Bændablaðið - 30.03.1999, Síða 6
6
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. mars 1999
„Jú, ég er fædd og uppalin
héma“, svaraði Asdís
Sigurjónsdóttir á Syðra-Skörðugili
þegar útsendari Bændablaðsins
kom blaðskellandi í hlaðið hjá
henni einn sólbjartan mánudag í
mars.
„Foreldrar mínir, Sigrún
Júlíusdóttir og Sigurjón Jónasson,
bjuggu hér og hér ólumst við upp,
fjögur systkini."
- Blaðamaður telur að margir
hafi kannast við föður Asdísar,
betur þekktan sem Dúdda á
Skörðugili.
„Já, það var nú líklega einna
mest í sambandi við hross, hann
hafði alla ævi unun af hestum og
það skapast oft ansi mikil kynni
milli manna í kringum hrossin,
þótt menn búi hver í sínum
landshlutanum. Svo áttu líklega
ekki margir lengri samleið með
Karlakómum Heimi en hann, svo
það varð margt til þess að hann
átti fjölda kunningja, víða um
land“, svaraði Ásdís þessari
spumingu.
- Hvenœr fluttuð þið hjónin
hingað að Syðra-Skörðugili?
„Það var 1974, en þá höfðum
við búið um skeið að Hesti í
Borgarfirði, en maðurinn minn,
Einar E. Gíslason, stjómaði búinu
þar í 14 ár. Þar höfðum við byrjað
okkar búskap og þar eignuðumst
við tvo elstu syni okkar, þá Einar,
sem er nú við nám erlendis og
Elvar, sem býr á móti okkur hér á
Syðra-Skörðugili. Hinir tveir, þeir
Eyþór, sem er við nám á
Hvanneyri núna og Sigurjón
Pálmi, sem starfar við tamningar,
fæddust svo eftir að við fluttum
hingað", svarar Ásdís.
- Hvað olli þvífremur en
annað að þið ákváðuð að flytja
hingað?
„Það var nú líklega
aðalástæðan að það var orðið ljóst
að ekkert annað okkar systkina var
líklegt til að taka við búinu hér og
valkosturinn sá annar, að jörðin
yrði seld einhverjum óskyldum.
Við vildum hinsvegar prófa þetta
og létum slag standa. Á þessum
tímapunkti var orðið ljóst, að það
færi að styttast í búskap foreldra
minna, þau vom orðin fullorðin og
slitin og húsakostur hér var allur
miðaður við þann tíma þegar þau
vom á besta aldri. Hinsvegar var
ljóst, að ef halda átti búskap áfram
Landssími íslands hf. afhenti ný-
lega Kvenfélagasambandi Suður-
Þingeyinga að gjöf tölvubúnað,
sem nota á til að efla tölvukennslu
í sveitum Suður-Þingeyjarsýslu,
ekki síst á meðal kvenna. Um er að
ræða fimm notaðar Pentium-tölvur
og skjái úr eigu Landssímans, auk
prentara, netþjóns og annars vél-
búnaðar. Þá útvegar Landssíminn
hugbúnaðarleyfi fyrir nauðsynleg-
an hugbúnað. Tölvubúnaðurinn
hefur verið settur upp í húsnæði
hér, þurfti að byggja allt upp að
nýju og þau vom einfaldlega orðin
of fullorðin til þess og því í raun
sjálfhætt hjá þeim að öðrum
kosti“.
- Það hefur verið mikið átak
að koma jörðinni íþað horf sem
hún er núna?
„Já, við byrjuðum strax vorið
1974 á því að byggja bæði þetta
íbúðarhús og útihúsin þama vestan
við þjóðveginn. Þar em bæði
fjárhús, rúmgóð hlaða og
steinsteypt hesthús fyrir 50 hesta,
sem þótti nokkurt nýmæli hér á
þeim tíma. Við komum nefnilega
með talsvert af hrossum með
okkur, en Einar hafði verið að
rækta homfirsk hross og faðir
minn átti talsvert fyrir svo það var
full þörf á stóm hesthúsi. Svo
jukum við túnrækt veralega á
næstu ámm. Einar fór strax að
sambandsins í Húsmæðraskólan-
um á Laugum.
