Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 27.júní 2000 Nýjar námsMr í landnýtingn og umhveríisskipulagi kynntar á Bú 2000 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri mun á Bú 2000, sem fram fer í Laugardalnum 6. til 9. júlí nk, kynna nýjar náms- brautir í landnýtingu og um- hverfisskipulagi. Einnig verða kynntar nýjungar í fjarnámi sem ætlað er almenningi, eins og t.d. grunnnámskeið í umhirðu og fóðrun hrossa fyrir allt hestaáhugafólk. Á Bú 2000 verður lögð rík áhersla á að kynna íslenskan landbúnað fyrir öllum lands- mönnum og munu fjölmörg fyrir- tæki sem tengjast landbúnaði kynna vörur og þjónustu sína. Einnig verða flest búgreinasam- bönd með kynningu á sýn- ingunni. Á Bú 2000 verður lögð áhersla á að sýna hversu tækni- væddur íslenskur landbúnaður er og hvernig menn sjá fyrir sér framtíð hans. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli skipa stóran sess á Bú 2000. Enda eru þessir skólar framarlega í rann- sóknum og þróun í íslenskum landbúnaði ásamt því að mennta bændur framtíðarinnar. Eins og fyrr segir mun háskólinn kynna nýjar námsbrautir í landnýtingu og umhverfisskipulagi, sem legg- ur áherslu á skipulag í dreifbýli, með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu úthaga. Kennslan í landnýtingu bygg- ist á vistfræði og öðrum undir- Við leggjum rœkt við ykkar hag S v V Avallt í leiðinni ogferðarvirði 2000 BÁS L2 Mjólkurfélag Reykjavíkur Korngarðar 5 • 104 Reykjavík • Sími 5401100 • Fax 5401101 Bændur og búalið ágætu sýningargestir bjóðum ykkur velkomin í sýningarbás okkar í anddyri Laugardalshallar Strompar - Viftur - Stýringar | 0TUP&OVEOTÍ Multifan B p Girðingarefni - Áburður - Sáðvörur Hestavörur Mjaltakerfi - Mjaltabásar Flórkerfi -Legubásar - Steinristar □□□ CÚD3GX03H Fóðrið sem bœndur treysta Fóðuráætlanir Efnagreiningar - Fóðurráðgjöf MRFOÐUR MRbúóin MRtækni MRtækni stöðugreinum náttúrufræða, skipulagsfræðum, hagfræði og tækni. Náminu er ætlað að veita undirstöðu fyrir sérhæfingu á sviðum úthagafræða, landvörslu, landgræðslu og skógræktar. I umhverfisskipulagsnámi verður tekin fyrir náttúra lands- ins og félagslegar aðstæður sem miða að því að nemendur geti þróað og mótað búsetulandslag út frá fagurfræðilegum og öðrum umhverfistengdum sjónarmiðum. Starf að námi loknu getur t.d. verið hjá sveitar- og bæjarfélög- um, fyrirtækjum og stofnunum við umsjón með framkvæmdum, eftirlit og umsjón með náttúru- verndarsvæðum og landnýtingu auk vinnu fyrir landslagsarki- tekta. Óskað Gftir breytingu á reglugerð Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent landbúnaðrráðu- neytinu bréf þar sem óskað er eftir breytingu reglugerð- ar, þannig að verðfellingu lambhrúta verði seinkað til 1. nóvember og er vísað til greinargerðar Guðjóns Þor- kelssonar því tii stuðnings. Landssamtök sauðfjárbænda Meiri vðruþröun lambalqfits er nauðsynleg Á síðasta stjórnarfundi Lands- samtaka sauðfjárbænda gerði Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri, grein fyrir niðurstöðum í viðræðum sínum við forsvars- menn nokkurra sláturleyfishafa, kjötvinnslna og mötuneyta um samkeppnisstöðu lambakjöts. „Meðal þess sem fram kom var að meymi lambakjöts og óskir neytenda gerir það besta kostinn fyrir