Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 26
26 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1999 SUndum vfiril um íslenska kúastofninn Friðjón Guðmundsson, bóndi, Sandi, Aðaldal. Að tilhlutan Landssambands kúabænda var í nóvember 1997 gerð skoðanakönnun meðal kúa- bænda um hvort hcimila skyldi Bændasamtökum íslands og Landssambandi kúabænda að sækja um leyfi fyrir innfiutningi á erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofninum. Talsmenn tillög- unnar fóru út í öll héruð lands- ins með fundahöld til að kynna málið fyrir bændum. Þar var rekinn stífur áróður fyrir þess- ari hugmynd því engir frum- mælendur komu á þá fundi til þess að kynna gagnstæð sjónar- mið. Þrátt fyrir það var tillögum um innflutningsleyfi á þessu erfðaefni hafnað með tals- verðum atkvæðamun. Mál þetta var svo lagt fyrir Búnaðarþing. Þar var það sam- þykkt með litlum atkvæðamun og tel ég að með þessari samþykkt hafi meirihluti Búnaðarþings mis- notað vald sitt með því að ómerkja þá skoðanakönnun sem Landssam- band kúabænda stóð fyrir. Nú getur hæglega brugðið til beggja vona um úrslit í þessu máli. En sem betur fer eru ekki öll sund lokuð. Nýlega hefur komið ffam sterk og skýlaus andstaða gegn innflutningsleyfi á erfðaefni í mjólkurkýr. Ber fyrst að nefna þijá valinkunna menn sem hafa víð- tæka þekkingu og reynslu á þessu sviði, en þeir eru Stefán Aðal- steinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Norræna genabank- ans, Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir Keldum og Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir. Þessir ágætu menn skrifa grein í Morgun- blaðið 27.febr. s.l. og vara sterk- lega við innflutningi af ýmsum ástæðum, en sérstaklega vegna sjúkdómahættunnar. Mjólkin úr íslensku kúnum sé betri og heilsu- samlegri en úr þeim norsku og að íslenski kúastofninn sé meira virði en svo að réttlætanlegt sé að fóma honum og láta hann hverfa. Sigurður brýnir menn til and- stöðu og þá vil ég benda á skel- egga grein Katrínar Andrésdóttur dýralæknis og undirskriftir 213 bænda í Morgunblaðinu og Degi í mars s.l. Þessar ábendingar og vamað- arorð ber að þakka. Það er ekkert einkamál þessara Búnaðarþings- fulltrúa sem óvirtu skoðanakönnun meðal bænda að taka bindandi ákvarðanir í þessu máli og halda þeim til streitu gegn eindreginni andstöðu þremenninganna sem hafa til að bera faglega þekkingu og reynslu sem treysta má. Og þetta er auðvitað í innsta eðli mál íslensku þjóðarinnar allrar. Norsku kýmar sem horft er til em væntanlega komnar á toppinn í afúrðagetunni. Þær em píndar til ýtmstu afurða með gríðarlegri kjamfóðurgjöf og endingin er svo lítið að sagt er að þær séu ekki látn- ar eiga nema tvo kálfa. Þá er líklegt að þær fari að úrkynjast úr þessu. Hins vegar em íslensku kýmar alltaf að bæta við sig afurðurm og með markvissum kynbótum er mjög líklegt að stofninn muni inn- an 15 ára skila mun meiri afurðum og muni áreiðanlega standa fyrir sínu. Islenski kúastofninn er hreinn og óblandaður stofn. Hann er merkilegur fyrir það að hann hefur verið ræktaður í landinu í meira en ellefu aldir. Stofninn er því alveg einstaklega íslenskt fyrirbæri, frá- bær og ómetanleg eign sem ekki á sér hliðstæðu í öðmm löndum. Það er því mikið glapræði, siðleysi og þjóðarskömm ef kúnum væri kastað fyrir borð. Eitt stórt og mik- ið slys sem ekki yrði bætt. Sökum þess beini ég þeirri áskomn til ís- lenskra bænda, til starfsmanna kynbóta á íslenskum kúm, til þeirra sérfróðu manna sem hér að framan hafa verið nefndir og til ís- lenskra stjómvalda að standa vörð og koma í veg fyrir þau óhappa- verk að flytja inn erfðaefni sem gæti velt íslenska kúastofninum úr ellefu alda sessi fyrir fullt og allt. Slíkt má ekki gerast. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Hesturinn i gfiðum liaga Nú vorar og tímabært að skipuleggja beitina á komandi sumri sé það ekki nú þegar vel á veg komið. Velferð lands og hrossa fer undantekningalítið sam- an og því er brýnt að hugað sé að hvomtveggja þegar sumarið fer í hönd. I þvf skyni að bæta við þann þekkingargmnn, sem hestamenn og aðrir sem koma að nýtingu lands til hrossabeitar búa yfir, verður haldið námskeið sem ber yfirskriftina „Hesturinn í góðum haga“. Námskeiðið verður haldið 17. maí n.k. í húsnæði Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti og stendur frá kl. 10:00 f.h. og til 16:00. A námskeiðinu fjallar Bjöm Barkarson frá Landgræðslu ríkis- ins um hrossahald í sveit og borg, Ingimar Sveinsson um fóðurþarfir og uppeldi hrossa og nýtingu hrossahaga, Bjami Maronsson frá Landgræðslu ríkisins um landnýt- ingu og beitarskipulag og Borgþór Magnússon frá RannsóV"- landbúnaðarins um mat á ástandi beitilands og niðurstöður beitar- rannsókna. Hluti námskeiðsins felst í skoðunarferð þar sem áhersla er lögð á mat á ástandi og meðferð beitilands. Námskeiðsgjald er kr. 4.000 og innifalin eru námsgögn, matur og kaffi. Námskeiðið er liður í sam- starfi Landgræðslu ríkisins, Skóg- ræktar ríkisins og Garðyrkjuskóla ríkisins, á sviði skógræktar- og landgræðslufræðslu en skipulagt í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Skráning og nánari upplýsing- ar fást hjá endurmenntunarstjóra Garðyrkjuskólans. Helsti staðalbúnaður í L 200 GL er m.a.: Hátt og lágt aldrif, 100% læsing áafturdrlfl, hreyfiltengd þjófnaðarvörn, rafknúnar rúðuvlndur með slysavörn, rafstýrðir útispeglar, rafhitun I framsætum, vökva- og veltistýrl, samlæsingar „#,á hurðum, útvarp/segulband, mottur og fl. Viðbótarbúnaður í L 200 GLS *. er m.a.: Brettakantar, stigbretti, álfelgur og 31" dekk, krómað grill, glitlitur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.