Bændablaðið - 13.11.2001, Page 17

Bændablaðið - 13.11.2001, Page 17
Þriðjudagur 13. nóvember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 17 Árétting Eftir bændafund í Þingborg 1. nóventber, óskaði Magnús Hlynur, fféttamaður, eftir því að taka við mig viðtal. Ég varð við því og hluti af viðtalinu birtist síðan í ríkissjónvarpinu fáuin dögum síðar. Viðtalið var mikið klippt og þar sem ég svara spumingunni um hugsanleg áhrif af notkun erfðaefnis úr NRF-kyninu á verðlag á mjólkurvörum hér á landi, birtist staðhæfing fréttamanns þess efnis að „mjólkurverð lækki um leið og norskar kýr komi til landsins". Þetta er hans fullyrðing en ekki mín orð, því eins og allir vita þá er ekki áformað að flytja norskar kýr til landsins, heldur fósturvísa til Hríseyjar til að geta gert samanburðartilraun með íslenska kynið, NRF-kynið og blendinga. í viðtalinu sagði ég að þessi lækkun verður því aðeins að væntingar um áhrif af notkun að tilraun lokinni gangi eftir. Einnig að næstu 10 til 12 ár mun þessi tilraunainnflutningur engu breyta, því notkun erfðaefnisins verður þann tíma bundin við tilraunastöðvamar. Þessi hluti viðtalsins birtist ekki í sjónvarpinu. Egill Sigurðsson, stjórnarmaður í Landssambandi kúabœnda Dagurinn 15. október hefur verið helgaður konum í dreifbýli af Landbúnaðar- og matvæla- stofnun samaeinuðu þjóðanna, FAO, og Alþjóðasamtökum búvöruframleiðenda, IFAP. Hugmyndinni var líklega hreyft fyrst á kvennaráðsefnunni sem haldin var í Peking árið 1995. Álfhiidur Ólafsdóttir kynnti Alþjóðadag kvenna í dreifbýli fyrir íslenskum konum með grein í Bændablaðinu, líklega haustið 1997. Hugmyndin að hátíð kvenna í dreifbýli hefur fallið í góðan jarðveg á hinum Norðurlöndunum, til dæmis í Finnlandi. Þar tóku konur strax við sér og árið 1999 hafði Dagur dreifbýliskvenna fest sig í sessi og konur héldu hátíð með ýmsum hætti víða um land. Alla síðustu öld hafa konur fúndið að til að fá einhveiju fram- gengt hafa þær þurft að standa saman. Engin ástæða er til að halda að það hafi nokkuð breyst. Það er því engin tilviljun að hugmyndin um sérstakan hátíðis- dag dreifbýliskvenna kveikti vonir í kvenmannsbrjósti á íslandi nú um aldamót. Dreifbýlið á stöðugt í vök að verjast. Þrátt fyrir að atvinnuhættir breytist og fjöl- breytni aukist sums staðar á lands- byggðinni, verða önnur byggðarlög eftir og samdráttur blasir við. Hvemig sem aðstæður em til sveita, höfúm við dreifbýliskonur fúll not fyrir 15. október. í fjölmennari byggðarlögum verður hlutur landbúnaðar sífellt minni, bændum fækkar og samfélagið breytist. Meirihluti íbúanna lítur ef til vill ekki á sig sem sveitafólk og þarfir þeirra em að mörgu leyti aðrar en þeirra sem landbúnað stunda. Ibúar fjölbreytts samfélags þurfa þó að koma sér saman um framtíð byggðarinnar ef Skágrindur VÉLAVAL-Varmahliö w Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is hún á að standast margvíslega samkeppni við þéttbýlið. í jaðarbyggðunum skiptir hver kona svo miklu máli. Þar sem engar konur em á samfélagið ekki núkla framtíð fyrir sér. I fámennum sveitum þurfa konur að vita hver af annarri, kynnast konum annarra byggðarlaga og þekkja sitt eigið mikilvægi. Þar ríður á að sjónarmið kvennanna verði ekki undir, á því getur framtíðin oltið. Afl samfélagsins býr í konunum, ekki síður en atvinnu- vegunum og vegakerfmu, eða hverju því sem telst nauðsynlegt til að byggð megi fóstra sín böm. Því fognum við tækifærinu til að fylkja konum í dreifbýli saman, hvar sem þær búa og hvaða störf sem þær stunda. Sigríður Jónsdóttir, Gýgjarhólskoti. “HtBOÍ mazoa örfáír Mazda B2500 TD double cab á frábæru veröi. Ekki hlka þú gætir orðið af mögnuðum kaupum. Rafdrifnar rúður og útispeglar Rafhituð framsæti Samlæsing Loftpúði í stýri og fyrir farþega Hiti í afturrúðu Sjálfvirkar framdrifslokur 3V'dekk 16"álfelgur Útvarp og geislaspilari 2.449.000 kr. Aukabúnadur ó mynd: Brettakantar l\EWHOLLAI\D ánvsk. ; Ný New Holland TL90 4x4 85 hestafla dráttarvél með Atö 940 ámoksturtækjum Búnaður innifalinn: Rýksíur í miöstöövarkerfi • 3ja hraða miðstöð • Farbegasæti • Stillanlegt loftpúðaökumannssæti • Sóllúga Veltistýri með hæðastillingu • Þurrkur og rúðusprauta á fram- og afturrúðu Greiðsludæmi: • Kapallúga • Opnanlegir hliðargluggar • 3 baksýnisspeglar • Spegill á drattarkrók • Lágnefja • Útblástursrörtil hliðar og upp með hurðarstaf Stillanleg frambretti • Brettabreikkanir á afturhjólum 0 Flotdekk framan stærð 440/65-R24 • Flotdekk aftan stærð 540/65-R34 • 3ja hraða aflúttak • Snúnings- og hektarmælir á aflúrtaki • Yfirstærð af startara 3.5 kw • Yfirstærð af rafgeymi 135 Ah • Yfirstærð af alternator 85 amp • 127 lítra eldsneytistankur með hlífðarpönnu • Tvöfalt vökvakerfi með 60 og 35 l/mín vökvaflæði • 40 km alsamhæfður gírkassi • Samhæfður vendigír vinstra megin við ökumann • Vökva-vagnbremsuventill • Kúlu-hraðtengi á beislisendum og yfirtengi • 4 vökvaúttök • Lyftukrókur og sveiflubeisli • H lið a rstlátta rstífu m með stiglausri stillingu • 4 vinnuljós á ökumannshúsi • Stjórnstöng aftaná vélinni fyrir beisli • Rafstýrðar vökva-driflæsingar á öllum hjólum • Útvarp og segulband • Dráttarkrókur framan á vél • Alopnun á vélarhlíf • 3 staðlar á rafmagnsúttökum • Ásett tvívirk Alö 940 ámoksturstæki • Númer og skráning á vél • Greipartengi á ámoksturstækjum • 0.53m3 skofla á ámoksturstækjum • 2ja staðla hraðtengi á ámoksturstækjum Út á þessa vét er möguleiki á stofnláni á hagstæðum kjörum allt að kr. 2.2000.000- Ef þú att góða notaða dráttarvél gæti hún dugað fyrir eftirstöðvunum. Viðbótakostnaður fyrír vökvavendigír og vökvamilligír kr. 180.000- án vsk. ___________ Lágmúli 7 • Reykjavík Sími:588 2600 • Akureyri Sími:461 4007 VELAVERf www.velaver.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.