Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 31. ágúst 1999 BÆNDABLAÐIÐ 9 Áslaug Helgadóttir hefur fengið styrki frá RANNÍS og Framleiðnisjóði Veita þarf styrki til lengri Uma Áslaug Helgadóttir, sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, er ein af fjöl- mörgum sem hefur fengið styrki frá RANNÍS og Framleiðnisjóði. Hún vinnur nú að verkeftú sem ber heitið „Hagnýting belgjurta úl fóðurs og iðnaðar." Þetta er annað árið í röð sem þessir sjóðir styrkja verkefnið. Áslaug segir verkefnið tvískipt. Annars vegar er verið að kanna möguleika á að gera Alaskalúpínuna að nytjaplöntu og hins vegar er leitað leiða til að koma belgjurtum í ræktun hjá bændum. Þá er bæði átt við fjölærar belgjurtir á borð við rauðsmára og hvít- smára og einærar belgjurtir sem yrðu þá einkum notaðar til grænfóðurs. Verkefnið er unnið í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri, Landssamband kombænda og VOR, sem em samtök bænda í líffænum búskap. Áslaug segir Alaskalúpínuverkefnið snúast meðal annars um hvort hægt sé að búa til yrki án beiskjuefna því annars væri erfitt að nýta hana beint til fóðurs. Einnig þurfi að finna leiðir til að stunda sjálfbæra nýtingu á Alaskalúpínunni. „Við höfum fundið í til- raunum að hún er mjög viðkvæm fyrir slætti á ákveðnu þroskaskeiði. Það skeið stendur kannski yfir þann tíma sem menn myndu helst vilja slá hana til að fá sem best fóður. Það þarf því að skoða hvemig best er að nýta hana og hvaða uppskeru hún getur gefið við samfellda nýtingu. Einnig þarf að skoða áburðarþörfma," segir hún. Áslaug segir að í kynbótunum hafi verið gerð tilraun með að víxla Alaskalúpínu við sæta garðalúpínu frá Þýskalandi. Þær arfgerðir sem hafa komið úr því hafa hins vegar verið með mikið af beiskjuefnum. Einnig sé verið að skoða breytileikann í þeirri lúpínu sem vex hér. Ræktun fjölærra planma á borð við rauðsmára og hvítsmára er þó það sem Áslaug hefur verið að vinna mest í. „Kostir belgjurta em einkum að þær binda nitur úr andrúms- loftinu. Það gerist í sambýli með örvemm sem em í rótunum. Ræktun belgjurta er for- senda fyrir því að sjálfbær búskapur geti gengið upp. Það er mikil hefð fyrir ræktun rauðsmára á Norðurlöndum og okkur sýnist að þessi jurt geti þrifist vel hér á landi. Rauðsmári er ffekar skammær tegund en við höfum fengið uppskem í allt að sex ár á sama túninu. Hvítsmárinn hentar hins vegar betur til beitar en rauðsmárinn. Ný yrki ffá Noregi sem koma á markað innan tíðar gefa góð fyrirheit um ræktun hans hér á landi." Margháttaðar tilraunir hafa verið gerðar á Korpu undanfarin ár og vonast Áslaug til að geta yfirfært þá þekkingu sem aflað hefur verið til bænda. í því skyni hafa verið gerð- ar tilraunir með rauðsmára víða um land. Þegar hafa verið haldnir fundir með bændum í tenslum við ræktunina og verður því haldið áffam. Áslaug telur það mikilvægan þátt í verkefninu að fara með þekkinguna út til bænda. Miklar breytingar í umhverfi rannsókna Áslaug segir að umhverfi rannsókna í landbúnaði hafi breyst mjög mikið síðustu 15- 20 ár. Er hún þá að vísa til þess að rannsóknastofnanir á borð við RALA þurfa að sækja fé í auknum mæli í