Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. apríl 2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 I skrifstofu fjóssins á Þorvaldseyri er móðurtölva fyrir mjaltakerfi og kálfafóstru. Hún er knúin afAlpro hugbúnaði frá Alfa Laval. Þarna er hœgt að sjá upplýsingar um kýrnar í fjósinu og kálfana í nýju aðstöðunni. Nýfœddir kálfar eru hafðir einn sóla- hring hjá kúnni, síðan eru þeirfluttir í einstaklingsbox en þegar þeir hafa lifað í 2-4 vikur eru þeirfluttir í al- menninginn og þá tekur fóstran við stjórninni og reiknar út eftirfóður- plani hvað sé hœfdegtfyrir hvern og einn aðfá að drekka eftir aldri. Þegar þeir hafa dregið lífsandann í 100 daga eða svo hœttir fóstran að selja. Reynslan sýnir að kálfarnir eru hœstánœgðir með umbreytinguna og snúa sér í auknum mæli að fóðurbæti og drekka meira vatn. Tveimur vikum síðarfer kálfurinn, mjólkurkýr framtfðarinnar, fram ífjósið. kúnni. Hann drekkur oft á dag en lítið í einu. Það sem kálfafóstra er að gera er í raun ekkert annað en þetta. Þessi tækni er ekki ný, og í nokkur ár hefur bændum staðið hún til boða. Þeir sem hlut eiga að máli hefðu að ósekju mátt vera duglegri að ýta nýjungum á sviði kálfa- eldis til okkar bænda. Nú eru bændur fyrst og fremst að hugsa um fjós og fjósbygginar en ég er þeirrar skoðunar að bændur eigi að gefa kálfaeldinu meiri gaum. Kvígueldið er einn mik- ilvægasti hlekkurinn í mjólkurframleiðslunni, því þetta eru nú okkar framtíðar mjólkurkýr. Dýrin kunna vel að meta reglufestu og aga. Um þann þátt málsins sér meðal annars kálfafóstr- an frá Alfa Laval en hún hugsar um kálfana, skammtar ofan í þá og lætur vita ef þeir drekka ekki eins og ætlast er til. Ein tútta dugar fyrir hópinn sem gistir al- menninginn. Fóstran er svo samviskusöm að ef það líða meira en þrír tímar á milli þess sem kálfur fer og fær sér að drekka mjólk lætur tækið vita. Hið sama gerist ef kálfurinn klárar ekki skammtinn sinn í nokkra daga. Páll Ólafsson, sem þekkir manna best til kálfanna, sagði að kálfafóstran gegndi mikilvægu hlutverki. Hver kálfur fær 6 fimmtán mínútum í vinstrinni. Ef mjólkin er t.d. 15 gráður þegar kálfurinn drekkur hana hleypist hún á sex klukkustundum, en þá er hún líka komin aftur í þarma og getur valdið langvinnri skitu. „A mjólkurskeiðinu er alveg óhætt að ala þá vel og leyfa þeim að éta það hans fælist í eftirliti en ekki stöðugu puði. „Hugsaðu þér ef ég þyrfti að gefa þrjátíu kálfum mjólk í fötum. Það er ekki vinnandi vegur að standa að góðu kálfaeldi með þeim starfsaðferð- um sem hafa tíðkast. Ef menn ætla sér að fá góðar afurðir þarf góða gripi. Það þarf því að sinna þeim vel. Þetta er auðvitað gæðastjómun." Fóðrun miðað við aldur /kynþroska „Eg tel að nauðsynlegt sé að gefa kvígkálfunum gott start fyrstu vikurnar eða fram að tveggja mánaða aldri, en á þriðja mánuði mjólkurfóðmnar er gott að fara að draga úr mjólkurgöf. Þá er vömbin farin að þroskast meira og kálfurinn farinn að éta töluvert hey og kjamfóður. Það er mjög mikið atriði að kálfamir hafi aðgengi að góðu heyi og kjamfóðri allan eldistímann. Það flýtir þroska vambarinar og þá em þeir hæfari til að nýta sér gróffóður eftir að þeir hætta á mjólk