Bændablaðið - 31.08.1999, Síða 4

Bændablaðið - 31.08.1999, Síða 4
BÆNDABLAÐIÐ3IGAJ8A0tf2V £! ÞriðjttdflgHK$l\ y. 4 ? Útgefandi: Bænda- samtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Síml: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eirfkur Helgason Beinn sími auglýsin- gastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreíft til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbú naði. Alls fara 6.389 eintök (miðað við 18. maí 1999) í dreifingu hjá íslandspósti. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.450 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmið- ja ISSN 1025-5621 Bændablaðið Ritstjórnargrein Landbúnaður á næstu öld Á dögunum efndu bændur í Vestur- Húnavatns-sýslu til ráðstefnu ásamt sveitar- félaginu þar sem fjallað var um landbúnað í nútíð og framtíð. Þetta framtak var ánægjulegt en um leið þarft. Fáar stéttir eru í jafn erfiðri stöðu og bændur og hafi þeir einhvern tíma þurft að horfa fram á veg er það um þessar mundir. Elín R. Líndal, oddviti Húnaþings ves- tra, minnti og á þaðí setningarræðu að þjóðfélagið hefði tekið miklum breytingum og aðlandbúnaðurinn þyrfti að vera í stakk búinn til að takast á við breyttumhverfi. ? Að marka greininni framtíðarsýn er mikilvægt við þes- saraðstæður, sagði oddvitinn.Framtíðarsýn íslenskra bænda tekur óhjákvæmilega mið af því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. íslendingar eru í æ ríkari mæli háði- ralþjóðasamningum og því var þarft að Ari Teitsson, formaður Bændasamtakaíslands, fjallaði ítarlega um þau mál í ræðu sinni. Hér á eftir verðurhluti af ræðu-Ara rakinn enda á ferð mál sem bændur ættu að kynna sér.Næstu WTO (Alþjóðaviðskiptastofnunin) viðræður hefjast í haust í Bandaríkjunum og er almennt reiknað með reynt verði að Ijúka samningum á þremum árum. Þessar viðræður verða um margt öðru vísi en þær hinar fyrri. Þróunarríkjumhefur fjölgað mjög í hópi aðildarþjóða WTO og áhrifa þeirra mun þvívæntanlega gæta enn frekar í næstu samningalotu. Almenningur er beturupplýstur en fyrr og ýmis hagsmunasamtök munu hafa sig enn meira í frammi en áður, þegar samningar á vegum GATT fóru að miklu leyti fram utanTO samningum komu menn sér saman umaðferðir til að meta stuðning við landbúnað, sem mun væntanlega flýta fyrir- samningum í næstu lotu. Reiknað er með að frekari skref verði stigin í að draga saman það sem nefnt hefur verið markaðstruflandi stuðningur, en þar er m.a. átt við innflut- ningstolla og útflutningsbætur. ESB mun reyna að draga ný atriði inní þennan hluta viðræðnanna s.s. niðurgreidd/víkjandi lán til kornbænda í Bandaríkjunum.Bandaríkjamanna ísamningaviðræðunum taki breytingum en ástæðan er aukinn stuðningur við landbúnað í Bandaríkjunum í kjölfar lækkunar á heims- markaðsverði sl. ár og óhagstætt veðurfar. Þar með hafa þær þjóðir sem vilja aukið viðskiptafrelsi með búvörur ekki reitt sig í jafn miklum mæli og áður á Bandaríkin. Á hvað verður lögð áhersla í næstu viðræðum? Ný sjónarmið hafa rutt sér rúms og horfa menn nú á landbúnaðinn öðrum augum en oft áður. Margar þjóðir telja að hlutverk landbúnaðar sé fjórþætt. í fyrsta lagi öryggi við öflun fæðu, í öðru lagi öryggi með tilliti til hollustu og gæða, í þriðja lagi umhverfisvemd og að lokum byg- gðamál. Ofangreind viðhorf eru afar eðlileg og má til dæmis minnast þess að eigin