Bændablaðið - 13.03.2001, Síða 19

Bændablaðið - 13.03.2001, Síða 19
Þriðjudagur 13. mars 2001 BÆNDABLAÐIÐ 19 Þorleifur Jóhannesson garðyrkjubóndi á Hverabakka li: Stórmðl ið hafi göða leHbeiningaþjönuslu Þorleifur Jóhannesson hefur starfað sem garðyrkjubóndi á Hverabakka II í tæp tuttugu ár og er nú með umfangsmikla rækt bæði á gúrkum og útigrænmeti. Hann er þessa dag- ana að ljúka við byggingu nýs gróðurhúss og hefur í hyggju að auka gúrkurækt nokkuð í kjölfar þess. Hvenœr byrjaðirðu búskap- inn ? Konan mín, Sjöfn Sig- urðardóttir, er héðan frá Hvera- bakka og foreldrar hennar, Sig- urður Tómasson og Svava Svein- bjarnardóttir, voru garðyrkju- bændur. Ég byrjaði síðan að vinna hér á sumrin á meðan við vorum í námi í Reykjavík og við ræktuðum þá útigrænmeti. Við fluttum svo hingað 1981 og þá fór þetta smám saman að vinda upp á sig. Við byrjuðum með eitt gróðurhús og núna er ég að ljúka við að glerja það fjórða. Þegar það verður komið í notkun verðurn við með 2.600 m2 undir ylrækt, þá eingöngu gúrkur. Eru gúrkumar eina grœnmetið sem þú rœktar íhúsunum? Já. Svo rækta ég hvítkál, kínakál, spergilkál, sellerí, púrrur og ýmislegt fleira úti. Og hvað af þessu er vanda- samast að rœkta? Gúrkuræktin er vissulega vandasömust. Þar má ekki mikið út af bregða. Munurinn á ræktun á tómötum og gúrkum er sá að gúrkuplöntur endast mun skemur. Eg skipti þeim út fjórum sinnum á ári en í tómötunum eru sömu plöntur notaðar allt árið. Hér áður fyrr voru aðeins tvær uppskerur á ári, en eru fjórar nú eftir að raflýsing kom til sögunnar. Nú ert þú kennaramenntaður og kenndir lengi í Flúðaskóla. Hver er nú helsti munurinn á því að vera kennari og garðyrkjubóndi ? Hann er nú allmikill. Maður er sjálfs síns herra sem garðyrkjubóndi og ber ábyrgð á öllu ferlinu sjálfur þó að vissulega sé ábyrgðin mikil í kennara- embættinu. Mér fannst hins vegar mjög gaman að kenna og hefði ef- laust haldið því áfram ef launin hefðu verið betri. Aðstæður voru hins vegar þannig að þegar við vorum að byggja íbúðarhús var lítill möguleiki á mikilli vinnu í kennslu og maður hefði aldrei vera svipuð hjá okkur og í hefðbundnum búskap að því leyti að einingar verða færri og stærri. Við það losnar kannski um eitt- hvað vinnuafl. Við á Hverabakka erurn hins vegar svo heppin að hafa mjög gott starfsfólk. Ég er með fimm til sex krakka í vinnu á sumrin og svo eru tveir starfsmenn í fullu starfi allt árið sem einnig eru sauðfjárbændur. eingöngu á kennaralaunum. Konan mín er reyndar kennaramenntuð líka og kennir enn. Hvaða grœnmeti fmnst þér nú annars bragðast best? Það er gúrkan að sjálfsögðu! Þó finnst mér allt útigrænmetið mjög gott líka. Blómkál og sper- gilkál er t.d. í miklu uppáhaldi hjá mér og ég elda töluvert mikið af því. Nú ernokkuð af erlendu vinnu- afli í garðyrkjunni. Sérðu þá þróun breytast? Mér sýnist allt benda til þess að erlendu vinnuafli eigi eftir að fjölga. Þróunin virðist þó ætla að mörgum ársverkum ? Trúlega um fjórum með sum- arvinnunni. Hver er lielsti óvissuþátturinn í framtíð garðyrkjubœnda þessa dagana? Það sem við óttumst mest er hugsanlegur hömlulaus innflutn- ingur því að við vitum ekki hvem- ig við stöndum af okkur þá sam- keppni. Þó að menn búi sig undir að þurfa að þola lægra verð í framtíðinni, er ekki gott að segja hvort við þolum hömlulausan inn- flutning. Við ræktum hins