Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. apríl 2000 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til alira bænda landsins og fjölmargra annarra ertengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti hinn 15. febrúar sl. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 111 ISSN 1025-5621 Gagnaflutningar og strálbýli fimmfaldur er hér á ferð mál sem ráðherra hlýtur að taka föstum tökum. Um síðustu áramót tóku gildi fjarskiptalög og sagði Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra við það tækifæri að nauðsynlegt væri að mæta þörfum allra landsmanna um að njóta ákveðinnar lágmarksfjarskiptaþjónustu. Síðast en ekki síst lagði ráðherra áherslu á að nýta upplýsingatæknina til að styðja við búsetu í landinu öllu og sporna sem frekast má gegn byggðaröskun. í blaðinu í dag er greint frá því að Svanfríður Jónasdóttir hafi lagt fram fyrir- spurn á Alþingi til samgönguráðherra um verð leigulína til gagnaflutnings. Þar spurði Svanfríður hvort ráðherra teldi að jafna þurfi aðstöðu þeirra sem þurfa eða vilja nýta sér möguleika nýrrar samskipt- atækni til fjarkennslu, fjölmiðlunar eða fjarvinnslu hvað varðar verð leigulína til gagnaflutninga og hvaða leiðir hann sæi færar til slíks. Svanfríður benti á þegar hún mælti fyrir fyrirspurninni að verðmun- ur á leigulínum væri allt að fimmfaldur og að Landssíminn hefði viðurkennt að landsbyggðin væri að borga of mikið fyrir þá þjónustu miðað við kostnað. Þá lýsti hún þeirri skoðun sinni að til lítils væri að setja upp áætlanir um fjarvinnslukerfi úti á landi ef kostnaður þessi yrði ekki jafnaður. Frá því hefur verið greint í blaðinu að enn skorti mikið á að hinar dreifðu byggðir njóti sömu þjónustu hvað varðar gagna- flutning og þéttbýlið. Þegar ráðherra svaraði Svanfríði sagði hann að „jafna þurfi aðstöðu þeirra sem þurfa eða vilja nýta sér möguleika nýrrar samkiptatækni. Þær leiðir sem ég sé færar til þess eru fyrst og fremst leiðir til hins frjálsa markaðar og tækniframfara. Því til staðfestingar nægir að benda á að með tilkomu samkeppni á fjarskiptamarkaði er nú hafin samkeppni á öllum sviðum. Þar er gagnaflutningur á engan hátt undan- skilinn. Sú samkeppni hefur þegar sýnt að verð til neytenda hefur farið hríðlækkandi. Þar nægir að benda á GSM-markaðinn. í þessari samkeppni er augljóslega fólgin töluverð aðstöðujöfnun," sagði ráðherra í svari sínu á Alþingi. Nú er það svo að samkeppni í gagna- flutningum er takmörkuð í dreifbýlinu og Ijóst að ef menn eiga að treysta á tækni og samkeppni verður gerast hlutirnir hægt þar sem neytendur eru fáir. Ný at- vinnutækifæri í strjálbýlinu munu ekki síst byggja á því að gagnaflutningar séu í góðu lagi. Nútíma atvinnulíf treystir á að ekki skipti máli hvort starfsmaðurinn situr við tölvu í litlu norðlensku þorpi eða í háhýsi við Faxaflóa. Samkeppni er af hinu góða eins og dæmin sanna en færa má gild rök fyrir því að þegar kemur að gagnaflutningum þurfi sterkari meðöl. Ef það er rétt hjá þingmanninum að verðmunur á leigulínum sé allt að því Bændur heim- sækja skólabörn Margt er gert til að auka á þekkingu skólabarna í þéttbýli á högum bænda. Á síðasta ári hóf Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins það sem nefnt hef- ur verið „Dagur með bónda", en hér er um það að ræða að bændur heimsækja nemendur í 7.-10. bekk og segja þeim frá lífi sínu. Skemmst er frá því að segja að þessi nýjung hefur vakið mikla athygli. Á vegum UÞL hafa fjórir bændur farið í tugi heimsókna í skóla, sýnt myndbönd, rætt um störf íslenskra bænda og svarað fyrirspurnum. Bændurnir hafa sagt að áhugi unga fólksins hafi komið þeim á óvart og vart sé það til sem nemendurnir hafi ekki spurt um. Þessu starfi þarf að halda áfram næsta vetur og svo lengi sem menn telja að það skili árangri. Vissulega kostar svona kynningarstarf- semi fjármuni en fátt er íslenskum landbúnaði jafn dýrmætt og einlægur áhugi og skilningur unga fólksins. 