Bændablaðið - 13.03.2001, Qupperneq 6

Bændablaðið - 13.03.2001, Qupperneq 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Alltaf skrefi framar n diYTií TAMSTíTO Bjóðum uppá hin vinsælu eyrnamerki fyrir búfénað frá RITCHEY TAGG. Sérpöntum númeruð merki í allt að ellefu litum. Frí merkitöng fylgir fyrstu 100 merkjunum. (Frí merkitöng fylgir aðeins Snapp Tagg) Einnig merkipennar, úðabrúsar og krítar. VELAR& ÞJéNUSTAhF ÞeKKTIR FYRIR ÞJÓNUSTtl JArnhAlsi 2 «iio Reykjavík ■ Sími: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■www.velar.is Oseyri 1a «603 Akurcyri ■ SÍMi: 461-4040 ■ Fax: 461-4044 Selfoss, pakkhús v/Trygcvatorg b8oo Selfoss ■Sími: 482-1501 ■ Fax: 482-2819 Hklla, pakkhús «850 Hella ■ SÍMI: 487-5887 mFaX: 487-5833 Fyrirspurnir á Alþingi um húshitun: Húshitun með olíu 146 hús. kpúnum lnerri en hjú orkufyrirtækjum Húshitunarkostnaður í sveitum var nokkuð til umræðu á Alþingi á dögunum þegar tveir þingmenn lögðu fram fyrir- spurnir um þetta málefni til iðnaðarráðherra. Fyrri fyrirspumin, sem kom frá Einari K. Guðfinnssyni, var al- menns eðlis og var þá spurt um fjölda þeirra lögbýla sem ekki ættu þess kost að tengjast veitukerfum orkufyrirtækjanna í landinu, áætlaða heildarorkuþörf þessara jík Polaris -umbodid á Akureyri sími 462-3626 Glerárgötu 32 Sportsman 6X6 Burðargeta 400 kg. Hátt og lágt drif. Verð 1.069.000 kominn á skrá og meö VSK, 858.620 án VSK Fjórhjól verð frá 549.000 með VSK Vélsleðar í úrvali, verð frá 598.000 komnir á skrá og með VSK Úrval af útivistarfatnaði, gallar, skór, hanskar, hjálmar, gleraugu, nýrnabelti.o.fl. o.fl. o.fl. Viðgeröar- og varahlutaþjónusta býla, hversu mikið ætla mætti að húshitunarkostnaður þessara býla breyttist við það að þau tengdust þessum kerfum og aðgerðir ráðherra til að lækka húshitunar- kostnað þessara lögbýla. I svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra kom fram að samkvæmt gögnum frá orkufyr- irtækjum megi ætla að 115 lögbýli séu ekki tengd veitukerfum þeirra. Af þeim hafa um 70 heima- rafstöðvar og um 25 eru í eyði þannig að eftir standa um 20 býli í ábúð sem hvorki hafa aðgang að veitukerfi orkufyrirtækja né heimarafstöð. Tekið er fram að nánast allir eigi þess kost að tengj- ast þessum veitukerfum en oft sé það ekki raunhæfur kostur vegna kostnaðar. Þá kom einnig fram að miðað við meðalorkuþörf á býlum kostar 226 þúsund krónur á ári að hita með olíu en tæplega 80 þúsund að vera tengd veitukerfum orkufyrirtækja. Þarna munar því 146 þúsund krónum. Ráðherra upplýsti einnig að í ljósi þessara staðreynda hefði hún ákveðið að fela nefnd á vegum ráðuneytisins að kanna stöðu þessara mála og gera tillögur um aðgerðir vegna lögbýla sem ekki eru tengd orku- fyrirtækjum. Svanfríður Jónasdóttir spurði síðan um niðurgreiðslu á húshitun með olíu. Hún vildi vita hvar á landinu íbúar ættu ekki annan kyndingarkost en olíu og hvort niðurgreiðsla á þessum kostnaði samræmdist tillögum um lækkun á húshitunarkostnaði sem komu fram bæði í skýrslu um aðgerðir í byggðamálum og þingsályktun um stefnu í byggðamálum 1999-2002. Svanfríður