Bændablaðið - 30.03.1999, Side 4
4
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagitr 30. mars 1999
BændgMgðið
Ritstjórnargrein
Hafa norðlenskir bændur efni
Útgefandi:
Bændasamtök íslands
Bændahöll við Hagatorg,
127 Reykjavík
Sími: 563 0300
Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058
Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855
Kennitala: 631294-2279
Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Beinn sími ritstjóra: 563 0375
GSM sími: 893 6741
Heimasími ritstjóra: 564 1717
Netfang: ath@bi.bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason
Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303
Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason.
Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson,
Hörður Harðarson,
Þórólfur Sveinsson.
Bændablaðið kemur út
hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra
bænda landsins og fjölmargra annarra
er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.337
eintök (miðað við 19. janúar 1999) í
dreifingu hjá íslandspósti.
Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra
er stunda búskap en þéttbýlisbúar
geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 3.450 en
sjötugir og eldri greiða kr. 1.600.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja
ISSN 1025-5621
Heimasíða íslensks landbúnaðar
www.bondi.is
Eyfirskir og þingeyskir bændur hafa
að undanförnu þingað um framtíð
mjólkurvinnslu á Norðurlandi. Þeir hafa
rætt um mögulega samvinnu eða
samruna mjólkurvinnslufyrirtækja á
svæðinu enda margir bænda þeirrar
skoðunar að nú beri að leggja hrepparíg
til hliðar og hafa hagsmuni bænda að
leiðarljósi. Eignarhald hefur verið
ofarlega í umræðunni og má nefna að á
fundi búgreinaráðs Búnaðarsambands
Eyjafjarðar í nautgriparækt, sem haldinn
var fyrir skömmu, kom það skýrt fram að
verði nýtt stórfyrirtæki á sviði mjólkur-
framleiðslu að veruleika, skuli það vera í
meirihlutaeigu framleiðendasam-
vinnufélags mjólkurframleiðenda. Margir
bændur hafa lagt á það áherslu að
niðurstaða fáist sem fyrst og að
fyrirtækið verði stofnað á forsendum
bænda og í eigu þeirra. Einn þeirra sagði
á fundi búgreinaráðsins að þeir eygðu
von um betri kjör ef umrætt fyrirtæki yrði
að veruleika: Bændur hafa ekki efni á að
bíða, sagði bóndinn.
Á sama tíma og norðlenskir bændur
þinga um framtíð fyrirtækja sem
framleiða úr afurðum norðlenskra sveita
berast fréttir um afkomu Mjólkurbús
Flóamanna og Mjólkursamsölunnar. Eins
og fram kemur í blaðinu í dag högnuðust
bæði fyrirtækin á liðnu ári og bæði
greiddu mjólkurinnleggjum arð. Hvað
Mjólkursamsöluna áhrærir þá er liðið ár
það besta frá upphafi. Eiginfjárstaða
beggja er sterk og vaxtatekjur
umtalsverðar. Hjá báðum hefur átt sér
stað mikil hagræðing sem á stundum
hefur sætt nokkurri gagnrýni en þó
verður ekki á móti mælt að nú eru menn
að uppskera ríkulega. Bæði félögin eru
hrein framleiðendasamvinnufélög.
Geta norðlenskir mjólkurfram-
leiðendur vænst jafn góðs rekstrar-
árangurs hjá þeim samlögum sem taka
við mjólkinni þeirra? Eru þau of sundur-
leit og of lítil? Hér er sú skoðun látin í Ijós
að ólíklegt sé að samanlögð rekstrar-
niðurstaða norðlensku mjólk-
ursamlaganna geti verið með sambæri-
legum hætti.
í raun má lesa eftirfarandi út úr árs-
fundi búgreinaráðs Búnaðarsambands
Eyjafjarðar. Bændurnir vilja sjá
framleiðendasamvinnufélag, þeir hafa
áhyggjur af eiginfjárstöðu samlaganna,
þeir telja að óbreytt fyrirkomulag sé
ávísun á enn frekari rekstrarvanda en
síðast en ekki síst þá geti verkaskipting
samlaga verið í upplausn ef ekki er gripið
í taumana. Mönnum er með öðrum
orðum Ijóst að við svo búið má ekki
standa. Hagsmunir bænda séu í veði og
sú staðreynd, ásamt markaðs-
möguleikum, verði að ráða ferðinni.