vegar gúrkur hér á veturna í samkeppni við tollalausan innflutning og þar Hollvinir Hraunsréttar stofna söfnunarreikning Áhugafólk um varöveislu Hraunsréttar í Aðaldal hefur ákveðið að safna fé til enduruppbyggingar á réttinni og hefur stofnað söfnunarreikning í Landsbankanum á Húsavík af því tilefni. Á síðastliðnu sumri var hafist handa í Hraunsrétt og byrjað að hlaða upp dilka og skipta um undirstöður. Áætlað er að verkið taki nokkur ár og er um mjög kostnaðarsama framkvæmd að ræða. Hraunsrétt í Aðaldal var byggð upp úr 1830 og er hlaðin úr hraungrjóti. Vegna aldurs hennar og stærðar er hún mjög merkileg í sögulegu Ijósi en hleðslur hennar hafa víða riðlast á löngum ferli og því þarfnast réttin mikillar viðgerðar. Hraunsréttardagur hefur ætíð verið stór dagur í lífi Aðaldælinga og allra þeirra sem tekið hafa þátt í honum og hefur réttin á margan hátt verð tákn sveitarinnar í nær 170 ár. Þjóðminjasafnið hefur sýnt réttinni mikinn áhuga og lagt á það áherslu að hún verði áfram notuð þar sem hún sé mikið menningarsögulegt verðmæti. Vegghleðslur beri að varðveita og leggja skulf áherslu á þá verkmenningu sem þeim fylgir. Þá telur Þjóðminjasafnið, og það fólk sem að söfnuninni stendur, að gildi Hraunsréttar verði mun meira ef réttað verður í henni áfram. Þeir Þingeyingar sem búsettir eru í héraði sem og þeir sem burtfluttir eru og bera góðan hug til réttarinnar eru hvattir til að leggja málinu lið. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 60643. Hollvinir Hraunsréttar hafa íslendingar valið að kaupa íslenskar gúrkur þó að þær séu eitt- hvað dýrari. Það gefur okkur ástæðu til bjartsýni. Við teljurn okkur vera með gæðavöru bæði í inni- og útirækt og höfuni unnið mikið í gæðamálum. Við höfurn sett stefnuna á að vera með hágæðavöru frekar en að reyna að keppast við að vera með lægsta verðið og ætlum að halda því áfram. Hvernig finnst þér leiðbeining- arþjónusta vera við garðyrkju- bœndur? Það er stórmál fyrir okkur garðyrkjubændur að hafa góða leiðbeiningaþjónustu. Sú þjónusta sem við treystum mest á núna kemur í gegnum þjónustufyr- irtækin sem við skiptum við. Við kaupum t.d. áburð og innifalin í þeim kaupum er heimsókn reyndra ráðgjafa frá áburðarfyrirtækjunum tvisvar til þrisvar á ári. Svo hafa reyndar komið erlendir fyrirlesarar og/eða ráðgjafar á vegum Sam- bands garðyrkjubænda, gjarnan frá Norðurlöndum, og heimsótt stöðvarnar. Það er mjög gott. Við bindum hins vegar miklar vonir við nýju garðyrkjumiðstöðina að Reykjum og erum bjartsýn á að þar verði gerðir góðir hlutir. Hvað með lánamál? Það er mín skoðun að ef við á annað borð greiðum í Lánasjóð landbúnaðarins ættum við að hafa meira urn það að segja í hvað pen- ingarnir fara. Reglur um t.d. stærð eru algjörlega úreltar og ef sjóður- inn á að nýtast okkur eitthvað verður að breyta þessum stærðarmörkum. Þeir sem eru búnir að nýta sér þessa möguleika í botn vilja náttúrulega bara hafa markaðsvexti og láta markað og banka ráða þessu en þeir sem eru að byrja sjá sér meiri hag í að halda í núverandi kerfi. Þessi mál eru hins vegar alltaf mikið í umræðunni og það er ekki gott að sjá hvernig þau þróast eins og staðan er í dag. Sturtu- vagnar og stálgrinda- hús frá WECKMAN Sturtuvagnar og flatvagnar Einnig þak og veggstál Stálgrindahús. Margar geróir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.