Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1999 Gotl ástand á Staða á markaði nautakjöts er all góð um þessar mundir og slátrun með meira móti nú en oft áður. Heildarsala á nautgripa- kjöti í mars sl. var um 312 tonn og er það 7,8% meiri sala en í mars 1998. Ef litið er á sölu á nautakjöti á síðustu 12 mánuðum, þ.e. frá 1. apríl 1998 til og með 31. mars 1999, nemur hún nálægt 3.560 tonnum og er aukningin 3,4% miðað við sama tímabil fyrir ári síðan. Biðlistar eftir slátrun nautgripa hjá sláturleyfishöfum eru víðast stuttir þó einhver bið sé eftir slátr- un norðanlands og austan. A nokkrum stöðum á Norðurlandi er farið að gæta heyleysis og af þeim sökum hafa bændur óskað frekar eftir slátrun gripa. Á Suðurlandi hefur verið mikil slátrun undan- famar vikur og er nánast hægt að fá gripum slátrað án teljandi bið- tíma. Söluhorfur á naustkjöti í sumar em allgóðar, en vænta má lítilsháttar aukningar á framboði ungneyta til slátmnar uppúr miðju sumri./GÁ. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar Brýnt að fill fslensk bú- vfirutramleiðsla verfii vottuö sem vistvæn - Mðl Hutnlngs stafnana og fynrtækja Ot ii land Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn 27. aprfl s.l. Stjórn og starfmenn fóru yfir verkefni s.l. árs og reikningar voru Iagðir fram. Niðurstaða reikninga sýndi 48. millj. tekjur og var rekstur að- eins réttu negin við strikið. Guð- mundur Steindórsson fór yfir þróun mjólkurframleiðslu síð- ustu áratuga og með skoðun á stöðunni í dag og spá fyrir 2005 taldi hann að framleiðendum á svæði BSE muni fækk úr 165 í 100. Þar með væri meðalbúið komið í 195.000 ltr, ef óbreytt framlciðsla væri á svæðinu. Jón Hlynur Sigurðsson gerði nokkra grein fyrir afkomutölum úr bú- reikningum bænda á svæðinu. Virðist vera um nokkurn bata sé að ræða í greininni a.m.k hjá mjólkurframleiðendum. Veitt voru „Hvatningarverð- laun Búnaðarsambands Eyjaljarð- ar.“ I reglum fyrir þeim segir: Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak í landbúnaði og / eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung og einstakan árangur. Viðurkenninguna geta ein- staklingar, félög fyrirtæki og stofnanir hlotið. Að þessu sinni hlaut verðlaun- in Kristján Gunnarsson mjólkur- eftirlitsmaður, fyrir mikinn áhuga í starfi og afar gott starf fyrir bænd- ur í héraðinu. Sigurgeir Hreinsson var endur- kjörinn formaður sambandsins. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar á fundinum. „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar 1999 telur brýnt að öll íslensk búvöruframleiðsla verði vottuð sem vistvæn fram- leiðsla innan skamms tíma.. Fundurinn telur umhverfis- stefnu BSE góðan grundvöll slíkr- ar framleiðslu og hvetur til aukinn- ar vinnu og sýnilegri á þeirri braut. Helgi Steinsson (t.v.) á Syðri-Bægisá í Öxnadal tekur við viðurkenningu fyrir besta nautið fætt ‘92 úr hendi Guðmundar Steindórssonar. Orðsending til bænda, búnaðarsambanda og dýralækna vegna flutnings á líffé milli varnarhólfa haustiö 1999 (geymið þessa auglýsingu) Bændur, sem vilja kaupa líflömb vegna fjárskipta á komandi hausti þurfa að senda yfirdýralækni skriflega pöntun fyrir 31. júlí 1999. Þeir koma einir til greina, sem fengið hafa úttektarvottorð