Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1999 Nauðsynlegt er að kýr fái að kara nýfæddan kálf, þannig þornar feldurinn fyrr, ýfist og veitir kálfinum betri vörn gegn kulda. Kýrin vill hafa kálfinn hjá sér og mjólkar hún því betur og er rólegri sé hann hafður hjá henni í 3-4 daga. Það er einnig nauðsynlegt að kálfar séu í þurru, trekklausu og rakalausu umhverfi, en það hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu mótsstöðu kálfsins. Þegar kálfur fæðist þá er hann ekki með mótefni í blóði, því ekki berast mótefni frá móður til fósturs. Af þess- um sökum er mikilvægt að kálfurinn fái broddmjólk fljótt eftir fæðingu svo hann geti styrkt mótstöðuaflið. í broddinum eru ýmis mótefni auk þess sem hann er steinefna-, vítamín- og próteinríkur. Þessi efni styrkja kálfinn m.a. gegn sjúkdómum og vanþrifum. Best er að gefa brodd innan tveggja tíma frá burði og ekki ætti að gefa seinna en sex tíma frá burði því mest er af mótefnum í nýjum broddi. Á fyrsta sólahring hafa kálfar mikla eiginleika til þess að nýta sér mótefnin í broddinum, því þá komast mótefnin óskemmd til blóðs en eftir það gera þau mest gagn í meltingu. Fyrstu tvo sólahringana er gott að gefa fjórum sinnum og þá lítra í einu. Mjólkin á að vera spenvolg (38°-40°C) svo að mjólkin hleypist vel því annars þarf kálfurinn að hita hana upp með eigin líkamshita. Það tekur of langan tíma og þá getur hún borist óhleypt aftur í þarma og það veldur skitu. Ekki má gefa of mikið af mjólk í einu því þá er hætta á að vinstrin fyllist og mjólk fari í vömb, en vinstrin er eini hluti magakerfisins sem er starfandi á ungkálfum fyrstu vikuna. Einnig skal passa að kálfar drekki ekki of hratt þá fer mjólk úr mjólkurrennunni yfir í vömb og fúlnar þar. Einnig fær mjólkin ekki nægan tíma í vinstrinni til að hleypast, þá berst hún aftur í þarma of þunn og þá er mikil hætta á að kálfar fái skitu. Ef kálfar fá að sjúga móður sína er nauðsynlegt að gefa þeim aukaskammt af broddi í pela því reynslan hefur sýnt að þriðjungur þeirra fær ekki nægilegt magn af broddmjólk fyrstu klukkustundirnar. Á öllum kúabúum ætti að vera til frystur broddur í útflöttum plastpoka sem er gott að gefa kálfum sem geta ekki fengið mjólkina frá móður sinni t.d. ef kýr fær júgurbólgu, drepst eða fær ekki geldstöðu. Hafa ber í huga þegar þýða þarf brodd að þýða hann ekki of hratt því þá tapast mótefni úr honum sem er verra fyrir kálfinn. Það að leggja metnað sinn í að framleiða sem gæðamesta mjólk ætti að vera markmið hvers einasta mjólkurframleiðanda. Eða hvað? Borgar sig að framleiða gæðamjólk?. Með réttu ætti það að vera allra hagur að mjólkin sem kemur í mjólk- urbúin sé af sem mestum gæðum. Frumutala og gerlatala er notuð sem mælikvarði á gæði mjólkur. Skilgrein- ingin á fyrsta flokks mjólk er sú að fjöldi gerla fari ekki yfir 30.000 gerl- ar/ml (5.000 hitaþolnir og 25.000 kuldaþolnir) og að frumutala sé undir 400.000 frumur/ml. Frumutalan segir mest til um þar hversu gott hráefni mjólkin er til vinnslu. Minna af mjólk- ursykri og ostapróteini er í frumuhárri mjólk, en salt og blóðprótein eykst, þar að auki breytist fltusamsetning mjólk- urinnar og hlutfall óæskilegra fitusýra