Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. apríl 2000 Hann Rúnar Þorkelsson mjólkurbílstjóri var að dæla mjólk á bænum Fit sem er undir Vestur-Eyjaföllum þegar Bændablaðið bar að garði. Rúnar nær líka í mjólk í Hraungerðis- og Sandvikurhrepp og hluta af Skeiðum. Aðspurður sagði Rúnar að færðin hefði verið ill í vetur og þó hefði Flóinn verið sínu verstur. Við hlið hans stendur Baldur Óskarsson, bóndi. Fimmtugasti árgangur Handbðkar bænda Ut er komin Handbók bænda fyrir árið 2000 sem er 50. árgangur ritsins. I tilefni af afmælinu var leitað víða fanga um efni með það að markmiði að birta sem heildstæðast leiðbeiningaefni fyrir íslenskan landbúnað. Má þar nefna efni um fóðrun allra helstu tegunda búfjár hér á landi sem og efni um kynbætur þeirra. Itarlegt efni er um beit nautgripa og smitsjúkdóma í sauðfé og fjölbreytt efni um jarðrækt, garðrækt, bútækni, hagfræði, auk ýmislegs annars efnis.Þá er í tilefni afmælisins dreift um bókina „þankakomum" um lífið og tilveruna, lesendum til gagns og gamans. Ritstjóri Handbókar bænda er Matthías Eggertsson. HANDBÓK BÆNDA 2000 50. árgangur Framhotsfreship Iramlengdur Þar sem aðeins einn kjörlisti hefur borist til Búnaðarþings þremur vikum fyrir aðalfund gaf stjórn Búnaðarsambandsins tve8Rja vikna frest til að fleiri kjörlistar geti borist í samræmi við 5. tl. 13. gr.í samþykktum Bændasamtaka íslands. Frestur- inn rennur út á morgun, 12. apríl. Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður í Leikskálum, Vík í Mýrdal þann 19. apríl n.k. og hefstkl. 10.30 f.h. Eftirfarandi listi hefur verið boðinn fram til Búnaðarþings: Sunnlenski bændalistinn l.Sveinn Ingvarsson, Reykja- hlíð, Skeiðahreppi 2. Sólrún Ólafsdóttir, Kirkju- bæjarklaustri II, Skaftárhreppi 3. Eggert Pálsson, Kirkjulæk II, Fljótshlíðarhreppi 4. Sigríður Jónsdóttir, Gýgjar- hólskoti, Biskupstungum 5. Bergur Pálsson, Hólmahjá- leigu, A-Landeyjahreppi 6. Guðni Einarsson, Þórisholti, Mýrdalshreppi 7. Jóhannes Sveinbjömsson, Heiðarbæ, Þingvallasveit 8. Anna Birna Þráinsdóttir, Varmahlíð, V-Eyjafjallahreppi 9. Aðalsteinn Sveinsson, Kols- holti, Villingaholtshreppi 10. Guðni Ragnarsson, Guðna- stöðum, A-Landeyjahreppi 11. Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum, Mýrdalshreppi 12. Hrafnkell Karlsson, Hrauni, Ölfusi Fyrirspurn um kostnað við fjarkennslu: Dæmi um að nemendur séu látnir borga fyrir fjarkennsluáfanga Svanfríður Jónasdóttir spurði fyrir skömmu mennt- amálaráðherra á Alþingi hvaða reglur giltu í framhaldsskólum um greiðslu kostnaðar við kaup á áföngum í fjarkennslu sem ekki er unnt að bjóða upp á í heimaskóla. Tilefni fyrirspurn- arinnar var að samkvæmt upplýsingum fyrirspyrjanda væru dæmi þess að nemendur væru látnir borga hluta eða all- an kostnað við fjarkennslu þrátt fyrir að kennslan ætti að vera nemendum að kostnaðarlausu samkvæmt lögum. I svari ráðherra kom fram að í reiknilíkani sé gert ráð fyrir að kostnaður við kaup á áföngum í fjarkennslu sé greiddur eins og greitt er fyrir aðra kennslu viðkomandi skóla. Gildi þá einu hvort áfanginn eða námið sé í boði heimaskóla eða ekki. Svanfríður segir að minni framhaldsskólar séu stundum í þeirri stöðu að geta ekki ráðið kennara til að kenna ákveðinn áfánga. í slíkum tilvikum sé það góður kostur að geta keypt áfang- ann í fjarkennslu. „Þessi kennsla á ekki að kosta nemandann neitt frekar en önnur kennsla. Ef skólamir eru að láta nemendur taka þátt í kostnaðinum við þetta er í raun verið að brjóta fram- haldsskólalögin.