Bændablaðið - 31.08.1999, Qupperneq 13

Bændablaðið - 31.08.1999, Qupperneq 13
Þriðjudagur 31. ágúst 1999 BÆNDABLAÐIÐ 13 Bœndablaðsmynd: Bjami Guðmundsson. Elsta jarðýta landsmanna, sú sem hóf störf 1943, enn gangfær og notuð af eigendum sínum, Torfa og Guðmundi í Hvammi í Hvítársíðu. Yfeir l i Hjóðar - vel heppnuð sýning á Hvanneyri Sýningin Ýtur í lífi þjóðar var haldin á Hvanneyri dagana 14.-15. ágúst sl. Að sýningunni stóðu Bú- vélasafnið á Hvanneyri, verktaka- fyrirtækið Jörvi hf, Vegminja- safnið, Vegagerð ríkisins í Borgar- nesi og Heildverslunin Hekla hf. Sýndar voru margar beltavélar og jarðýtur auk ýmissa fylgiverkfæra þeirra. Með sýningunni var rifjað- ur upp þáttur þessara tækja í rækt- unar- og samgöngusögu lands- manna. Elsta vélin var frá byrjun 4. áratugarins en sú yngsta kom til landsins fyrir fáeinum vikum; þeg- ar rétt 80 ár voru liðin frá því fyrstu beltavélamar komu til landsins. Meðal gripa sem sérstaka athygli vöktu voru mokstursvélar tvær, Caterpillar og Priestman, frá því um 1945 sem gerðar hafa verið fullkomlega upp. Brugðið var á leik með vélunum og þær sýndar að störfum. Innanhúss var sögusýning þar sem brugðið var upp nær hundrað gömlum þjóðlífsmyndum þar sem beltavélar og jarðýtur komu við sögu. Fæstar myndanna höfðu birst áður opinberlega og þóttu þær því forvitnilegar. Sögusýning- in mun standa fram á haustið en hún er í sölum Sumarhótelsins á Hvanneyri (mötuneyti skólans), en hún mun síðan varðveitt í Búvéla- safninu á Hvanneyri. I tengslum við sýninguna var haldin Ytumannavaka á Hvann- eyri. Þar komu eldri og yngri ýtu- menn saman og rifjuðu upp kátleg atvik og svaðilfarasögur frá fyrstu árum þessara merkilegu véla. Þama komu m.a. nokkrir af fyrstu jarðýtuköppunum, sem byrjuðu á árunum 1946-50. Um 700 manns sóttu sýninguna sem þótti takast mjög vel. Notaðir gámar á góðu verði Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, ejnangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvandamálum, t.d. fyrir byggingas- tarfsemi, fiskverkendur, flutningabflstjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfssemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli eða sem skjól fyrir hross. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið. Það er hægt að fella þá inn í landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmri tíma. !!§#: ft HAFNARBAKKI V/Suðurhöfnina, Hafnarfirði sími 565 2733, fax 565 2735 Kartöflubændur - framleiðendur Til sölu Grimme upptökuvél, Martinus Petersen kartöfluflokkari, 20 feta frystigámur, 10 og 12 tonna fóðursíló og tveir fóðursniglar úr þeim ódýrt. Einnig tæki fyrir alifuglabú. Uppl. í síma 486-5653 og 897- 1731. Heyskerar AGRIMEC Traustir rúllugreipar Öflugar vökva heygreipar búvélar hf Þegar gæðin skipta máli Austurvegi 69 • Selfossi • Sími: 482 4102 • Fax: 482 4108 m Rubupokktrnarvelar II GKAMMtR Orátíarvéiasæti Vermeer Ruilubmdivelar Aburóardre'ífarar Sterkbyggðir sturtuvagnar í öllum stærðum. Hausttilboð á örfáum Eurodisk slátturvélum ay Fyrsta flokks mykjudælur, mykjutankar, haugsugur og mykjuskrúfur. NORVIC ■--r.i Mykjutankar og dælur Heyvinnuvélar

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.