Bændablaðið - 31.08.1999, Síða 22

Bændablaðið - 31.08.1999, Síða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1999 Dagana 19. ng 20. ágúst sl. var haldið á Hvanneyri endur- menntunarnámskcið fyrir dýra- lækna og var það í samvinnu Dýralæknafélags íslands, Pharmaco hf og Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Yfir- skrift námskeiðsins var „WORKSHOP IN DAIRY HERD HEALTH“ og fór öll um- fjöllun fram á enskri tungu. Um- sjónarmaður námskeiðsins var Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir júgursjúkdóma hjá Yfirdýralæknisembættinu. Fenginn var danskur dýralækn- ir, Jens S. Philipsen, til að flytja erindi og stýra námskeiðinu. Einnig fiutti erindi Grétar Hrafn Harðarson, héraðsdýra- læknir á Hellu. Tilgangur námskeiðsins var að kynna fyrir íslenskum dýralæknum svonefnda „fjölþátta hjarðgrein- ingu“ (multifactorial herd ana- lysis), sem felur í sér reglulega skoðun og greiningu á ýmsum þáttum sem tengjast heilbrigði og framleiðslugetu kúa. Markmiðið með þessari vinnuaðferð er að fyrirbyggja sjúkdóma, frjósemis- vandamál o.fl. og efla þannig arð- semi búsins. Slík vinnubrögð eru viðhöfð víða í heiminum en Jens Philipsen er meðlimur í hópi dýra- lækna í Danmörku sem aðlagað hafa þessa aðferð dönskum að- stæðum. Á námskeiðinu var m.a. farið yfir niðurstöður greininga á gögnum frá þremur íslenskum kúabúum, sem fengin voru frá skýrsluhaldi Bændasamtaka ís- lands. Meðal annarra efnisþátta var umfjöllun Grétars Hrafns Harðarsonar um fóðrun og efna- skiptasjúkdóma. Alls sóttu námskeiðið 19 dýra- læknar og voru þeir ánægðir með námskeiðið og lýstu yfir áhuga á að kynna sér betur það efni sem fjallað var um. ATVINNA - starfsmaður L.s. Landssamtök sláturleyfishafa vilja ráða starfsmann. L.s. eru hagsmunasamtök afurðastöðva í kjöti. Helstu verkefni: Hagsmunagæsla fyrir sláturleyfishafa, upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga. Halda utanum bókhald og vinnsla sérverkefna. Þekking og reynsla á starfsumhverfi sláturleyfishafa æskileg. Upplýsingar gefur: Ingi Már Aðalsteinsson í síma 4701201, 8966462 - tölvupóstfang: ingi@khb.is I--------------------------- IEinka Fenaur Forrit fyrir hrossaræktendur IDanMink/Fox fyrir loðdýrabændur I Fjárvfs * Afurða- og ættbókarforrit fyrir | sauðfjárbændur I SýklalyQaónæmi vaxandi vandamál Á aðalfundi Dýralæknafélags íslands, sem haldinn var á dögunum, var rætt vaxandi vanda- mál sem skapast hefur vegna sýklalyfjaónæmis. Evrópusamtök dýralækna hafa m.a. séð ástæðu til að gefa út sérstakan bækling um sýklalyfjaónæmi og skynsamlega notkun sýklalyfja í dýralækn- ingum og var efni bæklingsins kynnt á aðalfundi Dýralækna- félagsins. I frétt frá Dýralæknafélagi íslands segir að óhófleg notkun sýklalyfja, jafnt til lækninga á sjúkdómum í mönnum og dýrum sem og sem íblöndunarefni í fóður sé talið stuðla að vaxandi ónæmi sýkla. Þessir sýklar geta síðan borist milli tegunda, með mat- vælum og frá umhverfinu. Þá getur ónæmi borist á milli sýkla með erfðaefni þeirra og geta þá fjölónæmir sýklastofnar komið upp og valdið miklum vandræðum við meðhöndlun sýkinga í jafnt mönnum sem dýrum. í dýralækningum hefur hér á landi einkum borið á ónæmi hjá vissri tegund sýkla sem valda júgurbólgu í kúm enda sýkla- lyfjanotkun talsverð við með- höndlun á júgurbólgu. Til þess að stuðla réttri og hóflegri notkun hefur dýralæknafélagið mótað ákveðna stefnu um notkun sýkla- lyfja við júgurbólgu. Notkun sýkla lyfja í skepnu- fóður til að fyrirbyggja sjúkdóma eða sem vaxtarhvetjandi efni hefur hins vegar ætíð verið bönnuð hér á landi. Aðrar þjóðir eru flestar hveijar að taka upp sömu stefnu. I frétt dýralæknafélagsins er þess að lokum getið að vísinda- menn á Keldum eru aðilar að tveimur alþjóðlegum rannsóknar- áætlunum um ónæmi sýkla úr búfé og búfjárafurðum. Er ekki annað að sjá en að yfirvöld dýrasjúk- dómamála og rannsóknastofnanir á þessu sviði taki þessi mál föstum tökum. 7ro7o«----------------------------------------------------------1 skýrsluhalds- og afurðaforrit fyrir GSQ fl IBQ fOírÍt fyfí f svínabændur J ° J Búbót Sérhannað bókhaldsforrit fyrir framSækna bænÖUr | bændur ■ i i ry ym VELAVERf Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík Sími 588 26 00 - Fax 588 26 01 Alfa Laval TP 360 VS skádælur til nota í grunna sem djúpa kjallara Tengd á þrítengibeisli og vökvastrokk ofan á burðarramma Afköst 13.000 ltr/mín í upphræringu og 7.000 lrt/mín við dælingu í tank, auðvelt að beina hrærustútnum upp og niður og til beggja hliða Byggð á áratuga reynslu Alfa Laval við smíði á haughrærun Alfa Laval skádælan hefur verið prófuð af Bútæknideildinni á Hvanneyri Alfa Laval TP 250 brunndælur Fyrir mismunandi dýpt á haughúsum frá 1.60 - 4.0 mtr. Nýjung hjá okkur: Abbey haugsugur. Abbey haugsugur og mykjudreifarar eru fáanleg í eftirtöldum stærðum: 5000 ltr - 5900 ltr - 7000 ltr - 9100 ltr Staðalbúnaður: Afkastamikil vacumdæla Vökvabremsur og vökvastýring á dreifistút Vökvaopnum á topplúgu, sjónglas á tank og ljósabúnaður Flotmiklir hjólbarðar 6” barki, 5 mtr langur með harðtengi Vökvaopnum átóþplúgu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.