Bændablaðið - 14.11.2000, Qupperneq 11

Bændablaðið - 14.11.2000, Qupperneq 11
Þriðjudagur 14. nóvember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 pjðlmenni á mál- þingi um reiðvegi Góð þátttaka var á málþingi um reiðvegi sem Hestamiðstöð ís- lands stóð fyrir á Hólum í Hjaltadal í síðustu viku, en alls komu um 60 gestir víðsvegar af landinu og meðal þeirra fulltrúar hinna ýmsu aðila er málið varðar s.s. vegagerðarinn- ar, ferðaaðila, náttúruverndar, landgræðslunnar, landeigenda, umhverfisráðuneytisins og LH auk fulltrúa margra hesta- mannafélaga. Samgönguráðh- erra Sturla Böðvarsson setti þingið og í ræðu sinni benti hann á að mikið væri óunnið í um- ferðarmálum hestamanna, en góður áfangi hefði náðst á síðasta ári er reiðvegir voru sett- ir undir vegalög. Þannig væri búið að setja reiðvegi undir sama hatt og þjóðvegi og þeir orðnir lögformlegur hluti vega- kerfísins. Sturla gat þess einnig að við endurskoðun á vegaáætlun þyrfti að forgangsraða uppbyggingu á reiðvegum bæði meðfram þjóð- vegum og eins á milli landshluta. Núverandi fjármagn til slíkra vegaframkvæmda hrykki þó stutt og hvaðst ráðherra tilbúinn að beita sér fyrir hækkum fjárveitinga af Qárlögum úr 30- 40 milljónum árlega sem nú er í 140-150 milljónir á ári er næsta vegaáætlun tekur gildi eftir 2 ár, að uppfylltum skilyrðum um raunhæf áform tengdum uppbyggingu reiðvega- kerfisins. I framsöguerindum var fjallað um reiðvegamál frá sjónarhóli margra aðila og voru allir sammála um nauðsyn þess að koma á skil- virku vegakerfi ekki síst í og við byggð til að létta á hálendisum- ferðinni þar sem allmargar leiðir eru nú þegar illa farnar og sjáanleg aukning á ferðamannastraumnum. Hagsmunir landeigenda og ferða- langa þurfi að fara saman, svo og vemdun náttúru og lands. Taka þurfi upp flokkun reiðvega með tilliti til burðargetu og tegund um- ferðar og semja staðla fyrir lagn- ingu vega. Flestir sem til máls tóku sögðu að breyting á vegalögum, sem meðal annars felur í sér heimild til eignamáms lands undir reiðvegi, væri af hinu góða og raunar for- senda þess að vegagerðin geti komið að vegalagningu annars- staðar en meðfram þjóðvegum. En Jóhann Már Jóhannsson, fulltrúi landeigenda, benti á að með þeim lögum félli eitt síðasta vígi um- ráðamanna lands til áhrifa á fram- kvæmdir á eignarlandi sínu. Væri þar ekki um landsærindi að ræða nema í fáum tilvikum heldur miklu frekar það ónæði sem mikil um- ferð skapaði og lög ein og sér næðu ekki til að spoma við, gagn- kvæm tillitsemi yrði alltaf að fylgja með. I pallborðsumræðum sem á eftir fóru komu fram margar fyrir- spumir og meðal annars hve mikil vinna væri framundan að skrá og flokka reiðleiðir fyrir frekara áframhald. Sigríður Sigþórsdóttir frá LH taldi það ekki eiga að taka mjög langan tíma þar sem mikið af upplýsingum væri til staðar í gagnagmnni sveitarfélaga vegna skipulagsvinnu þeirra. Og þó til- lögum að flokkun reiðvega væri ekki lokið þá mætti nota tillögur nefndar samgönguráðuneytisins um reiðvegamál sem stuðningsp- lagg heima í héruðum til undir- búningsvinnu. Almenn ánægja var með málþingið sem þótti takast vel og vom menn að lokum hóflega bjartsýnir á að málefni þeirra er „vilja frjálst um fjöllin ríða“ séu á réttri leið þó hægt fari. /GR. r ^ A DeLaval Alpro Tölvustýrð kálfafóstra • Alpro tölvustýrð kálfafóstra • Fjárfesting sem borgar sig! • Einstaklingsfóðrun • Fjöldi heimsókna og stærð skammta er forritað á einfaldan hátt • Getur fóðrað allt að 30 ungkálfa • Sjálfvirk aukning/minnkun á dagskammti • Færri vinnustundir við fóðrun • Rólegri og heilbrigðari kálfar • Fæst í tveimur útgáfum Alpro og Stand alone VELAVERf Reykjavík: Lagmúli 7 Sími 588 2600 Akureyri: Dalsbraut le Sími 461 4007 www.velaver.is Garðyrkjumiðstöðin formlega