Bændablaðið - 31.08.1999, Síða 15

Bændablaðið - 31.08.1999, Síða 15
Þriðjudagur 31. ágúst 1999 BÆNDABLAÐIÐ 14 Aipieg fagsýning fyrir landbúnaO í Þýshalandi Sauðfjárvogir Sýningin AGRITECHNICA '99 fer fram í Hannover í Þýskalandi 9.-13. nóvember nk. Þessi sýning er alþjóðleg fagsýning fyrir landbúnað og hefur mikið aðdráttarafl fyrir framleiðendur landbúnaðar- véla frá öllum helstu löndum Evrópu. Alls munu yfir 1.200 aðilar sýna það nýjasta sem þeir hafa upp á að bjóða. Sýningin var síðast haldin fyrir tveimur árum og komu þá 217 þús. gestir. Búist er við meiri aðsókn í ár. Fyrirtækið Vörusýningar og ráðgjöf ehf. - V.O.R - er í beinu sambandi við sýningaraðila í Hannover. Þetta fyrirtæki aðstoðar fulltrúa íslenskra fyrirtækja jafnt sem einstaklinga er hyggjast sækja erlendar vöru- sýningar. Fyrirtækið hefur í hyggju að standa fyrir hópferð á þessa sýningu. Fyrir þá sem það vilja má benda á að Þýskaland fer í jólabúninginn um svipað leyti og sýningin fer fram svo gaman getur verið að svipast um í miðborg Hannover þar sem allt iðar af mannlífi og fjöldi mark- aða og veitingastaða er áþekkur og eyjarnar í Breiðafirði. Allar nánari upplýsingar fást hjá V.O.R. Síminn er 581 1040 og netfangið er v.o.r@simnet.is. Freyr að Noma út Nýtt tölublað af Frey er að koma út. Þar er m.a. sagt frá skjól- beltakerfum í Vallahreppi á Fljóts- dalshéraði og í blaðinu er grein um framlög til jarðabóta eftir Óttar Geirsson.. Þá er í Frey ræða Magnúsar B. Jónssonar, rektors, sem hann flutti við stofnun Landbúnaðarháskóla á Hvanneyri. Einnig er þar grein um matvælaöflun frá sjónarhóli líf- ræns landbúnaðar „Könnun á tjóni af völdum refa í æðarvörpum“ er heiti á athyglisverðri grein eftir Brynjólf Brynjólfsson, líffræðing. Ellen Klynderud, aðalritari Noregs Bondekvinnelag ritar grein sem heitir „Bóndakona - hvað er það?“ og Valur N. Gunnlaugsson fjallar um gæði grænmetis á íslenskum markaði. irU 1V6HL9s9iuðnáfV09',r 61.000+vs^ 63.000+vsK i 3iðar VELAR& PJwNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavfk, Sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Veffang: www.velar.is Bændur athugið! Haustverð á nýjum heyvinnutækjum SÍSi Drag- og lyftitengdar heyiætlur frá Kuhn H.eígsso.n; ht Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Gæði, þekking, reynsla, ending, gott verð og frábær þjónusta Kuhn og Vicon diskasláttuvélar 2,4-3,2 m vinnslubreidd Stjörnumúgavélar Kuhn og Vicon Fiona sáðvélar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.