Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. apríl 2000 Lanilliúiiaðaplíl Oýralailaiirm smar H Auður Arnþórsdóttir, dyralæknir, Nokkrir dýralæknar hafa fallist á að svara spurningum bænda um ýmislegt er varðar heilbrigði búsmala. Þeir bændur sem vilja koma spurningum á framfæri eru beðnir um að hafa samband við blaðið en einnig geta þeir sent fax eða tölvupóst. Faxnúmer og netfang er að finna á bls. 4. Eyfirskur bóndi spyr: Á okkar búi er mikið um stálma í kúm þó einkum 1. kálfs kvígum fyrirog um burð, jafnvel svo að júgur skemmast varanlega.Er orsök þekkt og þá er hægt að fóðra á einhvern hátt gegn stálmanum? Stálmi (eða bjúgur) er sogæða- vökvi sem safnast fyrir í bandvef júgursins fyrir og um burð. I flest- um tilfellum hjaðnar stálminn fljótt eftir að kýrin er borin. En einstaka kýr fá mikinn stálma þannig að spenamir sökkva og bjúgur myndast undir kvið og sumar bólgna einnig á fótum. Þetta gerist oft hjá sömu kúnum við hvem burð. Júgur þeirra hefur til- hneigingu til að verða slyttislegt og spenarnir fara að vísa út. Það veldur erfiðleikum við mjaltir og júgrinu er hættara við skak- kaföllum. Annað vandamál af völdum stálma er að spenaopin lokast illa og við það eykst sýking- arhætta. Mikill stálmi getur einnig dregið úr afkastagetu júgursins. Líklega er aðal orsök stálma þrýstingur fóstursins á blóð- og sogæðar í mjaðmagrind og aftari hluta kviðarhols á síðasta hluta meðgöngunnar. En ýmsar aðrar tilgátur um orsakir stálma hafa verið rannsakaðar. Ekki hefur tekist að staðfesta að stálmi sé arfgengur, né heldur að tengsl séu á milli stálma og kjamfóðurgjafar fyrir burð eða próteinríks fóðurs. En ákveðin fylgni er á milli stálma og offitu. A síðustu ámm hafa menn í meira mæli beint sjónum sínum að tengslum stálma og saltinnihalds fóðursins og þá sérstaklega jafnvægis á milli natríum- (Na+) og kalíumjóna (K+) annars vegar og súlfat- (S042-) og klórjóna (Cl- ) hins vegar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sé heldur meira af síðar- nefndu jónunum í fóðrinu en þeim fyrmefndu, þ.e. að CAB (cation- anion balance) sé neikvæður (á milli -50 og -100 meq/kg fóðurs) dragi úr líkum á alvarlegum stálma. En það getur verið erfiðleikum háð að gefa fóður sem uppfyllir þessi skilyrði. Að öllum líkindum inniheldur íslenskt gróffóður mun meira af natríum- og kalíumjónum en súlfat- og klórjónum. Þetta hef- ur þó, eftir því sem ég kemst næst, ekki verið rannsakað. Þar sem stálmi er algengt vandamál getur af þessum sökum verið ástæða til að láta rannsaka kalíum innihald jarðvegs. Það get- ur á stöku stað verið mjög hátt og þarf þá að taka tillit til þess við áburðamotkun. Erlendis er nokkuð um að söltum sem innihalda neikvætt hlaðnar jónir sé blandað í fóður en þau hafa þann ókost að draga vem- lega úr lystugleika þess. A erlendum markaði er einnig fáanlegt efni til að blanda í fóður sem inniheldur prótein, lystauk- andi efni og ríkulegan skammt af neikvætt hlöðnum jónum. Samkvæmt rannsóknum dregur úr tíðni stálma og doða hjá kúm sé efnið gefið daglega í 3 vikur fyrir burð. Þetta efni er væntanlegt á markað hér innan skamms. Meðhöndlun við stálma bygg- ist aðallega á að auka streymi blóðs og sogæðavökva í júgur- vefnum. Það er best gert með nuddi, a.m.k. 20 mín. á dag. Gott er að nota mýkjandi krem við nuddið. Hreyfmg og tíðar mjaltir flýta einnig fyrir hjöðnun stálmans. Agætt er að nota sótthreinsandi úða á spenana og júgurhaldara til að vernda júgrið. Mikilvægt er að hafa í huga að sár geta myndast á húðina þar sem júgur og læri nuddast saman. Því svæði verður að halda þurru og hreinu. í alvarlegum tilfellum get- ur þurft að grípa til lyfja s.s. þvagræsilyfja eða barkstera en árangur af þeirri meðhöndlun er misjafn. 