Bændablaðið - 13.03.2001, Side 21

Bændablaðið - 13.03.2001, Side 21
Þriðjudagur 13. mars 2001 BÆNDABLAÐIÐ 21 Hestamennska í npp-1 sveiflu á Krúknum Það hefur ekki farið fraru hjá neinum að miklar vonir eru bundnar við nýju reiðhöllina á Sauðárkróki og þá starfsemi sem þar mun fara fram. Þetta hefur leitt til töluverðrar upp- sveiflu í hesthúsabyggð á Flæði- gerði þar sem margir tóku sér hamar í hönd á haustdögum og hófu lagfæringar á hesthúsum sínum. Víða mátti sjá gamlar milli- gerðir og stalla liggja fyrir dyrum úti og menn á þönum við að innrétta upp á nýtt áður en gæðing- arnir yrðu teknir á hús. Vígsla á einu slíku nýuppgerðu húsi fór fram nú á dögunum þar sem gest- um var boðið að skoða glæsilegar endurbætur á einu elsta húsinu í hesthúsahverfinu. Allt var hreinsað út og húsið klætt í hólf og gólf og loks settar upp stíur fyrir tólf hross. Kaupfélag Skagfirðinga flytur inn danskar milligerðir sem reynst hafa vel hérlendis. Stíurnar eru rúmgóðar og botninn klæddur gúmmímottum sem hleypa raka í gegnum sig svo mjög Iítils undir- burðar er þörf. Sú nýjung er eftir- tektarverð að í stað hefðbundinna stalla er hey sett í trollpoka sem síðan eru hengdir í keðju neðan úr loftinu. Þetta lengir þann tíma sem hrossin eru að éta og eins er fyrir- komulagið heppilegt fyrir þá sem eru að flýta sér við morgungjafir. Hægt er að taka gjöfina til kvöldið áður og aðeins þarf að hengja pok- ana upp að morgni. Plássið í húsinu nýtist afar vel og rúmgóð kaffistofa og hrein- lætisaðstaða er nú í einu horninu þar sem áður var hlaða. Plássþörf fyrir hey minnkaði verulega eftir að eigendur ákváðu að kaupa fer- bagga af Bessa verktaka í Hofsstaðaseli sem þjónustar hesta- menn á ýmsa lund og kemur viku- lega og afgreiðir hey inn í hús. Hitablásari og vifta sjá til þess að ávallt er jafnt og gott loft í húsinu. Augljóst er að hvergi hefur verið til sparað við bygginguna auk þess sem eigendur lögðu sjálfir um 600 vinnustundir í breytingarnar. Varð einhverjum að orði við vígsluna að það væri varla hægt að hleypa hrossum inn í svona fínt hús, svo vel málað og frágengið. Bændur sem hætt hafa búskap á síðustu árum og sest að á BÆNDUR Vatnsheldir samfestingar úr Polyuretan. Hentugir í öll bústörf .Litir: grænt og orange Eyjavík, heildsala S. 481-1511 Sauðárkróki eru býsna áberandi í hestamennsku þar og gefa hinum yngri lítið eftir við tamningar og þjálfun. Einn þeirra er Hafsteinn Lúðvíksson frá Ytra-Vallholti en hann er einn eigenda hússins. Að- spurður kvað hann svona aðstöðu auka enn á ánægjuna við hross- astússið þar sem öll vinnuaðstaða væri nú orðin svo þægileg og hirðing leikur einn. /GR Eigendurnir kampakátir á vígsludaginn en að sögn þeirra eru næstu fjárfestingar stór kerra og loks jörð!! Frá vinstrh Hafsteinn, Guðbjörg, Soffía, Þórarinn, Orri^Helga Dagný með Valdísi og loks Sólrún. Lengi býr að fyrstu gerð Kjarnfóður frá Fóðurblöndunni er náttúruleg afórð úr úrvals hráefnum. Orkuríkir, fituhúðaðir fóðurkögglar, sérstaklega framleiddir fyrir íslenskan markað. Að mörgu er að hyggja við fóðrun búfjár því kálfur launar gott uppeldi. Hafðu samband við fóðurfræðing okkar og gerðu góðan bústofn betri. FB FOÐURBLANDAN HF KORNGARÐI 12 • PÓSTHÓLF 4114 • 124 REYKJAVÍK • SÍMI: 568 7766 • FAX: 568 9166

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.