Bændablaðið - 30.03.1999, Qupperneq 14

Bændablaðið - 30.03.1999, Qupperneq 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. mars 1999 Dúnbúskapur Senn fer að vora, og þá líður að þeim tíma að „hreiðra sig blikinn og æðurinn fer“. Þá falla til árlega mikil verð- mæti, á nokkrum vikum, sem bændur og búalið leggja sig fram við að nýta og forða frá skemmd- um, hreinsa síðan og gera að dýr- mætri útflutningsvöru. Islenskur æðardúnn er, og hef- ur lengi verið, nokkuð sem við gjaman státum af, högnumst á, og kappkostum að gera orðstír hans sem bestan. Dúnninn okkar er aðeins lítið brotabrot af því fyllingarefni í sængur sem notað er í heiminum og er þar í samkeppni við margt annað, eins og fiður, gæsa- og andadún og gerviefni sem stöðugt verða fullkomnari. Vegna yfirburða varðandi eiginleika og gæði er hann oftast í háu verði og á að vera það. Hann nýtur engra framleiðslustyrkja og verður að standa á eigin fótum. A undanfömum ámm hefur áhugi fyrir æðarvarpi og dúntekju aukist. Tekist hefur að auka fram- leiðsluna vemlega, eftir langt sam- dráttartímabil þar áður. Ýmislegt veldur því s.s. fræðsla og leiðbein- ingaþjónusta, hátt útflutningsverð og næg eftirspum, annað slagið, og ekki síst má nefna vélvæðingu við hreinsun dúnsins. Sú verkþekking sem þar hefur orðið til er heimafengin, sénslensk og skapar okkur sérstöðu á markaðn- um. Hreinsun dúnsins miðast við að fjarlægja úr honum mslið sem blandast saman við hann í hreiðr- unum. Til þess er hann þurrkaður, hitaður, "krafsaður" og fjaðratínd- ur í vélum og síðast í höndum. Að því loknu ,er hann laus við öll óhreinindi og lífvemr, að því að talið hefur verið, og orðinn að þeirri eftirsóttu afburða vöm sem hefðarfólk heimsins kaupir háu verði. Stundum hafa menn reynt að ófrægja hann og komið á kreik getsökum um að æðarfugl sé í út- rýmingarhættu vegna þess að hann sé drepinn og reyttur, bæði lifandi og dauður, af dúnframleiðendum. Slíkum öfugmælum hefur þó tekist að vísa á bug, enda hér um að ræða jákvæðustu nytjar af villtum dýr- um sem hægt er að hugsa sér. Næg eftirspum og hátt verð hafa freistað margra til að flytja út dún undanfarið, eftir að frjálsræði jókst á því sviði. Samkeppni hefur þá stundum leitt til verðhækkunar til bænda. Þó má segja að í því efni sem öðrum sé kapp best með for- sjá. Hvað eftir annað hefur það gerst, þegar verðið er orðið mjög hátt, að dregið hefur úr eftirspum. Augljós ástæða sýnist þá vera of hátt verð og krafa markaðarins um verðlækkun. Stundum hefur sala ekki aukist á ný fyrr en eftir mikla verðlækkun. Síðan hefur sótt í sama horfið, verðhækkanir, sölu- tregðu og lágt verð. Dúnbændur em flestir sammála um að þetta sé óviðunandi, og margir óttast að þetta ástand dragi úr áhuga bænda á þessari gömlu séríslensku bú- grein. Full ástæða er til að ætla að reglubundnar og miklar verðsveifl- ur dragi úr áhuga kaupenda á þess- ari vöm, enda enginn hörgull á margs konar öðmm fyllingar- efnum, miklu ódýrari. Öllum ætti að vera ljóst að meiri stöðugleiki á verði æðardúns, jafnt sem annarri vöm, er nauðsynlegur, og að hinar miklu verðsveiflur geti verið afar óheppilegar. Margendurtekin reynsla á að geta sagt okkur hversu langt má ganga í verðkröfum. Stundum hefur hagstætt verð hald- ist stöðugt um langt skeið, þar til einhver útflytjandinn fór að bjóða bændum hærra verð, sem strax leiddi til framangreindrar atburða- rásar. Bæði bændum og æðardúns- útflytjendum mun yera fullljós þörfin fyrir jafnvægi og stöðug- leika, en í hita leiksins leiðast þó einstaklingar út í sömu atburðarásina, aftur og aftur. Þeir bjóða bændum hærra og hærra verð til að ná í dúninn þegar vel gengur að selja, en hafa síðan for- ystu um að lækka verð þegar dreg- ur úr eftirspum. Stundum eru það sömu menn sem