Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 7

Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 7
Þriðjudagur 4. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 7 iog vallarfoxgras Sigríður Bjarnadóttir,. tilraunastjóri á Stóra-Ármóti. Undanfarin ár hefur nýtt land verið brotið til ræktunar á Stóra-Ármóti. Á þeim tíma var ákveðið að sá hreinum grasteg- undum í nýræktir með saman- burðartilraunir grastegunda í huga. Viðkomandi tilraun fór fram á Stóra Ármóti í fyrra- vetur og má segja að sé einn liður í þessum samanburðartil- raunum mismunandi grasteg- unda. Markmið tilraunarinnar var að bera saman hálíngresi, vallar- foxgras af fyrra slætti og há af vallarfoxgrasi fyrir mjólkurkýr. Heyið var rúlluverkað með þurr- efnisinnhald sem nam 42-45%. Hirðingasýni sýndu svipað orku- gildi en þegar á hólminn var komið reyndist breytileiki orku- gildisins töluverður sem veldur því að erfitt er að bera beint sam- an heygerðirnar. Þó svo hálíngresi sé ekki al- geng grastegund í hreinrækt þá fmnst hún víða í túnum landsins. Um er að ræða grastegund sem ryður sér til rúms í túnum þegar upphaflegt sáðgresi hopar. Uttekt á túnum á Islandi á vegum RALA, framkvæmd af Guðna Þorvalds- syni, sýndi að língresi er til staðar í um það bil helmingi túna, í mis- Bændablaðið er fyrir þá sem vilja fylgjast með málefnum íslensks landbúnaðar Áskriftarsíminn er 563 0300. ISO-Mænislýsing & LOFTRÆSTING I FJÓS meiri birta, sól og ferskt loft M«ra lyt, «ol oo Iriak Kift VÉLAVAL-Varmahlíð hf Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 miklu magni þó. Einkum er það algengara sunnanlands að língres- ið taki sér bólfestu í túnum þegar líður á en snarrótin sækir frekar á norðanlands. I tilrauninni var vallarfoxgras- ið orkuríkast og mjög lystugt en kýmar mjólkuðu mest af því auk þess sem efnainnihald mjólkurinn- ar var hæst í þeim hópi. Língresið var orkuminnst og ekki mjög lyst- ugt. Kýrnar átu mjög lítið af því, um 40% minna magn en kýr sem voru á vallarfoxgrasinu. Þrátt fyrir það varð munurinn á mjólkur- magni ekki meiri en 6%. Háin lá þama á milli, þó nær língresinu enda nær orkugildi þess. Þá má benda á hæfileika kúnna til að mjólka af sér yfir ákveðinn tíma og bæta sér það upp síðar en til- raunatímabilið á hverri gerð var þrjár vikur. í fyrmefndum samanburðartil- raunum grastegunda stendur vall- arfoxgrasið upp úr er varðar lyst- ugleika, át og afurðir. Má því segja að komið sé að því að horfa enn meira til þess í tengslum við gróffóðurtilraunir, s.s. að horfa til meðhöndlunar vallarfoxgrassins sem, því miður, hopar gjaman fyr- ir öðrum grastegundum þegar líða tekur á. Eins er vert að horfa til þess að leita að öðmm tegundum sem standa því jafnfætis. Á Stóra- Ármóti er í gangi at- hugun sem snertir vallarfoxgras. Um er að ræða samanburð á vall- arfoxgrasi, slegnu á kjörtíma, og blöndu af vallarfoxgrasi slegnu fyrir kjörtfma og háarslætti sama stykkis. Tilraunatímabilið er stutt og má segja að þama fáist mest svömn við áti þessara mismunandi gerða þó svo einnig sé fylgst með afurðum og þunga kúnna. Enn fremur horfum við björtum augum til sumarsins þar sem stefnt er að því að safna efniviði í tilraun næsta vetur og lýtur að vallarfox- grasinu. Til er stykki með rauð- smára og vallarfoxgrasi en slík blanda hefur gefið betur en hreint vallarfoxgras í tilraunum erlendis. Þá var prófað að sá fjölæm rýgresi í stykki á staðnum og sú grasteg- und ætti a.m.k. að standa vallar- foxgrasinu jafnfætis. Ekki er enn fullljóst hvemig umræddur gróður kom undan vetrinum en framhald- ið ræðst mikið af því! Jarðir til sölu Kleppjárnsstaðir í Hróarstungu (um 30 km. f. norðaustan Egilsstaði). íbúðarhús, fjós og hlaða. Ræktað land ca. 25 ha. Bústofn og vélar fylgja. Mjólkurkvóti 30.500 lítrar. Silungsveiði í Álftavatni og Stekkjarvatni. Gæsaveiði. Einkasala. Verð: 