Nú er það staðreynd að tök
norðlenskra bænda á afurðastöðvum
sínum eru ekki þau hin sömu og sunnan
heiða. í orðum Sigurgeirs Hreinssonar,
formanns BSE, komu fram áhyggjur
vegna þessa en hann sagði á fundinum
að það sé álit mjólkurframleiðenda að
mjólkuriðnaðurinn skuli vera að
meirihluta í félagslegri eigu og undir
stjórn bænda. Sigurgeir benti og á að
mikilvægi beinnar aðildar bænda sé
augljós þar sem t.d. falli heildsöluverð
niður frá miðju ári 2001, samkvæmt
búvörusammningi, og þá verði bændur
að geta varið kjör sín og rétt. Það geti
þeir best með beinum yfirráðum yfir
mjólkuriðnaðinum.
Eyfirskir samvinnumenn ræða nú um
þann möguleika að skipta KEA upp í
nokkur hlutafélög þar sem eitt væri
helgað mjólkuriðnaðinum, en Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður
sagði á umræddum fundi að sú leið væri
á að bíða?
ákjósanleg. Er
þetta sú leið sem
hentar best
hagsmunum
mjólkurfram-
leiðenda og
passar hún í
pússluspil
norðlenskrar
mjólkurvinnslu?
Getur verið að
þarna sé verið að
planta frjókorni
sundrungar? Fljótt
á litið getur þessi
leið virst vænleg
en væri ekki mun
einfaldara fyrir samvinnufélög að líta á
sig sem annars vegar framleiðendasam-
vinnufélög og hins vegar sem
neytendasamvinnufélög?
Samvinnuformið hentar bændum
ágætlega og svo vel vill til að í sam-
vinnulögum er ekkert sem hindrar að
félagar í samvinnufélagi geti skipt því í
tvö eða fleiri félög. Er ekki hægt að
ganga hreint til verks þar sem ólíkum
hagsmunum hefur verið hrært saman -
og skipta kökunni? Einróma samþykkt
eyfirskra bænda segir hreint út þeir vilji
fá aukna stjórn á eigin málum.
Málefni KEA hafa verið gerð hér að
umtalsefni í kjölfar fundarins sem rætt
hefur verið um. í sjálfu sér er hægt að
heimfæra vilja bænda í Eyjafirði upp á
bændur í öðrum héruðum. Hvað sem
öðru líður þá gætu Eyfirðingar tekið skref
sem eftir yrði tekið - og það væri þá ekki
í fyrsta skipti í íslenskri samvinnusögu að
slíkt ætti sér stað. Bændur hafa ekki efni
á að bíða. Þau orð eyfirska bóndans eru
rétt - svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
9
Áskell Þórisson, ritstjóri Bœndablaðsins.
SIMag SuOurbnds
veitip hpóunarstyrki
Til að stuðla að framförum í
sauðfjárrækt og nautgriparækt hef-
ur Sláturfélagið ákveðið að bjóða
einu sauðfjárbúi og einu nautgripa-
búi styrk upp á 1 mkr./ári til
þriggja ára til uppbyggingar bú-
anna og samvinnu við S.S. skv.
eftirfarandi skilmálum. Skriflegar
umsóknir berist félaginu fyrir lok
apríl 1999. Eftirfarandi eru þær
kröfur sem gerðar eru til styrkþega
Sauðfjárbú :
Styrkhafi skal vera á innleggs-
svæði SS og hafa skipt við félagið
undanfarin 2 ár. Stærð bús skal
vera slík að innlögð lömb séu 600
- 1000 á ári. Aðstaða skal vera til
eldis í húsum og miðað við slátrun
200 lamba í desember og 200 fyrir
páska. Slátrun fer fram á Selfossi.