og kemur það í veg fyrir vanþrif. Frá þriggja mánaða aldri og fram að fyrsta beiðsli verður að hafa gætur á að kvígan vaxi ekki of hratt. Hæfilegt þykir að halda daglegum vexti undir 700 gr á dag. Röng fóðmn getur haft veruleg áhrif á þroska júgurs og þar af Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri og sonur hans Páll í kálfafjósinu. Á milli þeirra er kálfafóstran Plógar dp Kverneland Eigum fyrirliggjandi flesta varahluti í Kverneland plóga Ingvar Helgason hff. Vélavarahlutir, Sævarhöfða 8, sími 525 8040. Námskeið í Gunnarsholti Námskeiðió „Landbætur í úthaga - uppgræósla" veröur í Gunnarsholti 11. apríl frá kl. 10-17. Skráning hjá Landgræðslunni eða Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Milli mjalta 28. Apríl n.k. Heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisnefnd Suðurlands kynna námsstefnu um sóttvarnir í landbúnaði og matvælaframleiósln. mjólkurlítra á sólarhring (fer þó eftir aldri) og fóstran sér til þess að mjólkin sé ávallt 38 gráður - og hið sama gildir um vatn ef þeir fá mjólkurduft. Þess má geta að fóstran dælir hálfum líter í einu í mixerinn sem einnig er til þess að blanda mjólkurduft, og ástæðan? Jú, það er til þess að hitastigið sé ömgglega hið sarna ef hann t.d. svolgrar í sig einn og hálfan lítra sem er hámarkið hverju sinni. Fóstran sér til þess að kálfurinn verður að dreifa drykkjunni yfir allan sólarhringinn. Kálfurinn get- ur náð að klára dagsskammtinn með því að heimsækja fóstmna fjómm til sex sinnum á sólarhring. Fjöldi heimsókna fer eftir því hvað langt er um liðið frá því hann fékk síðast að drekka og hvað hann fær í hverri heimsókn. Fóstran sér til þess að gráðugir einstaklingar verða að læra hófsemi. Þegar fóstran selur ekki meira má sjá kálfinn sjúga túttuna í nokkra stund eða þar til sogþörfinni er fullnægt. Hópurinn í almenningnum er hraustlegur á að líta og holdafar er með ágætum. Hitastigið á mjólkini skiptir máli í þessu sambandi, ef það er um 38 gráður hleypist hún á sem þeir vilja af kjamfóðri og drekka vatn að vild. Leguplássið verður að vera þurrt og trekklaust. Þetta hefur tekist hér því þú sérð að kálfamir eru hreinir - á þeim eru engir skítakleprar," sagði Páll og bætti við að hitablásari gerði honum kleift að halda hita um 15 gráður. Nú fór kálfur að túttuni og það heyrst örlítill smellur. Fóstran var að kanna hver væri hér á ferð en um háls kálfsa er ól með áföstum sendibúnaði. Tölvan ákvarðaði skammtinn sem kálfurinn mátti fá og dældi mjólkinni í blandarann og þaðan saug kálfurinn mjólkina en þrátt fyrir ungan aldur var hann ekki lengi að klára drykkinn. Þegar mjólkin var búin dældi fóstran örlitlu vatni í blandaran sem kálfurinn saug í gegnum leiðsluna að túttunni og þannig var hún hreinsuð og komið í veg fyrir að kaldar mjólkurleifar væru eftir í slöngunni. „Þegar ég kem í fjósið klukkan sjö á morgnana em flestir búnir að drekka tvo lítra af dags- skammtinum - en nýr gjafardagur hefst klukkan tólf á miðnætti," sagði Páll og bætti því við að líklega væri bóndi á hæstum laun- um þegar hann næði því að starf leiðandi bein áhrif á afurðagetu á fyrsta mjaltaskeiði. Þegar kvígumar hafa verið sæddar gilda hins