Bændablaðið - 01.02.2000, Side 11

Bændablaðið - 01.02.2000, Side 11
Þriðjudagur 1. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 Rit um íslenskar Nýlega kom út ritið Nytjaplönt- ur á íslandi 2000. í ritinu eru skráðar tegundir og yrki, sem mælt er með til ræktunar á Islandi í landbúnaði, upp- græðslu og garðyrkju, þ.m.t. grasflatir. Að útgáfunni standa auk Rannsókna- stofnunar land- búnaðarins, Bændasamtök Is- lands, Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri og Garðyrkjuskóli ríkisins. Ritið kemur út árlega í byrjun árs og ritstjóri er Áslaug Helgadóttir. Hefti af þessu tagi hafa komið út síðan í árslok 1994 og gilti fyrir árið 1995. Það hefur síðan komið á hverju ári. Ritið, sem er prentað í 7000 eintökum, er sent til allra þeirra sem fá fjölrit RALA, fræsöluaðila, yrkiseigenda, garðplöntuframleið- enda, áskrifenda að Garðyrkju- fréttum Garðyrkjuskóla ríkisins, og annarra sem stunda ræktun í stórum stfl. Áslaug sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að tilgangurinn með útgáfunni væri að skrá allar tegundir og yrki þeirra sem sér- fræðingar RALA mæla með til ræktunar á Islandi í landbúnaði, uppgræðslu og garðyrkju, þ.m.t. grasflatir. Þetta er fyrst og fremst leiðbeinandi listi bæði fyrir fræi- nnflytjendur og notendur. Yrki eru tekin inn á lista eftir ítarlegar prófanir hérlendis." Breytist það ár frá ári? „Já, listinn breytist eftir því sem ný yrki korna á markað og önnur hverfa af markaði. Breyt- ingar eru þó ekki miklar milli ára,“ sagði Áslaug. Ný dráttarvél á íslandi Þann 15. janúar sl. var undirritaður umboðssamningur milli ítalska dráttarvélaframleiðandans Landini s.p.a. og G. Skaptasonar & co. Landini verksmiðjan var stofnuð 1887 og hóf framieiðslu dráttarvéla árið 1924. Nú er Landini fimmsti stærsti dráttarvélaframleiðandi heims. Fyrsta sending af þessum dráttarvélum er væntanleg til íslands í lok febrúar. Á myndinni má sjá Garðar Skaptason, Lorenzo Goldoni, Þorfinn Júlíusson og Erling Andersen. Stálgrindarhús Bjóðum á hagstæðu verði stálgrindarhús frá Finnlandi. Húsin henta m.a. vel sem hlöður, gripahús, vélageymslur, reiðhallir og iðnaðarhúsnæði. Húsin fást í breiddum frá 6,0 m til 30,0 m. Lengdir og vegghæðir eftir óskum kaupenda. Umboð/sala: Weckman H. Hauksson hf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880 Verðdæmi: (gengi í janúar 2000) Stærð: 11,2 x 20,4 = 228 m2. Verð frá kr. 1.550.000 með VSK. Stærð: 14,2 x 20,4 = 290 m2. Verð frá kr. 1.880.000 með VSK. Stærð: 16,3 x 29,0 = 472 m2. Verð frá kr. 2.970.000 með VSK. Stærð: 20,3 x 40,4 = 820 m2. Verð frá kr. 5.200.000 með VSK. Ath. að ofangreind hús eru aðeins tekin sem dæmi. Aðrar stærðir fáanlegar. mikið af sníkjudýrum var í fuglunum eða yfir 40 tegundir. Flest þeirra berast ofan í fuglana með fæðunni en æðarfuglar éta mikið af skeldýrum og krabbadýrum. í þeim eru lirfur sníkjudýra sem verða síðan kynþroska í æðarfuglinum. Fæðuval fuglanna var einnig kannað. „Við náðum að greina 36 mismunandi tegundir fæðu í fuglunum. Þeir fóru m.a. að útrásum holræsa og við fundum ýmislegt þaðan, svo sem gular baunir, grænar baunir og annað sem kom upphaflega frá mann- fólkinu. Afleiðing þess að nærast við útrásir skolpræsa er salmonellusýking sem við fundum í nokkrum fuglum." Karl segir að þetta sé í raun það eina sem þeir hafa fundið í þessari rannsókn sem snertir heilbrigði mannsins. „Það segir sig sjálft að ákveðin sýkingarhætta stafar af fuglunt með salmo- nellusýkingu fyrir þá sem komast í snertingu við saur fuglanna, t.d. á varptíma, þar sem eggin eru oft menguð af saur frá æðar- kollunni.