Bændablaðið - 31.08.1999, Qupperneq 12

Bændablaðið - 31.08.1999, Qupperneq 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1999 Humygla hefur skotiO upp knllinum að nýju Magnús Ágústsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum íslands. Árið 1990 fannst kartöflumygla víða á láglendi Suðvestanlands. Árið 1991 var mygla mun víðar, en margir voru viðbúnir og gripu til réttra aðgerða í tíma. I ár hefur síðan kartöflumyglan skotið upp kollinum að nýju. Skaðvaldur og einkenni. Sveppurinn Phytophthora in- festans veldur kartöflumyglu. Fyrstu einkenni eru dökkbrúnir blettir, oftast í blaðröndinni og í röku veðri má sjá hvítleita myglu neðan á blaðinu á svæði næst heil- brigða vefnum. Kartöflugrasið get- ur visnað alveg ef skilyrði eru hag- stæð. Ef gró sveppsins ná að berast að kartöflunni við upptöku eða skolast niður í jarðveginn í rign- ingu, smita gróin kartöfluna. Oft er smitið í kringum augun, en það byrjar sem dökkur, stundum fjólu- biár blettur sem vex síðan út. Þeg- ar sýkt kartafla er skorin í sundur, sést brúnleitt svæði næst hýðinu. Kartaflan verður síðan heltekin sjúkdómnum og þomar inn. Oft kemur þó votrotnun í sýktar Hjarðstíur Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 kartöflur með tilheyrandi lykt. Ufsferill. Sjúkdómurinn lifir ekki af vet- urinn í garðinum nema þá í sýktum kartöflum, sem lifa af frost vetrar- ins. Upp af þeim kartöflum getur því vaxið smitað gras. Einnig berst sjúkdómurinn með sýktu útsæði og frá ruslahaugum. Á grösum smitaðra kartaflna myndast síðan ný gró og þau geta borist langar leiðir með vindi. Það smit sýkir síðan ósmituð grös og við hagstæð veður- skilyrði liggur allur garðurinn og næstu garðar undir skemmdum. Faraldur getur orðið ef daghiti er hár (17-24°C), næturhiti er yfir 10°C og rakastig yfir 75% um miðjan daginn. Rakar mildar nætur eru kjör- skilyrði gró- myndunar, en til að gróin spíri þarf blaðið að vera rakt í nokkrar stundir. Áfall eða smá úrkoma er nóg, en úrkoma upp á nokkra mm skapar kjöraðstæður. Varnir. Algengt er að mæla með úðun efnisins Dithane þegar grösin eru orðin 30 cm há, eða áður en grösin loka röðunum. Síðan er úðað með efninu Epok, 10-14 dögum eftir fyrstu úðun. Dithane ver ekki nývöxt blaða, en Epok sem inniheldur virku efn- in Metalaxyl M og Fluazinam hef- ur tvíhliða verkun, annars vegar er Metalaxyl M tekið upp af plönt- unni en Fluazinam hinsvegar drep- ur gróin þegar þau spíra og hindrar myndun nýrra gróa. Þegar mikil smithætta er, má úða með Epok aftur 10-14 dögum eftir fyrri úðun, en ekki skal nota efnið oftar vegna hættu á myndun viðnáms hjá sveppnum. Ekki er ráðlagt að úða með Epok ef myglu hefur orðið vart í garðinum af þeim sökum. Nauðsynlegt er að blöðin fái að þoma fyrir regn eða vökvun, eftir úðun með lyfjunum. I hlýju vætusömu sumri þarf að úða oftar með Dithane. Auka má regnfestu með viðloðunarefnum. Hættufrestur til uppskeru hjá báð- um efnum er hálfur mánuður. Grasið er síðan drepið með t.d. Reglone, fjórtán dögum fyrir upptöku til að hindra að smit berist á kart- öflumar. Réttast er að drepa grösin þar sem myglan hefur myndað hreiður strax, til að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu. Vpptaka. Aðeins ætti að taka upp í þurru og hlýju veðri ef unnt er. Blautur jarðvegur og regn getur dreift eftirlifandi gróum á kartöflumar. Gott er að tína upp þær kartöflur sem standa upp úr jarðvegi áður en tekið er upp, því miklar líkur eru á smiti í þeim auk þess sem þær eru grænar. Strax eftir upptöku ætti að þurrka kartöflumar í geymslunni. Gæta