Bændablaðið - 30.03.1999, Qupperneq 15

Bændablaðið - 30.03.1999, Qupperneq 15
Þriðjudagur 30. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 15 Verksmiðjan Beint í pottinn í Þykkvabæ framleiðir ferskar og fljótlegar kartöflur Fólk il íá karHurnar fllhúnar í poOinn Verksmiðjan Beint í pottinn hefur verið starfrækt að Jaðri í Þykkvabæ í tæpt ár. Fyrirtækið framleiðir ferskar, afhýddar kart- öflur af ýmsum gerðum sem á ekki að þurfa að gera annað við en að stinga í pottinn í nokkrar mínútur og þá eru þær tilbúnar á diskinn. Hingað til hefur fyrirtækið einkum selt vörur sínar á hótel, veitingahús og mötuneyti en nú á að fara að huga að neytendamarkaðnum. Jens Gíslason, einn eigenda fyrirtækisins, segi að sala á venju- legum kartöflum í hinum þekktu tveggja kílóa pokum hafi dregist saman. „Fólk segir að það sé of tímafrekt að hafa kartöflur í mat, það sé leiðinlegt að skræla o.s.frv. Kartöflur eru í samkeppni við hrís- grjón, pasta og að hluta til brauð sem meðlæti og það er minni fyrir- höfn að hafa slíkt til. í framhaldi af því fórum við að leita fyrir okkur hvemig hægt væri að auka hlut kartaflna. Hugmyndin er að stækka okkar hlut í neyslunni.“ Jens segir að eftir að sala og verð á kartöflum hafi verið gefin frjáls hafi krafturinn ekki farið í að berjast saman fyrir aukinni neyslu á kartöflum heldur hafi menn reynt að stækka sinn hluta af markaðn- um. Það hafi hins vegar gengið erfiðlega því heildameyslan á kart- öflum hafi minnkað á sama tíma. í samtölum við fólk segist Jens hafa komist að því að fólk telji sig ekki hafa eins mikinn tíma til mat- argerðar og áður. „Fólki finnst t.d. of tímafrekt að skræla kartöflurnar ofan í bömin. Það vill bara geta hellt úr pakka ákveðnum skammti Jens Gfslason einn eigenda verksmiðjunnar í pottinn sem er soðinn í einhvem tíma og þá er maturinn tilbúinn," segir hann. Jens segir að það eigi ekki að draga úr gæðum kartaflnanna að fara skrældar ofan í pottinn. Ef menn vilji á annað borð skræla skipti engu máli hvort þær séu skrældar fyrir eða eftir suðu. "Það sem við sjáum er að maður geti tekið þessar kartöflur og sett í pott- inn og það er tilbúið. Það þarf ekki að gera neitt annað. Við teljum að þetta gefi okkur mestu möguleik- ana á neytendamarkaðnum." Fyrirtækið framleiðir um 10 vörutegundir. Auk þess að bjóða tvær stærðir af afhýddum kartöfl- um, tvær stærðir af sléttum skífum og tvær stærðir af strimlum era einnig framleiddar kúlur, teningar, rifflaðar skífur og sk. Chateau kartöflur. Einnig er ætlunin að setja á markað sérstakan bakka með kartöflum sem hægt er að setja í örbylgjuofn og eftir smá- tíma þar eru þær tilbúnar til neyslu með þeim mat sem hver kýs sér. Hingað til hefur fyrirtækið einkum verið að selja í veitinga- hús, mötuneyti, eldhús o.þ.h. en nú á að fikra sig inn á neytendamark- aðinn sem var markmiðið í upp- hafi. Jens telur marga möguleika ónýtta þar. „Ef við berum okkur saman við löndin í kringum okkur er neysla á kartöflum hér á landi alltof lítil. Við teljum að ástæðan fyrir því sé sú að við höfum ekki verið nógu röskir í að koma með nýjungar fyrir neytandann. Það hefur nánast ekkert gerst í neyt- endamálum hjá kartöfluframleið- endum í alltof langan tíma. Gæði kartaflna hafa reyndar aukist á undanfömum árum en þær eru allt- af seldar í þessum sömu tveggja kílóa pakkningum án þess að fleira sé gert. Við reynum að gera okkar vöru þannig úr garði að fólki finnist þægilegt að nota hana. Kosturinn við kartöflur frá Beint í pottinn er hins vegar sá að maður er fljótur að elda þær, þær eru til- búnar til framreiðslu og þetta er hollt og gott fæði.“ Defender STORM, ný og öflug Storm TD5 vél, 5 strokka með túrbínu og millikæli. Umtolsvert meiri kraftur í hljóðlátari vél TogiS er 300 Nm viS 2000 snúninga. Suðurlandsbraut 14 Sími 575 1200 Söludeild 575 1210 |~Heimasíða íslensks landbúnaðar ~j I www.bondi.is I L J VELAVER li* fc* H Í AtoK Láqmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík Sími 588 26 00 - Fax 588 26 01 1 t i f 'í'Fi' J’l t 4 t 1H 4 4 t i 4 * t t 4 4 4 i 4 * 4 l I rtr i Þt 4 i 4-11 UHiim t * 4^*»rui Mykjutankar, haugsugur og dælur Alfa Laval TP 360 VS skádælur til nota í grunna sem djúpa kjallara. Tengd á þrítengibeisli og vökvastýrð. Afköst 13.000 ltr/mín í upphræringu og 7.000 lrt/mín við dælingu í tank, auðvelt að beina hrærustútnum upp og niður og til beggja hliða. Söxunarbúnaður á dæluinntaki. Byggð á áratuga reynslu Alfa Laval við smíði á haughrærum. Alfa Laval skádælan hefur verið prófuð af Bútæknideildinni á Hvanneyri. Alfa Laval TP 250 brunndælur Fyrir mismunandi dýpt á haughúsum frá 1.60 - 4.0 mtr. Abbey haugsugur. Abbey haugsugur og mykjutankar eru fáanleg í eftirtöldum stærðum: 5000 ltr - 5900 ltr - 7000 ltr - 9100 ltr Staðalbúnaður: • Afkastamikil vacumdæla. • Vökvabremsur og vökvastýring á dreifistút. • Vökvaopnun á topplúgu, hleðslumælir og ljósabúnaður. • Flotmiklir hjólbarðar 6” barki, 5 mtr langur með harðtengi • Vökvaopnun á topplúgu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.