Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 19
Þríðjudagur ló.janúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 19 Oddur Árnason hjá SS vinnur verðlaun fyrir grafinn mjólkurkálf: Undrunarefni að bændur hafi ekki viljað taka hátt í mjúlkur- káltaeldi Oddur Arnason, kjötiðnaðar- niaður frá SS, fékk á liðnu ári verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina í nautakjöti en Landssaniband kúabænda veitti verðlaunin. Verðlaunin fékk hann fyrir bláberjagrafinn mjólkurkálf. Nokkur umræða hefur einmitt verið um hvort reyna eigi að markaðssetja afurðir úr mjólkurkálfum hér á landi en ekki hefur orðið af því ennþá. Mjólkurkálfar eru frábrugðnir öðrum kálfum að því leyti að þeir eru aldir nær eingöngu á mjólk í 100 daga áður en þeim er slátrað. Þá eru þeir nokkru stærri en venjulegir kálfar þegar þeim er slátrað. Kjötið er í þeim er mun ljósara og Oddur telur það jafnvel geta verið í samkeppni við kjúkl- inga. „Þetta kjöt er frekar bragð- lítið en svipar í raun mjög tii venjulegs kálfakjöts. Mér finnst þetta samt skemmtilegri vara,“ segir hann. Oddur telur mikla möguleika fyrir hendi í framleiðslu mjólkur- kálfakjöts. „Bændur hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í slíku eldi og framleiða þetta fyrir okkur. Það helgast kannski af því að þeir þurfa að gera heilmiklar breytingar hjá sér til að gera þetta en ég er samt hissa á því að bænd- ur séu ekki opnari fyrir þessum möguleika. Nokkrir framleiðendur reyndu þetta að vísu í smátíma en síðan datt það upp fvrir. Þessi vara verður ekki ódýr en ég er nokkuð bjartsýnn á að það væri hægt að markaðssetja hana hér á landi og selja í töluverðum mæli.“ Oddur segir þessa vöru vel þekkta erlendis og að þar njóti hún töluverðra vinsælda. „Það er hins vegar erfitt að fara út í markaðssetningu á vöru sem svo er ekki hægt að bjóða fram. Eg held hins vegar að þessi vara geti átt framtíðina fyrir sér,“ segir Oddur. Hann er hins vegar ekki í vafa um að íslenskt kjöt sé fyllilega santbærilegt við annað kjöt. „Við framleiðum mjög góða vöru og hráefnið er mjög gott. Við erum hins vegar með rnjög smátt kyn bæði hjá kúm og svínum. Tveir Danir sem nýlega hófu störf hjá okkur og hafa m.a. starfað við svínaslátrun í Danmörku segja að svínakjötið hér sé mun betra en annað sem þeir hafa kynnst," segir Oddur að lokum. Hún er lífseig þessi árátta að bera saman allt og ekkert. Þegar maðurinn verður vitni að nýjung- urn þá ber hann þær saman við það sem honurn er tamt. Þetta á ekki síst við þegar staðið er á er- lendri grund og kynnst siðum og menningu þarlendra. Þessi samanburðarárátta kom yfir undirritaðan þar senr hann leggur stund á nám við háskóla Montana fylkis í Bandaríkjum Norður- Ameríku sem staðsettur er í Bozeman, lítilli borg í suðvesturhluta fylkisins. Hér snýst landbúnaður undan- tekningalítið um nautakjöt, nokkj - ar kindur og allmarga hesta. Um 76% lands í Montana eru nýtt til nautakjötsframleiðslu og þó er ríkið um þrisvar sinnum flatarmál íslands og að mestu gróið, þó mis- jafnt að gæðum. Hér er megin- landsloftslag með heitum og þurr- um sumrum en vetur kaldir og á stundum snjóþungir. Algeng meðalársúrkoma er tæplega 300 og upp í 500 mm á ári, 11-20 tornmur eins og sagt er hér í landi tommu, ekru og punds. Lítil úrkoma er enda erfiðust náttúru- afla landbúnaði hér um slóðir og vökvun víðast nauðsynleg til að fá uppskeru af ræktuðu landi. Vegna þessarar ntiklu naut- griparæktar er