10,5 millj. Héraðsdalur í Skagafirði (um 15 km. frá Varmahlíð). Á jörð- inni er nýlegt íbúðarhús, hlaða og fjárhús. Einnig gamalt íbúð- arhús og útihús. Landið er allt afgirt, um 250 ha., þar af um 24 ha. ræktaðir. Einnig fylgir bústofn, framleiðsluréttur (um 100 ærgildi) og tæki. Einkasala. Verð: 12 millj. Lambanes í Dalasýslu ( í Saurbæ um 40 km frá Búðardal): Um er að ræða íbúðarhús og útihús fyrir um 100 fjár og 15 hross. Landið er um 50 ha. þar af um 17 ha. ræktaðir. Bústofn og tæki fylgja. Framleiðsluréttur ( um 50 ærgildi). Veiðiréttindi í Staðarhólsá. Einkasala. Verð 8.0 millj. Seljendur athugiö! Bústaður fasteignasala sérhæfir sig í fasteignum á lands- byggðinni. Nú er rétti tíminn til að setja jarðir á söluskrá. Þeir sem skrá eignir hjá okkur í einkasölu greiða ekkert skoðunargjald og engan auglýsingarkostnað í 3 mánuði frá skráningardegi Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl. og löggiltur fasteignasali Aðalgötu 14, Sauðárkróki Sími 453-6012, fax: 453-6068 Nautgripir óskast til slátrunar aean staðareiðslu Vegna aukinnar eftirspurna eftir nautgripakjöti hefur Sláturhúsið Þríhyrningur hf. ákveðið að staðgreiða að fullu fyrir allt nautgripakjöt annan mánudag eftir slátrun. Sláturhúsið Þríhyrningur hf. Hellu, pantanasími 487 5162 Fjölbreyttar Bændaferðir í haust á hagstæðu verði Við munum efna til 5 ferða í haust. Það verður lögð áhersla á að hafa þetta skemmtilegar ferðir með fjölbreyttum skoðunarferðum og kvöldvökum flest kvöld. Allar upplýsingar um ferðirnar fáið þið á skrifstofu Bændaferða, sími 5630300, hjá Agnari og Halldóru og ennfremur hjá Hólmfríði í síma 486-8702 ■^óísvártáskog Brottför 3. september og komið heim 10. september. Gist allar nætur á sama stað í þorpinu Oberkirch sem er skammt frá Rín og um 24 km. fyrir austan Strassborg. Vínhátíð hefst í þorpinu 3. september og stendur yfir til 6. september. Farnar verða margar skoðunarferðir. Verð kr. 58.000 á mann miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. turríki, Italia- Brottför 14. oktober og komið heim 27. oktober. Gist verður eina nótt í Þýskalandi, sjö nætur við Gardavatn á Ítalíu og tvær nætur í Alsace í Frakklandi. Fjölbreyttar skoðunarferðir eru flesta daga - kvöldvökur og gleði á kvöldin. Verð: kr. 68.400 á mann. Innifalið: Flug og skattar, gisting og morgunverður, 8 sinnum kvöldverður allar skoðunarferðir og fararstjórn. N^íðááinglandog Skotland Brottför 20. október og komið heim 27. október. Gist verður í fjórar nætur í Harrogate skammt frá Jórvík og þrjár nætur í Glasgow. Fjölbreyttar skoðunarferðir flesta daga m.a. mun hið stórkostlega víkingasafn í Jórvík verða heimsótt, kastalinn í Edinborg og margir fleiri staðir. Verð hefur ekki verið staðfest en ferðin mun sennilega kosta um kr. 54.000 a mann. ^^Luxemborg og Belgia Brottför 24. október og komið heim 31. október. Gist verður hjá vínbændum í þorpinu Leiwen, skammt fyrir austan Trier allar sjö næturnar. Flesta daga verða farnar skoðunarferðir m.a. til Luxemborgar og Belgíu. Eeinnig verður skroppið yfir í Rínardalinn. Kvöldvökur öll kvöld og örugglega mikið sungið. Verð kr. 49.000 á mann. Innifalið; flug og skattar, gisting og morgunverður, allar skoðunarferðir og fararstjórn. -— , , i. Italia. Brottför 24. október og komið heim 4. nóvember. Gist verður eina nótt í Þýskalandi, sjö nætur við Gardavatn á Ítalíu og 3 nætur í Alsace í Frakklandi. Fjölbreyttar skoðunarferðir flesta daga og kvöldvökur flest kvöld. Staðir eins og Feneyjar og Verona á Ítalíu verða heimsóttir og Strassborg í Frakklandi. Ennfremur verður skoðunarferð um Svartaskóg í Þýskalandi. Verð 73.000 á mann. Innifalið: flug og skattar. Gisting i 2ja manna herbergi, morgun- og kvöldverður alla daga, allar skoðunarferðir og fararstjórn.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.