opnuð við hátíðlega athöfn: „Fyrsta skrefið í afi festa Ifigheimili garðyrkjunnap í sessi" Garðyrkjumiðstöðin var opnuð við hátíðlega athöfn að Reykjum í Ölfusi á dögunum að viðstöddu fjölmenni. Það eru Bænda- samtök íslands, Garðyrkjuskóli ríkisins og Samband garðyrkju- bænda sem standa sameiginlega að miðstöðinni og var samningur vegna hennar undirritaður við opnunina og staðfestur af land- búnaðarráðherra. RARIK gaf nýja heimtaug í til- raunagróðurhús sem verður opnað bráðlega og er verðgildi þeirrar gjaf- ar um 800 þús. krónur. Þá var end- umýjaður samningur milli Garð- yrkjuskólans, Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins um „græna símennturí' þ.e. samvinna í endur- menntun á þeim sviðum sem tvær síðamefndu stofnanimar starfa á. Garðar Ámason og Magnús Á. Ágústssoii garðyrkjuráðunautar Bændasamtaka íslands og Unn- steinn Eggertsson framkvæmda- stjóri Sambands garðyrkjubænda hafa flutt starfsemi sína í mið- stöðina ásamt tilraunastjóra Garð- yrkjuskólans. Þessi fyrsti áfangi er um 125 m2 en Sveinn Aðalsteins- son skólastjóri Garðyrkjuskólans vonast til að bráðlega verði hægt að bjóða út 425 m2 viðbyggingu til norðurs sem myndi hýsa skrifstof- ur, bókasafn og nýjan fyrirlestrar- sal. „Þessi áfangi er fyrsta skrefið en hann er að sjálfsögðu ófull- nægjandi vegna þrengsla. Þetta er þó fyrsta skrefið til að festa lög- heimili garðyrkjunnar í sessi,“ sagði Sveinn. Hann segir að til að ljúka næsta áfanga vanti fé og til að tryggja það fé þurfi hann á stuðningi að halda frá þingmönnum. „Það skipt- ir rniklu máli að við sköpum þess- ari atvinnugrein og þróunarstarfi hennar lífvænleg skilyrði. Þannig framleiðum við áfram vöm og veitum þjónustu sem skiptir máli fyrir daglegt líf okkar allra en skiptir jafnframt sköpum fyrir lífsviðurværi hátt í 2000 fjöl- skyldna." „Þetta er merkur áfangi þó að Að ofan má sjá fulltrúa að- standenda garðyrkjumiðstöðvar- innar ásamt ráðherra og ráðuneyt- isstjóra. F.v.: Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóra BÍ, Sveinn Aðalsteinsson skóla- stjóra Garðyrkjuskóla ríkisins, Guðmund Helgason ráðuneytis- stjóra landbúnaðarráðuneytisins og Kjartan Ólafsson formann Sambands garðyrkjubænda. Hér til hliðar eru starfsmenn garð- yrkjumiðstöðvarinnar, f.v.: Magnús Ágústsson og Garðar Árnason garðyrkjuráðunautar BÍ og Unnsteinn Eggertsson fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda. við bíðum þess enn að aðstaðan verði fullkomnari en hún er þegar orðin,“ sagði Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna. „Ég get ekki neitað því að við í Bændahöllinni söknum þessara ágætu félaga okkar og vissulega mun gangurinn veikjast þegar þessi fagþekking fer úr húsi. End- anlegt mat gat hins vegar aldrei orðið annað en að það hlyti að vera heilladrýgra fyrir greinina að færa þessa fáu fagaðila í garðyrkjunni saman og styrkja þeirra samstarf í rannsóknum, leiðbeiningu og kennslu. Auðvitað munum við þó áfram halda tengslum við okkar menn.“ „Nú eru ráðunautamir komnir heim,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra við opnunina. „Skólamir era hjartastaður bú- greinanna. Þeir dæla afli og orku í greinamar og þess vegna eiga vísindamennimir og ráðunautamir að vera þar. Þar em þeir í gras- rótinni og í þeim tengslum sem þeir þurfa á að halda.“ Guðni segir mörg og stór verk- efni að vinna. „Við eigum eftir að byggja við þennan skóla og ég er sannfærður um að það mál fær framgang. Ég trúi því að á næstu tveimur ámm verði spýtt í lófana og tekið á með þessari stofnun. Ég heiti því að ég skal fara fyrir því liði af fullri orku og veit að margir vilja þar fara fram úr mér til að eiga þau afrek sem menn í þessari stofnun vilja vinna.“

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.