Bændablaðið - 31.08.1999, Page 18

Bændablaðið - 31.08.1999, Page 18
aiGAjqAartas i»i 18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 31. ágúst 1999 NBCIiiiiiliiriiiii é Miirsyri IjaUi am fíþjóáaviðsliiplaslBlssBH s Aaðalfundi NBC (Samtök bænda á Norðurlöndunum) á Akureyri 4. -5. ágúst var fjallað um komandi viðræður innan WTO um landbúnaðarmál. Til fundarins komu þeir Paul Shanahan frá WTO, Rudolf Strohmeier frá ESB og Pekka Hutaniemi ambassador Finn- lands hjá WTO til að fjalla um líklegar áherslur í næstu viðræðum, sem hefjast formlega í Seattle í BNA í haust (Millennium-Round). Ilandbúnaðarhluta viðræðnanna verður annars vegar tekist á um viðskiptaleg málefni (t.d. útflutningsbætur, niðurgreidd afurðalán, tolla og framleiðslustyrki) og hins vegar önnur atriði sem ekki teljast viðskiptalegs eðlis. Hvað þann málaflokk áhrærir töldu þeir að mest yrði rætt um fjölþætt hlutverk landbúnaðar, öryggi matvæla, erfða- breyttar lífverur og aðbúnað húsdýra. Hvað hugtakið „fjölþætt hlutverk“ landbúnaðar varðar þá er ekki fyrirliggjandi ein skilgreining á því. Sú hugmyndafræði að hlutverk landbúnaður sé öðrum þræði að framleiða „almanna gæði“ (public goods) þ.e. gæði sem hafa samfélagslegt verðmæti en verða ekki seld einstökum neytendum, á víðtækan stuðning meðal ríkra þjóða sem jafnframt eru matvælainnflytjendur. Matvæla útflytjend- ur líta hins vegar á þetta með nokkurri tortryggni og telja þarna komna afsökun fyrir sérstakri meðhöndlun á landbúnaðarvörum þegar kemur að mótun á reglum um alþjóðaviðskipti. Shanahan, fulltrúi WTO á fundinum, sagði að núgildandi samningur byði upp á verulegt svigrúm fyrir einstakar aðildarþjóðir til að styðja við land- búnað á þessum forsendum, í gegnum hið svokallaða „græna box“. Engu að síður er útlit fyrir að lönd eins og Sviss, Noregur og ESB muni fylgja eftir kröfum um að þetta fá umfjöllun í næstu WTO við- ræðum. Erfðabreyttar lífverur eru stórmál. Mikill munur er á viðhorfum m.a. eftir menningarheimum. Yestan Atlantshafsins er ræktun á erfðabreyttu soyja, baðmull og ýmsum korntegundum orðin út- breidd, á meðan íhaldssamari viðhorf hafa orðið ofaná innan ESB. Mat á áhættu af þeim er t.d. mjög mismunandi milli menningar- heima. Mikilvægi þeirra í að auka fæðuframboð handa ört vaxandi mannkyni virðist óumdeilt en engu að síður voru fundarmenn sam- mála um þörf á öflugu eftirliti óháðra aðila til að tryggja að heilsa manna eða náttúran bíði ekki tjón af. Athyglisvert er að aðbúnaður húsdýra er orðið mál sem er hátt skrifað á listann um yfir þau atriði sem rætt verður um í næstu WTO lotu a.m.k. af hálfu ESB. ESB hefur t.d. nýlega afgreitt nýjar reglur um aðbúnað búrhænsna. Fyrsta skrefíð er að rými pr. hænu á að auka um 22%. í ályktun landbúnaðarnefndar ESB frá júní sl. seg- ir síðan eitthvað á þá leið að „...tryggja þurfí jöfn samkeppnisskil- yrði milli framleiðenda innan ESB og í þriðja Iandi“. Sitthvað fleira myndi síðan skilja þessar viðræður frá hinum fyrri í ýmsu tilliti. Þar er fyrst til að taka að í síðustu viðræðum fór mik- ill tími í að móta reglur