Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 9 Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins eru neðangreindar jarðir lausartil leigu frá komandi fardögum: 1. Básar, Grímseyjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu; á jörðinni er 1,4 ha ræktun, geymsla, og hlaða. 2. Borgir, Grímseyjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu; á jörðinni er 3,2 ha ræktun, íbúðarhús og geymsla. 3. Sigtún, Syðri-Grenivík, Grímseyjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu; á jörðinni er 8,0 ha ræktun, íbúðarhús og geymsla. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-9750 mánudaga- föstudaga kl. 13-15. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins. Námskeið í ræktun Castor Rex feldkanína Yngsta búgreinin n íslnndi Sverrir Heiöar Júlíusson, ráðunautur í kanínurækt. Dagana 25. og 26. mars s.l. var haldið námskeið í ræktun Castor Rex feldkanína á Hvanneyri. Námskeiðið var hið fyrsta um feldkanínur og voru þeir Sigurjón Blá- feld og Sverrir Heiðar Júlíusson leiðbeinendur. Þátttakendur voru alls 14, þar af tveir af nemendum Bændaskólans. Sex þeirra komu úr Skagafirði en einnig voru þátttakendur af Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi. Fjall- að var um öll helstu grundvallar- atriði er varða líffræði feldkanfna, aðbúnað, fóðrun og hirðingu. Ræktun feldkanína er yngsta búgrein- in á Islandi í dag og eru líklega u.þ.b. 20 aðilar með feldkanínur. Lítil reynsla er því komin á þessa búgrein og hafa eins og gengur komið upp ýmis vandamál. Ef hægt er að rækta feldkanínur með mikilli notkun gróffóðurs, selja skinnin og nota kjötið til mann- eldis, lítur þetta vel út við fyrstu sýn. Mörgum spumingum þarf þó að svara á næstu misserum, svo sem eins og að hve stómm hluta sé hægt að fóðra feldkanínur á gróffóðri, hvaða búragerð henti best og hvemig gangi að ala þær í óeinangmðum skálum eins og önnur loð- dýr. Þeir fmmkvöðlar sem nú þegar hafa hafið þessa búgrein, gegna lykil- hlutverki í þessari „reynslusöfnun". Bænda- skólinn á Hvanneyri hyggst leggja sitt af mörkum svo að búgreinin geti átt framtíð fyrir sér á íslandi. Fyrsta skrefið í þá átt, var að bjóða upp á námskeið í ræktun feldkanína. Fleiri nám- skeið verða haldin í haust og ættu áhugasamii að hafa samband við endurmenntunardeild skólans. Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 7, 150 Reykjavík eigi síðar en fimmtudaginn 6. maí 1999. Landbúnaðarráðuneytinu, 27. apríl 1999 Rekstur Kaupfélags Árnesinga skilaði 21,7 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi var hins vegar 24,7 milljónir samanborið við 12 milljóna króna tap á síð- ast ári. Þetta er í fyrsta skiptið í mörg ár sem hagnaður er af reglulegri starfsemi samkvæmt ársskýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra fyrir síðasta ár. Nokkrar fjárfestingar urðu hjá KÁ á síðasta ári. M.a. var fjárfest í tækjum fyrir rúmlega 41 milljón króna, rúmlega 25 milljónir á verslunarsviðinu og þrjár milljónir á ferðaþjónustusviði. Þá samein- uðust Kjötvinnsla KÁ og Kjöt- vinnsla Hafnar í mars og í sama mánuði sameinuðust Selfoss Apó- tek pg Hveragerðisapótek. I ársskýrslunni segir að ljóst sé að miklar breytingar verði á rekstri Kaupfélagsins á þessu ári. Til að mynda er nefnt að ákveðið hefur verið að sameina verslunarrekstur kaupfélagsins verslunarrekstri Nóatúns og 10-11 verslananna undir nafninu Kaupás hf. Mun kaupfélagið eignast 34% hlut í nýja félaginu. Er þessi breyting talin eðlilegt framhald af þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á verslunarsviði KA. Enn verður þó öflug starfsemi á sviði búrekstr- arvöru og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að velta félagsins á þessu ári verði um 1,2 milljarðar. G.SKAPTASON S CO. tunguháls 5 • reykjavík • sími 5772770 Mest seldi jarötætar/ í Noregi! LELY pinnatætarar ♦ Aflúttak 540/1000 ♦ Fjölhraða gírkassi ♦ Vinnslubreidd frá 300 cm ♦ Aflþörf frá §0 hö. ♦ Sjálfvirkt klippipinna- öryggi á drifskafti ♦ Pinnatætari í hæsta gæðaflokki Einnia mikið úrval annarra jarðvinnslutækja VÉLAR& PJÓNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1 a, sími 461 4040, Fyrsti fundur fagráðs í hagfrœði Nýlega kom fagráð í hagfræði saman til fyrsta fundar. Tilgangur með stofnun fagráðsins er að koma sterkari stoðum undir leiðbeiningar í búnaðarhagfræði bæði. á vegum -Ðændasam- takanna og búnaðarsambandanna. Fyrátá verkefni fagráðs er að móta þá vinnu sem fer í , hönd á næsta ári við gerð rekstraráætlana í kjölfar rekstrargreininga þeirra bænda sem vilja taka þátt í átaksverkefni því sem samið var um 5. mars 1999. Sá samningur var gerður samkvæmt búnaðarlögum. Búnaðar- samböndin koma til með að bjóða upp á leið- beiningar í hagfræði eftir ákveðnu verklagi og fá framlög á hvert verkefni eftir að gerður hefur verið samningur við viðkomandi bónda. Þetta verður stærsta verkefnið og það mikilvægasta. Annað mikilvægt verkefni fagráðs er að leggja línumar í þróun Búbótar, sem nú er í notkun hjá hátt í 800 bændum. Síðasta búnaðar- þing ályktaði einmitt um það efní óg var það lagt fram á fyrsta fundi, samkvæmt ákvörðun stjórnar B.í. Á fyrsta fundi fagráðs 26. apríl var meðal annars ákveðið að fá kynningu á því verkefni sem unnið hefur verið að hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og hefur hlotið nafnið Sunna verkefni er um rekstrargreiningu og leið- beiningar í framhaldi af því. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá sem skipa fagráðið. F.v. Ketill Á. Hannesson, hagfræði- ráðunautur Bændasamsamtaka Islands, Jónas Bjamáson, forstöðumaður Hagþjónustu d- búnaðarins, Þórarinn Sólmundarson, T stofnun, Sauðárkróki, Pétur Diðriksson óndi. Helgavatni, Þverárhlíð, GunnarÞó- -'n, bóndi, Þóroddsstöðum, Hrútafirði, F, Hansson, ráðunautur, Búnaðarsamb ir- lands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.