Bændablaðið - 31.08.1999, Page 5

Bændablaðið - 31.08.1999, Page 5
ÞrityticIdgitP '31. Úgástl999 ^ BÆNDABLAÐIÐ:í!öAJÖA0tf3\8 Frá aðalfundinum á Akureyri. Norrænn bændasamtökin þinguðu á Akureyri í byrjun ágúst var aðalfundur Norrænu bændasamtakanna, NBC, haldinn á Akureyri en slíkur fundur var síðast haldinn hér á landi haustið 1989. Alls komu ríflega 100 á fundinn og þar af voru um 80 frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Á fundinum voru ýmis innri mál samtakanna til umræðu og auk þess var sérstakur dagskrárliður um stöðu kvenna í norrænum land- búnaði þar sem fyrirlesarar frá hverju þátttökulandi fluttu erindi og gerðu grein fyrir stöðu kvenna, hver í sínu landi. Frummælandi af íslands hálfu var Anna Margrét Stefánsdóttir. Aðalefni fundarins var undir- búningur næstu WTO-samninga sem hefjast um næstu áramót. Á fundinum voru einnig veitt menn- ingarverðlaun NBC en þeim er úthlutað annað hvert ár og ætlað að styðja menningarstarf sem snertir landbúnað á Norðurlönd- unum. NBC, Nordens Bondeorg- anisationers Centralrád, eru sam- tök bænda á Norðurlöndunum fimm. Þau voru stofnuð árið 1934 og íslendingar gerðust meðlimir árið 1950. Aðilar að íslandsdeild NBC eru Bændasamtök íslands, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn- aði. Helstu áhersluatriði í starfi samtakanna á seinni árum hafa verið að fjalla sameiginlega um þátttöku landanna í alþjóðlegu samstarfi, s.s. Alþjóðasamtökum bænda (IFAP) og Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO), auk þess að vera vettvangur umræðu um ýmis mál sem efst eru á baugi í landbúnaði á Norðurlöndunum hverju sinni, s.s. erfðatækni og gæði matvæla. Löndin skipta með sér forystuhlutverkinu á tveggja ára fresti. Ari Teitsson var forseti NBC en nú hefur Svíinn Hans Jonsson, formaður LRF, tekið við því starfi. Nýr ritari Islandsdeildar er Ema Bjamadóttir en Guðmund- ur Stefánsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins gegndi því starfi. Páll Lýnsson íékk menningarverðlaun NBC Árið 1945 ákvað sænska land- búnaðarsambandið, sem þá var við lýði undir því nafni, að af- henda Norrænu bændasamtök- unum, NBC, sjóð sem var til kominn vegna framlaga frá ýms- um landbúnaðarfélögum í Sví- þjóð. Sjóðurinn var kallaður Frelsissjóður NBC, „Stiftelsen NBC's Frihetsfond". Vexti af sjóðnum mátti nota til verkefna sem væru samstarfi innan nor- ræns landbúnaðar til framdrátt- ar á ýmsan hátt. Menningarverðlaun Norrænu bændasamtakanna að þessu sinni vom veitt Páli Lýðssyni bónda og sagnfræðingi í Litlu-Sandvík í Flóa, fyrir margháttuð félagsmála- störf og störf að menningarmálum. I umsögn með verðlaunaveit- ingunni segir: „Páll Lýðsson er öt- ull fræðimaður og hefur lengi stundað fjölþætt ritstörf, sem flest tengjast sögu byggðarlags hans og þeirra félaga sem þar hafa starfað. Þar má nefna sögu búnaðarfélags sveitarinnar, sögu Búnaðarsam- bands Suðurlands í afmælisriti þess, sögu ungmennafélags, skóg- ræktarfélags og hestamannafélags í heimabyggðum hans svo og sögu mjólkurbús landshlutans. I sveit sinni var hann alllengi oddviti og hreppsstjóri og hefur hann komið að málum fyrir sveit sína á fjölmörgum sviðum, verið í sýslunefnd síðar héraðsnefnd, komið að stjóm samvinnusamtaka héraðsins og landshlutans; kaup- félags, mjólkursamlags og mjólk- ursamsölu og sláturfélags, en for- maður Sláturfélags Suðurlands hefur hann verið um langt skeið og er þó ekki allt talið. Páll Lýðsson hefur í störfum sínum, sem bóndi, félagsmálamað- ur, kennari, fræðimaður og sagna- ritari sameinað það sem um aldir var aðalsmerki margra íslenskra bænda og haldið