Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27.júní 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 ótrúlega seina að tileinka sér nýja hugsun í búrekstri. „Allt fram- undir þetta hafa bændur verið að byggja þessi hefbundnu básafjós sem ég tel allof vinnufrek. Ég spái því reyndar að það verði ekki fleiri slík byggð. Astæðan er sú að bændur hafa verið nokkuð dug- legir að fara utan og sjá það nýjasta í atvinnugreininni en auk þess eru komin nokkur lausa- göngufjós með legubásum hér á landi sem hafa reynst vel. Fyrstu lausagöngufjósin voru án legu- bása, en þetta voru óláns bygging- ar og kúnum leið illa í þeim,“ sagði Guðmundur. „Eftir að ná- grannaþjóðir okkar höfðu hannað nýja básagerð með séstökum þykkum dýnum og milligerði leit dæmið betur út.“ - Nú gef ég mér að mörg fjós séu svipuð gamla fjósinu ykkar fyrir breytingu. „Já, það er rétt og margir bændur sem eru í svipaðir stöðu og við vorum hafa komið hingað til þess að skoða, en alls hafa um 140 - 150 bændur komið í heim- sókn síðan um áramót. Sumir hafa verið að spá í að breyta gömlum fjósum en aðrar eru að velta fyrir sér nýjum byggingum. Bændur eru greinilega að búa sig undir nýtt umhverfi þar sem samkeppni við útlönd er staðreynd. Sömu- leiðis mun verð til bænda lækka. Þessu hyggjast menn mæta með stærri búum en í rétt hönnuðum húsum er vel hægt að hugsa sér að fjölskylda framleiði 200-250 þúsund lítra. Fjósið á Stekkum var byggt 1972. Um svipað leyti voru fjöl- mörg fjós byggð á Suðurlandi. Guðmundur sagði að við endur- byggingu Qóssins á Stekkum hafi komið fram hönnunargalli sem líklega væri að finna í mörgum sunnlenskum fjósum, en burður- inn er að hluta til í stálbitum. Þegar gólfið var brotið upp kom í ljós að stálbitamir voru ryðgaðir og ónýtir. „Við hefðum hvort heldur sem er þurft að ráðast í um- fangsmikla viðgerð á húsinu," sagði Guðmundur. Hvað kostaði breytingin á fjósinu á Stekkum? Guðmundur sagði kostnaðinn 5 ntilljónir fyrir utan virðisaukaskatt og að meðtaldri vinnu heimamanna. Lyftari og afrúllari kostaði um milljón. Ttekjunum er einfaldlega keyrt inn fóðurganginn og líkamlegt strit er ekkert. Gefið er einu sinni á sólarhring. Eftir að kýrnar fengu að ganga um í fjósinu hefur Guðmundur tekið betur eftir en áður að innan hjarðarinnar ríkja ákveðnar reglur. „Kvígurnar eru greinilega lágt settar í þjóðfélaginu. Og það eru alltaf sömu kýrnar sem fara fyrst inn til mjalta. í fjósinu eru 55 básar en átpláss fyrir 30 og kýrnar eru afar tillitssamar þegar kemur að því að éta. Þær bíða ef þarf og ég tek eftir því að kýr í mikilli nyt leggjast strax eftir mjaltir, hvfla sig og fara síðan í fóðrið. A stundum geta kýrnar valið úr gróffóðri og fyrst eftir burð eru kýrnar vandfýsnar á hey. Kýr í geldstöðu sem fá lítið kjarnfóður sækja mikið í saltstein og fóðurblokk.“ í fjósinu á Stekkum eru steyptir gólfbitar sem eru framleiddir í Danmörku. Alls voru flutt til landsins 27 tonn af bitum í fjósið á Stekkum! Guðmundur sagði að því miður væru ekki framleiddir nógu góðir gólfbitar hér á landi. Bitaeiningin er rúmir 3 m x 70 sm. Bil á milli bita er 3,5 sm. Hver eining er rétt um hálft tonn og sagði Guðmundur að ekki hefðu verið neinar skekkjur í bitunum. í því plássi sem áður var hlaða eru sjálfvirkar flórsköfur sem fara yfir gólflð á fjögurra tíma fresti allan sólarhringinn og ýta skítnum yfír djúpflór sem er tengdur haughúsi undir gamla fjósinu. Guðmundur sagðist hafa samanburð af tveimur kerfum - annars vegar steyptan flór og sköfur og hins vegar rimlagólf. „Að mörgu leyti er ég sáttari við steypta gólflð og sköfurnar.“ I fjósinu eru tvö 150 Iítra drykkjarker en ekki brynningarskálar við hvern bás. Auðvelt er að halda kerjunum hreinum en hægt er að velta þeim og hreinsa. Þau fyllast sjálfkrafa eftir því sem kýrnar drekka úr þeim. Kálfar á Stekkum eru aldir upp í einstaklingsstíum fyrstu tvo mánuðina. A Stekkum er ekki kálfafóstra en Guðmundur sagði að þó settir væru á 20 til 25 kvígukálfar á ári réttlætti það ekki slíka fjárfestingu. Kálfarnir nota túttufötur og sagði Guðmundur að sogvandamál væru nær óþekkt. Innréttingarnar eru keyptar hjá Búvélum á Selfossi sem flutti þær inn frá Danmörku. Þær eru skúfaðar saman og hægt að breyta ef stærð kúnna breytist... Það er vinnumaðurinn og Kópavogsbúinn Andri Dagur Símonarson sem stendur í básnum. í básunum eru dýnur sem eru rétt um 5 sm þykkar. í þeim eru gúmmifylltar pylsur og dúkur strekktur yfir þær. Reynt er að líkja eftir því sem gerist úti í náttúrunni. Kúnum virðist líða vel á þessum dýnum og þær eiga auðvelt með að standa upp svo dæmi sé tekið. í fjósinu á Stekkum er hitastigið 10 gráður. „Við teljum að loftið sé mun ferskara og betra fyrir kýrnar en ef það væri hlýrra í fjósinu. Auk þess spillist fóðrið síður.“ MJALTAKERFI OG FYLGIHLUTIR, RYÐFRÍAR INNRÉTTINGAR í MJALTABÁSA, FORKÆLAR, TANKRÖR, JÚGURBÓLGUSKYNJARAR, SOGDÆLUR, ÞYOTTAVÉLAR, SOGSKIPTAR O.FL. TOLVUTENGDIR KJARNFÓÐURGJAFAR FYRIR LAUSAGÖNGUFJÓS, ÁSAMT STAFRÆNUM MJÓLKURMÆLUM OG SKRÁNINGARBÚNAÐI PELLON SJÁLFVIRKIR KJARNFÓÐURGJAFAR FYRIR BÁSAFJÓS MJÓLKURTANKAR í ÖLLUM STÆRÐUM LEITIÐ ÞANGAÐ SEM ÞEKKINGIN OG ÞJÓNUSTAM ER í ÖNDVEGI ÖRUGG VARAHLUTAÞJÓNUSTA REMFLO HF. Austurvegi 65, 800 Selfoss, sími 480 1600, fax 482 2756, netfang: remflo@mbf.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.