Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 2000 AOalfundup LS beindi því fil Fagnáfis í saufiljárpækt afi úfiæpa nýtt gæfia- siýpingapkepfi í sauOfiápfpamleifislu Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, setti fundinn og sagði m.a. að fundurinn stæði frammi fyrir tillögugerð um það hvert skuli stefna í íslenskri sauðfjárrækt. Hann spurði í ræðu sinni hvort ætlunin væri að „gefa þeirri þróun lausan taum sem er á fullri ferð í öðrum búgreinum? Viljum við sjá tvö-þrjú stórbú í hverri sauðfjárræktarsveit eða ætlum við að llytja sauðfjár- framleiðsluna á örfá afmörkuð svæði eins og aðra kjötfram- leiðslu í landinu?“ Aðalsteinn sagði að fyrir fundinum lægju tillögur frá Byggðastofnun og Lífskjaranefnd uin framtíðar- lausn á vanda sauðfjárræktar- innar. Þessir aðilar hefðu báðir skilað skyrslu frá síðasta aðal- fundi LS. í báðum þessum skýrslum væri vikið mjög að vanda sauðfjárræktar á Islandi, þ.e. tekjuleysi eigenda búanna, auk þess sem skilgreint væri ná- kvæmlega hversu rnjög hefur dregið úr opinberum framlögum til landbúnaðar hér á landi sí- asta áratug, á sama tíma og launaskrið liefur verið afar mikið hjá öðrum þegnum samfé- lagsins og ckki hefur dregið jafn- hratt úr stuðningi til landbúnað- ar í nágrannaríkjum okkar. Guðni Agústsson landbúnað- arráðherra ávarpaði fundinn og sagði nýjan sauðfjársamning í vinnslu og kvaðst hann því ekki geta rætt hann efnislega á þessum fundi. Ráðuneytismenn væru sam- mála um að ljúka þurfi samninga- gerð sem fyrst. I ræðu ráðherra kom fram að hann teldi sauðfjár- ræktina grundvöll byggðar víða um land. Afkoma sauðfjárbænda væri óásættanleg en þó nokkuð mismunandi milli bænda. Þá sagði Guðni að gæðastýring væri grund- völlur framfara og afkomubaráttu í framtíðinni. Þegar rætt var um drög að nýjum sauðfjársamningi gerði Ari Teitsson grein fyrir því vegarnesti sem samninganefndin fékk frá aðalfundi LS á Sauðárkróki sl. ár. Ari sagði að nú væri stefnt að sjö ára samningstíma og farið er fram á aukinn stuðning frá því sem nú er. Þá verði ullarniðurgreiðslur nánast í óbreyttri mynd svo og vaxta- og geymslugjald. Hann gerði grein fyrir afgreiðslu Bún- aðarþings 1999 á tillögum aðal- fundar LS frá 1998. Ari sagði nokkuð gott sam- komulag ríkja um að tryggja þyrfti framtíð greinarinnar. Þar með þyrfti að tryggja viðunandi tekjur sauðfjárbænda, en það verði að gera með faglegri þróun í bú- rekstri, þróun í búskaparháttum og vöruþróun. Leiða megi líkur að því að bæta megi rekstur víða og fram- leiða enn betri vöru en nú er. Auka þurfi áætlanagerð. Greininni er nauðsyn að viðhalda markaðnum í landinu. Ari sagði að tryggja þyrfti þjóðarsátt um greinina og inn í þá þjóðarsátt fléttuðust málefni sem lúta að landnýtingu og landvörslu. Bændur þyrftu að vera gæslumenn landsins og ná sátt um greiðslu fyrir það hlutverk. Hann ræddi um gæðastýringu en með henni er átt við einstaklingsmerkingu alls sauðfjár, viðurkennt kynbóta- og afurðaskýrsluhald á búunum og skráningu helstu þátta í meðferðar- ferli fjárins allan ársins hring. Vottorð um fóðrun og ástand bú- fjár við vorskoðun. Lyfjagjöf verði skráð, áburðaráætlanir verði gerðar og öll notkun áburðar verði skráð á grundvelli túnkorta. Einnig verði uppskera og nýting hennar skráð. Loks verði landnýting skráð og mat gert á ástandi afrétta og heimalands. Ari sagði að framlagðar hug- myndir um framleiðslutengingu beingreiðslna hefðu vakið ugg hjá fulltrúum ríkisins um framleiðslu- aukningu. Rætt hefur verið um að setja einhverja varnagla, t.d. þann að öll framleiðsluaukning býlis, umfram t.d. 3% á ári, fari í útflutn- ing, en á þessari hugmynd hafa fundist ýmsir vankantar sem skoða þyrfti betur. Aðalfundurinn gerði fjölmarg- ar samþykktir, en ekki unnt að gera grein fyrir þeim öllum hér. Ahugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu LS eða fara á heimasíðu Bændasamtakanna en þar er fundargerðin ásamt öllum tillögunum. Aðalfundurinn