því merki á lofti." Páll Lýðsson er bóndasonur fæddur í Litlu-Sandvík, 7. október 1936. Þar er hann upp alinn og hefur stundað búskap með fjölþættum öðrum störfum allt frá því að hann lauk háskólanámi í sagnfræði árið 1959. Hér tekur hann vlð verðlaununum úr hendi Ara Teltssonar, formanns BÍ. 5 Þ r Nokkrar umrœður hafa orðið um útflutningsskyldu sauðfjár eftirað ákveðið varað útflutningsskylda nú íágústyrði 10%. Rétt þykirþví að gera grein fyrir málavöxtum. Búvörulög í 29. grein búvörulaga segir: „Allir sauðfjárframleiðendur skulu taka þátt í útflutningi eða sœta útflutningsupgjöri vegna úflutningskvaðar fyrir sama hlutfall af framleiðslu sinni að undanskyldu því magni sem framleiðandi tekur til eigin nota samkvœmt heimild í reglugerð. Undanþegnir útflutningsuppgjöri eru þó þeir framleiðendur sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert œrgildi greiðslumarks, enda liggi fyrir fullncegjandi vottorð um ásetning þeirra. Þá getur ráðherra ákveðið, að fengnum tillögum Bændasamtaka Islands, að kjöt af sauðfé sem slátrað er á ákveðnum tímabilum utan haustsláturtíðar sé undanþegið útflutningsuppgjcn. “ Samdráttur og birgðaaukning Verulegur samdráttur liefur orðið í sölu dilkakjöts á yfirstandandi verðlagsári og þvífyrirsjáanlegt að birgðaaukning verður milli ára og við áœtlanir um sölu kindakjöts á komandi ári verður að taka tillit til þessara þátta beggja. Um 2,7% fjölgun varð á ásettu sauðfé á liðnu hausti sem einnig gefur tilefni til að spá aukinni framleiðslu. Eftir að sölutölur maímánaðar lágu fyrir þótti því líklegt að útflutningshlutfall á komandi hausti þyrfti að vera nálœgt 25%. Slík hœkkun á útflutningshlutfalli gaf tilefni til endurskoðunar undanþágu frá útflutningi enda blasti við að ávinningur kynni að verða af að slátra í lok ágúst eða byrjun nóvember til að komast hjá útflutningsskyldu sem þá leiddi til birgðaaukningar og hœrri útflutningsskyldu síðar. Sami % munur á útflutningsskyldu í ágúst og sept og var á síðasta ári Málið var rœtt í Markaðsráði kindakjöts sem er samráðsvettvangur Landssamtaka sauðfjárbœnda, Bœndasamtaka íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa og niðurstaðan þar varð að einhver útflutningsskylda þyrfti að vera í ágúst og nóvember en ef til vill œskilegast að hún vœri aðeins síðari hluta ágúst og fyrri hluta nóvember. Að mati Framleiðsluráðs landbúnaðarins yrði slík útfærsla mjög erfið og dýr íframkvæmd og lagði því stjórn BÍ til við landbúnaðarráðherra með bréfi 15. júli að 10% útflutningsskylda yrði allan ágúst sem síðan var ákveðið. Var þessi % tala m.a. ákveðin með tilliti til að þáyrði vœntanlega sami % munur á útflutningsskyldu í ágúst og sept. og var á síðasta áriþ.e. 15%. Þótt útflutningsskylda sé vissulega íþyngjandi hlýtur að vera matsatriði hve langt er liægt að ganga í að veita undanþágur frá henni því slíkt leiðir til aukins útflutnings hjá þeim sem ekki njóta undanþágu. Framleiðendur sem slátra meginhluta lambanna utan hefðbundins sláturtíma geta eigi að síður uppfyllt útflutningsskyldu með slátrun í sept. og okt. Miðað við þann mun á framleiðendaverði sem virðist hafa verið haustið 1998 milli innanlandssölu og útflutning má ætla að 10 % útflutningsskylda þýði um 100 kr. álag á dilk og 25% skylda um 250 kr. á dilk. Vafalaust eru skiptar skoðanir um hvort þetta telst hæfilegur munur en hafa verður íhuga að sérstakt hvatningarframlag er greitt til bœnda af fjármunum sauðfjársamnings v.sumarslátrunar og er greiðslan 500 kr. á dilk í annarri viku og 400 kr. í þriðju viku ágúst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.