Bændablaðið - 30.03.1999, Qupperneq 20

Bændablaðið - 30.03.1999, Qupperneq 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. mars 1999 Framlðg samkvæmt Ottar Geirsson, jarðræktarráðunautur Bl. Nú eru Jarðræktarlög úr gildi fallin og Búnaðarlög komin að hluta til í þeirra stað. í þeim eru m.a. ákvæði um framlög ríki- sins tii þróunarverkefna og jarðabóta á lögbýlum. Verkefn- um þeim sem hlotið geta styrk samkvæmt Búnaðarlögum er skipt í 7 flokka. Aður en farið verður að ræða um einstaka flokka má nefna að nú verða framlögin ekki einhver ein fyrirfram ákveðin upphæð, heldur verða þau breytileg eftir því hve margir sækja um þau og hversu margir vinna svo verkið á árinu. Nú er heildarupphæð til hvers verkefnaflokks ákveðin fyrirfram, en síðan fer það eftir því hversu margir vinna á árinu það sem um var sótt hversu há upphæð kemur í hlut hvers og eins. Það er þó sett hámarksupphæð, sem menn kom- ast ekki yfir þótt fáir séu um pott- inn það árið. Skal nú farið nokkrum orðum um hvem hinna 7 flokka sem fram- lögin skiptast í.: 1. Endurræktun lands, þ.m.t. garðlands, vegna aðlögunar að lífrænum búskap, einnig aðlögun að lífrænni ylrækt. Styrk til endurræktunar geta þeir einir gert sér vonir um að fá, sem hafa gert aðlögunarsamning við vottunarstofu og stofan verður síðan við úttekt að votta að endur- ræktunin hafi verið unnin sam- kvæmt reglum um lífræna ræktun. 2. Umhverfis- og gæðaverkefni í garðyrkju/ylrækt. Hér er um að ræða styrki til ýmissa tækja eða búnaðar í gróður- hús og garðávaxtageymslur þ.e. kolsýrumæli, loftslagsstýringu, áburðarblandara í gróðurhús og kælibúnað í geymslur. Þetta eru því fyrst og fremst garðyrkjubænd- ur sem notið geta þessara styrkja. Þeir miðast allir við þátttökuhlut- deild í kostnaði og miðast allir við NORDSTEN sáðvélar ♦ Vinnslubreidd 250 cm og 300 cm. ♦ 325 L og 405 L ♦ Einföld í notkun ♦ Léttbyggð og traust sáningarvél á góður verði Einnig mikið úrval annarra jarðvinnslutækja VÉLARa. PJwNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, að menn fái mest 25% af kaupverði eða kostnaði við tækin eða bún- aðinn. 3. Þróunarverkefni í kornrækt. Um framlög til komræktar geta allir sótt sem stunda komrækt, en það verður þó að vera meira en nafnið eitt og lágmarksakurstærð eru 2,0 ha. Þeir sem rækta bygg í minna landi fá ekki styrk. Allir fá sömu upphæð í styrk, hvort sem þeir rækta 2,0 ha eða 20,0 ha. Það fer eftir því hve margir hafa sótt um og rækta, hve mikið kemur í hlut hvers, en getur þó aldrei orðið hærra en 30.000 kr. 4. Beitarstjórnun og landnýting. Hér er um að ræða framlög til landnýtingaráætlana. Oftast verður það trúlega í tengslum við bú- rekstraráætlanir, sem bændur láta gera Iandnýtingaráætlun, þar sem fram kemur heildarstærð beitilands og skipting þess í gæðaflokka, og svo hvemig áætlað er að nota það. En þetta getur líka verið í tengslum við áætlanir um vistvæna eða líf- ræna framleiðslu þótt ekki sé um fullkomna búrekstraráætlun að ræða 5. Bætt aðgengi almennings að landinu. Þessi framlög renna sennilega oftast til ferðaþjónustu bænda, en geta líka mnnið til þeirra landeig- enda, sem eiga einhver náttúm- fyrirbrigði sem margir vilja sjá. Hér er um að ræða merkingu gönguleiða með smekklegum skilt- um, uppsetningu á prflum yfir girð- ingar, borðum á áningarstöðum og minniháttar göngubrýr. Með umsókn skal fylgja lýsing eða teikning af þeim mannvirkjum sem sótt er um framlög til, hvar ætlunin sé að koma þeim fyrir og áætlað kostnaðarverð. 6. Verkefni tengd búfjárhaldi. Hér er um að ræða styrki sem menn fá til framkvæmda sem þeir verða að fara í vegna breytinga á reglum þjóðfélagsins sem búfjár- eigendur skulu fara eftir. Það er alltaf verið að setja nýjar og breytt- ar reglugerðir um aðbúnað dýra sem menn halda sem húsdýr og stundum kalla þessar breytingar á reglugerð um á töluverðar breyt- ingar á útihúsum. Og það er í slík- um tilvikum sem þessi styrkur veit- þist. Oft er veittur frestur til að koma breytingum á og þangað til sá frestur er útrunninn geta menn fengið styrk út á breytingamar. Það verða því ekki alltaf sams kon- ar framkvæmdir sem fá styrki eftir þessari reglu heldur breytist það stundum jafnvel árlega. Nú í fyrstu verður það einkum þrennt sem menn geta sótt um styrki til. Það er að koma upp skýlum fyrir útigangshross, en samkvæmt reglugerð er óheimilt að láta hross ganga úti eða vera í girðingu þar sem þau geta ekki leitað skjóls í hrakviðrum. I öðru lagi verður veitt framlag til þeirra kúabænda Skýli fyrir útigangshross Svo sem fram kom í síöasta biaöi og annars staðar í þessu blaði, gefst bændum nú kostur á að sækja um framlög vegna uppsetningar á skýlum fyrir útigangshross. Þau þurfa þó að uppfylla ákveðin skilyrði til að vera styrkhæf. Byggingaþjónusta BÍ hefur gert teikningu af skýli sem uppfyllir lágmarkskröfur og mun hún liggja frammi á skrifstofum búnaðarsam- banda. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun er bygging á svona skýli háð byggingarleyfi. Fullreiknaður kostnaður við skýli samkvæmt teikningunni er 170 þ. kr; þar af er vinna 75 þ. kr. og staurarnir 63 þ. kr. Eigi menn völ á ódýru efni, má koma svona skýli upp með litlum útlögð- um kostnaði. sem verða að breyta laus- göngufjósum sínum fyrir 2003 á þann veg að legubásar séu til fyrir hvem grip eða þurfa að stækka bása í núverandi íjósi í samræmi við nýja reglugerð. Og í þriðja lagi eru það svínabændur sem þurfa að breyta gyltubásum vegna krafna um að gyltur séu ekki bundnar. 7. Viðhald framræslu á ræktuðu landi. Menn geta sótt um og fengið Framlög til verkefna er tengjast aðbúnaði búfjár sbr. samning samkvæmt búnaðarlögum Um er að ræða framlög samkvæmt 6. verkefnaflokki í 10. grein samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998. Um almenn skilyrði vísast til umfjöllunar um samninginn í síðasta tölublaði Bændablaðsins, m.a. auglýsingar á bls. 18. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Styrkhæf verkefni eru: 1. Uppsetning á skýlum fyrir útigangshross. Skýlin verða að uppfylla lágmarkskröfur um stærð og gerð samkvæmt uppdrætti Byggingaþjónustu BÍ eða jafngilda þeim að mati ráðunautar. Framlag verður allt að 50 þ. kr á bú, og framlög vegna hrossaskýla njóta forgangs í þessum flokki. 2. Breytingar á fjósum: a) Þar sem kýr eru lausar í stíum á rimlagólfi. Veittur er stuðningur við gerð bása með mjúku undirlagi (legubásar, hefðbundnir básar). Framlag er veitt á allt að þeim fjölda bása sem nemur fjölda mjólkurkúa í eldra lausgöngufjósi. Greidd eru 35 % af kostnaði við breytingu, þó að hámarki 10.000 kr. á hvern bás. b) Þar sem stærð bása (breidd og/eða lengd) er ófullnægjandi samkvæmt reglugerð nr. 671 frá 1. desember 1997 (aðbúnaðarreglugerð nautgripa). Veittur er stuðningur við breytingar á innréttingum eða endurbyggingu fjósa, ef stækkun bása er nauðsynleg. Greidd eru 35% af kostnaði við breytingar eða endurbyggingu, þó að hámarki 10.000 kr. á hvern bás sem breytt er eða aflagður við nýbyggingu. 3. Breytingar á gyltustíum, sem gerðar eru til að gylturnar geti gengið lausar. Veittur er stuðningur við breytingar á gotstíum og geldstöðustíum, allt að 3.500 kr á stíu sem breytt er eða endurbyggð. styrk til að hreinsa upp úr fram- ræsluskurðum. Nú verður sú breyting á að greitt verður fyrir hverja lengdar- einingu (km) í hreinsuðum skurð- um og getur styrkurinn mest orðið 25.000. kr. á km ef lítið er hreinsað af skurðum. Eins og áður er ein- ungis hægt að fá styrk til hreinsun- ar á skurðum í ræktuðu landi og á afföllum sem leiða vatnið frá rækt- uðu landi, ef þess er þörf. Aðeins verður greitt fyrir þann hluta skurð- ar sem hreinsað er upp úr, þótt skurðurinn sé lengri og ekki hafi þurft annað en að moka upp úr nema stuttum kafla, segjum 10 m, neðst í skurðinum. Það fengist þá framlag á 10 m spottann en ekki á allan skurðinn. Þetta eru flokkamir 7 sem framlag fæst til samkvæmt samn- ingi milli bænda og rfldsvalds. Samkvæmt samningnum eiga bændur að sækja um framlög fyrir 15. nóvember til þeirra verkefna sem þeir hyggjast vinna næsta ár á eftir. Þetta var að sjálfsögðu ekki hægt að gera sl. haust þar sem samningurinn hafði ekki verið gerður þá. Þess vegna er ætlast til að þeir sem unnu eitthvað af þeim verkefnum, sem um getur hér að framan á sl. ári eða ætla að gera það á þessu ári, sæki um framlag til þess fyrir 15. apríl nk. Þeir snúi sér til búnaðarsambands á sínu svæði með umsóknir, en þar liggja um- sóknareyðublöð frammi. Duun Mykjudælur Eigum Duun hágæða mykjudælur fyrirliggjandi Hagstætt verð og kjör! <&§- t uutt Shnia % Bújöfur, Krókhálsi 10,110 Reykjavík, sími 567 5200 Menntaþing verður haldið að Hótel Loftleiðum 10. apríl nk. Á þinginu verður fjallað um flesta þætti sem tengjast störfum leið- beinenda, ráðgjafa og leiðtoga. Markmið þingsins er að undir- strika gildi menntunar fyrir alla sem starfa á vettvangi tómstunda og frítíma. Meðal fyrirlesara á þinginu verða Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, Þórhildur Líndal umboðsmaður bama og Ámi Sigfússon framkvæmdastjóri Stjómunarfélags Islands. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu þingsins, http:- //www.umfi.is/menntathing, en þar er einnig hægt að skrá sig. Auk þess er tekið við skráningu í sfma 568-2929. Skráningu lýkur 8. aprfl

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.