Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. jamíar 2001 SMdur studningur f I aö lahia námskostnaO Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að efla stuðning ríkissjóðs við þá framhaldsskóla- nema sem stunda nám fjarri heima- byggð. Hafa ljárveitingar í þessu skyni aukist ár frá ári síðan 1996 eða um 297%. Á skólaárinu 1999- 2000 var 344 milljónum kr. varið til að jafna námskostnað um 3300 framhaldsskólanema. Áætlað er að á þessu skólaári, 2000-2001, verði þessir nemendur 3800 og á árinu 2001 eru 443 milljónir króna til ráðstöfunar. Með þessurn hækkun- um hafa ríkisstjórn og Alþingi verið að framkvæma byggðaáætlun sem Alþingi samþykkti 3. mars 1999. Eg kynntist því á fundum mínum í öllum framhaldsskólum landsins fyrir réttu ári, að nemend- ur töldu reglur um úthlutun styrkja til að jafna námskostnað ekki með öllu sanngjamar. Jafnframt kom frarn að of margir leituðust við að fara í kringum reglurnar. Með vísan til þessara sjónar- miða nemenda og þeirrar ánægju- legu staðreyndar að aukið fé var til ráðstöfunar, ákvað ég að setja nýja reglugerð um úthlutun þessara styrkja og tók hún gildi 24. október 2000. Áfram er styrkjum úthlutað af sérstakri nefnd en hún starfar ekki lengur beint á vegum mennta- málaráðuneytisins heldur hefur öll umsýsla vegna styrkjanna verið flutt til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Umsóknareyðublöð hafa verið endurskoðuð og kröfum um upplýsingar hefur verið breytt, þannig að meiri áhersla er lögð á námsframvindu en áður og staðfestingu skóla á henni. I stuttu máli má lýsa nýju reglun- um á þennan hátt: 1. Lánasjóði íslenskra námsmanna er falin öll framkvæmd og umsýsla fyrir námsstyrkjanefnd en undanfarin ár hefur umsýslan verið hjá menntamálaráðuneyt- inu. 2. Umsóknum verður skilað til LIN og útborgun mun eiga sér stað tvisvar á ári, þ.e. í janúar og maí, beint inn á bankareikninga námsmanna. Áður sáu fram- haldsskólar um móttöku um- sókna og útborgun styrkja og átti útborgun sér stað einu sinni á ári. 3. Kallað verður eftir upplýsingum frá skóla um ástundun / námsárangur, áður en útborgun á sér stað til staðfestingar skil- yrðis um reglubundið nám. Fram að þessu hefur skráning í nám verið talin nægja. 4. Skilyrði um að sambærilegt nám sé ekki hægt að stunda í heima- byggð verður rýmkað. Við mat á sambærilegu námi og styrkhæfi nemenda á 1. ári verður áfram vísað til námsbrauta, en vegna náms eftir það verður vísað til eðlis og gæða skóla eða ein- stakra námsáfanga að mati umsækjanda. 5. Meginflokkum jöfnunarstyrkja fækkar úr fjórum í tvo, þ.e. ann- ars vegar styrki vegna dvalar fjarri lögheimili og fjölskyldu námsmanns og hins vegar styrki vegna ferða (skólaaksturs) milli skóla og lögheimils. 6. Styrkur vegna dvalar fjarri lögheimili tekur mið af lögheimili. Þannig verður land- inu skipt í þrjú svæði: A) höfuðborgarsvæðið og Akur- eyri; B) sveitarfélög og nágrannabyggðir með fram- haldsskóla; C) önnur byggðar- lög. Ef nám kallar á dvöl fjarri lögheimili og fjölskyldu náms- manns á svæði C fæst 30% uppbót á grunntjárhæð og 15% uppbót ef lögheimili og fjöl- skylda námsmanns er á svæði B. 7. Styrkur vegna ferða milli lögheimils og skóla rennur eins og áður til skóla sem skipu- leggja akstur fyrir nemendur en einnig beint til námsmanna sem ekki geta notfært sér skólaakstur og sækja skóla utan höfuðborg- arsvæðisins langa vegalengd. I nýrri reglugerð er eins og áður lögð megináhersla á að styrkja námsmenn vegna viðbótar- kostnaðar sem fylgir tvöföldu heimilishaldi. Jafnframt er nú leit- ast við að auka rétt námsmanna til að velja og ákveða sjálfír það nám og skóla sem þeir telja eftirsóknar- verðan og er það grundvallarbreyt- ing. Að loknu 1. ári samkvæmt skipulagi skóla fá námsmenn þannig rýmri heimildir en áður til að sækja nám utan heimabyggðar, þar á meðal geta námsmenn á höfuðborgarsvæðinu fengið styrk til náms á landsbyggðinni. Breyt- ingin þýðir aukið aðhald að skólum og skólastarfi, en um leið aukin tækifæri. Skólar