Bændablaðið - 31.08.1999, Side 7

Bændablaðið - 31.08.1999, Side 7
GiOAjaAanaia ð Ví'u^ö Aí. ui^nViujfVsvl Þriðjudagur 31. ágúst 1999 BÆNDABLAÐIÐ 7 Mjólkursamsalan kaupir Mjólkursamlagið á Blönduósi: „Tryggt aO bændur fái hæsta mögulega verð íyrir afurðir sínar" Mjólkursamsalan og Sölufélag Austur-Húnvetninga hafa náð samkomulagi um að MS kaupi mjólkursamlagið á Blönduósi. Samningurinn gengur í gildi á morgun, 1. september, en þá munu 55 mjólkurframleiðendur í Austur-Húnavatnssýslu bætast í hóp 845 innleggjenda á sölu- svæði Mjólkursamsölunnar. Samlagið á Blönduósi tók á móti 4,5 lítrum af mjólk á síðasta ári en MS á móti 56 milljón lítrum. Kaupverðið er ekki gefið upp. 12 manns vinna hjá samlaginu á Blönduósi. Viðræður höfðu staðið áður um nokkra hríð við KEA um sölu á mjólkursamlag- inu þangað en þær fóru út um þúfur í kjölfar gjaldþrots KÞ. I kaupunum felst að MS kaupir auk fasteigna og tækja eignarhlut samlagsins í Osta- og smjörsölunni og Rannsóknarstofu mjólkuriðn- aðarins, auk viðskiptavildar. Engar breytingar verða á rekstrinum til að byija með og munu framleiðendur á samlagssvæði Sölufélags Austur- Húnvetninga halda áfram að leggja inn mjólkina á Blönduósi. Síðar er gert ráð fyrir því að innleidd verði sérhæfing og verkaskipting á milli Mjólkursamlagsins á Blönduósi og Mjólkursamlagsins í Búðardal, en MS rekur það samlag einnig. Þá mun rekstur Mjólkursamlagsins á Blönduósi falla undir rekstur sam- lagsins í Búðardal og það samlag mun annast sölu á rekstrarvörum til mjólkurframleiðslu og þjónustu við framleiðendur. Guðlaugur Biörgvinsson. for- stjóri MS, segir að þegar fulltrúar Sölufélags Austur-Húnvetninga hafi leitað eftir viðræðum við Mjólkursamsöluna um samstarf hafi verið fenginn sérfræðingur frá Samtökum afurðastöðva í mjólkur- iðnaði til að kanna hvort hagræð- ing gæti orðið af slíku samstarfi. Svo reyndist vera og. viðræður tóku mið af því. í framhaldi af því var svo ákveðið að MS keypti samlagið og yfirtæki reksturinn. „Menn sáu strax möguleika í náinni samvinnu og verkaskiptingu milli samlaganna í Búðardal og Blönduósi, bæði af landfræðilegum ástæðum og einnig af því að umframmjólkin í Austur-Húnavatnssýslu kemur til með að nýtast vel til vinnslu í Búðardal.“ Ólafur Haukur Magnússon. kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hún- vetninga og framkvæmdastjóri Sölufélags Austur-Húnvetninga segir að salan hafi verið liður í að menn séu að aðlaga sig að breytt- um tímum. „Samlögin á litlu stöð- unum urðu til af mikilli þörf á sín- um tíma. Nú eru þau hins vegar að safnast saman í stærri og hag- kvæmari einingar og þannig eru hagmunir þeirra betur tryggðir." Raddir hafa heyrst um að þeir peningar sem fáist fyrir þess sölu fari eingöngu til að greiða fyrir slátrunina. Ólafur segir svo ekki vera. „Við höfum verið að hag- ræða töluvert í slátruninni líka og þar er að verða verulegur afkomu- bati. Þær rekstraráætlanir sem við höfum lagt upp með fyrir næsta ár gera ráð fyrir rekstrarafgangi og við höfum með þessu getað lækk- að verulega skuldir og fjármagns- kostnað. I framtíðinni á kjöt- vinnslan einnig eftir að renna sam- an í stærri og færri einingar, rétt eins og mjólkin.“ Guðlaugur segir vinnsluferlið í þessum tveimur samlögum vera svipað. I báðum samlögunum sé framleitt gamla pokaskyrið og einnig sé strokkað smjör. „Hag- kvæmnissjónarmið kveða á um að betra sé að hafa þessa framleiðslu aðeins á öðrum staðnum en það er ekki ljóst hvemig verkaskiptingin verður nákvæmlega. Það er þó ljóst að þennan rekstur má einfalda vemlega." Aður en gengið var frá þessum kaupum hafði MS ákveðið að hætta allri mjólkurpökkun í samlaginu í Búðardal og verður það gert í september. Guðlaugur segir að undir lok þessa árs verði hið sama gert á Blönduósi. „Stór hluti mjólkurinnar á þessu svæði fer í framleiðslu á valsaþurrkuðu mjólkurdufti sem markaður er fyrir hér á landi. Sú framleiðsla gerir það að verkuiu að við munum halda rekstri samlagsins þar áfram og sinna þessum markaði.