5. apríl 2000 Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir júgursjúkdóma, Hvanneyri. VaraO við hrossa- „Fram hefur komið í fjölmiðlum að nú sé landbúnaðarráðuneytið að leggja lokahönd á samninga við Norðmenn þess efnis að þeir felli niður toll á hrossum er ís- lendingar flytja til Noregs, en á móti verði felldur niður tollur á tilteknu magni af ostum og kartöfluflögum er Norðmenn flytja til íslands,“ segir í upphafi bréf sem flestir forsvarsmanna búgreinafélaga hafa ritað Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráð- herra. „Undirritaðir fulltrúar eftir- talinna búgreinafélaga vilja vara við þessum gjömingi og benda á að niðurfelling tolla með þessum hætti getur skapað hættulegt for- dæmi sem erfitt er að sjá fyrir nú. Þá er það afleitt að stjórnvöld beiti aðgerðum af þessu tagi sem etja saman bændum í einstökum bú- greinum. Því er eindregið beint til hr. Guðna Ágústssonar, landbúnaðar- ráðherra, að hann hverfi ekki frá þeirri stefnu íslenskra stjómvalda um að standa vörð um íslenskan landbúnað. Jafnframt að samning- ar af þessu tagi verði ekki gerðir,“ segir að lokum. Úf ýmsum Éttum Hvorki skyld né vandalaus Það gerðist á Suðurlandi fyrir um hundrað árum að aldraður prestur lést. Ekkja hans, sem bjó á kirkjustaðnum, var svo léleg til heilsunnar að hún komst ekki til jarðarfararinnar. Ungur prestur jarðsöng og að athöfn lokinni heilsaði hann upp á ekkjuna til að votta henni samúð. Konan spurði þá prcstinn: Hvað sagðir þú nú um manninn minn í ræðunni? Presturinn svaraði: Eg sagði eins og satt var að allir hefðu notfært sér góðmennsku hins látna, bæði skyldir og vandalausir. Konan svaraði: Ekki tek ég það til mín, ég var hvorki skyld honum né vandalaus. ( Lesendur blaðsins, sem nánar þekkja til sögupersóna og staðar, eru vinsamlega beðnir um að láta blaðið vita). Um ofbeit gæsa 1 þættinum Kastljós í Sjónvarpinu þar sem rætt var við Jónas Kristjánsson og Ara Teitsson kom fram hjá Ara að gæsin tæki mikið til sín af gróðri og væri í samkeppni við sauðféð. Skömmu síðar var talað við dr. Jón Gunnar Ottósson og hélt hann því fram að gæsin nýtti ekki sama gróður og sauðféð. Eg hef á rúmlega 50 ára ævi séð töluvert af gæsum og hegðun þeirra. Á vorin hreinsa gæsahópar tún, nýræktir og nýgræðing í úthaga, sömu grös og sauðfé. Á sumrin er gæsin á undan sauðfénu inn á hálendið og nærir sig á ýmsum starartegundum og öðrum nýgræðingi. Á haustin eru stórir hópar gæsa á túnum og úthaga á láglendi, þær éta sama gróður og sauðféð. Á friðuðum uppgræðslusvæðum hefur sést hvemig gæsin slítur grasstráin upp með rótum og nýlega plöntuð lauftré em í hættu með sín grænu laufblöð innan um sinuvaðalinn. Það er ekki nóg með að laufblöðin séu slitin af, heldur skefur gæsin grannan stofninn með goggnum svo að örþunnur börkurinn eyðileggst. Þeir sem umgangast náttúruna alla daga ársins vita oftast á hverju dýrin næra sig. Sérfræðingamir verða að koma undan þaki á öllum tímum árs og dags. Eftir kynni af gæsum í gegnum tíðina er ég þess fullviss að dr. Jón Gunnar Ottósson hagræðir raunvemleikanum, a.m.k. að hálfu leyti nema að um sé að ræða annan gæsastofn en ég þekki. Þá er ég að vaða reyk. Fellsettda í Þingvallasveit um jafndægur á vori, Gunnar Þórisson Tímaleysi Það stóð í viðtali í blaði um daginn að á Grænlandi væri ekkert stress og nógur tími. Hér á landi er víða stress og tímaleysi, þó enn meira í þéttbýlinu en til sveita, kannski í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá Stór- Reykj- avíkursvæðinu. A.m.k. gengur sú saga af Jökuldælingum að þeir gefi börnum sínum al- manak í fermingargjöf þegar önnur börn fá armbandsúr. Ef það er eitthvað sem sameina má þjóðina um er það nauðsyn þess að bæta lífskjörin. Til þess þarf að hagræða, ná niður kostnaði og auka afköstin. Afleiðingin er tímaleysi. Hins vegar þarf að borga skuldirnar og geta lifað mannsæmandi lífi. Nágranna okkar, Grænlendinga og Sama vantar þenn- an hugsunarhátt í erfðamengi sitt, þeir hafa nógan tíma, en á móti búa þeir ekki við ýmis „þægindi" okkar. Einu megum við þó öfunda þá af, lífshættir þeirra eru náttúruvænir, þeir hafa, a.m.k. til skamms tíma ekki mengað umhverfið sitt neitt svipað því sem við gerum, en okkur er þó trúlega að takast að kenna þeim það. Það er nefnilega þannig, að þeir vita það sem vilja vita, að jörðin þyldi engan veginn að allir stunduðu lífshætti okkar. Þarna er mótsögn á ferð. Henni var e.t.v. best lýst í texta með teiknimynd af hjónum sem lágu í sólbaði á sólarströnd þar sem þessi orð voru lögð í munn eiginmannsins: Ef ég ynni ekki í þessari hræðilega mengandi verksmiðju þá hefðum við ekki ráð á að komast burt frá henni í frí! Grfmur MEP 5EINNI 30LLANUM

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.