fjallaði um Umhverfissjónarmið í nýjum sauð- Ijársamningi og mælti með „eftir- farandi vinnutilhögun við mat á landnýtingu vegna gæðastýringar: Bóndi sem sækir um að fá gæðastýrða vottun á sauðljárfram- leiðslu sína þarf að sýna fram á að á beitilandi því er sauðféð gengur sé gróður í jafnvægi eða framför. Til að sýna fram á að beitiland sé nóg og búfé sem á því gengur raski ekki eðlilegu jafnvægi í gróð- urfari, skal bóndi leggja fram til- tæk gögn, svo sem gróðurfarslega úttekt eða vottorð þar til bærra aðila. Sé um afrétti eða annað sam- eiginlegt beitiland að ræða skulu þeir er það nýta, sveitarstjórn, af- réttarmálafélag eða annar aðili, sem hefur umsjón með nýtingu beitilandsins, leggja fram greinar- gerð um beitarþol landsins og hlut- deild hvers bónda í nýtingu þess. Þar sem umbóta er þörf getur bóndi, eða samtök um sameigin- legt beitiland, gert áætlun, stað- festa af viðurkenndum aðila, sem miðar að því að bæta gróðurfars- legt ástand beitilandsins, og getur hann þá fengið gæðastýrða vottun þegar framkvæmd þeirrar áætlunar er hafin. Sérstök úrskuðarnefnd í hverju héraði, skipuð fulltrúum félaga- samtaka bænda, Landgræðslu rík- isins og búfjáreftirlits þúnaðarsam- bands skal úrskurða hverja um- sókn. Vilji bóndi ekki una úrskurði nefndarinnar getur hann skotið honum til landsúrskurðamefndar. Lögð er áhersla á að bændur beri ekki kostnað af þessari fram- kvæmd og að þeir fái aðstoð við umbætur, þar sem þeirra er þörf. Af öðrum samþykktum má m.a. nefna atkvæðagreiðslu bænda vegna nýs sauðfjársamnings. Allsherjar- og félagsmálanefnd vísaði til samþykkis aðalfundar LS frá Sauðárkróki 1998, um hvaða reglur skuli gilda við atkvæða- greiðslu um væntanlegan búvöru- samning, og vill að sú samþykkt standi óbreytt en hún var svo- hljóðandi: Aðalfundur LS haldinn á Sauð- Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbœnda árkróki, dagana 17. - 18. ágúst 1998, samþykkir að svohljóðandi reglur gildi við atkvæðagreiðslu meðal sauðfjárbænda sem væntan- lega verður efnt til vegna næsta samnings um framleiðslu sauðfjár- afurða: Atkvæðisrétt skulu hafa allir skráðir félagar í Bændasamtökum Islands, hvaða aðildarfélagi sem þeir tilheyra, að því tilskildu að þeir reki sauðfjárþú á lögbýli og eigi a.m.k. 50 kindur á vetrar- fóðrum. Þá leggur nefndin til að at- kvæðagreiðsla verði skrifleg og at- kvæðaseðill sendur hverjum og einum í pósti. Stjóm LS skal láta gera kjörskrá vegna kosninganna í samráði við BI. Nefndin telur að vel geti farið saman að greiða atkvæði um verkaskiptasamning BI og LS og nýjan sauðfjársamning. Gœðastýring Aðalfundurinn beindi því til Fagráðs í sauðfjárrækt að útfæra nýtt gæðastýringarkerfi í sauðfjár- framleiðslu á grundvelli eftirfar- andi þátta. Þessa vinnu á að gera í samráði við samninganefnd um nýjan sauðfjársamning. Einstaklingsmerking alls sauðfjár Hér er átt við að allt fullorðið fé sé auðkennt með litar, bæjar og sveitarfélagsmerkingu auk ein- staklingsnúmers fyrir hverja á og annað ásett fé. Öll lömb séu með marki býlisins auk einstaklings- númers. Viðurkennt kynbóta og afurðaskýrslulnald á búinu Hér er átt við að skýrsluhald búsins sé þannig upp sett að það geti verið grunnur að ræktunar- starfi innan bús, bæði að því er varðar afurðasemi og kjötgæði. Auk þess skili skýrsluhaldið upp- lýsinum um heildarafurðir búsins. Skráning helstu þátta í með- ferðarferli fjárins. ( smölun, haust- beit, húsvist, rúningur, vorbeit, flutningur, sleppt á fjall o.s.frv.) Hér er gert ráð fyrir að hægt sé að rekja hvernig staðið hefur verið að umönnun og vörslu fjárins allan ársins hring. Vottorð um fóðrun og ástand við vorskoðun. Hér er gert ráð fyrir að forða- gæslan framkvæmi það sem í raun hefur átt að gerast á hverju vori en víða misbrestur á að framkvæmt væri. Skráning á lyfjagjöf Hér er átt við að skráð sé lyfja- notkun þannig að unnt sé að sýna fram á hvaða einstaklingar hafa fengið hvaða lyf og jafnframt að sú skráning