Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1999 Þekkir þú vandamalið ? Steypuskemmdir og sprungur í fóðurganginum Þú getur notaö ALFA PLAST á öll gólf í rjósinu og í mjólkurhúsið ♦Slitsterkt ♦Auðþrifið ♦Sýruþolið ♦ Leitið upplýsinga hjá ALFA LAVAL AGRI þjónustufulltrúunum A Alfa Laval Agri C L O B U S VELAVERÍí Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sl'mi: 588 2600, fax: 588 2601 Bændum í Sunnu verkefninu fjðlgar Verkefnið Sunna - átaksverk- efni í ráðgjöf til kúabænda á Suðurlandi, sem Búnaðarsam- band Suðurlands starfrækir, gengur vel að sögn Jóhannesar Símonarsonar, eins af umsjón- armönnum verkefnisins. Verk- efnið fór af stað fyrir rúmu ári og skráðu 38 kúabændur sig til þátttöku strax á árinu 1998. Jóhannes segir að þátttakend- um hafi fjölgað á þessu ári og rétt um 50 kúabændur séu nú skráðir í Sunnu. „Þetta hefur nú kannski ekki verið hröð þróun en sígandi lukka er þó alltaf best,“ segir hann. Jóhannes segir að í vetur, þegar meiri reynsla verður kom- in á verkefnið, verði formið á því endurskoðað. „Þetta er fullvíð- feðmt eins og það er núna. Nú eru allar leiðbeiningar í einum pakka en í framtíðinni höfum við hugsað okkur að menn geti e.t.v. valið ákveðna liði innan verkefn- isins, t.d. einungis áburðar- og fóðurleiðbeiningar. Rekstrar- greiningar á búunum er þó eitt- hvað sem við viljum gjarnan halda inni sem sameiginlegum grunni". Bændur gera samning til tveggja ára um þátttöku í verk- efninu. Kostnaðurinn á hvern bónda er um 15-20 þús. kr á ári vegna hey- og jarðvegsefna- greininga, þóknun til Búnaðar- sambandsins er 10 þús. kr á ári og kostnaður vegna túnkorts er um 15 þús. kr. Gísli, Eiríkur og Helgi!! - en seljast í sitthvoru lagi. Þrjár góðar og ódýrar Komatsu PC200-1, árgerð 1982 , verð 1,650,000 kr. án. VSK. Komatsu PC220-1, árgerð 1982, verð 1,700,000 kr. án. VSK. Komatsu PC300-1, árgerð 1982, verð 1,700,000 kr. án VSK. Upplýsingar fást hjá Kraftvélum ehf. Sími: 535-3500 Veröhrun il gærum og viöbrögð við bvf Til að freista þess að tryggja bændum eitthvert verð fyrir lambsgærur í haust hafa forsvars- menn bænda reynt að leita úrlausna á aðsteðjandi vanda. Skinnaiðnaður hf. mun væntan- lega kaupa verulegan hluta þeirra gæra sem til falla við slátrun í haust og salta þær í sláturtíð. Verð til sláturleyfishafa og bænda mun ekki liggja fyrir fyrr en í fyrsta lagi í nóvember nk. Vonir standa til að það geti hugsanlega orðið á bilinu 50-100 krónur pr. stk. Afganginn af þeim gærum sem til falla við slátrun í haust (200.000 - 300.000 stk.) munu sláturleyfishafar taka til verkunar og salta sjálfir. Þeir munu hafa gærumar í umboðssölu og lokauppgjör mun ráðast af endanlegu markaðsverði. Það lýtur því út fyrir að í raun muni allar gæmr verða í umboðssölu, a.m.k. fram í nóvember. Ákvörðun mun verða tekin síðar um frekari vinnslu á gæmnum. Skinnaiðnaður hf. og Kjötumboðið em að leita eftir möguleikum á útflutningi á allt að 200.000 gæmm og kanna hvaða verð geti fengist fyrir þær. Samkomulag hefur tekist við ríkið um tilfærslu fjármuna innan sauðfjársamnings, af uppkaupalið samningsins, þess efnis að bændum verður tryggð 100 króna uppbót fyrir hverja gallalausa lambsgæru sem til fellur við slátrun í haust, þ.e. komi lambið órúið í sláturhús. Við þær aðstæður á gæm- markaði sem við blasa nú í haust, þ.e. að enginn kaupandi finnist á gæmnum sem vill borga neitt að ráði fyrir þær, má ætla að ein- hverjir bændur kunni að sjá sér hag í því að rýja sláturlömb. Slfkt mun þó aðeins leiða til tjóns fyrir sauðfjárbændur í heild þar sem ullamiðurgreiðslur frá ríkinu em ákveðin föst upphæð fyrir árið í ár og komandi ár. Þar sem heildar- upphæðin er föst þá lækka niður- greiðslumar á hvert kíló ullar ef ullarinnlegg eykst, auk þess sem heimsmarkaðsverð á ull er mjög lágt um þessar mundir. Þannig væm þeir sem myndu rýja slátur- lömb ekki í raun að skapa aukin verðmæti, heldur einungis að auka hlutdeild sína í opinberum stuðn- ingi á kostnað annarra. Auk þess þykir óæskilegt, með tilliti til verk- unar og vinnulags í sláturhúsum, að fá nýrúin lömb til slátmnar. Frá dýravemdunarsjónarmiði er mjög óæskilegt að flytja nýrúin lömb í sláturhús, íyrst og fremst vegna hættu á ofkælingu. Fram hefur komið að yfirdýralæknir lýtur það alvarlegum augum og mælir ein- dregið gegn því að bændur rýi slátur- lömbin. Síðast en ekki síst er mikil hætta á að ofkæling á lömbum fyrir slátmn eyðileggi kjötið. Ofkælingin getur orsakað streitueinkenni sem valda því að kjötið verður seigt og þar með óhæft til sölu. Tæplega verður sátt um sauðfjárframleiðsluna nema saman fari hagsmunir einstakra fram- leiðenda og heildarinnar. Hagnað- ur einstakra framleiðenda á kostn- að annarra skapar vandamál og veldur deilum. Framleiðsluráð landbúnaðarins mun krefja sláturleyfishafa um að skila skýrslu eftir lok sláturtíðar, sem greinir eftir einstökum inn- leggjendum, hvort og hversu mörg rúin lömb þeir hafi lagt inn í sláturhús. Uppbót verður ekki greidd á rúnar gæmr, eins og komið hefur fram. Auk þess hafa Bændasamtök Islands og Lands- samtök sauðfjárbænda lagt það til við landbúnaðarráðherra að fyrir hvert rúið lamb, sem bóndi leggur inn til slátrunar í haust, verði dregið af uppgjöri við hann fyrir næsta(u) ullarinnlegg upphæð sem svarar til u.þ.b. niðurgreiðslu á ull af einu lambi. Þessi frádráttur gæti numið allt að 500 kr. pr. lamb. Rétt er að taka það fram í lokin að hafi lengd ullar náð a.m.k. 2 cm jafnt yfir alla gæmna, þá teljast gæmr af lömbum sem koma til slátmnar eftir 1. nóvember gallalausar, þrátt fyrir að lömbin hafi verið rúin fyrr um haustið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.