“ Svanfríður segir skólameistara hafa sagt í samtölum við hana að ef nemendur vilji flýta fyrir sér í námi sé eðlilegt að láta þá borga íjarkennsluáfanga. „Miðað við það sem gerist í öðmm skólum er Ííka rangt að láta nemendur greiða fyrir slíka áfanga því nemendur í litlu skólunum úti á landi eiga að sjálfsögðu að hafa sama rétt á að flýta fyrir sér í námi og nemendur í stóru skólunum." Svanfríður segir ástæðuna fyrir því að skólamir geri þetta eingöngu þá að þeir fái ekki nægt fjármagn til að standa undir þeirri kennslu sem þeim ber. „Það er þá mál sem fjárlaganefndin og ráðun- eytið verða í sameiningu að takast á við.“ Orflúraí haughús virðist geta sparað heilmikla vinnu Örflóra var fyrst sett í kálfaflór í Holtsseli fyrir um tveimur árum og virtist þá sem um áhugavert hjálparefni væri að ræða. Þegar þvegið var út úr flórnum eftir það var skíturinn það sundurlaus á því svæði sem örflórunni hafði verið hellt yfir, að hann rann fyrirstöðulaust út. Hinn hlut- inn sat eftir en venjulega fór allt úr flórnum í einum stump. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtsseli segir að þá hafi litlu magni (10 1) hellt yfir hauga sem stóðu eftir í húsinu aðal- lega undir geldneytum. Virtist það hafa þau áhrif að þegar farið var að hræra upp næst var mjög lítið mál að ná þessum haugum í sundur en það hafði áður ekki tekist nægi- lega. vel, þótt mikið hafi verið til þess reynt. í vor var svo 25 lítrum blandað saman við það sem var eftir í húsinu þegar hætt var að keyra. Sumu af því var reyndar hellt þar yfir sem haugamyndun var venjulega vand- amál. Af því virtist vera mjög góður árangur. Þannig náðist meiri árangur við hræringu undir geldneytunum á tveimur tímum í haust en tveimur dögum fyrir ári. Þó var nánast engu vatni bætt í haughúsið nú, en venjan hefur verið sú að það hefur runnið úr 40 mm slöngu í húsið nánast allan tímann meðan keyrt er. Guðmundur Jón Guðmundsson í Holtsseli ásamt dóttur sinni, Úrnu Mjöll. I bréfi sem blaðinu barst frá Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni, segir að samþykki yfirdýralæknis liggi nú fyrir til „prófunar í 2-3 ár á efninu ÖRHREINSIR eða „MICROZYME" í haughús á bænum Holtsseli í Eyjafirði. Efnið hefur hingað til verið notað í niðurföll og frárennsli alifuglasláturhúsa og í saurtanka. Það hefur ekki hingað til verið notað í haughús og dreifingu á tún með haug. Af efninu eru tvær gerðir, önnur með yfirborðsvirkni(-surfactant-), hin ekki. Sú gerð sem er með yfirborðsvirkni er varasöm, getur við endurtekna notkun spillt jarðvegi og gróðri. Slík hætta ætti ekki að vera fyrir hendi við notkun á þeirri gerð, sem er án yfirborðsvirkni. Bakteríur sem eru í báðum gerðum eru umhverfisbakteríur, til hér á iandi og ekki taldar hættulegar heilsu búfjár. Leyfi yfirdýralæknis tekur til notkunar á þessum bæ í takmörkuðum mæli og í 2-3 ár og bundið því skilyrði að fylgst verði með jarðvegi og gróðri þann tíma“ Sigurður segir að hann hafi rætt við Bjarna Guðleifsson á Möðruvöllum í Hörgárdal sérfræðing hjá Rala og hann hefur lýst sig reiðubúinn að sjá um slíkt eftirlit. í janúar gaf svo færi til að keyra skít í flög og á nýrækt sem venjulega er ekki fært um að vorinu. Eftir klukkutíma hræringu var orðið það hrært að hægt var að byija keyrslu og var verulegur litur á jörðinni undan skítnum sem er oft ekki eftir fyrstu ferðimar. Engir haugar sáust í húsinu og fnykur eða brennisteinsvetnislykt virtist vera í sögulegu lágmarki. Venjan hefur verið sú að mikil og slæm lykt hefur setið í mjaltagryfjunni þegar farið er að mjólka eftir að hrært hefur verið upp í haughúsinu en nú var þar aðeins smá mykjulykt. Guðmundur segir að notkun efnisins valdi ekki hitamyndun í mykjunni. „Það eina sem við sjáum er að samloðun verður mjög lítil,“ sagði Guðmundur. Innflytjandi efnisins er Framtak ehf. í Hafnarfirði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.