“ Ólafur segir hug- myndir uppi um það að færa framleiðsl- unna á milli þeirra þriggja samlaga sem eiga hlut að máli. Þannig hefur t.d.. verið rætt um að flytja vinnslu á dagvörumjólkinni til Reykjavíkur, smjör- og skyrgerðin sem nú er í Búðardal yrði flutt á Blönduós og undanrennan yrði síðan keyrð til Búð- ardals í ostagerðina þar. „Framleiðslu- magnið á Blönduósi yrði þá það sama en í breyttri mynd," segir Ölafur. Tekið fljótlega Þórólfur Sveinsson, formaöur LK: „Ákveöin þróun aö eiga sér staö“ Þórólfur Sveinsson, for- maður Landssambands kúa- bænda segist vona að þessi viðskipti verði báðum aðilum hagfelld. „Þarna er ákveðin þróun að eiga sér stað í mjólkurvinnslumál- um, t.d. hafa samlögin á Akureyri og Húsavík sam- einast þó það hafi gerst með öðrum hætti. Auk þess hefur samlögunum í Borg- arnesi, Höfn og Patreksfirði verið lokað.“ Þórólfur vill ekkert full- yrða hvort að slík skref yrðu stigin víðar. „Það fer að sjálfsögðu eftir því hvað menn sjá sér hag í að gera i þó vissulega gerst.“ Jón Eiríksson, formaður BAH: „Framtíð framleiöslunnar öruggari" Jón Eiríksson, bóndi á Stóra-Búrfelli, er formaður Búnaðarsambands Austur- Húnvetninga auk þess sem hann situr í stjórn Mjólkur- samlagsins á Blönduósi. Hann segir að þessi sala horfi vel við sér. „Við teljum okkur hafa verið að tryggja framleiðslu hér öruggari framtíð varðandi afurðaverð. Við teljum að þetta fyrirtæki muni greiða okkur hæsta verðið fyrir afurðirnar.“ Jón segir einnig að með þessu tengist menn aðal- markaðinum betur. „Á Blönduósi hefur verið fram- leidd valsaþurrkuð þurr- mjólk úr meira en helmingn- um af mjólkinni og við höf- um átt það undir verðjöfn- uninni í landinu að hún sé framleidd. Við höfum trú á að með þessu móti tryggjum við það betur að menn haldi áfram að standa á bak við þessa verðjöfnun.“ skal þá fram að ekki hefur verið fastákveðið hvemig samlögin skipta með sér verkum. Guðlaugur bendir á að ýmis- legt hafi verið að gerast á starfs- svæði mjólkursamsölunar á síð- ustu árum. „Þegar ég kom fyrst að þessu fyrir um 25 ámm þá var þeg- ar farið að huga að því að leggja niður mjólkursamlag sem var í Grundarfirði. Síðan þá hefur verið lagt niður samlag á Patreksfirði sem við yfirtókum, og einnig í Borgamesi og á Höfn. Hvort um frekar sameiningar verði að ræða verður að koma í ljós.“ Ólafur bendir á að þó að sam- lagið á Blönduósi skili rekstraraf- gangi í dag eigi eftir að koma inn ýmsir þættir sem skerði afkomuna, svo sem ýmiss konar fjárfestingar, greiðsla á próteinhluta umfram- mjólkur og útflutningur á smjöri. Einnig verði þegar fram líða stundir breytingar á verðjöfnunar- sjóðnum þegar verðlag á mjólkur- afurðum verður gefið frjálst árið 2001. „Það getur því gerst að inn- an nokkurra ára verði ekki rekstr- argrundvöllur fyrir samlagið. Hann verður hins vegar til staðar innan Mjólkursamsölunnar." Ólafur segir að við þessa breyt- ingu muni þjónustan við bændur á svæðinu aukast. „Gæðakerfið hjá MS og öll þjónustan sem þeir bjóða upp á er meiri en við höfum getað boðið. Auk þess er það tryggt að þeir fái hæsta mögulega verðið fyrir sínar afurðir sem við höfum ekki getað tryggt." HAUSTTILBOÐ á heyvinnu vélum TANCO 580 Pökkunarvél Rúllubindivélar SLAM TUNGUHÁLS 5 • REYKJAVÍK SÍMI577 2770 G.SKAPTASON S CO. SLAM Sláttuvélar Sipma Kornvalsar Rafdrifnir / Traktorsdrifnir TILBOÐSVERÐ kr. 1 Flutningskassar ómissandi í snúningana verð án VSK

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.