matvöruframleiðsla er mikilvægur liður í öryg- gisstefnu flestra þjóða. Þá hlýtur það að vera réttur hverrar þjóðar að tryggja þegnum sínum að gæði og hollusta þeirrar fæðu sem þeir neyta sé í samræmi við þær kröfur og reglur sem gilda í viðkomandi landi. Hvað varðar umhverfisvernd fer vaxandi umræða um þörf á hóflegri notkun áburðar og varnarefna frá landbúnaði og einnig vex skil- ningur á nauðsyn þess að úrgangur frá land- búnaði sé endumýttur og skaði ekki umhverfi sitt. Þýðing landbúnaðar sem útvörður byg- gðar er viðurkennd af æ fleirum og landsvæði án búsetu hafa ekki sama aðdráttarafl og blómleg og vel setin landbúnaðarhéruð. Mjög misjafnt er hvaða augum þjóðirnar líta áhrif aukins viðskiptafrelsis á umhverfið. Lönd eins og t.d. Argentína sjá með auknu viðskiptafrel- si tækifæri til að taka á umhverfisvandamálum meðan ESB t.d. lítur einkum til áhrifa viðskipta á umhverfið í Ijósi áhrifa umhverfislöggjafar á samkeppnishæfni landbúnaðar. í þessum málaflokki má vænta þess að umræðan um erfðabreyttar lífverur verði fyrirferðarmikil. Mat á áhættu af þeim er t.d. mjög mismunandi milli menningarheima. Mikilvægi þeirra í að auka fæðuframboð handa ört vaxandi mannkyni virðist óumdeilt en engu að síður er þörf á öflugu eftirliti óháðra aðila til að tryggja að heilsa manna eða náttúran bíði ekki tjón af. Sú skoðun ryður sér æ meira rúms í viðskiptalöndum íslendinga að verð matvæla sé ekki allt - fæðuöryggið sé mun mikilvæ- gara. í þessu sambandi má minnast ?hormó- nadeilu? ESB annars vegar og Bandaríkjanna og Kanada hins vegar. í hnotskurn virðist niðurstaðan úr því stríði staðfesta reglur WTO að ekki megi banna innflutning á búvörum án þess að fyrir liggi vísindalegar sannanir á að alvarleg hætta sé á ferðum. Díoxín málið í Belgíu skilur sig að því leyti frá hormó- nadeilunni að hægt er að mæla díoxín inni- hald afurðanna og bera saman við þau mörk sem sett hafa verið á grundvelli vísin- darannsókna. Athyglisvert er að aðbúnaður húsdýra er orðið mál sem er hátt skrifað á lis- tann um yfir þau atriði sem rætt verður um í næstu WTO lotu a.m.k. af hálfu ESB. Ákjósanlegast væri eflaust að setja alþjóðlegar reglur sem settu alla við sama borð út frá viðskip- tasjónarmiðum. Líkt og í viðhorfum til erfðabreyttra lífvera mávænta mismunan- di sjónarmiða ólíkra menningarheima í þessu tilliti? Við lifum á tímum örra breytinga, tækniframfarir 20. aldar eru undirstaða ört vaxandi velmegu- nar. Vinnuafl hefur losnað úr frumvinnslu- greinum og flust í iðnað, þjónustu og nú síðast ýmiskonar hátækniiðnað. Sé litið um öxl eins og hálfa öld aftur í tímann eru breytin- garnar miklar,? sagði Ari Teitsson við fundar- menn á Hvammstanga. ?Við bændum blasir annað hvort að reyna að stýra þróuninni eða berast með straumnum. Engum blöðum er um að fletta hvor kosturinn er vænlegri. Afkoma og framtíð bænda mun standa og falla með því sem þeir hafa fram að færa í framtíðinni ekki því sem þeir áorkuðu í fortíðinni. Þetta á bæði við matvælaframleiðs- luna og þátt landbúnaðarins í eftirliti með og nytjun náttúruauðlinda. Ari vitnaði í Þeder Gemælke formann dönsku bændasamtakan- na sem sagði á fundi NBC á Akureyri nú nýverið, að bændur yrðu að nýta sér enn betur tækni og rannsóknir og hlusta á ney- tendur, kröfur þeirra til matvæla og væntingar til landbúnaðarins. ?Ein getur bændastéttin