aldraða og þá sem eru með meltingarsjúkdóma þar sem lambakjötið er auðmeltast," sagði Özur. „Jafnframt segja forsvars- menn stóreldhúsa lambakjötið auðveldast í eldun og allri með- höndlun en að öðru leyti hefur svína- og alifuglakjöt forgang vegna lægra verðs en er þó ekki keypt í neinu magni samanborið við lambakjöt. Einnig kom fram að þörf er á meiri vöruþróun og foreldun á lambakjöti, en forsvars- menn stóru eldhúsana vilja flestir hverjir hafa kost á því að kaupa vissan mat foreldaðan. Fram kom að auglýsingar um hollustu og hreinleika eru taldar skila góðum árangri og búa til jákvæða ímynd um lambakjöt," sagði Özur. Á fundinum gat Özur um athuganir sínar á samkeppnisstöðu lambakjöts um hillupláss í verslunum. „Svo virðist sem lambakjöt verði undir í baráttunni um hillupláss í verslunum en svínakjöt og alifuglakjöt hafi þar vinningin. Nauðsynlegt er að reyna að jafna þetta þannig að kjötvörur séu álíka áberandi í hillum verslana en ekki að ein tegund nái þar mesta plássinu og verður leitað leiða til þess,“ sagði framkvæmdastjóri LS. Nefnd endnrskofiar Iðg um búgárhald Landbúnaðarráðherra skipaði í haust nefnd til að endurskoða lög uni búfjárhald og forða- gæslu. I nefndinni eru Ingibjörg Olöf Vilhjálmsdóttir, lögfræð- ingur/hjá landbúnaðarráðuneyt- inu, sem jafnframt er formaður, Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu, Kristján B. Jóns- son ráðunautur og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir. Ingibjörg segir að í kjölfar allra vanfóðrunarmála sem komið hafi upp á síðustu mánuðum og misserum hafi komið í ljós að öll málsmeðferð sé erfið viðfangs. „Það er ætlunin að gera lögin þannig úr garði að málsmeðferðin verði einfaldari þannig að hægt verði að grípa hraðar inn í þegar eitthvað kemur upp á. Þannig verði hægt að fá utanaðkomandi aðstoð mun fyrr.“ Ingibjörg segir að einnig sé verið að endurskoða forðagæsluna og þá forsjárhyggju sem þar hefur verið við lýði. Vinna hennar er nú á lokastigi og stefnt er að því að tillögur hennar verði lagðar fyrir næsta löggjafarþing. Utlliilningsbætur á landbúnaflarvörur námu 57 milljörflum á árunum 1956-1992 - líklega 80% vegna útflutnings ð sauðfjðraMuni Utflutningsbætur á landbúnað- arvörur, sem greiddar voru úr ríkissjóði á árunum 1956-1992, námu samtals um 57 milljörðum króna uppreiknað með vísitölu neysluverðs til meðalverðlags ársins 1999. Ætla má að a.m.k. 80% af stuðningnum hafi verið vegna útflutnings á sauðfjáraf- urðum, eða um 45-46 milljarðar. Þetta kom fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Sighvats Björgvinssonar um kostnað ríkissjóðs við öfiun markaða erlendis fyrir lambakjöt. I fyrirspuminni óskaði Sig- hvatur eftir sundurliðun einstakra útgjaldaliða, þ.e. útflutningsbóta, geymslugjalds og flutningsgjalds, svo og fjárframlaga sem sérstak- lega var varið til markaðsöflunar. Slík sundurliðun liggur hins vegar ekki fyrir. Þá minnti ráðherra á að 25 milljónum á ári hafi verið varið til Áforms, átaksverkefnis um vöru- þróun og markaðsstarf vegna út- flutnings íslenskra landbúnaðaraf- urða, á árunum 1995-1999. í því verkefni hafi verið lögð megin- áhersla á útflutning á vistvænu lambakjöti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.