Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 2000 Islendingar í Mroddi í hönnun hnakka með loltpúðum „Ástund hefur nuhannað nýjan hnakk undir nafninu Ástund Royai Air sem er jafnframt fyrsti íslenski hnakkurinn sem er með loftpúðum.“ í frétta- tilkynningu sem Ástund hefur sent frá sér. „Þróun þessa hnakks hefur farið leynt og er hann með fyrstu hnökkum í heiminum með þessum búnaði. Ástund hefur fengið einkaumboð á íslandi fyrir þessa loftpúða frá breska hönnunar- fyrirtækinu Flair sem hefur þróað þessa tækni síðastliðin fimm ár. Markaðssetning og sala hefur farið fram úr björtustu vonum og er nú þegar kominn tveggja mánaða biðlisti eftir þessum hnakk. Ástund Royal Air mun valda byltingu í gerð hnakka. I stað ullar í undirdýnu eru notaðir fjórir loft- púðar, tveir að framan og tveir að aftan. Rannsóknir á þessum loft- púðum hafa leitt í ljós að loftið, umfram önnur efni í undirdýnum hnakka, dregur úr og jafnar þrýst- ing á bak hestsins og stækkar burðarflöt hnakksins þannig að þyngd knapans dreifist betur á bak hestsins. Loftið lagar sig fullkomlega að baki hestsins sem gerir það að verkum að vöðvar í baki hestsins og bak hestsins í heild getur unnið frjálsar og fjöðrun eykst. Loftið dregur úr höggum frá knapa t.d þegar riðið er á brokki eða stökki. Þá kemst knapinn nær hestinum og er þannig í betra sam- bandi við hann. Knapinn situr stöðugri í hnakknum og nær þann- ig meira jafnvægi sem hefur um leið jákvæð áhrif á jafnvægi hestsins. Hnakkurinn er byggður á nýtt virki sem er létt fjaðurvirki með mátulegum sveigjanleika. Það er úr sama efni og er í öllum Ástund- arhnökkunum. Nýir stuðningspúð- ar veita góðan stuðning við læri knapans og tryggja sem besta ásetu og um leið aukast mögu- leikar knapans til að hvetja með fótlegg. Gjarðamóttökin eru að- eins fjögur og eru ætluð fyrir eina stutta gjörð. Gyrðing hnakksins er mjög framarlega sem tryggir að hann situr einstaklega vel á hestinum. Ástund býr sig nú undir að geta boðið loftpúða í alla sína hnakka og vonast er til að geta boðið þá til afgreiðslu snemma í vor.“ (Fréttatilkynning). LeiOrétOng Tvær villur slæddust inn í ágæta grein eftir Þóru Þórarins- dóttur í síðasta blaði Annars vegar er talað um Hrauntungu í Gnúp- verjahreppi en á að vera Hamars- heiði. Þá er nefndur Einar Ágústs- son en á að vera Einar Arnórsson. Milligerði Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Nýtlfomt tyrir kúabændur Á þriðja tug bænda hafa nýlega fengið forritið ÍSKÝR til prófunar og verður forritið í próf- un hjá þeim í um mánaðartíma. Að sögn heimildarmanns blaðsins er gert ráð fyrir að forritið komi í almenna sölu í mars mánuði. Sömu heimildir herma að ÍSKÝR sé sérlega einfalt og auðvelt í notkun. Aðalvalmyndin er þannig uppbyggð að bóndinn fær yfirlit yfir allan kúastofninn á búinu. Yfirlitinu er skipt niður í sex flokka: kvígur, kálflausar, fengn- ar, mjólkandi og naut. Frá þessu yfirliti er hægt að skrá þær upp- lýsingar sem þarf að skrá hverju sinni. Ef þeir hafa verið þátttak- endur í skýrsluhaldi BÍ fylgja með upplýsingar um kúastofninn o.fl. Bændur munu skrá mjólk- urskýrslur beint inn í forritið og senda Bændasamtökunum beint í gegnum Intemetið. Allur gagna- fiutningur fer í gegnum Intemetið sem gerir hann eins þægilegan og kostur er. Hægt er að panta ISKU beint af Intemetinu á vefsíðu íslensks landbúnaðar www.bondi.is. Bændablaðið mun greina nánar frá forritinu síðar. Fjögurra ára tilraun meö raflýsingu í ylrækt er nú lokiö Raflýsing hefur gert gæfumuninn í að auka neyslu íslensks grænmefls Árni Johnsen alþingismaður gæðir sér á íslenskum banana í Eden. Þessir bananar hafa verið ræktaðir við raflýsingu hjá Braga Einarssyni í Eden um nokkurt skeið og þykja mjög bragðgóðir.