Bændablaðið - 13.11.2001, Page 8
8
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. nóvember 2001
Rsektun íslenskra mjölkurkúa
Ræktunarstarf snýst að stórum hluta
um það að bera saman gripi með tilliti til
verðmætra eiginleika og velja siðan þá
gripi sem best koma út til áframhaldandi
ræktunar. Ef litið er til ræktunar nautgripa
til mjólkurframleiðslu um víða veröld þá
kemur í Ijós að takmarkið er mjög svipað
milli landa og kynja, miklar og auðteknar
afurðir frá hraustum og hagkvæmum
gripum. Því má ætla að almennt sé verið að
velja fyrir svipuðum eiginleikum þó svo að
um sé að ræða mismunandi skilgreind
kúakyn sem nýtt eru til framleiðslunnar.
Eins er þessu farið hérlendis með okkar
íslensku kýr en þar miðar ræktunarstarfið í
nákvæmlega sömu átt og er róðið með
öllum tiltækum árum, mælingum,
sæðingum, dómum, kynbótamati o.s.frv.
Miðað við gildismat dagsins í dag á
því hvað teljist verðmæti í
mjólkurframleiðslu er ljóst að við tökum
þátt í sama róðri og aðrar þjóðir með önnur
kyn. Því er eðlilegt að einhverjir líti upp og
velti fyrir sér öðrum eða betrumbættum
farkosti eða að minnsta kosti vilji vita
hvemig miði I samanburði. Islenskt
ræktunarstarf stefnir, þegar öllu er á
botninn hvolft, á gripi sem eru sömu
eiginleikum búnir og bestu alhliða
mjólkurkýr heimsins. Ræktunartakmark
með íslenskar mjólkurkýr og evrópskar er í
rauninni nákvæmlega það sama. Urvalið
gengur út á að velja gripi sem eru sömu
kostum búnir. Því hljóta að vakna
spumingar um möguleika islenska kynsins
hvað þessa eiginleika varðar með afkomu
bænda og neytenda í huga, því ef
ræktunarstarfið skilar sér ekki til þessara
aðila þá spyr ég nú bara: Til hvers er
annars róið?
Nú er það svo að gildismat getur
breyst, það sýnir sagan okkur, og hver veit
nema einhver einkenni íslensku kýrinnar
sem ekki fá mikla athygli í dag fái
einhvemtíma aukið vægi. Um það er hins
vegar ekki auðvelt að spá en möguleikinn
hlýtur þó að vera fyrir hendi og hann
þurfum við að koma auga á með öllum
tiltækum ráðum.
Eins og áður sagði þá er samanburður
lykilatriði í öllu ræktunarstarfi en það má
segja að framfarir í kynbótafræði hafi að
stómm hluta snúist um að ná tökum á
ömggari og betri aðferðum til
samanburðar. Þegar nautgripasæðingar
komu til sögunnar fyrir miðbik síðustu
aldar þá skapaðist loks færi á að bera
saman gripi á mismunandi búum því
sæðinganautin mynduðu ættemistengsl á
milli hjarðanna.
Mikil verslun með erfðaefni landa á
milli á undanfömum árum hefur breytt
stöðunni enn frekar því með þeim
tengingum sem þar skapast má bera saman
gripi á búum í mismunandi löndum og raða
þeim upp með tilliti til verðmætra
erfðaeiginleika. Þar sem svo háttar til má á
hverjum tíma meta stöðu viðkomandi kyns
í samanburði við önnur með tilltölulega
litlum tilkostnaði þ.e. hreinlega með
fjölþjóðlegu kynbótamati. Hérlendis
höfum við ekki þennan möguleika á
stöðumati því við erum að fást við
algjörlega einangrað kyn.
Til þess að hægt væri að beita slíkum
samanburði yrði því að dreifa erlendu
erfðaefni út til bænda sem síðan skapaði
grunninn. Þessi aðferð er ffekar einföld og
henni fylgja þeir ótvíræðu kostir að
samanburðamiðurstöður kynja tilheyra
ekki einhveijum ákveðnum tímapunkti
heldur verður um símat að ræða í gegnum
ættemistengingar landa á milli. Gallamir
em hins vegar þeir að blöndun hefur átt sér
stað og ekki endilega einfalt að hætt við í
miðjum klíðum.
Leið okkar Islendinga er því að gera
einangraða samanburðarrannsókn sem
hefur þá mikilvægu kosti að ekki er um
innblöndun í stofninn að ræða. Gallinn em
hins vegar sá að hún segir fyrst og fremst
til um stöðu mála á ákveðnum tímapunkti.
Þá er stundum nefnt að svona samanburðir
séu dýrir í framkvæmd samanborið við
dreifðar tilraunir úti hjá bændum en það er
auðvitað afstætt hvað sé dýrt ef ekki verður
aftur snúið.
Sú þaulhugsaða samanburðarrannsókn
sú nú er í deiglunni gæti orðið okkur afar
verðmæt til að meta stöðu og möguleika
íslensku kýrinnar og mun ekki einungis
veita okkur svör um hvemig hún stendur
sig í samanburði við annað kyn heldur
gefúr okkur tækifæri til að stunda
rannsóknir á eiginleikum hennar sjálffar.
Sérstaða sem við höfúm ekki komið auga á
enn gæti komið fram í dagsljósið í
umfangsmikill rannsókn sem þessari. Það
gæti hleypt nýju blóði í islenska
nautgriparækt því aldrei getur það verið
takmark okkar að útrýma íslensku kúnni.