eykst og óbragð getur komið af mjólkinni. Einnig getur gerilrík mjólk getur verið óæskileg til manneldis. Mikill akkur hlýtur því að vera fyrir afurðastöðvarnar að mjólkin sé af sem mestum gæðum, þannig að nýting til vinnslu sé sem best. En hvað græða bændur á því að framleiða góða mjólk? Til verðfellingar kemur þegar mjólk fellur í 2. og 3. flokk fyrir gerlatölu, og fari frumutala upp fyrir 400.000 í þrjá mánuði í röð, er afurðastöð óheimilt að taka við mjólk frá framleiðanda. Sumsstaðar hefur verin tekin upp sá siður að verðlauna þá framleiðendur sem alltaf hafa lagt inn svokallaða úrvalsmjólk, mjólk sem er í fyrsta flokki í gerlatölu og fer ekki uppfyrir 250.000 frumur/ml í hverjum mánuði. Hver er þá umbunin og stendur hún undir kostnaði við framleiðslu mjólkurinnar Ef við tökum meðalbú sem hefur um 85.000 lítra í framleiðslurétt, þá þarf 20 kýr til þess að Um greiðslur fyrir gæða- mjólk fylla kvótann. Ef framleiðandinn leggur inn í afurðastöð sem greiðir meira fyrir úrvalsmjólk, fær hann 25 aura aukalega á lítrinn af mjólk. Fyrir þessa 85.000 lítra af úrvalsmjólk fást því 21.250 krónum meira en annars hefði verið. En hver er svo kostnaðurinn hjá bóndanum sjálfum. Til þess að mjólkin standist alltaf ströngustu gæðakröfur þaíf að koma til aukið eftirlit og oft aukin þrif, og allt kostar þetta pen- inga. Setjum svo að bóndinn sendi spenasýni í ræktun til þess að fylgjast með júgurheilbrigði kúnna. Ekki er óraunhæft að gera ráð fyrir að sent sé allavega einu sinni úr hverri kú og jafn- vel oftar úr einhveijum. Segjum því að send séu 100 sýni til greiningar. Hjá flestum mjólkurbúum kostar 105 kr að láta greina spenasýni og eru þá strax komnar 10.500 krónur í kostnað. Vegna strangari krafa er einhverju af mjólk, sem annars myndi fara í tankinn, hent. Ef við gerum ráð fyrir að hent sé 0,5% af heildarframleiðslunni, þá eru það 425 lítrar, sem myndu gefa 13.774 kr, lagðir inn í afurðastöð. (miðað við verðlag 1998.) Nú þeg- ar er kostnaðurinn orðin 24.274 en bónusinn var aðeins 21.250. Auðveldlega má ímynda sér ýmsa fleiri kostnaðarliði, t.d aukin notkun á bláskálaprófi, og ekki er ósanngjamt að bónd- inn reikni sér laun fyrir aukna vinnu. Sé dæmið sett upp á þennan hátt, er útkom- an í mínus. Þessi sami bóndi getur framleitt mjólk með frumutölu yfir 400.000 fruma mark- inu í 8 mánuði á ári án þess að refsað sé fyrir það. Það gerir hann sennilega með minni til- kostnaði og fær fullt verð fyrir afurðina. Hvers vegna reyna afurðastöðvamar ekki að ýta undir framleiðslu á úrvalsmjólk, sem er betra hráefni til úrvinnslu, með því að umbuna almennilega fyrir hana. Það ætti að þurfa færri lítra af úr- valsmjólk, en frumuhárri mjólk, til þess að framleiða sama magn vöm, t.d osti, og það hlýt- ur að spara peninga, sem ættu þá að skila sér til þeirra bænda sem gera þennan spamað mögu- legan. Einnig þætti okkur ekki óeðlilegt að beita mætti frekari verðskerðingum á lakari mjólk, en auka í staðinn greiðslur fyrir betri mjólk. Því úrvalsmjólk er nú einu sinni gæða- vara!! . Heimildir: Alfnes Terje og Österás Olav. 1997. Mjaltir og mjólkurgæði. Bændasamtök íslands. Verðlagsgrundvöllur kúabú 1. júlí 1998. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Reglugerðir Aöbúnaður Nautgripa, Mjólk og mjólkurvörur. 1997. Hollustuvernd rikisins, Umhverfisráðuneytið. Munnlegar heimildir frá starfsmönnum afurðastöðvanna. 1999 Hvanneyrarbréf Meðfylgjandi greinar eru frá nemendum á Hvanneyri. Eins og sjá má fjalla þau um ýmsa hluti sem bændur og búalið eru að velta fyrir sér. Nokkrar greinar bíða næsta blaðs. Það sem við viljum velta fyrir okkur í þessum orðum er skráning kjarnfóðurs í naut- gripaskýrsluhaldinu. í því er gert ráð fyrir að skráð sé það kjarnfóð- urmagn sem hver kýr fær á degi hverjum. En hvað er þá kjarnfóður? Er kjarnfóður einungis samsettar fóðurblönd- ur eða er korn, eins og t.d. bygg og maís líka kjarnfóður? Bygg er orkuríkt fóður og ef það er vel verkað jafn- ast það á við kjarnfóð- urblöndur af orkuinni- haldi. Nú er byggrækt sífellt að aukast og samhliða henni vex hluti þess í fóðri kúnna. Við hringdum í sjö bændur sem fóðra kýrnar sínar á byggi og einn sem gefur maís. Ein- ungis einn af þeim sagðist skrá kornið sem kjarnfóður, hinir sögðust ekkert taka það inn í skráninguna. Á ári hverju eru gefnar út tölur um afurðir mjólkurkúa á hverjum bæ sem er í skýrsluhaldi. Þar er einnig gefin upp meðalkjarnfóðurgjöf fyrir búið. Auðvitað er svo best að vera með sem hæsta meðalnyt og sem lægsta kjarn- fóðurgjöf. En er þessi saman- burður þá byggður á réttum forsendum og er eitthvað að marka hann? Það finnst okk- ur hæpið þar sem sumir eru að nota mjög mikið bygg og þá lít- ið að fóðurblöndu með. Þá kemur það út í skýrsluhaldinu eins og þeir fóðri kýrnar sínar nær eingöngu á gróffóðri en nái samt mjög hárri meðalnyt. íslenska byggið er misjafnt að gæðum og líklega kemur kíló af byggi ekki alveg alltaf í staðinn fyrir kíló af fóður- blöndu, hvað varðar orkugild- ið. Þannig er spurning hvort ekki þyrfti að bæta við einum dálk á skýrslublöðin eða gera aðrar ráðstafanir til að auð- velda skráningu á korni, þann- ig að hlutdeild gróffóðurs í framleiðslu sé Ijós og saman- burðarhæf milli búa. Miinn kjarnttöurs Mailt- gripir á Græn- landi Eins og greint var frá í Bændablaðinu í september í fyrra keyptu tveir grænlenskir bræður kýr og naut á Helluvaði á Rangárvöllum. Þeir bræður búa frekar afskekkt og vildu reyna að verða sér nægir um mjólkurafurðir. Þeir fluttu gripina sjóleiðina og þegar þeir komu til Grænlands þann 27. ágúst, höfðu ekki verið þar nautgripir í aldarfjórðung. í nýjum heimkynnum var kúnni beitt á daginn en hún hýst á nóttunni fram eftir hausti. Kýrin bar svo kvígu 21. september og þrífst kálfurinn vel. Eftir burðinn var kýrin hýst alfarið. Hún mjólkaði yfir 20 kg á dag í haust en nú í apríl var hún í 17-19 kg dagsnyt. Kýrin fær rúlluhey eins og hún getur étið en auk þess tæp 4 kg af kjamfóðri á dag. Kjarfóðrið samanstendur af um 1,3 kg af fóðurblöndu, um 1,3 kg af rapskögglum og um 1,3 kg af byggi. Kýrin er handmjólkuð og eru afurðimar einungis notaðar til heimanota á þremur heimilum. Unnið er úr henni smjör, rjómi, skyr og ostur, en Grænlendingamir höfðu fengið tilsögn í úrvinnslu mjólkurinnar í Næfurholti, áður en haldið var til Grænlands s.l. haust.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.