Kvenfélagasambandið hyggst
ganga fyrir námskeiðum í tölvu-
notkun og nýtingu Netsins. Að
mati stjómar sambandsins veitir ný
upplýsingatækni íbúum dreifbýlis-
ins mörg ný tækifæri til að brúa
fjarlægðir, afla sér þekkingar og
ella atvinnustarfsemi. Haldin
verða námskeið sem em öllum op-
in en félagar í Kvenfélagasam-
bandinu munu þó ganga fyrir og
starfa hér sem ráðunautur og hélt
því áfram fram til ársins 1983,
þannig að ég þurfti að sjá mikið
um búreksturinn.“
- En þú starfar við kennslu,
ekki satt?
„Já, ég útskrifaðist sem
kennari árið 1970 og vann sem
stundakennari við gmnnskólann á
Hvanneyri einn vetur og kenndi
einnig hér í Varmahlíð fyrstu tvö
búskaparár okkar hér. Eg tók mér
svo frí frá kennslunni til 1989 en
tók þá til við hana aftur“.
- Það hefur trúlega líka verið
nóg að gera hjá þér á þeim tíma?
„Það má segja það. Ég átti
þama fjóra syni, sá yngsti er
fæddur 1980, og það þurfti
auðvitað að sinna þeim og
heimilinu. Okkar búskap, sem var
í upphafi bæði hrossa- og fjárbú,
fylgdi líka talsvert mikið umstang,
njóta afsláttarkjara. Lögð verður
áherzla á að ná til fólks sem ekki
hefur getað nýtt sér það tölvunám
sem verið hefur í boði.
í fréttatilkynningu frá Lands-
símanum segir að fyrirtækið líti
svo á að það gegni lykilhlutverki
við að opna þjóðinni dyr að upp-
lýsingasamfélagi nútímans. Fyrir-
tækið leggi sérstaka áherslu á
stuðning við menntamál, ekki síst
nýtingu upplýsingatækni í skólum
og þróun fjamáms og -kennslu,
sem verður æ ríkari þáttur í
menntakerfinu. Styrkur Lands-
símans til Kvenfélagasambands-
ins, sem samtals nemur rúmlega
einni milljón króna, sé liður í
þessari stefnu fyrirtækisins.
mannmargt flest ár og oft upp í 15
- 20 manns í heimili að sumri til.
Við höfum líka alla tíð haft það
fyrirkomulag hér að hafa
sjálfsþurftarbú að svo miklu leyti
sem það er hægt, höfum t.d. haft
kýr til heimilisnota, þótt við séum
ekki með mjólkursölu og ég hef
unnið úr mjólkinni hér heima“.
- En þú ert nú ffullu starfi við
kennslu, erþað ekki?
„Jú, ég hef kennt samfleytt frá
1989 við gmnnskólann í
Varmahlíð. Ég kenni þar 6. og 7.
bekk og að auki kenni ég
handavinnu og það, sem í eina tíð
var kallað vélritun en heitir nú á
tölvuöld fingrasetning.“
- En þið eruð nú með
fjölbreyttari búskap en sauðfé og
hross, erþað ekki?
„Reyndar er það nú þannig að
síðustu tvö árin hefur Elvar,
næstelsti sonur okkar og Fjóla,
kona hans, leigt af okkur sauðfjár-
og hrossastofninn og reka þann
hlutann. Við emm hinsvegar með
loðdýrabú, en við settum upp
refabú árið 1981 og bættum við
okkur mink árið 1983. Sá rekstur
er eins og allir vita sveiflukenndur
hvað afkomu varðar og það kostar
mikla þolinmæði og þolgæði að
standast það allt. Hinsvegar þykir
mér þetta að mörgu leyti ágæt
vinna að hugsa um þessi dýr. Þetta
er allt unnið undir þaki og á sama
stað. Það er hinsvegar afar
mikilvægt að hafa ræktunina í lagi
og viðhalda stofninum með
kynbótum. Aðstaða til þess hefur
stórbatnað eftir að
einangrunarbúinu í Hjarðarhaga
var komið upp í því skyni. Við
höfum fengið bæði kynbótadýr og
sæði til þess að viðhalda okkar
stofni og við teljum það
gmndvallaratriði til að halda þeim
skinnagæðum, sem nauðsynleg
em til að fá sem best verð fyrir
skinnin, hverjar svo sem
markaðsaðstæðumar em“.
