Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1999 Það var nóg að gera í heyskapnum á Dýrastöðum í Norðurárdal þegar Bændablaðið tók hús á heimilisfólkinu þar. Klemenz Jónsson bóndi gaf sér þó tíma til að brosa framan í myndavélina, sem og Heimir sonur hans sem lét ekki sitt eftir liggja við búsbústörfin. Fjárvog Elektrónískur stafaskjár með endur- hleðslurafhlöðum; hleðslutæki fylgir. Auðvelt fyrir einn mann að vigta. Vigtar: Utanmál: Innanmál: Þyngd: Dekk: 150 kg. (hámark) 139x72x115 cm 133x48x83 cm 58 kg. 8" (þvermál) Nákvæmni: 0,2% írávik Borgartúni 26, Reykjavík Sími 535 9000 Fax 535 9040 Blýeitrun í nautgripum Sex gripir drápust og tveimur ver lógað Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Nýlega tók bóndi eftir því að þrjú af 19 geldneytum hans, sem voru á beitilandi utan túns hegð- uðu sér undarlega, ráfuðu um og virtust blind. Við nánari athugun kom í ljós að nokkra gripi vantaði í hópinn. Fimm gripir fundust svo dauðir hér og hvar um beitilandið, sá sjötti drapst skömmu síðar en tveimur var lógað dauðvona. Einkenni bentu til blýeitrunar. Eftir talsverða leit á svæðinu fundust gamlir rafgeymar. Enginn átti von á þeim á þessum stað. Hvaða húsdýr verða fyrir eitrun ? Það má heita, að blýeitrun sé staðfest í nautgripum á hverju sumri. Sjaldgæft er að önnur dýr veikist, en dæmi eru um kindur, svín, hross og jafnvel vatna- fugla, sem taka högl veiðimanna með botngróðri. Nautgripir eru í mestri hœttu: Nautgripir eru sérstaklega við- kvæmir fyrir blýi. Þeir eru ótrú- lega fundvísir á hluti úr blýi og þykir gott að sleikja þá. Nautgripir eru annars sólgnir í að sleikja hitt og þetta, ef fosfór eða salt vantar í fóður og eins af forvitni eða leiða. Einkenni blýeitrunar: Oft fmnast gripimir dauðir. Einkenni fara eftir því hve mikið blý fer í skepnumar. Einkenni koma oftast í ljós eftir fáa daga. Veikindin geta verið svo bráð að nautgripir, einkum kálfar og geld- neyti, drepist á einni til þremur klukkustundum eftir að einkenni byija. Einkenni eru einkum frá taugakerfi og meltingarvegi. Skepnumar verða daufar og lystar- lausar. Þær tapa sjón, geta jafnvel orðið blindar og álpast í ófærur. Þær rangla um og ganga í hringi, jafnvel aftur á bak. Kipringur sést um augnlok og augun ranghvolf- ast, sjáöldrin stækka. Lítil við- brögð em þótt komið sé við augað. Stundum híma þær og stanga eða styðja hausnum við. Oft sjást kipp- ir í vöðvum eða skjálfti, einkum á hálsi og höfði, jafnvel krampar og stundum sést froða í munni. Gripir geta tekið æðisköst, reynt að klifra upp veggi og jafnvel ráðist á menn. Blýeitrun lamar meltingar- veg í fyrstu og borið getur á hægðatregðu en vegna ertingar fá skepnumar oft niðurgang, ef þær lifa nógu lengi til þess. Á lokastigi liggur skepnan á hliðinni, krafsar með fótum og stynur. Við lang- vinna blýeitmn, þegar skepnan lætur í sig lítið blý í langan tíma, verða einkenni óljósari. Kjöt, mjólk og líffæri geta verið með hættulega miklu blýi fyrir neytend- ur þó ekki sjáist neitt á skepnun- um, sem bendi til eitmnar. Hvar er eitrið? Oft munu brotnir, spmngnir eða brenndir rafgeymar eiga sök á þessu eða öllu heldur þeir, sem skilja svo hættulega hluti eftir á glámbekk. I plötunum inni í geym- inum er blý. Fyrir kemur að kjam- fóður mengist erlendis. Slíkt fóður getur vitanlega borist hingað. Gróður, sem verður fyrir miklum útblæstri bfla og annarra vélknú- inna tækja getur mengast af blýi og orðið eitraður, einkum þegar slík svæði em heyjuð eða skepnum beitt á þau langan tíma t.d. vega- kantar. Fleira mætti telja en flest af því er mjög sjaldgæft eða á ekki við hér á landi. Aðgerðir: » Vakni gmnur um blýeitmn ætti að hafa samband þegar í stað við dýralækni því að stundum er hægt að bjarga nautgripum ffá dauða, ef rétt lyf em notuð í tæka tíð og eins til að afstýra veikindum gripa, sem ekki hafa ennþá sýnt einkenni. Tekin em sýni af blóði og saur úr veikum gripum til mæhngar á blýi. Kryíja ætti grip eða gripi, sem drepast og taka sýni af lifur og nýra. Við nákvæma leit í vömb og kepp finnast agnir úr blýplötum rafgeyma í slflcum tilfellum. Skola þarf með vatni og leita í botnfalli. Dýralæknar gefa veikum gripum sérstaka kalkupplausn í æð (Calcium disodium versenate), sjúkhngnum og öðmm gripum í hópnum skal gefa 100 grömm af magnesín súlfati. Þetta hvort tveggja bindur blýið og hleypir á gripinn, flýtir því að líkaminn hreinsist af blýinu og afurðir verða fyrr hættulusar neytendum. Athuga þarf, hvort mæla skuli blý í blóði, mjólk og sláturafurðumn gripa, sem verið hafa í hættu. Bændur þurfa að athuga umhverfi gripa sinna, einkum beihlönd og fjarlægja rafgeyma, jafnvel áratuga gamla og annað það, sem getur orðið að fjörtjóni. Sveitar- stjómir hafa víða látið þessi mál til sín taka en greinilegt er að betur má ef duga skal. á notuðum vélum og tækjum hjá Ingvari Helgasyni hf. 1 .-17. september 1999 Greiðslukjör við allra hæfi Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.