rannsóknasjóði í stað þess að fá fjármuni beint ffá fjárlögum eins og áður var. Áður kom um 90% af ljármagni RALA beint ffá fjárlögum en nú kemur helmingur þess ffá rannsóknarsjóðum. Áslaug segir þetta hafa kosti og galla. „Kostimir eru m.a. þeir að menn þurfa að skil- greina rannsóknaverkefnin betur og við það verða þau skýrar afmörkuð. Þetta hefur einnig ýtt mönnum meira til að vinna saman þegar verkefnin em stór, bæði hér heima og erlendis. Erlent samstarf hefur aukist mikið og er það mjög jákvætt. Neikvæða hliðin er hins vegar sú að rannsóknarmenn búa við sífellda óvissu. Ekki er vitað fyrirffam úr hvaða peningum er að spila. Jarðræktarrannsóknir em off á tíðum langtímaverkefni og erfitt er að ná árangri á þeim þremur ámm sem fjármögnunin gildir. Einnig má gagnrýna að það er tímafrekt að sækja peningana Það fer tími í að skrifa umsókrúr, sem ekki er einu sinni víst að fái styrk, og síðan er gerð krafa um að við skilum ffamvindu- og áfangaskýrslum reglulega. Þetta er sóun á tfma manna og væri skynsamlegra að nýta hann í rannsóknimar sjálfar." Áslaug telur það æskilegri þróun að menn kæmu sér saman um ákveðna rammafjár- mögnun þar sem ákveðinni upphæð yrði vein til lengri tíma. „Þannig skapaðist meiri friður í stað þess að maður þuífi að standa í þessu harki á hveiju ári. Það er óviðunandi þegar til lengri tíma er litið. Svo skapar það líka vissan vanda að sjóðimir vita ekki sjálfir hvað þeir geta bundið mikið fjármagn í langtímaverkefni. Það er hins vegar misjafht eftir verkefnum hvort það hentar að þau séu styrkt til eins árs í senn eða lengri tíma.“ Bjarni Guðmundsson, stjórnarformaður Framleiðnisjóðs Sum verkefni hafa lært bændum umtalsverflar tekjur Eins og ffam hefur komið hér á síðunum hefur RANNIS verið í víðtæku samstarfi við Framleiðnisjóð og hafa þessir tveir sjóðir styrkt verkefni sameiginlega. Margir telja þetta samstarf hafa verið til fyrirmyndar og meðal þeirra er Bjami Guðmundsson stjómarformaður Framleiðnisjóðs. Bjami segir að val verkefha hafi farið ffam í náinni samvinnu við RANNIS. „Við höfum að vísu dæmi um verkefhi sem hafa misfarist og það liggur í eðli þeirra verkefha sem verið er að vinna. Við höfum hins vegar lfka séð glæsileg dæmi þess að þetta hafi skilað umtalsverðum árangri. Þetta hefur haff áhrif á verkefhaval rannsóknastofnana í takt við nýjar aðferðir og nýja þekkingu í rannsóknum." Bjami segist jafnvel hafa dæmi um verkefni sem hafa skilað bændum umtalsverðum fjármunum. „Þar er t.d. hægt að nefna komkynbætur og framfarir í búfjárræktun. Ég er því afar ánægður með þetta samstarf og tel að það hafi skilað margfalt þeim fjármunum sem í það hefur verið lagt. Þetta hefur auk þess gert landbúnaðinum kleif't að taka þátt í rannsókn á nýsköpunarstarfi með öflugri hætti en flestar aðrar atvinnugreinar hafa getað.“ -■ .