sagði það alveg ljóst að húshitun með olíu hefði ekki notið sömu fyrirgreiðslna og húshitun með raforku og sums staðar hafi menn ekki annan kost en olíu til kyndingar. Ráðherra upplýsti í svari sínu að í húshitunarspá orkuspámefnd- ar frá 1996 væri talið að um 1,3% af öllu hituðu íbúðarhúsrými í landinu væri hitað upp með olíu. Þetta hlutfall var hæst á Vestfjörðum, eða 7%. Langstærsta einstaka svæðið sem þannig háttar til er Grímsey þar sem búa um 100 manns, en einnig nefndi ráðherra Hólsfjöll og Flatey á Breiðafirði. Þá sagði ráðherra það vera skoðun ráðuneytisins að olíustyrkir féllu ekki undir þær aðgerðir til lækkun- ar húshitunarkostnaðar sem mælt sé fyrir um í byggðaáætlun. Aðgerðir til þess hafa einkum verið að setja á stofn hitaveitur þar sem því verður við komið og auka niðurgreiðslur til rafhitunar. Þetta svar kom Svanfríði á óvart því að hún sagðist hafa staðið í þeirri trú að þessi ákvæði um húshitun ættu jafnt við um olíu sem orkugjafa eins og aðra orku- gjafa. Valgerður ítrekaði það hins vegar að þetta væri skoðun ráðu- neytisins, ekki hennar eigin skoðun, og að framangreind nefnd myndi skoða þennan þátt líka. Takmarkið væri að lausn væri komin á þessi mál áður en næsti vetur gengi í garð. Rekstrargangar á vefnnm Tveir þingeyskir bændur, þeir Vilhjálmur Grímsson og Halldór Hrafn Gunnarsson, hafa unnið við það í hjáverkum að smíða rekstrarganga og selja. Þeir hafa þegar selt fimm slíka til bænda í Þingeyjarsýslum og nú eru þeir farnir að kynna starfsemi sína á vefnum. Rekstrargangar þessi nýtast til margra hluta ef rnarka má vefsíðu þeirra félaga. Hægt er að nota þá við flokkun, ef t.d. þarf að draga heimafé frá ókunnugu. Þeir gagnast einnig þegar vigta á fé, gefa lyf eða skoða ær á haustin með tilliti til holdafars, tanna o.fl. Gangurinn er smíðaður úr gal- vanhúðuðu próffljárni og hliðamar eru klæddar með olíusoðnum krossviði. Hann getur mest verið 370 cm á lengd. 115 cm á hæð og 114 cm á breidd. Hægt er að skoða rekstrar- ganginn nánar á slóðinni http://gangur.nett.is. Þar eru einnig upplýsingar um hvernig hægt er að komast í samband við þá félaga. Hægt er að ná sambandi við þá Vilhjálm og Halldór, í símum 464- 3266 og 866-4975. Sparaðu fé og fyrirhöfn Z Dráttarvéladekk Heyvinnuvéladekk Vörubíladekk £ / / / Jeppadekk Fólksbíladekk Hjá Gúmmívinnslunni fœrð þú allt á einum stað! Z Felaur 2 Rafgeymar £ Keðjur Z Básamottur .. M ú Oryggishellur Kannaðu málið á www.gv.is Haltu þeim á Sendum um allt land - Frrr flutníngur til Reykjavíkur SuL -■ mottunm! 9m J Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 • Akureyri Hringið og fáið frekari upplýsingar Sími 461 2600 • Fax 461 Þýsku básamotturnar frá Gúmmívinnslunni má nota jafnt undir hesta, kýr, svín og fleiri dýr Eigum á lager 100,110 og 120 cm breiðar mottur í ýmsum lengdum, einnig dregla og mottur í kerrur og pallbíla. NYTT - NYTT 100% vatnsheldir kuldagallar Litir: einlitir bláir og grænir og tvílitur blár/orange Gott verð Eyjavík, heildsala S. 481-1511

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.