 og
fækkaði um 6 á árinu.
Nýjum iirossaræktar-
ráðunauO færO blóm
Síðustu vikur hafa Ágúst
Sigurðsson, nýráðinn hrossa-
ræktarráðunautur Bændasamtaka
íslands og Kristinn Guðnason,
formaður Félags hrossabænda
verið á fundarherferð um landið til
að fjalla um stöðu hrossaræktar-
innar og heyra hljóðið í hesta-
mönnum. Á fjölsóttum fundi í
Hótel Selfossi notaði Þorkell
Bjamason, fyrrverandi hrossa-
ræktarráðunautur tækifærið og
bauð Ágúst Sigurðsson velkominn
í starfið, með því að afhenda
honum blómavönd. /MHH