sé í samræmi við afhent lyf eða notuð af dýralækni. Gerð áburðaráætlunar og öll áburðargjöf skráð á grundvelli tún- korta. Uppskerumagn og nýting skráð. Gert er ráð fyrir að hægt sé að sjá áburðarnotkun og uppskeru hverrar túnspildu og fá þannig yfirlit yfir alla jarðrækt búsins. Skráning á fóðurefnum og fóðrun. Reiknað er með að skráð sé magn og notkunartími alls kjarn- fóðurs og steinefna, en einnig sé skráð heygjöf svo rekja megi allan fóðrunarferilinn. Upplýsingum um stærð gæði og nýtingu beitilands aflað, þær metnar og skráðar. Staðfest að nægilegt beitiland sé tiltækt fyrir allt búfé á býlinu. Snyrting kjötskrokka Aðalfundurinn fagnaði því átaki sem gert var sl. haust til að samræma kjötmat yfir allt landið. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á að því starfi verði haldið áfram svo matið verði sem jafnast í öllum sláturhúsum. Einnig beinir fundurinn því til kjötmatsformanns að gefnar verði út verklýsingar um snyrtingu og sundurhlutun, sbr. reglugerð nr. 484, frá 28. júlí 1998. Gœrumál Aðalfundurinn samþykkir að stefna beri að útflutningi á ein- hverjum hluta á óunnum gærum. Einnig verði þess gætt að gærur verði ávallt seldar þar sem mark- aðurinn býður best verð. Reglur varðandi lífrœna vottun Aðalfundurinn lagði til að fundið verði fjármagn til að styrkja bændur sem vilja og geta stundað lífrænt vottaða sauðfjárfram- leiðslu, enda sé þetta nýtt fjármagn inn í greinina. Nýr sauðfjársamningur Aðalfundurinn samþykkti að beina eftirfarandi áhersluatriðum til samninganefndar bænda um nýjan búvörusamning: 1. Fundurinn telur lífsnauðsyn- legt fyrir íslenska sauðfjárbændur að stóraukið fjármagn fáist til greinarinnar með nýjum búvöru- samningi, sbr. afkomu- og lífskjaranefndarskýrslu. 2. Fundurinn leggur áherslu á að nýr samningur verði a.m.k. til 7 ára, vísitölutryggður. 3. Fundurinn leggur áherslu á að um uppkaup ríkisins á bein- greiðslurétti verði að ræða. Upp- kaup geti hafist haustið 2000, keypt verði allt að 15% af heild- argreiðslumarki. 4. Lagt er til að þegar 15% markinu er náð, þó ekki seinna en árið 2004, verði heimil frjáls við- skipti með beingreiðslur milli bænda á lögbýlum. 5. Lagt er til að núverandi beingreiðslur haldist óbreyttar að því tilskildu að liður 1, hér að ofan, gangi eftir. 6. Viðbótarfjármagn í samn- ingi, þ.m.t. fjármagn sem inn kem- ur við uppkaup, verði nýtt til eftir- farandi: a) til jöfnunar mismunar á greiðslumarki og framleiðsluverð- mæti, m.v. framleiðslu tveggja af þremur síðustu ára. b) til gæðastýringar í sauðfjár- rækt og nýliðunar. c) Framleiðsluviðmiðun skv. lið a) verði endurreiknuð eftir 3 ár. Örmerkingar Aðalfundurinn samþykkti að fela stjórn LS að kanna framboð á örmerkingum í sauðfé og/eða láta hanna handhægar örmerkingar í fullorðið fé. Kynbótamat sauðfjár Aðalfundurinn beindi því til stjóma BI og LS, að sjá til þess að lokið ■ verði endurforritun afurða- bókhaldsins Fjárvísar fyrir árslok 2000. Séð verði til þess að í forritinu verði hægt að skrá ákveðin atriði varðandi gæðastýringu í sauð- fjárbúskap. Samfara þessu verkefni verði unnið að gerð nýs kynbótamats- kerfis fyrir sauðfé, þannig að þær upplýsingar sem nú þegar liggja fyr- ir um ræktun sauðljár nýtist hveij- um og einum ræktanda sem best. Lœkkun gjalda Aðalfundurinn samþykkir að beina því til stjómar Landssamtaka sauðíjárbænda að LS beiti sér fyrir því að bændum verði endurgreitt tryggingargjald að hluta og raforku- verð lækki til landbúnaðar. Þá skorar fundurinn á stjómvöld að leiðrétta nú þegar fasteignagjöld í dreifbýli þannig að þau verði lögð á raunvirði eigna. Kosningar Asbjöm Sigurgeirsson, fulltrúi Vestlendinga í stjóm samtakanna, hafði lokið setutíma í stjóm þeirra. Fram kom tillaga frá fulltrúum Vestlendinga um Hörð Hjartarson í Vífilsdal, sem aðalmann í stjóm og Sigurð Helgason, Hraunholtum, sem varamann hans, og töldust þeir því réttkjörnir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.