Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. jauúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 9 Grímur líttu þer nær! í annars ágætu Bændablaði er einn þáttur sem stundum hefur vakið upp spurningu um tilgang. Það er pistillinn Grímur hefur orðið. Kannski er hér reynt að lfkja eftir þeim félögum Dagfara í DV eða Garra í Degi, en með ákaflega lélegum árangri. I 20. tbl. fjallar Grímur um neikvæð skrif ónefnds stjórnar- andstæðings sem með neikvæðni sinni geti hugsanlega „eyðilagt og skemmt annars heilbrigt efna- hagslífÞetta er auðvitað voða- legt ef satt reynist en gott er til þess að vita að málgagn Bænda- samtakanna er á verði gagnvart slíkum niðurrifsmönnum. En er neikvæður málflutningur ein- göngu stundaður af þeim „sem eru í andstöðu við stjórnvöld og líklega máttarvöld að auki“? Mér finnst að Grímur þurfi ef til vill ekki að fara svo langt til að finna hliðstæðu, eða hvað dettur honum fyrst í hug þegar andlit Bændasamtakanna kentur upp í hugann? Er það brosandi andlit sem flytur jákvæðar fréttir af ástandinu í landbúnaði eða er mál- flutningurinn ef til vill svipaður og hjá stjórnarandstæðingnum sem fer svo mjög í taugarnar á Grími? Hafa áhyggjur bændaforystunnar urn að bændur séu að offjárfesta í vélum og húsum farið fram hjá Grími svo að ekki sé nú minnst á síendurtekið tal um að kúabændur kaupi kvótann alltof dýru verði? Ef þessi atriði hafa farið fram hjá honum vil ég benda á frásögn af fundi á Akureyri í 20. tbl. Bænda- blaðsins á bls. 14 og 15 en ekki er beint hægt að segja að bjartsýnin ein ráði þar ríkjum. Þegar horft er til framtíðar verður að vera hæfi- leg bjartsýni, annars dregur svart- sýnin allan mátt úr mönnum og engar framfarir eiga sér stað. Hins vegar verður samhliða bjart- sýninni að hafa alla gát á, enda er bændum langflestum það fullljóst að þær fjárfestingar sem farið er út í eru alfarið á þeirra eigin ábyrgð og enginn kemur til hjálpar ef illa fer. Hlutverk stjórnmálamanna og ekki síður forystumanna bænda er að búa landbúnaðinum ákveðin ytri skilyrði sem bændum er ætlað að vinna eftir, að öðru leyti taka bændur eins og aðrir aðilar í rekstri afleiðingum gjörða sinna. Að lokum vil ég segja við Grím þennan að hann þarf ekki að hafa minnstu áhyggjur af því að missa vinnu sína, því að það hefur ekki tíðkast í Bæn(d)ahöll að segja upp starfsfólki jafnvel þótt það komist á aldur eins og hann veit manna best sjálfur. Með nýárskveðju. Guðmundur Lárusson Stekkum Um leið og Bbl. óskar GL gleðilegs nýárs er rétt að eftir- farandi komi fram. A síðasta áratug hefur um tíu manns, sem starfaði hjá Búnaðarfélagi Islands (nú Bændasamtökum Islands) eða Framleiðsluráði landbúnaðarins verið sagt upp störfum. Enginn starfsmaður Bændasamtakanna hefur verið á launaskrá BI né Fr.l eftir að hafa náð hámarksstarfs- aldri amk. síðastliðin 15 ár. Þess má geta að Grími hefur verið gerð erein fyrir þessu! Ritstj. „Árdegið kallar, áfram liggja sporin “* Landbúnaður á nýrri öld Guðni Ágústson landbúnaðarráðherra boðartil almennra umræðufunda um framtíð landbúnaðar á íslandi á eftirtöldum stöðum: Fimmtudagur 25. janúar: kl. 14.00 Miðgarður, Skagafirði 20.00 Hótel KEA, Akureyri Fimmtudagur 1. febrúar: kl. 14.00 Hótel Kirkjubæjarklaustur 20.00 Þingborg, Árnessýslu Fimmtudagur 15. febrúar: kl. 14.00 Sævangur, Strandasýslu 20.00 Dalabúð, Búðardal Landbúnaðarráðuneytið * Úr aldamótaljóði Hannesar Hafstein A' DeLaval HITAVATNSKÚTAR Lágmúli 7 108 Reykjavík sími 588 2600, VÉIAVERP,ax 588 2601 Ryðfríir að utan og innan Sérúttak í þvottavél Hámarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur Stillanlegur blöndunarventill Sér heitavatnsúttak f þvottavél „95°C” "Urhskíptanleg taeringarvörn Ytra byröi úr ryðfríu stáli „Polyurethane" einangrun án umhverfiseyðandi efna Innra byrði úr ryðfríu stáli Hltaelement Oryggisventill'

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.