ekki staðið vörð um dreifbýlið en hún verður hins vegar að þora að ræða þarfir og stöðu landsbyggðarinnar,? sagði formaður Bl. Við blasir að rekstrarumhverfi íslenskra bænda verður í senn krefjandi og Sþennandi á næstu árum. Umræða um fæðuöryggi og erfðabreyttar lífverur er hér skammt á veg kominn samanborið við það sem gerist víða í kringum okkur.Viðhorf neytenda til þessa mun endurspeglast í kröfum þeirra til innlendrar framleiðslu. Örar tækniframfarir kalla einnig á viðbrögð bænda, og er tilkoma vélmenna sem annast mjaltir, nýlegt dæmi á þessu sviði. Þeir sem starfa við landbúnað á næstu öld (bæn- dur eða launamenn) munu ekki sætta sig við annað en góða vinnuaðstöðu. Um leið fækkar þeim höndum sem þörf er á í atvinnuveg- inum. Kostnaður við upphrein- sun úr framræsluskurOum Óttar Geirsson, ráðunautur, Bændasamtökum íslands. Við viðhald á framræslu með upphreinsun úr skurðum vaknar stundum sú spuming hver eigi að borga brúsann. Þetta á einkum við um afrennslisskurði sem liggja um lönd annarra, eins eða fleiri. Samkvæmt vatnalögum hefur landeigandi rétt til að veita vatni af landi sínu á landi annarra, ef það veldur ekki tjóni, eða grafa þar skurði svo að hann losni við vatn- ið. Ef sá sem á landið, sem í gegn- um er grafið, hefur gagn af skurð- inum má krefja hann um hlut í kostnaði við gröft skurðarins og viðhald hans. Samkvæmt lögunum er ljóst að landeigandi sem neðstur býr í landi getur ekki meinað þeim sem ofar búa að hreinsa úr skurðum sem lig- gja í gegnum land hans og hann gæti orðið að taka þátt í kostnaði við að hreinsa þá. Á sama hátt kemur fram í lög- unum að það er ekki sá sem neðst- ur býr sem á að kosta hreinsun úr afrennslisskurði sem um land hans liggur nema að því marki sem hans hlutur er af gagninu sem skurður- inn gerir. Allir þeir sem hafa gagn af skurðinum skulu sjá um viðhald á honum. Með því að stofna landþurrk- unarfélag um viðhald af- rennslisskurða mætti leysa málin á einfaldan hátt. Þá greiddu menn félagsgjald, sem mætti hafa í réttu hlutfalli við gagnið sem hver og einn hefði af afrennslisskurðinum ~og það væri síðan notað til að kosta viðhald skurðanna. í einstaka hreppum þar sem velflestar jarðir sveitarinnar hafa gagn af framræslunni hefur hreppurinn tekið að sér að sjá um viðhald á stórum afrennslisskurð- um. Er þá gjarnan miðað við að sjá um afrennslisskurði sem taka við vatni frá 3 jörðum eða fleiri, en það getur að sjálfsögðu verið undir samþykktum sveitarstjórnar komið hvaða skurði hreppurinn tekur að sér viðhald á. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að sveitarfélag veiti þá þjónustu að auðvelda íbúum sínum að losna við óþarft vatn með því að grafa og halda við neti afrennslis- skurða, en síðan verður hver og einn landeigandi að sjá um að koma vatninu af sínu landi í af- rennslið. Sums staðar sér náttúran um að uppfylla þarfir íbúanna á afrennsli, t.d. þar sem á liggur um sveitina endilanga. Nokkur dæmi eru til um það að upphreinsun úr skurðum hefur vakið upp deilur Þetta kemur gjaman fyrir þar sem búskap á neðstu jörð í byggðarhverfi er hætt og eigendur hennar fluttir burt úr sveitinni. Þeir hafa kannski engan áhuga á að halda við afrennslis- skurðum sem í gegnum jörðina lig- gja, eru jafnvel á móti framræslu og vilja helst að skurðimir fyllist.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.