vegar allt önnur lögmál. Þá er þessi hætta að mestu úr sögunni og er þá óhætt að halda daglegum vexti í um 800 gr á dag og er þá mikilvægt að hafa þær á góðri beit yfir sumarið og taka þær snemma inn á gjöf að hausti. Eftir að kvígumar hafa fest fang er óhætt að láta þær vaxa eins hratt og hægt er; því hraðari vöxtur því stærri verður kvígan við burð. Það er einnig mikilvægt að venja þær við fóðrið sem þær fá eftir burð og byrja að gefa kjamfóður tímanlega og auka hægt fram að burði. Menn verða þó að hafa gætur á að þær verði ekki of feitar um burð. Það getur haft í för með sér burðarerfiðleika og minni átgetu. Eg tel að við eigum að fara okkur hægt í að flytja inn nýjan kúastofn. Þó ég hafi ekkert á móti þeim norsku þá bjarga þær ekki öllu. Uppeldið hefur mikið að segja varðandi afurðir gripa og einnig em fleiri mikilvægir þættir sem við bændur höfum ekki verið nógu duglegir við að sinna,“ sagði Páll Ólafsson að lokum. Vissir þú aö kostnaður ísicndinga vcgna sýkinga og meindýra cru niargir milljaröar króna árlega ? Hluta þcssa kostnaðar hafa bændur þurft að standa undir, t.d mun kostnaður vegna Camphylobactcr sýkinga hjá fólki á síðasta ári hafa numið um 500 milljóna króna; Vegna læknis- og sjúkrahússkostnaðar, vegna vinnutaps, vcgna aukinna læknis- og rannsóknarþjónustu á búum, vcgna nauðsynlegra úrbóta á búum og vcgna minni söluaukningu afurða. Salmonelia hefur valdið kúa- og hrossabændum verulegu tjóni á undanfiirnum misscrum. Við bessu barf að sporna. Fróðlcikur og fræðsla cr grunnurinn og löngu tímabært að cfla fræðslu varðandi þcssi ntál. Á námsstefnunni verður þvi fjallað um vágesti í landbúnaöi og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma ( veg fyrir sýkingar og meindýr, sem skaða valda í frumframleiðslu og við framleiöslu matvæla. Verður fjallað um ýmsa óboðna gesti eins og Salmónellur og Kampfýla. Yfirlit verður um dýrasmitsjúkdóma og sýkingar til manna. Fjallað verður um gæðastýringu í framleiðslu og fyrirbyggjandi varnir gegn óboðnum gestum, hvcrnig hægt er að koma i veg fyrir tjón og vinna að úrbótum, förgun lifræns úrgangs og fyrirbyggjandi umhverfisaðgerðir og skýrt verður frá störfum nefndar landbúnaðarráðuneytisins, sem nú vinnur að aðgcröum til að stemma stigu við saimoncllu og flcirum vágestum. Námsstefnan cr sérstaklega sniðin fyrir hændur. matvælafranileiðendur oc bá scm vinna við fvrirbygL'iandi aðccrðir í heilbrigðis-. hrænlætis- og sóttvarnamálum i landbúnaði: Meindvraevða. sornhirða. heilbrigðisfulltrúa op dvralækna. Námsstefnan verður haldin í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi, föstudaginn 28. apríl n.k. milli mjalta, 10:15 - 17:05. Þátttökugjald er kr. 1.500 og er innifalið, auk námstefnugagna, hádegisverður og kaffi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands annast undirbúning og skráningu þátttakenda i sima 482 2410 og á netfanginu www. sudurland.is/hs Allar nánari upplýsingar gefur Birgir þórðarson. Landbúnaðarráðuncytinu og Umhverfisráðuncyti eru færðar þakkir vegna stuðnings við námsstefnuna. .\NVv.W\VnV* vS - aV_______________________________________________

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.