■■■■■ - --- - - Jóhannes Torfason, formaður úthlutunarnefndar Tæknisjóðs og upphafsmaður samstarfs RANNÍS og Framl eiðnisjóðs Búnaðarskölarair purfa aö vera stærri aflilar að rannsflknastarfseminni Jóhannes Torfason, bóndi á Torfalæk II, hefur um árabil verið mjög virkur í þeim stofnunum sem hafa styrkt rannsóknir í íslenskum landbúnaði. Hann var áður formaður Framleiðnisjóðs en er nú formaður úthlutunarnefndar Tæknisjóðs sem er sá undirsjóður RANNÍS sem styrkir hvað mest rannsóknir í landbúnaði. Þessir tveir sjóðir hafa einmitt átt mjög gott samstarf undanfarin ár um styrki til rannsóknarverkefna og á Jóhannes stóran þátt í mótun þess samstarfs. Jóhannes segir að fram um 1990 hafi Framleiðnisjóður einkum sinnt uppkaupum á framleiðslurétti og stuðningi við aðlögun búvöruframleiðslunnar að ákvæðum búvörusamninga Stéttarsambands bænda og ríkisins. Þegar þörfin fyrir þetta minnkaði skapaðist fjárhagslegt svigrúm til að sinna fieiri viðfangsefnum, svo sem endurmenntun og stuðningi við rannsóknir. Tekið var upp samstarf við Rannsóknarráð ríkins, sem nú heitir Rannsóknaráð íslands, um samfjármögnun á rannsóknarverkefnum og fjárfestingu í rannsóknarstofnunum, þ.e. byggingar og tækjakaup. Samstarf þetta komst formlega á 1992 en þá var Jóhannes formaður Framleiðnisjóðs ásamt því að vera í stjórn Rannsóknarráðs ríkisins. Fyrsta verkefnið sem þessir tveir aðilar stóðu saman að var bygging bútæknihússins á Hvanneyri. Þegar samkomulag um þá framkvæmd var gert, sat Bjarni Guðmundsson, núverandi formaður stjórnar Framleiðnisjóðs, bæði í stjórn Rannsóknarráðs og Framleiðnisjóðs og átti mikinn þátt í þeirri gjörð. Þetta er langstærsta verkefnið í þessu samstarfi til þessa. "Megináherslan hefur hins vegar verið á rannsóknaverkefni og segja má að markmiðið frá sjónarmiði landbúnaðarins hafi verið að fá aðild að fjármunum sem voru innan Rannsóknarráðs. Framleiðnisjóður hefur verið fulltrúi atvinnugreinarinnar með því að leggja fram mótframlag, fyrir hönd hinna mörgu og smáu fyrirtækja-innan landbúnaðarins, á móti Rannsóknarráði." Jóhanncs segir einnig að með þessu samstarfi sé verið að sækjast eftir því að fá rannsóknarviðfangsefni innan landbúnaðarins metin með samskonar faglegu mati og Rannsóknarráð beiti á önnur viðfangsefni. Þetta telur hann hafa tekist vel. Jóhannes segir hlutfall þessara tveggja aðila í sameiginlegum styrkjum misjafnt eftir verkefnum. "RANNÍS leggur fram hærri upphæð í grunnrannsóknir en Framleiðnisjóður styrkir meira rannsóknir sem eru nær notandanum. Sem dæmi eru styrkir RANNÍS hærri til grunnrannsókna og kynbóta t.d. á lúpínu þó að Framleiðnisjóður sé þar með, en í bleikjueldi, kornrækt og á matvælasviðinu er Framleiðnisjóður stærri." Síðan þetta samstarf komst á hefur formaður Framleiðnisjóðs átt bein samskipti við úthluturarnefndir og framkvæmdastjóra Tæknisjóðs ásamt framkvæmdastjóra RANNIS um val verkefna. Úthlutunarnefndin hefur það hlutverk að forgangsraða verkefnum sem njóta styrks. Jóhannes segir að á síðustu 7 - 8 árum hafi heildarupphæð RANNÍS til landbúnaðartengdra verkefna u.