þarf sérstaklega að kartöflum í geymslunni sem vitað er að era smitaðar. Sjá líka frétt á vefsíðu á vefsíðu RALA www.rala.is Vökvun gúrkna að hausti Garðar Arnason, ráðunautur hjá Bændasamtökum íslands. Mjög mikilvægt er að viðhalda góðum rótarþroska allan ræktunar- tímann, einnig að hausti. Gæta þarf þess að rótarbeðurinn haldist ekki lengi of blautur. Hafa ber í huga að vatnsþörf plantnanna er mjög lítil í dimmviðri að hausti. (Gæta þarf sérstaklega að þunnum rótarbeði). Þegar líður að hausti dregur ört úr inngeisluninni. Þar með dregur ekki bara úr ljóstillífun plantnanna heldur einnig úr út- gufun þeirra. Auk inngeislunar hafa aðrir umhverfisþættir áhrif á útgufunina, svo sem loftrakinn ut- andyra. Taka verður mið af þess- um þáttum við vökvunina. Um leið og dregur úr útgufun- inni dregur úr virkni rótanna. Þar með dregur úr rótarvexti sem get- ur síðar bitnað á grænvexti og ald- invexti. Sé rótarkerfi plantnanna of lítið geta rætumar illa fullnægt vatns- og næringarefnaþörf ald- inanna. Auk þessa getur ófull- nægjandi rótarvöxtur valdið rótar- dauða og Pythium. Til að halda rótunum sem heilbrigðustum fram eftir hausti er mikilvægt að draga smám saman úr vökvuninni eftir því sem líður á haustið, til að beð- urinn haldist ekki of blautur. Gott er að beðurinn nái að „þoma“ dá- lítið á milli vökvana. Þegar líður á haustið ætti því að miða við að byrja vökvunina seinna að morgni og hætta henni fyrr síðdegis, en mjög mikilvægt er að plöntumar líði þó ekki vatns- skort þegar sólin er komin vel upp og útgufunin komin á fullt. Mikil vökvun á tímum sem plantan þarf ekki á mikilli vökvun að halda hefur neikvæð áhrif á rótarkerfið og aldinlitinn. Að hausti ætti að miða við að vökva með meira magni í einu (t.d. 150 ml í stað 100 ml) en með lengra millibili á milli vökvana, sem m.a. myndi stuðla að betri útskolun og þurrari beði. Tíðar vökvanir með litlu vatnsmagni í einu myndi stuðla að blautari mottum og rótarvandræðum í kjölfarið. Yfirleitt ætti ekki vera þörf fyrir að vera með 1. vökvun fyrr en 2-3 klst. eftir sólarupprás í rótar- beðsefnum sem halda vatni vel í sér, en í „þurrari“ rótarbeðsefnum mætti hefja vökvunina um 1 klst. fyrr. Eftir klukkan 15 ætti einnig að draga úr vökvuninni, þó háð inngeislun. Síðla hausts mætti leiðnitalan í beðnum fara hækk- andi, t.d. upp í 4-5 mS/cm við ræktun í steinull. Á dimmviðris- dögum ætti varla að vökva með lægri styrkleika en 3 mS. Ef rótarkerfi plantnanna er stórt og öflugt að hausti og jafn- framt vökvað of mikið síðdegis eða að kvöldi, veldur það háum vatnsþrýstingi í plöntunum. Þar með eykst hættan á að vatnsdropar þrýstist út um sár og blóm, sem aftur eykur hættuna á grásveppi og gúrkusýki. Þegar dregið er úr vökvuninni að hausti má ekki gera það of snöggt, því rætumar verða að ná að fylgja breytingunum eftir, t.d. mætti miða við að minnka vökv- unina um 1% á sólarhring. Smáauglýsingar Sími Polarís Big Boss 6x6 fjölnota vinnutæki tyrír bændur og verktaka 500 cc - fjórgengisvél Oll stjórntæki í stýri sem skiptir afar miklu máli fyrir ökumanninn Buröargeta 400 kg Tát^^ágTdríf^jálfskípt, rafstart, bakkgír og sturtur Drif á öllum hjólum Skemmir ekki viökvæman gróður Tilvalió í giröingarvinnu og snúninga HJÓLADEKK Á LAGER Stæröir: 22x11 - 10 24x11 - 10 25x11 - 10 25x8 - 12 L Lipurt vmnutæki á hagstæöu verði Aöalumboö: Polaris ehf, Akureyri, sími 462 2840, fax 462 5350 Umboð á Austurlandi: Bíla- og vélaverkstæöi Sigursteins, Selnesi 28, Breiódalsvík, sími 475 6616, fax

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.