Ræktun stofns skal vera góð
þ.e. meirihluti flokkist í betri
vöðvafyllingarflokka og búið skal
vera aðili að kynbótaskýrsluhaldi
Bændasamtaka Islands.
Aðstæður búsins skulu vera slík-
ar að framleiðslan sé í sátt við um-
hverfið og gróðurfar. Styrkhafi skal
vera fjárhagslega traustur og ætla að Styrkhafi skuldbindur sig til að
stunda búskap til lengri tíma. leggja afurðimar allar inn hjá SS á
Steinþór Skúlason forstjóri SS
Viljum kanna nýjarleiðin til
hagkvæmni búrekstrar
„Við það sem þar
kemur fram vil ég
bæta að við höfum
áhyggjur af sam-
keppnisstöðu þessara
greina til framtíðar
og viljum leggja okk-
ar á vogarskálina til
að kanna nýjar leiðir
til hagkvæmari bú-
rekstrar sem geti skil-
að viðunandi afkomu búa sam-
hliða þeirri þróun til lækkunar
afurðaverðs sem fyrirsjáanleg
er til næstu ára,“ sagði Stein-
þór Skúlason forstjóri
Sláturfélags Suðurlands.
„Hagkvæmni í slátrun
mun þó hafa mikið um
það að segja að hve
miklu marki lækkað
heildsöluverð hefur áhrif
til lækkunar á verði til
bænda.
Sláturfélagið er með
miklar fjárfestingar sem
tengjast slátrun og vinnslu
þessara afurða og því er það
okkar hagsmunamál að stuðla
að hagræðingu og framþróun.“
styrktímanum og í næstu 5 ár þar á
eftir enda sé SS traustur kaupandi.
Öll gögn um rekstur búsins og
afkomu þess skulu vera aðgengileg
SS og SS heimilt að miðla þeim
upplýsingum til annarra bænda.
Málið verður unnið í samráði
við Bændasamtök Islands, hags-
munafélag sauðfjárbænda og bún-
aðarsamband viðkomandi svæðis
með það að markmiði að hraða
eins og hægt er þróun í hagræðing-
arþátt og aðlögun að eftirspum á
markaði. SS er heimilt að nýta alla
möguleika til að fá jákvæða um-
fjöllun í fjölmiðlum út á þetta
verkefni.
Styrkhafi verður valinn af Slát-
urfélaginu að höfðu samráði við
fulltrúa Bændasamtakanna.
Nautgripabú:
Styrkhafi skal vera á innleggs-
svæði SS og hafa skipt við félagið
undanfarin 2 ár. Stærð bús skal
verða byggð upp þannig að slátrað
verði a.m.k. 50 ungneytum á ári
innan 3 ára.
Framleiðslan skal vera blönd-
uð ræktuðum kynjum, Angus eða
Limousine eða með þeim hætti að
18 mánaða gripir nái 230 kg
fallþyngd.
Aðstæður búsins skulu vera
slíkar að framleiðslan sé í sátt við
umhverfið og gróðurfar. Styrkhafi
skal vera fjárhagslega traustur og
ætla að stunda búskap til lengri
tíma.
Styrkhafi skuldbindur sig til
að leggja afurðirnar allar inn hjá
SS á styrktímanum og í næstu 5
ár þar á eftir enda sé SS traustur
kaupandi.
Framleiðsluupplýsingar fyrir
eldið og einstaka gripi skulu skipu-
lega skráðar í samráði við Bænda-
samtök Islands. Öll gögn um rekst-
ur búsins og afkomu þess skulu
vera aðgengileg SS og SS heimilt
að miðla þeim upplýsingum til
annarra bænda.
Málið verður unnið í samráði
við Bændasamtök íslands, hags-
munafélag kúabænda og búnaðar-
samband viðkomandi svæðis með
það að markmiði að hraða eins og
hægt er þróun í hagræðingarátt í
greininni. SS er heimilt að nýta
alla möguleika til að fá jákvæða
umfjöllun í fjölmiðlum út á þetta
verkefni.
Styrkhafi verður valinn af Slát-
urfélaginu að höfðu samráði við
fulltrúa Bændasamtakanna.