héraðsdýralæknis um að lokið sé fullnaðarsótthreinsun og frágangi húsa, umhverfis og annars, sem sótthreinsa átti. Akveðið hefur verið að bæta við sótthreinsun og maurahreinsun tvisvar. Merkingarskylda verður á nýjum stofni. Gengið verður eftir því að féð sé merkt svo sem til er ætlast. Sami frestur gildir fyrir þá, sem óska þess að fá keypt hrútlömb til kynbóta á ósýktum svæðum vegna vandkvæða á að nota sæðingar eða vegna annarra gildra ástæðna. Þeir skulu fá umsögn héraðsdýralæknis um það efni og senda pöntun sína með milligöngu viðkomandi búnaðarsambands. Fé á viðkomandi bæ skal vera merkt með löggiltum merkjum og skal það staðfest af viðkomandi ráðunauti. Að gefnu tilefni er áréttað, að flutningur á sauðfé og geitum milli varnarhólfa (yfir varnarlínur) er stranglega bannaður án leyfis yfirdýralæknis. Á svæðum þar sem riðuveiki eða aðrir alvarlegir smitsjúkdómar gætu leynst er varað við allri fjárverslun þ.m.t. kaupum og sölu á lífhrútum milli bæja. Héraðsdýralæknir gefur nánari upplýsingar um heilbrigðisástand í sínu umdæmi. Umsóknum verður svarað fyrir ágústlok. Leyfi ræðst af heilsufari fjár á sölusvæðinu, þegar kemur að flutningi hverju sinni. Embætti yfirdýralæknis Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík Sími: 5609750-5609075 FRAMTÍÐARFJÓSIN ■ PRADO stálgrindarhús SPINDER milligerði og stfur DEBOER básadýnur SUEVIA brynningartœki MALGAR flórskóflur og mykjutankar Vélaval - VarntahlíðHF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Gamberini * Ábunöardneifaran og tnaktopsknanan Einnar og tveggja skífa 800 lítra áburðardeifarar barka- og vökvastýrðir. Traktnrskranar fvrir 3tpnni [rum aff fá jscsk Gera verður þá kröfu til stjóm- valda að innfluttar samkeppnisvör- ur uppfylli ekki minni gæðakröfur en innlend framleiðsla og að eftir- lit sé virkt með innflutningi" „Aðalfundur BSE 1999 telur brýnt að bændur sýni í verki að þeim sé umhugað um vöxt og við- gang landsbyggðarinnar. I því sambandi skorar fundur- inn á fulltrúa sína í stjómum og ráðum að beita sér fyrir flutningi stofnana og fyrirtækja landbúnað- arins út á land. í samræmi við vilja Alþingis um leiðbeiningamiðstöðvar í land- búnaði bendir fundurinn á þá leið að landsráðunautum verði skipað til starfa á leiðbeiningamiðstöðv- um en höfuðstöðvar bændasamtak- anna verði fluttar á Selfoss, höf- uðstöðvar landbúnaðarrannsókna til Akureyrar en fyrir er miðstöð landbúnaðarmenntunar á Hvann- eyri og Skógræktar á Austurlandi. Með þessu væri atvinnulíf á lands- byggðinni eflt og atvinnuvegurinn styrktur sem skili bændum betri þjónustu.“ „Aðalfundur BSE 1999 sam- þykkir að heimila stjóm að taka upp viðræður við önnur búnaðar- sambönd, félög og stofnanir, um samstarf sem leitt geti til mark- vissari starfshátta og eflt ráðgjöf í landbúnaði til framtíðar. Einnig heimilar fundurinn stjóm að breyta rekstrarformi ein- stakra þátta starfseminnar ef hag- kvæmt þykir.“ ÖVERUM plógur ♦ Brotplógur ♦ Akurplógur ♦ Vendiplógur ♦ Vökvaútsláttur eða brotboltaöryggi ♦ Hægæða plógur á góðu verði Einnia mikið úrval annarra jarðvinnslutækja VÉLAR& ÞJéNUSTAHF Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri. Óseyri 1a, sími 461 4040,

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.