Draumastaða okkar hlýtur að vera að
geta áfram nýtt okkar eigið kyn og geta
fært fyrir því ótvíræð rök. Sú áætlun að
nota norskar kýr í þennan samanburð
finnst mér ekki aðalatriði málsins, þó svo
að líklega sé það skynsamlegt. Aðalatriðið
er að samanburðurinn fari ffam því með
honum fáum við óbeinan samanburð á
önnur mjólkurkúakyn almennt auk
stórefldra rannsókna á islenska
kúastofninum.
Ágúst Sigurðsson, ráðunautur,
Bœndasamtökum íslands.
A DeLaval
Harmony TopFlow
MJALTAKROSSIN
VÉIAVER
Lágmúla 7,108
Reykjavík,
sími 588 2600
Dalsbraut 1, 603
Akureyri, sími 461
H
F
4007
‘Meðan birgðir endast
Rít um æðarfugl
og æðarvarp
í nær fjögur ár hefur verið
unnið að gerð bókar um æðar-
fugl og æðarrækt á íslandi. Nú
er þessi bók væntanleg á
markaðinn innan fárra daga frá
bókaútgáfunni Máli og Mynd
ehf.
Æðarræktarfélag Islands ákvað
skömmu fyrir þrítugsafmæli sitt,
sem var 1999, að efna til rits sem
helgað yrði æðarfuglinum og
æðarræktinni í landinu.
Æðarræktarfélagið hefur síðan
staðið straum af ritun bókarinnar,
öflun mynda og annars sem til
þurfti. Til þessa hefur það notið
góðra styrkja frá ýmsum aðilum.
Mestu munar í því efni um að
Jónas Jónsson frv. búnaðar-
málastjóri, sem fenginn var til að
ritstýra verkinu, hefur með góð-
fúslegu leyfi stjómenda Bænda-
samtakanna haft alla aðstöðu hér
og notið allrar fyrirgreiðslu, m.a.
tölvuskráningu handrita, allt ÆÍ að
kostnaðarlausu. Hann hefur og átt
mikið samstarf við Áma Snæ-
bjömsson hlunnindaráðunaut og
notið ráða hans og aðstoðar í fjöl-
mörgum efnum.
Frá upphafi var það ætlun ÆÍ
að láta taka saman alþýðlegt fræði-
rit um allt er varðar æðarfúglinn
og æðarræktina bæði frá náttúm-
fræðilegu og sögulegu sjónarmiði.
Fugla- og dýrafræðingamir Ævar
Petersen og Karl Skímisson vom
fengnir til að skrifa ítarlegar
greinar um æðarfuglinn sem
tegund og þá sjúkdóma, og
skaðvalda sem liann hrjá. Valdi-
mar H. Gíslason sagnfræðingur á
Mýrum skrifar um dúnhreinsun og
dúnverslun frá fyrri tímum til
nútímans. Ámi Snæbjömsson gerir
grein fyrir hirðingu æðarvarps og
ræktun æðamnga og því hvemig
víða hefúr tekist að kveikja nýtt
varp með ýmsum aðgerðum.
Þessir kaflar m.a. gera bókina
að mjög gagnlegu fræðslu- og
leiðbeiningariti fyrir alla sem sinna
æðarvarpi og sérstaklega þá sem
hyggjast koma upp varpi á nýjum
stöðum. Mikið má einnig læra af
frásögnum fólks sem lýsir minn-
ingum og reynslu sinni af þátttöku
í varphirðu. Níu manns hvaðanæva
af landinu skrifa slíka þætti undir
heitinu Dagur í æðarvarpi. Þar er
lýst eldri sem yngri starfsháttum
og kemur fram hve breytilegir þeir
gátu verið eftir stöðum og tíma.
Enn er þá ótalið að rakin er
saga Iöggjafar varðandi æðarfugl
frá þjóðveldislögum til nútímans.
Saga ÆÍ og saga leiðbeininga í
æðarrækt er rakin. Mörgum mun
og þykja forvitnileg saga tveggja
æðarræktarfélaga sem störfúðu
undir lok 19. aldar, Æðarræktar-
félagsins á Breiðafirði og annars
við Strandaflóa sem af mörgum
var kallað Vargafélagið sökum
vasklegrar framgöngu sinnar við
að vinna á þeim vörgum sem menn
einkum töldu að stæðu æðar-
fuglinum fyrir þrifúm. Þar á meðal
var öminn, en sumir telja að ama-
stofninn hér á landi hafi ekki síðan
borið sitt barr, m.a. vegna aðgerða
félagsins. Annað félag, Æðar-
ræktarfélag Sléttunga starfaði um
sama leyti, en með nokkuð öðrum
hætti.
Síðasti kafli bókarinnar og sá
lengsti er skrá um varpjarðir á
Islandi. Þar em taldar allar jarðir
sem vitað er að hafi haft nokkur
hlunnindi af æðarvarpi, fyrr og
síðar. Lýst er staðháttum jarðar og
varps og sögu varps eftir því sem
heimildir leyfa. Alls em þar taldar
nokkuð á sjötta hundrað jarðir.
Bókin er hin veglegasta að allri
gerð, um 540 síður í stóm broti og
með rúmlega 500 ljósmyndum og
teikningum.
Eigendur Máls og Myndar,
þeir Steingrímur Steinþórsson og
Ivar Gissurarson hafa sýnt mikinn
metnað og ekkert til sparað svo
bókin yrði hin vandaðasta.