þ.b. tvöfaldast og er nú um 25 milljónir króna. Framleiðnisjóður hefur árlega lagt fram til þessara samstarfsverkefna frá um 15 milljónum til rúmlcga 20 milljóna króna. Er þá cingöngu átt við framlög vegna rannsókna. Hlutur landbúnaðarins í heildarstyrkjum RANNÍS hefur verið að hækka á undanförnum árum. Stofnanir eru í miklum meirihluta þcirra sem sækja um styrki til RANNÍS, þ.e. RALÁ, búnaðarskólarnir og stofnanir sem tengjast landbúnaðinum. Ekki er mikið um að fyrirtæki sæki um styrkina og einstaklingar eru örfáir. Jóhannes segir að mjög stór hluti þeirra rannsókna sem styrktar eru í gegnum þetta samstarf séu tengdar gróðri og jarðvegi en einnig er nokkuð um matvælarannsóknir, bútækni og búfjárframleiðslu. Að mati Jóhannesar hefur þetta samstarf verið landbúnaðinum mjög hagstætt. „Rannsóknaverkefnum hefur fjölgað og menn skilja betur þörf landbúnaðarins fyrir rannsóknir og að innan hans eru mörg áhugaverð svið sem þarft er að rannsaka. Eg held að það hafi verið mjög gott fyrir þá sem stunda rannsóknir í landbúnaði að kynnast þessu umhverfi, þar sem gerðar eru mjög ákveðnar kröfur um að standast faglegt mat.“ Að mati Jóhannesar er framtíð rannsókna í landbúnaði að því leyti björt. „í samkeppni við aðrar greinar um fjármuni RANNÍS eru umsóknir um landbúnaðartengda styrki metnar með sömu kröfum og aðrar og þær hafa sýnt að þær standast þessar kröfur fyllilega. Ég sakna þó skarpari forgangsröðunar landbúnaðarins á rannsóknaverkefnum sem væri grundvölluð á stefnumörkun til lengri tíma um áherslusvið landbúnaðarins í rannsóknum." Jóhannes telur að bændur séu ekki nógu duglegir að nýta sér niðurstöður rannsókna en á sama hátt sé rannsóknastarfsemin ekki nógu dugleg að koma vitneskju sinni á framfæri. „Hér er nærtækt að velta upp spurningu um virkni og skipulag leiðbeiningaþjónustunnar. Ég er mjög sáttur við hugmyndir um þrjár til fimm öflugar leiðbeiningamiðstöðvar í landinu, sem gætu búið yfir töluvert breiðri sérfræðiþekkingu í jarðrækt, búfjárrækt og rekstrarfræðum. Einnig tel ég að sú leiðbeiningaþjónusta sem nú er hjá BÍ eigi að færast í meira mæli til leiðbeiningamiðstöðva og búnaðarskólanna. Mjög stór hluti af þessu leiðbeiningarstarfi fer fram gengum einhvers konar miðla og þá skiptir litlu máli faglega hvar miðlarinn situr. Hins vegar skiptir hvert starf dreifbýlið miklu og sér í lagi þegar háskólamenntað fólk á í hlut.“ „Það eru mjög háir múrar milli rannsóknastarfseminnar, leiðbeiningaþjónustunnar og menntunarinnar og þetta eru múrar sem við virðumst eiga erfitt með að komast yfir - hvað þá að fella. Ég tel að til þess að eyða þessum múrum og greiða aðgang notandans að niðurstöðum rannsókna þurfi búnaðarskólarnir að vera stærri og virkari aðilar að rannsóknum. Þannig kemst á beinni tenging milli rannsóknavinnunar og menntunarinnar og þeir sem afia sér menntunar eða endurmenntunar komast í persónulegt samband við rannsóknirnar og fólkið sem vinnur að þeim. Þá tel ég að það sé einnig mjög hollt fyrir þá sem stunda rannsóknir að kenna og heyra þær spurningar sem brenna á notendanum.“ Jóhannes segir að þetta muni þýða að sameina þurfi einhverja starfsemi og telur slíkt árangursríkara en samstarfssamninga milli stofnana, sem séu þunglamalegir og lítt skilvirkir og ekki líklegir til að lækka stjórnunarkostnað. „Við eigum efnivið í myndarlega búvísindastofnun ef við leggjum saman þær um margt ágætu en þó oft sundurleitu, rannsókna- og menntastofnanir sem nú eiga að þjóna íslenskum Iandbúnaði.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.