- En þú ert nú aðfást við
eitthvað fleira, er það ekki Asdís?
„ Það væri þá kannski hægt að
minnast á að við byrjuðum á því
fyrir tæpum fimm ámm, ég og
önnur kona hér í sveitinni, að reka
dálitla veitingastofu í svonefndu
Áshúsi við Byggðasafnið í
Glaumbæ, þegar það hafði verið
endurbyggt. Þetta hús á sér merka
sögu; það var byggt á síðustu öld
að Ási í Hegranesi og þar var
stofnaður og rekinn fyrsti
kvennaskóli á Islandi. Það var svo
flutt að Glaumbæ fyrir nokkmm
ámm og endursmíðað til
upphaflegs horfs. Það þótti vel við
hæfi að nýta þá aðstöðu, sem
þama skapaðist, til þess að bjóða
gestum safnsins upp á veitingar að
þjóðlegum íslenskum sið. Þetta
hefur verið afskaplega vinsælt
meðal safngesta og satt að segja er
húsakosturinn aðallega hinn
takmarkandi þáttur í umfanginu.
Við höfum opnað veitingasöluna
1. júní ár hvert, og lokað í endaðan
ágúst, þannig að þetta er að fara í
gang um það leyti sem skólanum
lýkur og hann byrjar nokkmm
dögum áður en Áskaffi lokar".
- Það er þá lítið um sumarfrí
hjá þér?
„Það er nú einu sinni svona,
búreksturinn gefur ekki af sér
nægilegar tekjur og þá verður að
afla þeirra á annan hátt, svo einfalt
er það, og mér hefur aldrei leiðst
að vinna“, svarar Ásdís af
hógværð.
„Við vomm að ræða það
einmitt núna á dögunum í
kvenfélaginu, að þegar ég flutti
hingað aftur fyrir um 25 árum, þá
vom líklega þrjár konur í félaginu,
sem unnu utan heimilis. Núna em
lfldega ein eða tvær, sem gera það
ekki. En hvað Áskaffið varðar þá
er gaman að geta þess, að núna í
desember síðastliðnum vargerð
tilraun með að hafa opið í Askaffi
nokkrar helgar og Sigríður,
safnstjóri, stóð fyrir sérstökum
skoðunarferðum um safnið með
ljósabúnaði gamla tímans. Á sama
tíma var Áshúsið skreytt að
gömlum sið og meðal annars vom
sýnd þar jólatré frá ýmsum tímum,
auk þess sem við vomm með
kaffisöluna þar. Þetta varð mjög
vinsælt og efalítið verður frainhald
á þessu“.
- Þú ert sumsé ífélagsmálum
líka ?
„Nei, satt best að segja reyni
ég að forðast það. Mér finnst það
verða of mikil fjarvera frá
heimilinu að vinna fulla vinnu
utan þess og vera svo að sinna
félagsmálum á kvöldin og um
helgar. Ég hef hinsvegar verið frá
byijun í Soroptimistaklúbbnum
hér í Skagafirði og tel mig hafa
haft bæði gagn og gaman af. Sá
klúbbur er reyndar að verða tíu ára
núna á árinu, og það er gaman að
geta þess, að landsfundur
Soroptimista verður haldinn hér í
Skagafirði um miðjan apríl og á
þann fund koma hátt á annað
hundrað konur annarsstaðar að af
landinu og við klúbbsystur
hlökkum mikið til að sýna þeim
og kynna okkar heimahaga“.
Sólin var að setjast bak við
vesturfjöllin, þegar blaðamaður
kvaddi þessa athafnakonu á
hennar fallega heimili þennan
marsdag. Hún hefur án efa þurft
að vinna eitthvað lengur þennan
daginn vegna tafarinnar við að tala
við blaðamanninn. En margur
karlmaðurinn myndi vafalaust
vera búinn að fá nóg eftir að hafa
sinnt tveimur af þeim fjómm
störfum, sem Ásdís á Skörðugili
sinnir. Hún er kennari í fullu
starfi, hún er húsmóðir á stóm
heimili, sem er líklega meira en
eitt starf, hún er bóndi og hún
rekur blómlegt fyrirtæki utan
heimilis, og öllu er vel sinnt. Þetta
getur enginn nema íslensk kona.
-//>
Landssíminn styrkir
tðlvukennslu pingeyskra kvenna