Bændablaðið - 31.08.1999, Page 2

Bændablaðið - 31.08.1999, Page 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1999 Kjartan bóndi Björnsson á Hraunkotl I í Aöaldal í S-Þingeyjarsýslu sat uppi með fimm heimalninga í sumar og fannst það hreint ekkert leiðinlegt. Hann gekk þeim í móðurstað og fannst fátt skemmtilegra en að snúast í kring- um lömbin sín og gefa þeim að drekka, enda þurfti hann ekki annaö en að gefa frá sér smá hljóð og þá voru þau komin í halarófu á eftir honum eins og skot. Það gekk mikið á þegar Kjartan gaf þeim mjólkina en ekki gátu allir fengið í einu. Systurnar Laufeyju og Fanneyju höfðu gaman af því að fylgjast með afa sínum gefa lömbunum og elnnlg reyndu þær aðelns að hjálpa honum er þær voru f helmsókn f Hraunkotl._______________________________ Lambabækur Breyting á greiðslumarki í mjólk Nú eru allra síðustu forvöð að koma til vinnslu fjárbók frá vorinu óski menn eftir að fá Iambabók fyrir haustið. Síðasti skilafrestur þeirra til BI er að þær séu komnar þangað til úrvinnslu fyrir hádegi mánudaginn 6. september. Þeir fjáreigenedur sem ætla að taka þátt í afkvæmarannsóknum í haust en ekki hafa enn sent bók eru sérstaklega beðnir að huga að þessu. Mjólkurframleiðendur fá nú um þessi mánaðamót til- kynningu um greiðslumark sitt í mjóik á komandi verðlagsári. Heildargreiðslumark verður 102 milljónir lítra, 1 milljón lítra minna en á því verð- lagsári sem nú er að ljúka. Á móti koma til útjöfnunar rösklega 15 þúsund lítrar í greiðslumarki vegna úreld- ingar og þess að greiðslumark hefur verið fellt niður. Lækkun greiðslumarks á hverju lögbýli nemur því 0,96%. Samvinna um byggQamál milli ByggOastofnunap og Bi Samstarfssamningur hefur verið jgerður milli Bændasam- taka Islands, Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni á sviði atvinnu- þróunar, nýsköpunar í at- vinnulífi, ráðgjafar við fyrir- tæki og byggðaþróunar. Stjórn BÍ lýsti á síðasta fundi sínum yfir ánægju með samninginn og er hann talinn í anda byggða- málaályktunar Búnaðarþings. Sanikvæmt samningnum munu Bændasamtökin taka þátt í sam- starfsneti Þróunarsviðs Byggða- stofnunar og atvinnuþróunaifélag- anna við innlenda og erlenda aðila. BI mun leitast við að styrkja stöðu landsbyggðarinnar í atvinnu- og byggðaþróun með aðstoð Byggða- stofnunar og atvinnuþróunar- félaganna. Mögulegt er að þessir aðilar starfi saman við atvinnu- og byggðaþróunarverkefni. BÍ mun einnig taka þátt í föstum fagfundum á Byggðabrúnni, auk þess sem BÍ og ráðunautar geta haldið sérstaka fundi með atvinnuþróunarfélögum eða einir og sér. Sigurgeir Þorjgeirsson, fram- kvæmdastjóri BI, segir megin tilgang samningsins að tryggja eðlilegt samstarf milli leiðbein- ingaþjónustunnar og atvinnuráð- gjafa úti á landi. I raun munu báðir aðilar deila visku sinni með hvor öðrum. „Það eru engar skuldbindingar í þessum samn- ingi. Þetta er frekar yfirlýsing um að menn vilji vinna saman,“ segir hann. Verð til bænda fyrir útflutt dilkakjöt (3. verðflokk) frá hausti 1998 og áætlanir um verð fyrir útflutt dilkakjöt frá hausti 1999 Sláturieyfishafar# Framleiðsla 1998 Framleiðsla 1999 # Samkv. upplýs. frá hverjum og einum Kr/kg Áætlað Sláturfélag Vesturlands 160 Óákveðið Sláturfélag Suðurlands 180 185 kr/kg Norðvesturbandalagið 160 Ekki hækkun frá '98 Kaupfélag Króksfjarðarness 160 Óákveðið Ferskar afurðir 170 Óákveðið Sölufélag A-Húnvetninga 180 Svipað og 1998 Kaupfélag Skagfirðinga 180 Svipað og 1998 Kaupfélag Eyfirðinga 165 Ekki hækkun frá '98 Kjötiðjan ehf. 170 Óákveðið Fjallalamb 175 Óákveðið Sláturfélag Vopnfirðinga 160* Ekki hækkun frá 98 Kaupfélag Héraðsbúa 165 Óákveðið Þríhymingur 175-180 Svipað og 1998 Kaupfélag A-Skaftfellinga 180 Svipað og 1998 * ekki endanlega ákveöið en verður sennilega 160 kr/kg. Útflutningur Kjötumboðsins á lambakjöti Leitað aö mönkuðum sem leggja meipi áherslu á gæði en verð Bryndís sagði að í ár væri heild- arútfiutningur á lambakjöti um 800 tonn og flytur Kjötumboðið út rúmlega 600 tonn af þeim kvóta. Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman síðaðsliðin ár og hefur útflutningskvótinn minnkað í kjölfarið. I ár voru flutt út 15% af heildarfram- leiðslu en búist er við að magnið muni aukast töluvert í haust og jafnvel tvöfaldast. „Við höfum beitt öðrum markaðsaðgerðum en áður hefur verið gert síðastliðin 2-3 ár. Við höfum farið að leita að betri mörkuðum sem leggja meiri áherslu á gæði en verð, þ.e. betri verslunarkeðjur, heilsubúðir, veitingastaði og hótelkeðjur. Við hættum að keppa við heims- markaðsverð sem eru mjög lág og reyndum að selja vöruna á gæðunum og uppruna kjötsins. Þetta hefur tekist mjög vel og gæðin hafa fullkomlega staðið undir væntingum. Islenska lambakjötið þykir meyrara og bragðbetra en annað lambakjöt og hefur þessi eiginleiki lambakjötsins hjálpað okkur að ná mun hærri verðum en heims- markaðsverð eða um 40-50% hækkun. Færeyjar hafa verið okkar stærsti markaður um árabil og höf- um við verið að selja um 400 tonn á þennan markað á ári. Verðið í Færeyjum hefur verið mun hærra en náðst hefur annarstaðar í Evrópu en breyting hefur þó orðið á því á síðastliðnu ári. Sambæri- legt eða hærra verð hefur náðst í Evrópu og Bandaríkjunum og má segja ástæðuna vera þá að verið er að sækja inn á rétta markaði," sagði Bryndís. Fyrir tveimur árum hóf Kjöt- umboðið að selja ferskt lamba- kjöt til Bandaríkjanna. Fyrir- tækið selur til heilsubúðakeðju sem rekur rösklega 100 verslanir. Áætlanir gera ráð fyrir að þær verði orðnar yfir 200 árið 2003. „Við seldum í upphafi í 17 verslanir en síðasliðið haust í 28. Við höfum tekið eitt skref í einu og reynt að byggja vel upp þær verslanir sem við erum inn í með öflugri markaðssetningu. Það hefur skilað sér mjög vel og síð- astliðið haust tvöfaldaðist salan Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum um heim allan um mikilvægihreinnaafurða. Sömu miðlar hafagreintfrá miklum áföllum sem kjötiðnaður ytra hefur orðið fyrir. Margir hafa því haft á orði hvort ekki sé runninn upp tími útflutnings á íslenskum matvælum. Bryndís Hákonardóttir, útflutningsstjóri Kjötumboðsins sagði á ráðstefnu um landbúnað í nútíð og framtíð, sem haldin v var á Hvammstanga, unnt að stórauka útflutning á lambakjöti en það þyrfti stöðugt að vera að Jeita nýrra markaða og að samkeppnin væri hörð. fráfyrraári. Við höfum í huga að fara inn í fleiri verslanir á þessu ári ef afkastageta leyfir. Um þessar mundir er Kaupfélag Þingeyinga eina sláturhúsið sem hefur leyfi á Bandaríkin. Líklegt þykir að með breyttum reglum í Bandaríkjunum muni fleiri sláturhús fá slíkt leyfi en það mun auðvelda okkur að auka umsvifin á þessum markaði." Heilsubúðimar hafa eingöngu til sölu ferskt kjöt og því getur Kjötumboðið aðeins selt þangað í sláturtíðinni en það seldi einnig ör- lítið magn um síðustu jól. „Við vonum að í framtíðinni verið unnt að bjóða kaupendum ferskt lamba- kjöt í lengri tíma - í byrjun e.t.v. fram að jólum og aftur sem er í samstarfi við Kjötumboð- ið, hafa í hyggju að markaðssetja íslenskt lambakjöt sem mikla gæðavöm nk. haust. „Islenskt lambakjöt hefur verið á boðstóln- um í Danmörku í tugi ára en eftir að verðið á íslensku lambakjöti hækkaði langt umfram heims- markaðsverð hefur Kjötumboðið ekki selt lambakjöt til Danmerkur í sama magni og áður. Nú hafa betri verslanir og slátrarabúðir, að eigin fmmkvæði, óskað eftir að fá ís- lenskt lambakjöt í sínar verslanir og bindum við miklar vonir við að vel takist að upp þennan fyrir þá gæðavöm sem íslenska þáska' Augljóst er að betra verð fæst fyrir ferskt lambakjöt en frosið á erlend- um mörkuðum." Kjötumboðið vinnur einnig að því að selja lífrænt lambakjöt til Englands og Danmerkur. Búast má við að um 15-20% hærri verð fáist fyrir lífrænt kjöt. „Mikið hef- ur borið á því erlendis að neytend- ur geri æ strangari kröfur til hrá- efnis og em um leið tilbúnir að þorga hærra verð fyrir vöru sem þeir treysta. Þetta eru afleiðingar af þeim áföllum sem kjötgeirinn hefur átt við að etja síðustu ár.“ Bryndís sagði danskt fyrirtæki, gæðin felist í fitunni og vilja þeir eingöngu feitt lamba- og ærkjöt. Þeir hafa keypt allt það kjöt í þessum flokkum sem við höfum getað boðið þeim. Þar sem útfiutningsmagnið mun líklega aukast umtalsvert í haust hefur verið unnið að því að finna nýja markaði og að efla þá markaði sem við erum að byggja upp núna og trúum við því að með áframhaldandi markaðssetningu getum við náð töluvert hærri verð- um en við höfum náð nú þegar," sagði Bryndís.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.