Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 18

Bændablaðið - 04.05.1999, Síða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1999 Heimsmeistaramót íslenska hestslns i Frankfurt í Þýskalandi Bændaferöir efna til bnpferOar á mótið Bændaferðir efna til hópferðar til Þýskalands með viðkomu á heims- meistaramót íslenska hestsins. Flogið verður til Frankfurt að morgni mánudagsins 2. ágúst og heim aftur frá sama stað að kvöldi þriðjudagsins 10. ágúst. Ekið verður í 50 manna rútu. búna bestu þægindum, suður til bæj- arins ETTAL sem er nálægt landa- mæmm Þýskalands og Austurríkis. Þar verður gist á Hotel Blaue Gams í íjórar nætur og m.a. farið í skoðunar- ferðir í hallir Ludwigs II., í Amar- hreiður Hitlers, til Innsbmck í Austurríki og er bá fátt eitt talið. CASE /// - STEYR Mest selda dráttarvélin á íslandi 1996-1998 VELAR& ÞJéNUSTAHF Jámhálsi 2, pósthólf 10180,130 Reykjavík, sími 587 6500, fax 567 4274 Útibú Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, fax 461 4044 Næstu ljórar nætur verður gist á Hotel Fleischmann í bænum AM- BERG sem er skammt frá Rieden þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer lfam. Þar gefst fólki kost á að fýlgjast með tveimur síðustu keppnisdögunum og sjá þar með há- punkt mótins. Þá verður einnig farið í siglingu á Dóná skroppið í versl- unar- og skoðunarferð til borgarinnar Regensburg o.fl. Þetta er upplögð ferð fyrir áhuga- fólk um íslenska hestinn Mikilvægt er að panta miða í ferðina sem allra fyrst. Verð aðeins kr. 67.000 á mann, miðað við tvo í herbergi. Innifalið: Flug og flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Allur akstur erlendis og fararstjóm. Nánari uppl. hjá í síma 56 30 300 eða 56 30 364. Ríkið endurgreiBi skatt vegna minka- ag refaveMa Á Búnaðarþingi var samþykkt ályktun þess efnis að viðræður yrðu teknar upp við ríkisvaldið um að hækka endurgreiðslu ríkissjóðs á kostnaði við minka- og refaveiðar, sem og að ríkið endurgreiði virðisaukaskatt af kostnaði við þessar veiðar. Hilmar Össurarson, bóndi í Kollsvík, sem mælti fyrir tillög- unni, segir að samkvæmt upplýs- Fjárvog Elektrónískur stafaskjár með endur- hleðslurafhlöðum, hleðslutæki fylgir. Auðvelt fyrir einn mann að vigta. Vigtar: Utanmál: Innanmál: Þyngd: Dekk: 150 kg. (hámark) 139x72x115 cm 133x48x83 cm 58 kg. 8" (þvermál) Nákvæmni: 0,2% ff ávik naust Borgartúni 26, Reykjavík Sími 535 9000 Fax 535 9040 mnMm hetmilisbankinn nð[ . . .. a rettri www.bi.is ókeypis aðgangur tit ái ingum frá veiðistjóra hafi minkn- um fjölgað svo mikið víða um land að til vandræða horfir. „Þar sem æti er fyrir minkinn ráða menn lít- ið við hann og veiði á honum er mjög ómarkviss víða og sums staðar alls engin. Það er aðeins einstaka sveitarfélag sem sinnir þessari veiði að einhverju marki,“segir hann. Hilmar er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að sjá um þessar veiðar en ekki sveitaifélögin. „Eg held að það sé að vissu leyti skref aftur á bak að ríkið dragi úr þátttöku í þessum veiðum. Þær snúast fyrst og fremst um vemdun á náttúm alls landsins og þetta em dýr sem hafa mikla yfirferð. Ég tel það því hugsunarvillu að ætlar að flytja þetta verk til sveitarfélaganna eins og sumir virðast vilja.“ Hilmar bendir á að þessar að- gerðir yrðu kostnaðarsamar. „Það þarf að skipuleggja starfið þannig að það sé unnið af fagmönnum og þeim sem vita hvað á að gera,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðistjóraembættinu endurgreiðir ríkissjóður helming af viðmiðun- artölum fyrir hvem ref sem veiddur er. I minkaveiðum er end- urgreiddur helmingurinn af við- miðunartölum í kostnaði vegna aksturs, tímavinnu og launum. Hins vegar er mjög misjafnt hvemig sveitarfélög borga fyrir svona vinnu. Sum þeirra hafa jafnvel haft þann hátt á að borga fyrir þá vinnu sem fylgir leitinni að refnum og 7 þús. krónur að auki. Hjá þessum sveitarfélögum hefur kostnaður vegna refaveiða rokið upp. Áki Ármann Jónsson, veiðistjóri, segir að þau sveit- arfélög hafi við engan annan að sakast en sig sjálf. "Tjónið sem refurinn veldur er hverfandi miðað við þann kostnað sem mörg sveit- arfélög em að leggja í veiðar á honum. Svo er alltaf álitamál hvort sveitarfélög eigi að sjá um að verja æðarvörp fyrir æðarbænduma. Áður sáu þeir um þetta sjálfir," segir hann. Um endurgreiðslu virðisauka- skatts af kostnaði við minka- og refaveiðar segir í greinargerð ályktunarinnar að sveitarfélög fái endurgreiddan virðisaukaskatt af kostnaði við ýmiss konar þjónustu, t.d. sorphirðu og snjómokstur. Því sé það í hrópandi ósamræmi að ekki skuli verða endurgreiddur virðisaukaskattur af minka- og refaveiði. Bent er þá á að Samband íslenskra sveitarfélaga gæti beitt sér fyrir samræmingu á greiðslu- fyrirkomulagi á þessari þjónustu milli sveitarfélaga. Búnaðarbankinn 4 x 150 mm 4lltur Kemur á netinu frá Fídon Netiö er gagnlegra en marga grunar. I Heimillsbanka Búnaöarbankans getur þú fengiö alla almenna bankaþjónustu - nákvæmlega þegar þér hentar • meö afar einföldum hætti. Allir sem skrá sig í Heimilisbanka Búnaöarbankans fá sex mánaöa kynningaráskrift aö internetinu hjá Skimu (tilboðiö gildir aö sjálfsögöu einnig fyrir þá sem eru þegar viöskiptavinir Heimilisbankans) og ókeypis aögang aö Heimilisbankanum til ársins 2000 aö auki! S k í m a ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Heimasíða Félags hrossabænda Félag hrossabænda opnaði ný- lega heimasíðu sem inniheldur ýmsar upplýsingar fyrir hrossa- bændur og aðra hestaáhuga- menn. Á síðunni er m.a. að finna fréttir, bæði af starfsemi félagsins og almennar hestamennskufréttir, lög félagsins, ársskýrslur, upplýs- ingar um fagráð, þjónustuskrá fyr- ir erlenda viðskiptavini og fundar- gerðir stjómarfunda. Auk þess er tenging í sérstakt markaðstorg þar sem menn geta komið vömm tengdum íslenska hestinum á framfæri. Slóðin á síðuna er http://www.stak.is/fhb/.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.