sem bjóða upp á eftirsóknarvert nám geta fjölgað nemendum og styrkt stöðu sína. Er þessi breyting í takt við Hólar í Hjaltadal nýja aðalnámskrá framhaldsskóla þar sem nemendur fá aukið frelsi en ennfremur hafa framhaldsskólar öðlast meira sjálfstæði með fjárveitingum en áður og geta nú frekar en áður skapað sér sérstöðu. Almennt skilyrði fyrir styrk verður eftir sem áður búseta og/eða skólasókn fjarri lögheimili námsmanns og lögheimili nánustu fjölskyldu, þ.e.foreldra/forráða- manns. Heimilt verður síðan að vfkja frá kröfu unt búsetu fjarri foreldrum/forráðamanni að ákveðnum skilyrðum uppfylltum s.s. ef lögheimilishúsnæði er í eigu námsmanns. Þannig verður leitast við að koma í veg fyrir ranga lögheimilisskráningu og misnotk- un styrkja með tilbúinni tilfærslu á lögheimili. Á fundum mínum í frarn- haldsskólum átti ég þess kost að kynnast viðhorfum þúsunda nem- enda og þar kom fram hjá mörgum að þessi styrkur skiptir miklu fyrir marga þeirra. Enginn mælti að sjálfsögðu misnotkun styrkjanna bót en margir töldu ekki síður mik- ilvægt að gefa höfuðborgarbúum tækifæri til að stunda nám á lands- byggðinni en öfugt. Á þessum álitaefnum hefur nú verið tekið með nýju reglunum. Þessi skólavetur er sérstæður vegna tveggja mánaða verkfalls. Menntamálaráðuneytinu tókst að kynna nýju reglurnar og senda frá sér ný umsóknareyðublöð fyrir verkfallið og ekki er ætlunin að það spilli því að nemendur fái þessa styrki, enda fullnægi þeir hinum almennu skilyrðum. Von mín er sú að hið aukna fjármagn og styrkirnir renni til þeirra sem nýta þá til að búa sig sem best undir framtíðina með því að leggja alúð við nám sitt og ná þeim árangri sem að er stefnt. Björn Bjarnason menntamálaráðherra Gæúastýring I úmsarætt Stutt yfirlit Sú aukna gæðastýring sem nú er verið að korna á í íslenskri hrossarækt miðar að því að votta framleiðslu húanna sent vistvæna gæðaframleiðslu og tekur á þáttuni sem lúta að áreiðanleika ætternis og uppruna hrossa, velferð þeirra og verndun landgæða. Fyrsta stig vottunar- innar sem lýtur að ætt og uppruna er þegar komið til framkvæmda, annað stig hennar sem tekur á landnýtingu er einn- ig komið til framkvæmda og lokastigið fer af stað nú í upphafi árs 2001. Þessari tilraunakeyrslu á gæðastýringunni lýkur síðan í vor þegar fyrstu búin hafa farið gegnum öll þrjú þrepin. 1. Gæða-skýrsluhald Tilgangurinn með skýrsluhaldi í hrossa- rækt er fyrst og fremst að aðstoða hrossaræktendur við að halda á tryggan hátt utan um allar mikilvægar upplýsingar um einstök hross í þeirra eigu og mynda á þann hátt gagnagrunn sem unnt er að vinna úr frekari upplýsingar sem síðan nýtast hverjum og einum við ræktunarstarfið. Vel unnið skýrsluhald verður stöðugt mik- ilvægara þar sem kröfur um sönnun á réttmæti upplýsinga verða sífellt háværari meðal kaupenda íslenska hestsins. Gæðavottun á skýrsluhaldið er til að koma til móts við þessar kröfur en auðvitað einnig þeim sem hrossarækt stunda til hagsbóta. Folöld sem fæðast á árinu 1999 eru fyrstu gripirnir sem koma til skráningar í þessu nýja kerfi. Þetta stig tengist sterklega WorldFeng- ur verkefninu sem gengur út á að koma á miðlægum gagnagrunni um öll íslensk hross í heiminum. I. V.l.t .Im ».-l7 2. Gæða-landnýting Annar af þremur hlutum vottunar um vistvæna gæðaframleiðslu lýtur að notk- un lands með tilliti til beitar. Þar er leiðarljósið að nýta landið en níða ei og vottunin gengur út á að beitin rýri ekki landgæði né hamli eðlilegri framþróun. Þessi vottun er unnin undir faglegri umsjón landgræðslunnar en ábyrgðaraðili er viðkomandi búnaðar- samband. 3. Gæða-umhirða Þessi hluti vottunarinnar um vistvæna gæðaframleiðslu tekur til heil- brigðisþátta og miðast við að fóðurástand og almennt heilbrigði hross- anna sé með ágætum enda því fylgt eftir með kerfisbundnu eftirliti. Þetta eftirlit er framkvæmt af viðurkenndum dýralækni en er í umsjá viðkomandi búnaðarsambands. Ágúst Sigurðsson i

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.