Bændablaðið - 26.02.2002, Side 2
2
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. febrúar 2002
Neysluvatn í eyfirskum sveitum
Mikill ðhugi meðal
bænda aö fð gott vatn
Á fundi sem Norðurmjólk efndi til fyrir
skömmu var meðal annars rætt um stöðu neyslu-
vatnsmála á svæðinu. í umræðunni kom fram
mikill áhugi á að bæta neysluvatnið enn frekar,
en könnun á gæðum þess hófst fyrir tveimur
árum á vegum Búnaðarsambands Eyja-
ijarðar, Norðurmjólkur og Heilbrigðis-
eftirlits Eyjafjarðar. Þess má geta að
Kristján Gunnarsson, mjólkureftir-
litsmaður Norðurmjólkur, hefur
bændum að kostnaðarlausu tekið
vatnssýni hvenær sem þess er óskað
og að eigin frumkvæði þar sem
grunsemdir hafa vaknað uni ónóg
gæði vatns. Rannsóknastofa
Norðurmjólkur hefur annast
rannsókn sýnanna. Eins og
bændum er kunnugt þá fer það oft
saman að gerlatala mjólkurinnar
sveiflast mjög til hins verra ef
vatnsgæði eru misjöfn eða slæm. Þá
verður þvottur mjaltakerfa oft
ómarkviss þar sem allar kerfisþvotta-
vélar skola með köldu vatni eftir
sápuþvott. Af þeim sökum verður eftir-
mengun eftir þvott vandamál þar sem
kaldavatnsgæði eru bágborin með hækkandi
eða sveiflandi heildargerlatölu í mjólkinni og
fjölgun kuldakærra gerla.
Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Norðurmjólkur, sagði að á sínum tíma hefðu
bændur sýnt því mikinn áhuga að fá faglega
úttekt á vatnsmálum í Eyjafirði. Samstarf
Norðurmjólkur og ofangreindra aðila hófst síðan
í kjölfar fundarins sem stjórn BSE boðaði um
bætta umgengni og ásýnd sveitabæja. „Þaó er
Norðurmjólk mikið kappsmál að neysluvatn á
svæði fyrirtækisins sé í góðu lagi," sagði
framkvæmdastjórinn. Á fundinum sem Helgi
nefnir, og haldinn var fyrir röskum tveimur
árum, voru þeir Kristján Gunnarson, Ólaf-
ur Vagnsson ráðunautur og Alfreð
Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, beðnir að
taka að sér að kanna þessi mál. Ólafur
var formaður nefndarinnar. Nefndin
útbjó spurningalista, og fengust svör
frá 136 bændum. Sé haft í huga að
búin voru um 170 er Ijóst að
bændur hafa mikinn áhuga á
málinu. Nefndarmenn skoðuðu um
30 vatnsból og Óttar Geirsson,
ráðunautur Bændasamtaka
íslands, mældi fvrir nokkrum
tugum nýrra vatnsbóla.
„Samstarf BSE og
Norðurmjólkur hefur heppnast
frábærlega vel," sagði Kristján
Gunnarsson sem gat þess að hann og
Guðmundur Steindórsson, ráðunautur
hefðu í mörg ár lialdið fræðsluerindi um
þýðingu góðs neysluvatns á fundum
búnaðarfélaga hreppanna. Þá hefði sam-
starfið við Alfreð Schiöth verið í alla staði til
fyrirmyndar. „Samkvæmt sýnatökum vantar enn
nokkuð á að vatnsból bænda séu í fullkomnu lagi
en um þcssar mundir eru margir að endurbæta
vatnsbólin sín eða að hefja það verk. Þá eru
margir búnir að sækja um styrki sem þeim
standa til boða í þessu sambandi," sagði Kristján
Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður.
Strangara efíipin
meú gaiúuai vaúis
í nýlegri reglugerð umhverfis-
ráðuneytisins um vatnsgæði, sem
er samræmd við tilskipanir ESB,
kemur fram að eftirlit, sýnatökur
og rannsóknir skuli vera með allri
vatnsnotkun á matvælafram-
leiðslustöðum. Hver sveitabær
með mjólkurframleiðslu fellur
undir þessa skilgreiningu.
„Nú þarf að skoða hvemig
þessar kröfur verða uppfylltar.
Mín hugmynd er sú að þegar
dýralæknir kemur í árlega fjósa-
skoðun þá þurfi bóndinn að geta
framvísað vottorði um að vatnið
sem notað er við mjólkurfram-
leiðsluna sé í lagi," sagði Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir í
samtali við Bændablaðið. „Að
mínu mati væri hagkvæmast fyrir
þá bændur sem leggja inn í sama
mjólkurbú að sameinast í útboði
um þessa vinnu, t.d. undir forystu
síns mjólkurbús. Nokkur mjólkurbú
hafa þegar látið fara frarn svona
könnun á sínu svæði. Að baki
hverju vottorði getur legið talsverð
vinna. Það þarf að skoða og meta
hvert vatnsból og ekki er nóg að
taka eitt sýni á ári, a.m.k. ekki til
að byrja með. Ástæðan er sú að
sýni sem er tekið á besta tíma, t.d.
í febrúar, gefur ekki mynd af því
hvemig vatnið er í vorleysingum.
Sú hætta er fyrir hendi í sumum
tilvikum og þarf að koma í veg
fyrir slíkt," sagði yfírdýralæknir.