9 Askell Þórisson, ritstjóri Bœndablaðsins. Eftir að kornræktarbyltingin hin síðari hófst á Suðurlandi í byrjun níunda áratugarins hef- ur hún breiðst út í flest héruð landsins. Kornræktin hefur vakið bændur til vitundar um mikilvægi jarðræktarinnar og fyllt þá bjartsýni og framfara- hug. Norðlendingar hafa tekið þátt í ævintýrinu síðustu tíu árin, fyrst Eyfirðingar en síðar Skagfirðingar og Þingeyingar af miklum krafti. Húnvetingar hafa farið sér hægar og aðeins reynt kornrækt í smáum stíl en þó með góðum árangri. Kornrœktartilraunir 1998 og 1999 Sumarið 1998 voru lagðar út fimm kornræktartilraunir í Húna- vatnssýslum frá Hrútafirði í vestri til Langadals í austri. Sumarið 1998 var nálægt því að geta talist meðalsumar í Húnavatnssýslum, hvað varðar veðurfar til komræktar, þrátt fyrir þurrk og kulda fyrri hluta sumars og því líklega ágætt til viðmiðunar. í ljós kom að aðstæður til kornræktar reyndust hagstæðar inn til landsins einkum austan til. Fjögur yrki voru til prófunar og þau röðuðust alls staðar á sama veg eftir uppskeru. Sexraðayrkin Olsok og Arve stóðu sig betur en tvíraða yrkin x96-13 og Filippa. Þetta kemur ekki á óvart því norðanlands stendur sexraðabygg sig yfirleitt betur en tvíraðabygg. Þetta á einkum við erlent tvíraðabygg sem þarf lengri vaxt- artíma en norðlenskt sumar býður upp á að jafnaði. Uppskera til- raunanna varð mjög góð (1. tafla) en þroskinn lakari en búast hefði mátt við samkvæmt hita- farsmælingum (2. tafla). Þar má líklega kenna um vorþurrkum. Sumarið 1999 var haldið áfram með kornræktartilraunir í Húnavatnssýslum á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og heimamanna. Lögð var út turaun á Sigríðarstöðum í Vesturhópi og gerðar hitamælingar í Vatnsdal og Víðidal. Uppskera varð ekki mikil á Sigríðarstöðum en þroski koms- ins sæmilegur (3. tafla). Þetta verður þó að skoðast í því ljósi að 1999 var meðal bestu korn ára Norðanlands. 1. tafla. Uppskera (tonn af 85% þurru komi) Olsok Arve x96-13 Filippa Meðalt. Auðólfsstaðir f Langadal 5,1 4,4 4,4 3,8 4,4 Þórormstunga í Vatnsdal 4,5 3,9 3,3 3,2 3,7 Torfustaðir í Miðfirði 3,5 2,9 2,0 1,4 2,5 Tannstaðabakki í Hrútafirði 2,1 1,8 L3 0,8 1,5 Meðaltal 3,8 3,2 2,7 2,3 3,0 2. tafla. Þroskaeinkunn (þurrefnis % + rúmþyngd + þúsundkomaþungi) Olsok Arve x96-13 Filippa Meðalt. Auðólfsstaðir í Langadal 141 133 132 130 134 Þórormstunga í Vatnsdal 133 125 121 123 126 Torfustaðir í Miðfirði 118 117 109 104 112 Tannstaðabakki í Hrútafirði 74 77 77 66 74 Meðaltal 117 113 110 106 111 3. tafla. Uppskera (tonn af 85% þurru komi) og þroskaeinkunn á Sigríðarstöðum í Vesturhópi. Uppskera Þroskaeinkunn Arve 2,2 Olsok 2,0 Filippa 1,9 xl23-l 1,8 Meðaltal 2,0 Samantekt Á grundvelli komræktartilrauna síðustu tveggja ára í Húna- vatnssýslum er hægt skipta svæðinu í grófum dráttum niður í flokka með tilliti til ræktun- aröryggis kornræktarinnar. Þar sem aðstæður eru hvað bestar má vænta þess að korn nái þroska í níu árum af hverjum tíu miðað við meðalhita síðustu tuttugu ára. Þetta er einkum bundið við inn- sveitir í Austur-Húnavatnssýslu. Þar sem ræktunaröryggið er minna en þar sem best gerist, en er þó meira en 50%, má telja óhætt að reyna kornrækt einkum samfara endurræktun túna. Alltaf má slá uppskeruna og verka í rúllur ef komið virðist ekki ætla að ná þroska. Þar sem ræktun- aröryggið er undir 50% er lítill grandvöllur fyrir kornrækt að öllu óbreyttu. 122 115 121 138 125 1. flokkur. Ræktunaröryggi > 80%. • Svartárdalur • Blöndudalur • Langidalur (fremri hluti) • Vatnsdalur (fremri hluti) 2. Flokkur. Ræktunaröryggi 50-80%. • Langidalur (ytri hluti) • Ásar • Svínadalur • Vatnsdalur (ytri hluti) • Þing • Víðidalur • Miðfjörður 3. flokkur. Ræktunaröryggi < 50%. • Skagi • Refasveit • Vesturhóp • Vatnsnes • Hrútafjörður Ingvar Björnsson, Hvanneyri

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.