beitiland og meðferð þess töluvert stúderuð hér um slóðir. Þróaðar hafa verið ýmsar aðferðir við mat á fram- leiðslugetu lands sem og aðferðir við að stjórna beitinni svo best fari saman arður af gripunum og geta landsins til að framleiða fóður. Hvort tveggja hefur tekisl misjafnlega og yfirleitt sýnt sig að mismunandi aðstæður kalla á mis- munandi mælikvarða og mismun- andi aðferðir við stjómun. T.d. er úrkoma lykilatriði varðandi frarn- leiðslugetu landsins og gróður- skilyrði. Hæð yfir sjávarmáli skiptir einnig rniklu máli og lega lands (topography) sem hefur mikið að segja um hvernig grip- irnir dreifast um landið. Nautgrip- ir fara sjaldnast langt frá vatni þegar þeir eru á beit og því getur staðsetning vatnsbóla verið afar mikilvæg. Jarðvegsgerð hefur einnig mikið að segja um hvaða plöntur má búast við að vaxi á viðkom- andi stað en plöntusamsetning er grunnatriði í mati á því sem hér er kallað ástand úthaga (range cond- ition). Stuðst er við kvarða og skrár yfir hvaða plöntur víkja úr landi við beit og hvaða plöntur eflast eða koma inn í land við beit og hver „eðlileg" plöntusamsetn- ing ætti að vera. Ekki eru allir á eitt sáttir um notkun þessara kvarða enda hefur fleiri þáttum smám saman verið bætt inn í mat á ástandi s.s. jarðvegsþáttum. Það sem hins vegar flestir hér eru sammála urn er að mik- ilvægt er að fylgjast með ástandi landsins því að það er alveg ljóst að afkoma bændanna byggir á því og þar sem aldir eru nautgripir sýna áhrifin af hnignandi beitilandi sig afar fljótt í minnkandi afrakstri. Ríkið, það er ég Það kom mér nokkuð spánskt fyr- ir sjónir eftir skamma dvöl hér í landi frelsis og kapítalisma að land í eigu nkisins er hér í ríkum mæli. Skógar, beitiland, þjóðgarðar, víðemi (wilderness) og svo bara land. Þetta á sér sögulegar skýringar sem og pólitískar. Töluverðu af landi vai' haldið frá við landnám hér vestra og síðar hefur því vaxið fiskur um hrygg að taka frá land til ýmissar verndunar. Mikið af þessu rfkis- landi er nýtt til beitar, ekki síst nautgripabeitar, og eins og við er að búast eru ekki allir á eitt sáttir hvernig með skuli fara. Sumir vilja afnema þessa „landníðslu" með öllu en aðrir fullyrða að vel geti farið saman vemdun og búfjárbeit. Enn aðrir telja búfjárbeit blátt áfram nauðsyn- lega til að viðhalda eðlilegu vist- kerfi enda séu stórir grasbítar þróunarlegur hluti þess. Ekki er því að neita að víða er þetta ríkis- land afar rýrt af landkostum, eyðimerkur og lítt grónar fjallshlíðar eru þar dæmi. Annað land er þó afar kostaríkt og er aðgangur rnargra bænda að því grundvöllur þeirra búskapar og núverandi tilveru. Það flækir þó málið að í raun er það hinn ameríski „almenning- ur“ sem á landið en ríkið fer með umboð hans og eins og flestir vita býr „almenningur“ ekki lengur í sveitum. Þrjár ríkisstofnanir fara með framkvæmdavald á þessu landi hins ameríska almennings; „Skógræktin“ (Forest Service), „Landnýtingarstofnunin" (Bureau of Land Management) og „Þjóðgarðaþjónustan“ (National Park Service) (þýðingar undir- ritaðs). En hver ákveður þá hvern- ig farið skuli með þetta land? Jú, þingið samþykkir lög sem fjalla um landið og mismunandi lög gilda eftir því hver tilgangurinn með landinu er og stofnanirnar vinna hver með sinn hluta þess. Stofnanirnar vinna síðan eftir þes- sum lögum og útfæra sínar eigin starfsreglur innan lagarammans. Allt er þetta rökrétt og gott og blessað en umfangið er gríðarlegt, enda er það