________________________ Tilraunarverkefni með raflýs- ingu í ylrækt, sem staðið hefur yfir í rúm fimm ár, er nú lokið. Garðar R. Ámason garðyrkjuráðunautur BÍ hafði yfimmsjón með verk- efninu en auk hans sáu Helgi Jóhannesson, garðyrkjubóndi að Garði, og Magnús Ágústsson, yl- ræktarráðunautur BI, um tilraun- imar. Almenn ánægja hefur ríkt með niðurstöðumar og þær þykja sýna mikilvægi raflýsingar fyrir þessa grein. Alls voru gerðar sex tilraunir með raflýsingu hjá garðyrkju- bændum og verður hér gerð grein fyrir þeim í stuttu máli. Að garðyrkjustöðinni Melum í Hrunamannahreppi var gerð til- raun með vetrarræktun tómata. Sáningu var flýtt um tvo mánuði og útplöntun sömuleiðis. Niður- stöður leiddu í ljós að uppskeran var nánast sú sama í raflýstri ræktun og í hefðbundinni ræktun og gæðin voru fyllilega sambæri- leg. Með raflýsingu var hægt að lengja uppskemtímann þannig að hægt var að bjóða upp á íslenska tómata frá miðjum janúar til loka október. Á Garðyrkjustöðinni Böð- móðsstöðum í Laugardalshreppi vom reyndar nýjar aðferðir við vetrarræktun rósa til afskurðar. Borin var saman hefðbundin raf- lýsing og lýsing þar sem lýst er með auknu afli í 10 klst. að nóttu og með hálfu afli í tvisvar sinnum 4 klst. Ekki reyndist marktækur munur á uppskem með þessum tveimur aðferðum. Plöntumar uxu hins vegar betur undir rafljósi en dagsbirtu auk þess sem blómin vom betri síðla vetrar en á öðmm árstímum. Tilraun var gerð í ræktun geislafífils með raflýsingu að Garðyrkjustöðinni Espiflöt ehf. I ljós kom að uppskeran er meiri ef raflýsingartíminn er styttur en meira ljós notað í staðinn. Á sama stað var einnig reynt að rækta silkivönd með raflýsingu. Þar var mismunandi mikil lýsing reynd og kom þá í ljós að aukin lýsing skil- aði bæði meiri uppskem og betri blómum. Á garðyrkjustöð Óttars Ægis Baldurssonar í Hveragerði var gerð tilraun með vaxtarlýsingu gúrkna. Þar komu sterkar vísbend- ingar fram um að heildarbirtan skipti meira máli en lengd lýsing- artímans. Það er því hægt að ná svipuðum árangri með stuttum lýsingartíma og löngum á meðan heildarbirtan er næg. Að lokum var gerð tilraun með vetrarræktun jarðaberja að garð- yrkjustöðinni að Jörfa í Hmna- mannahreppi. Uppskeran hófst um miðjan nóvember en var með minna móti. Tilraunin gekk þó vel og er stefnt að því að ná frekari tökum á þessari ræktun. Kjartan Ólafsson formaður Sambands garðyrkjubænda, telur að þetta verkefni sýni enn betur en áður fram á aukið mikilvægi raflýsingar í garðyrkju og knýi frekar á helsta baráttumál garð- yrkjubænda, þ.e. lækkun raforku- verðs. "Sem dæmi má nefna að frá árinu 1995 hefur neysla á íslensk- um gúrkum tvöfaldast þrátt fyrir erlenda samkeppni. Gúrkur eru meira að segja fluttar inn tollfrjálst hluta úr ári. Þessi neysluaukning er fyrst og fremst raflýsingu að þakka." Kjartan bendir einnig á mikil- vægi raflýsingar í atvinnu. "Nú skapar íslensk garðyrkja um 1.500 störf og það lætur nærri að 10% þerra starfa séu vegna raflýsingar." Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segist binda miklar vonir við þessa vinnu. "Garðyrkjan er í raun stóriðja neytenda. Garðyrkju- bændur hafa náð verulegum árangri og eiga eftir að stækka hér innanlands auk þess sem mögu- leiki er á að gera þetta að útflutn- ingsgrein ef vel er staðið að verki." Guðni lagði áherslu á að fram- sæknu markaðsstarfi í garðyrkj- unni verði haldið áfram. Hann sagði að vissulega kæmi það til greina að lækka raforkuverð til þeirra. "Greinin hefur neytendur með sér og það mun koma þeim til góða," segir hann. Stjórn Fjallelambs ályktar um áburOarmál Stjórn Fjallalambs h/f á Kópa- skeri samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 13.janúar síðastliðnum; „Stjóm Fjallalambs hvetur bændur til að halda sínum áburð- arviðskiptum hjá Áburðarverk- smiðjunni svo sem verið hefur undanfarin ár. Stjómin telur það afar óheppilegt ef íslenskir bænd- ur, sem eiga mikið undir því að menn standi vörð um innlenda framleiðslu, beiti sér fyrir inn- flutningi á aðföngum til land- búnaðar í stómm stíl í beinni sam- keppni við innlenda hágæðafram- leiðslu.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.