Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. maí 1999 BÆNDABLAÐIÐ 5 Erlendir nemendur í meietnrnnnmi vil Hllnsköln Tveir erlendir nemendur eru nú í meistaranámi við Hólaskóla, Miguel Angel Montanez Ruiz frá Spáni og Lisa Doucette frá Kanada. Þau eru skráð í Háskóla íslands og munu útskrifast þaðan. Rannsóknarverkefni sín vinna þau við Hólaskóla og starfsmenn skól- ans, þeir Skúli Skúlason og Helgi Thor- arensen, eru aðalleiðbeinendur þeirra. Þau sitja námskeið, sem eru hluti af náminu, við Hólaskóla auk þess að taka fjarkennslunámskeið við erienda háskóla. Lisa er nú í tveimur fjar- kennslunámskeiðum við Háskólann í Guelph í Kanada og Miguel ráðgerir að taka námskeið í Hollandi. Miguel kom til Hóla haustið 1997 vegna nemendaskiptaverkefnis á vegum Evrópusambandsins. Honum líkaði svo vel vistin á Hólum að hann ákvað að slá til og fara í framhaldsnám við skólann. Auk þess er hann einn af lykilmönnum í knatt- spymuliði meistaraflokks Neista á Hofsósi. Verkefni hans fjallar um vöxt bleikju og áhrif umhverfis og erfða á lífeðlisfræði bleikju. Lisa fluttist til Hóla sl. sumar og með henni Frederik eiginmaður hennar, sem vinnur við skólann. Hún hefur þegar hafið rannsóknir sínar á þróunarfræði homsfla. Fleiri nemendur, sem em í framhalds- námi við innlenda og erlenda háskóla, Heim É Hílum. Laugardaginn 17. apríl var haldin opinn dagur í Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal. Lengi vel leit ekki vel út með veður, alla vikuna kyngdi niður snjó, en viti menn! Á laugardeginum skein sólin og Hjaltadalurinn skartaði sínu fegursta. Munnmæli segja reyndar að alltaf þegar haidnar eru Hólahátíðir þá sé gott veður og gott af því að vita. Tilefni opna dagsins var að nú er lokið endurbótum á skólahúsinu sem hófust 1995. Elsti hluti hússins er frá 1910 og hannaður af Rögnvaldi Ólafssyni, en nýrri hlutinn frá 1927, hannaður af Guðjóni Samúelssyni. Skólahúsið hefur á undanförnum 4 árum gengist undir gagngerar endurbætur og verið fært sem næst upprunalegu horfi. Dagskráin hófst með heljarinnar reiðsýningu í reiðhöll skólans, sem nemendur hrossabrautar höfðu undirbúið undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur. Mikla lukku vakti tískusýning nemenda þar sem þeir sýndu tískuna í klæðaburði hestamanna á öldinni. í sýningunni tóku einnig þátt félagar úr hestamannafélögum í Skagafirði og öttu þeir m.a. kappi við nemendur framhaldsdeildar Hólaskóla í skeiði. Sigurvegari í þeirri keppni var Eyþór Jónasson, nemi við framhaldsdeild hrossabrautar Hólaskóla. Að þessu loknu tók við helgistund í íþróttasal skólans, þar sem Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, flutti ávarp og blessaði endurbæturnar á skólahúsinu. Þá fluttu Jón Bjarnason, skólastjóri, Björn Kristleifsson, arkitekt og hönnuður endurbótanna, Guðmundur Sigþórsson, formaður búfræðslunefndar, og Hjálmar Jónsson, alþingismaður, ávörp. Jafnhliða var sett upp kynning á námsbrautunum þremur, ferðamálabraut, fiskeldisbraut og hrossabraut, þar sem fólk gat skoðað í máli og myndum hvernig líf Hólanema gengur fyrir sig . Sögu skólahússins voru einnig gerð góð skil með sýningu á myndum og teikningum sem Björn Kristleifsson, arkitekt, setti upp. Ha/icfó °Sfc Ómarsdótf [Skörðugiliér^ðJrá Hús*bakka Him Þótti dagurinn lukkast mjög vel og þáðu tæplega 200 °rss°n á Gný fré'skA** Re9inu manns veitingar í boði skólans. Viðurkenning veitt fyrir störf við endurbæturnar. Frá vinstri: Harpa Hlín Þórðar- dóttir, formaður Nemendafélags Hólaskóla, Björn Björnsson, smiður, Gísli Kristjánsson, smiður, Trausti Pálsson, umsjónarmaður húseigna, og Gísli Pálsson, formaður skólanefndar. Fjöldi gesta sóttl Hóla heim. Miguel Angel Montanez Ruiz og Lisa Doucette. tengjast Hólaskóla og vinna rannsóknar- verkefni sín á Hólum. Einn þeirra er Guðni M. Eiríksson sem nú er að ljúka meistaranámi frá Háskóla íslands. Verkefhi um þroskun Bjami K. Kristjáns- son er í meistara- námi við háskólann í Guelph, en vinnur rann- sóknir sínar á hom- sflum undir leiðsögn starfsmanna Hóla- skóla. Að auki hafa 14 nem- endur á öllum há- skólastigum unnið rannsóknaverkefni á Hólum. Framlag þessara framhaldsnem- enda til rannsóknastarfsemi við stofnun- ina er mjög mikilvægt og kennsla þessara nemenda hefur nú áunnið sér fastan sess í starfsemi Hóla- skóla.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.