almennt viðurkennl að stofnanirnar þrjár hafi engan veginn undan að halda utanum allt þetta land, ekki síst vegna fjárskorts. Tilkoma mats á um- hverfisáhrifum 1969 jók enn á vandræði þeirra vegna stórau- kinnar skriffinnsku og krafna urn ítarlega umfjöllun urn allar aðgerðir ríkisins á þessu landi sem umtalsverð áhrif hafa á manninn og umhverfið. Mörg umdeild mál hafa farið fyrir dómstóla og ekki orðið til að sætta sjónarmið andstæðra fylk- inga. Kostnaður vegna umsjár ríkisins með þessu landi er því mikill. Hér eins og annars staðar er þó notkun lands ört að breytast og aðgengi hins almenna borgara að fjölbreyttri náttúru er hér tryggt. Það er líka leitun að ódýrari stangveiðileyfum. Björn H. Barkarson Fyrirtækið Vélaval hefur verið starfrækt í Varmahlíó í 26 ár: Við erum i góúu sam- bandi við bamdm* Þó að mörg fyrirtæki starfi í landbúnaðinum og þjóni honum eru frekar fá þeirra staðsett mjög nálægt bændunum sjálfum heldur yfirleitt í stærri þéttbýliskjörnum. Vélaval er hins vegar eitt þeirra fyrirtækja sem hefur kosið að vera með starfsemi sína nálægt bændum en það hefur verið starfrækt í Varmahlíð í Skagafirði frá árinu 1974. Það er Kristján Sig- urpálsson sem hefur séð um reksturinn frá upphafi en nú starfa hins vegar tveir menn í fyrirtækinu auk hans. I upphafi bar fyrirtækið nafn eigandans en fékk nafnið Vélaval eftir að því var breytt í hlutafélag árið 1994. „Ég byrjaði á að vera með söluumboð fyrir dráttarvélar framan af. Síðan tók ég yfir versl- un föður míns sem seldi fóður og áburð. Um 1980 fór ég síðan að flytja inn varahluti, verkfæri o.fl. í byrjun var ekki fullt starf að reka þetta fyrirtæki og ég stundaði búskap með þessum rekstri allt til ársins 1988. Umfangið hefur farið vaxandi síðan.“ Vélaval selur núna auk framangreindra vara innréttingar í fjós og annað sem því tilheyrir á borð við loftræstingu, sköfur, tanka o.fl. Þó að Vélaval sé í nágrenni við skagfirska bændur segir Kristján að fyrirtækið selji vörur um allt land. „Við erum í mjög góðu sam- bandi við bændurna og það hefur hjálpað geysilega mikið við söluna. Það er mikið af ungum og áhugasömum bændum í Skagafirði sem hafa sýnt því áhuga sem við höfum flutt inn. Sá áhugi hefur svo smitað út frá sér.“ Það hefur víst ekki farið F.v.: Kristján Sigurpálsson, Jóhann P. Jóhannsson og Sigurbjörn Á. Friðriksson. framhjá bændum að margir eru að breyta fjósunum hjá sér eða hlöðum í lausagöngufjós og nokkr- ir standa auk þess í nýbyggingum. Vélavalsmenn hafa orðið varir við það í mikilli sölu á innréttingum. „Nú á seinni hluta ársins er mest að gera í innréttingunum og meiri- hluti af sölu okkar er í þeim. Á fyrri hluta ársins og yfir sumarið er svo aftur meiri sala í varahlutum í vélar.“ Fyrirtækið er smátt í sniðum en Kristján segir ekki á stefnuskránni að stækka við sig. „Við stefnum frekar að því að bæta þjónustuna í þeim vörum sem við erum með. Við höfum ekki hugsað okkur að fara út í sölu á vélum, að minnsta kosti ekki á næstunni." Kristján reiknar með að salan hjá honum muni aukast í framtíðinni, svo fremi sem vel gangi í landbúnaðinum. „Það er al- menn bjartsýni í kúabúskapnum og þá erum við að sjálfsögðu bjartsýnir líka. Það er hins vegar dapurt í sauðfjárræktinni og lítið um að vera þar. Ég sé hins vegar ekki fram á að aukningin í sölu verði áframhaldandi hjá okkur samfara breytingum á kúabúskapnutn," segir Kristján að lokum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.