hæst tala um háa verðið sem hægt væri að fá með réttum útflutningsaðferðum og sem síðan hafa fmmkvæði að miklum verðlækkunum. Nú heyrist stundum að það séu auðvitað kaupendur sem ráði dún- verðinu frekar en seljendur. Þeir síðamefndu verði einfaldlega að taka því sem í boði er hverju sinni. Þetta er þó augljóslega rangt í að- alatriðum. Staða okkar við æðar- dúnsframleiðslu, þar sem við meg- um heita einráðir, er þannig að við ættum að geta ráðið miklu um verðlagningu og jafnvel haft í hendi okkar hvort dúnninn heldur stöðu sinni á heimsmarkaði. Að nauðsynlegum stöðugleika gætu staðið jafnt útflytjendur sem æðar- bændur. Heyrst hafa kenningar um að hægt sé að selja dún á ofurverði með réttum aðferðum. Ein þeirra er að þvo dúninn eftir að búið er að fullhreinsa hann. Ekki hefur þá komið fram hvort þvottur í upphafi skuli endast í áratugi eða í mánuð. Margir munu þó telja dúnþvott óþarfan þrátt fyrir hugmyndir sumra kaupenda um slíkt. Kaup- endur eiga þess þá kost að ástunda sinn dúnþvott sjálfir, framvegis sem hingað til, meðan slíkt skilar ekki hærra verði til framleiðenda. Einhverjir hafa freistað þess að auka hagnað dúnframleiðenda með þvottinum og komið sér upp aðstöðu og tækjum til dúnþvottar. Ekki hefur komið fram að dúnninn verði auðseljanlegri eftir þá meðferð. Þess vegna flytur víst enginn út þveginn dún um þessar mundir þrátt fyrir að þungt sé fyrir fæti með dúnsölu eins og er. Óseldur dúnn hefur safnast fyrir, eftir síðasta verðsprengingaruppátæki, og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Ævintýramennskan og patent- lausnimar sumar hafa ekki dugað enn sem komið er. Tryggur markaður, og stöðugt verð, mun reynast dúnframleið- endum best og með samstöðu eiga þeir að geta ráðið einhverju um hagsmunamál sín. Ásgeir Gunnar Jónsson, Stykkishólmi Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum Jón Benediktsson, Höfnum Jónas Helgason, Æðey Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði Sigurður Þórólfsson, Innri - Fagradal *Litir á merkjunum samkvæmt reglum um varnarsvæði búfjár *Bæjarnúmer er prentað á aðra hlið merkis *Raðnúmer eru prentuð á hina hliðina *Hægt að fá stök númer eftir óskum *Lambamerkin okkar eru íslensk framleiðsla Pantið merkin sem fyrst! Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur STARFSÞJALFUN / VERNDUÐ VINNA Dalsbraut 1, 600 Akureyri sími 461-4606, fax 461-2995 netfang: plast.bjarg@isholf.is Jörð til sölu Til sölu jörðin Stórhóll, V-Hún. Jörðin getur verið laus til ábúðar með vorinu. Bústofn og vélar geta fylgt. Bústofn 140 kindur og 15 hross. Fjárhús fyrir 280 fjár, fjós fyrir 12 kýr og mjólkurhús, byggt 1963. íbúðarhús frá 1950. Fullvirðisréttur 122 ærgildi. Veiðiréttur í Miðfjarðarvatni og Reyðarlæk. Jörðin er við þjóðveg nr. 1, 15 km frá Hvammstanga. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar í síma 451-2599 og á kvöldin í síma 567-7697. Jörð til sölu Eyði-Sandvík í Sandvíkurhreppi. Jörðin er 183 ha., ræktun er tæp- lega 30 ha., jörðin er öll vel fallin til ræktunar. Á jörðinni er ágætt íbúðarhús, fjós fyrir 26 kýr og 15 geldneyti, hlaða, fjárhús fyrir 90 fjár og vélaskemma. Rúmlega 72.000 lítra greiðslumark og ca. 40 ærgildi. Bústofn er um 35 nautgripir og 50 fjár. Mjög góð staðsetn- ing; innan við 5 km frá Selfossi og klst. akstur til Reykjavíkur. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 482-2849. Höfundar eru allir æðarbændur. Lögmenn Suðurlandi, fasteignasala Austurvegi 3, Selfossi Opið kl. 09-12 og 13-17. Valmet - ný sending! ® BÚIJÖFUR Ný sending komin. Eigum einnig á lager vélar af Mezzo gerðinni. Hagstæðustu verð miðað við gæði. Kynntu þér málið! A Krókhálsi 10,110 Reykjavík, sími 567 5200, fax 567 5218

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.