“ í Rannsóknir á heilbrigði æðarfugla hér v[ð land: Stofn æðarfugla er að meshi leyfi heilbrigfiur í nokkur ár hafa farið frarn rannsóknir á hcilbrigði æðarfugla hér við strendur Islands á vegum Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum. Tekin voru sýni úr fuglum sem skotnir voru á Skerjalirði og þeir meðal annars skoðaðir með tiliiti til sníkjudýra og óæskilegra efna sem þeir kunna að inni- halda. Rannsókn þessa má rekja til þess þegar upp kom grútarmengun á Húnaflóa 1992. Nokkrir af fuglunum sem lentu í henni komu til rannsóknar að Keldum og þegar farið var að skoða þá kom í ljós að menn vissu mjög lítið um heilbrigði æðarfugls á íslandi. Þá var ákveðið að skipuleggja rannsókn sem kannaði heilbrigðisástand æðarfuglastofns- ins. Myndaður var starfshópur um rannsókn- ina og hann skipuðu Karl Skímisson dýra- fræðingur á Keldum, Arnór Þórir Sigfússon sem vann þá hjá Veiðistjóraembættinu en er nú hjá Náttúrufræðistofnun íslands og Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum. Leyfi fékkst hjá umhverfisráðuneytinu til að drepa 80 æðarfugla á Skerjafirði, 40 steggi og 40 kollur, og voru þeir veiddir á fjórum mismunandi árstímum, þ.e. að vetri til, rétt fyrir varp, að lokinni álegu og um haustið (í febrúar, maí, júní og nóventber). 20 fuglar voru skotnir í hvert sinn, 10 kollur og 10 steggir. Karl Skírmsson se^ir meðal hafi ljós, að var rannsókninni kom einnig í Ijós að varptíminn gengur mjög nærri kollunum. Þær yfirgefa ekki hreiðrin allan varptímann og léttast því mikið. Þetta skiptir máli þegar styrkur þrávirkra mengunarefna í æðarfugl- inum er skoðaður. Hann snarhækkaði þegar engin fita var eftir í fuglunum þar sem efnin sem voru áður bundin í fitunni fóru út í blóðrás þegar fitan var uppurin og farið að ganga á vöðva fuglanna. Karl telur líklegt að þessi styrkur hafi verið það mikill að hann hafi verið nálægt því að valda eitrunaráhr- ifum. Karl segir, að öðru leyti séu fuglarnir heilbrigðir og lítið hafi verið um áverka á þeim. Hann segir þessar niðurstöður litlu breyta um hvemig æðarbændur nýta afurðir fuglsins nema þá helst að vara sig á fuglurn úr þéttbýli sem gætu hafa sýkst af bakteríum úr holræsum. Karl segir að æðarbændur hafi vitneskju um þessar rannsóknir og sumir þeirra hafa beðið starfsmenn á Keldum um að leita or- saka ungadauða sem stundum verður vart við. Sem dæmi um það nefnir Karl atbugun á ungum úr varpi við bæinn Litlu-Eyri vi’ Bfldudal. „Þar fóru ungar að drepast í stórum stíl fyrir nokkram árum og ástæðan fyrir því var sníkjudýr sem olli bráðri nýrnabilun unganna. Sníkjudýrin mögnuðust svona upp vegna þess að ungamir sultu því þeir höfðu ekki haft aðgang að litlum marflóm sem er aðalfæða þeirra eftir að þeir skríða úr eggjunum. Marflæmar voru ekki til staðar vegna þess að um nokkra vikna skeið áður en ungarnir yfirgáfu varpið hafði Vega- gerðin verið að þvo möl í á við botn fjarðarins sem bærinn stendur við, og við það fór mikið af aur og fínum svifefnum út í fjörðinn. Þetta spillti töluvert lífríki innsta hluta tjarðarins með ofangreindum afleið- singum.“

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.