Landssamhand kúabœnda
opnar heimasíOu um
nautakjöt fyrir neytendur
Vetrarsól
Bbl/Jón Eiriksson
Ritstjóri nýju heimasíðunnar er
Kristín Linda Jónsdóttir kúa-
bóndi í Miðhvammi, sem jafn-
framt er stjórnarmaður í Lands-
sambandinu. En hvers vegna
sérstaka heimasíðu um nauta-
kjöt?
„Það er alveg ljóst að helsta
tekjulind og ffamleiðsluvara ís-
lenskra kúabænda er mjólk. Við
erum svo lánsöm að íslenskir
neytendur kunna vel að meta
mjólkurvörur og neysla á mjólk,
og þá sérstaklega þeim vörum
sem innihalda mikið prótein, hefur
aukist jafnt og þétt. Hin megin-
afurð kúabænda er nauta- og
nautgripakjöt, en þar höfum við
sannarlega átt á brattann að sækja
síðustu ár hvað varóar samspil
eftirspumar og framboðs á kjöti,
vöruþróun, tengsl við neytendur
og möguleika framleiðenda á að fá
viðunandi verð fyrir afurðina,"
sagði Kristín Linda.
Hún sagði að heimasíðan sem
var opnuð á Valentínusardag, í
tengslum við markaðsátak i sam-
vinnu við Bylgjuna og Grillið á
Hótel Sögu, sé í raun hugsuð sem
gmnnur að frekari markaðssókn,
aukinni tengingu við neytendur,
veitingahús, verslanir, kjötvinnslu
og aðra samstarfsaðila.
„En markmið númer eitt er að
að nýta kjot.is til að gefa
neytendum tækifæri til að nálgast
almennan fróðleik urn nauta-, og
nautgripakjöt, matreiðsluaðferðir
og meðferð. Annar burðarásinn í
heimasíðunni nefnist einmitt Ráð
undir rifí og inniheldur almennar
ráóleggingar og hinn Kjöthlaðan,
en hún inniheldur á aðgengilegan
hátt fjölbreyttar uppskriftir sent
koma bæöi ffá bestu veitingastöðum
landsins, neytendum og naut-
gripabændum sjálfúm. Svo er bara
að sjá hvemig til tekst, að
sjálfsögðu er síðan ekki komin í
endanlega útgáfu því það verður
hún aldrei, við höfum aðeins sent
frá okkur fyrsta tölublaðið af
mörgum og stefnum að því að ný
og ný tölublöð birtist á skjánum
framvegis og síðan verði lifandi og
skemmtileg. Viðbrögð hafa farið
fram úr björtustu vonum en nú
þegar hafa tæplega tvöþúsund
manns gerst áskrifendur að
kjot.is," sagði Kristín Linda.
Eins og áður sagði sér
Kristín Linda Jónsdóttir kúabóndi
í Miðhvammi um síðuna en fag-
legur ráðgjafi kjot.is er Guð-
mundur Karl Tryggvason frá Mýri,
kokkur á Bautanum á Akureyri
og tölvuvinnslu annast Nepal í
Borgamesi.
Bændablaðið kemur
næst út 12. mars
Krossgátu-
verOlaun
Fjölmargar réttar lausnir
bárust biaðinu við krossgátunni Í
2. tölublaði. Svarið var „Blessuð
sértu sveitin mín." Dregið hefur
verið úr réttum lausnum og hlaut
Kristbjörg Kristjánsdóttir á Breiðu-
mörk í Jökulsárhlíð aðalverð-
launin, bókina íslenski hcsturinn,
litaafbrigði eftir Stefán Aðal-
steinsson og Friðþjóf Þorkelsson.
Guðmundur Valur Gunnarsson,
Lindabrekku, Djúpavogi, hlaut
aukaverðlaunin, bókina Rit Björns
Halldórssonar I Sauðlauksdal.
lÉnam loðtlj/paliæmla skulðbrei/B
Fyrir skömmu efndu
loðdýrabændur til sýningar á
skinnum á Hótel íslandi.
Þátttaka var óvenju góð en
tæplega 30 bú tóku þátt í
sýningunni. Það var samdóma
álit manna að gæði
framleiðslunnar væru betri en
nokkru sinni. Horfur í
loðdýrarækt eru góðar og vel
hefur gengið að selja loðskinn á
sölutímabilinu sem hefst í
desember og lýkur í september.
Rösklega 100 gestir komu á
sýninguna. Sérstaka
hátíðarræðu flutti Guðni
Ágústssson, landbúnaðar-
ráðherra og kom m. a. fram í
máli hans að það mundi takast
að skuldbreyta lánum hjá þeim
bændum sem verst fóru út úr
lágu verði og miklum
fjármagnskostnaöi á síðasta
áratug. Veitt voru verölaun
fyrir bestan árangur í hinum
ýmsu litarafbrigðum í ref og
mink. Eggert feldskeri var með
sýningu á loðfeldum og voru
viðstaddir afar hrifnir af
verkum feldskerans.
Bændablaðið kemur út
hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra
bænda landsins og fjölmargra annarra er
tengjast landbúnaöi. Bændablaðinu er
dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap
en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur
að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200
en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000.
Síml: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt:
631294-2279 Ritstjóri: Áskell
Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri:
Eiríkur Helgason, blaðamaður:
Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðslns er bbl@bondi.is
Prentun: Isafoldarprentsmiðja
Nr. 149
Blaðinu er dreift
í 6.400
eintökum.
Dreifing:
íslandspóstur.
ISSN 1025-5621