um hvernig stuðningur var mældur og flokk- aður. Annað sem mun skipta máli er að þróunarríkjum hefur fjölgað mjög í hópi aðildarþjóða WTO og áhrifa þeirra mun því væntanlega gæta enn frekar í næstu samningalotu. Einnig er almenningur betur upplýstur en fyrr og ýmis hagsmunasamtök munu hafa sig enn meira í fram en áður, þegar samningar á vegum GATT fóru að miklu leyti frammi utan kastljóss fjölmiðla. Líklegt er talið að stefnt verði að því að ljúka næstu viðræðum á 3 árum en ekki er frágengið hversu um- fangsmiklar þær verða m.t.t. fjölda þeirra málaflokka sem teknir verða fyrir. Viröisaukaskattur á matvörum í ýmsum löndum Heimild: Landbrukssamvirkets Felleskontor, Noregi I IKindakjöt I ISvínakjöt ■ Nautakjöt I I Alifuglakjöt ■Hrossakjöt Kjötsala 1988 -1998 Síðustu 10 ár hefur árleg kjötsala vaxið úr ríflega 16 þúsund tonnum í ríflega 18 þúsund tonn sé miðað við sölutölur eftir fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs. Samhliða hafa orðið miklar breytingar á samsetningu kjöt- markaðarins. Hlutur kindakjöts hefur lækkað úr því að vera 52% markaðarins í ríflega 37% um mitt ár 1999. A sama tíma hefur hlutdeild svínakjöts vaxið úr 15% í 23% og hlutdeild alifuglakjöts hefur vaxið úr rúmum 8% í tæp 17% um mitt ár 1999. Hlutur nautakjöts í heildarmarkaði hefur hins vegar haldist nokkuð stöðugur, eða rúmlega 20%. Itfíf S Útgjöld til matvœlakaupa samkvœmt vísitölu neysluverðs í ágúst 1999 § Matur og drykkjarvörur:17,0% § - Þar af matur: 15,0% § - Þar af innlendar búvörur án grænmetis: 6,5% § - Þar af grænmeti: 1,1% § Veitingahúsaliður: 4,9% § Matur, drykkjarvörur og veitingar, samtals 21,9% Útgjöld til matvælakaupa, sem hlutfall af heildarútgjöldum, fara hraðlækkandi samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt vísitölu neysluverðs voru þau 15% í ágúst sl. en 15,2% í janúar. Innlendar búvörur án grænmetis eru nú aðeins 6,5% af útgjöldum en voru 6,9% í janúar. Veitingahúsaliður (veitingahús, skyndibitastaðir og kaffihús) eru 4,9% útgjaldanna. Markaðsmál Erna Bjarnadóttir Danmörk 25% Noregur 23% Finland 17% ( ísland 14% Svíþjóð 12% , HUgg ( |H Austurríki 10% Grikkland 8% Þýskaland 7% Holland 6% ■ BH Belgía 6% Frakkland 5.5% . Sfl ■■'.--"$3 Portúgal 5% Japan 5% ,;jm Italía 4% á „nauösynjum“ (brauð, mjólk, mjöl o.s.frv.) annars 10% Spánn 3-7% breytilegt eftir "mikilvægi" sem næringar Lúxemborg 3% Sviss 2% írland 0% Stóra-Bretland 0% en 17,5% á lúxusmatvörum s,s. kexi, súkkulaði, katti, te o.s.frv. Kanada 0% USA 0% 8 7 6 5 % 4 3 2 1 0 Af heildarútgjöldum ■ Af vergri landsframleiðslu IH m id t 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Ríkisútgjöld til landbúnaðar Stuðningur við landbúnað á Islandi hefur farið hratt lækkandi undanfarin ár. Þetta sýna tölur frá Þjóðhagsstofnun svo ekki verður um villst. Sem hlutfall af heildarútgjöldum hins opinbera (ríki og sveitarfélög) hafa þau lækkað úr ríflega 7% árið 1992 í 3,9% árið 1997. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þau einnig lækkað um ríflega 50%.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.