Bændablaðið - 26.02.2002, Síða 7

Bændablaðið - 26.02.2002, Síða 7
Þriðjudagur 26. febrúar 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 isam lil svella Síminn svarar spurningum lesenda um ástand símamála í sveitum Gagnaflutningur, verð og gæði er mikið í umræðunni þessa dagana og er það af því góða. Gott er þegar menn eru vakandi yfir málum og kanna hlutina til hlítar. Þó er málið ekki einfalt og ekki alltaf auðvelt að bera saman hluti. Ekki er hægt að fjalla um málið nema líta til þess lagaumhverfis sem við búum í, þróunarinnar og til landffæðilegra þátta. Forsagan Með sjálfvirka símanum var lögð sérlína á hvem bæ. Á þeim tíma var ekki byijað að flytja gögn á simalínunum og uppfyllti tæknin vel kröfúr samtímans. Arið 1999 var sett alþjónustukvöð á Símann og þá þegar var hafist handa við að betrumbæta línukerfið, m.a. stytta símalínumar og fjölga stöðvum til að tryggja flutnings- getu og gæði. Enn er verið að þétta kerfíð og færa símstöðvar nær bæjum til að stytta linur og auka þannig gæðin og möguleika til gagnaflutnings. Eðli málsins samkvæmt er um mjög kostnaðar- sama aðgerð að ræða og þótt stöðugt sé unnið að því að þétta netið tekur það sinn tíma. Óllum stendur ISDN þjónusta til boða, en afskekktustu bæimir gætu þó þurft að biða í einhvem tíma eftir þjónustunni, þ.e. afgreiðslutíminn gæti reynst einhveijar vikur og jafnvel í verstu tilfellum nokkrir mánuðir. Samanburður Þegar borið er saman verð á gagnaflutningi í þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar er verið að bera saman verðlagningu á ISDN þjónustu sem í dag stendur um 98% þjóðarinnar til boða og ADSL þjónustu sem stendur um 86% þjóðarinnar til boða. Á Simanum hvílir ISDN alþjónustukvöð og er það kerfíð sem er verið að byggja upp í dreifbýlinu. ADSL þjónustan, háhraða sítenging, er hins vegar þjónusta sem eingöngu er boðin í þéttbýli og i dag em engin áform um að bjóða ADSL þjónustu á dreifðustu svæðum landsins og er það fyrst og fremst vegna tækninnar. Því miður er ekki hægt að leggja út í þann mikla kostnað að setja upp ADSL- stöðvar um allt land, en slík tækni þekkist nær eingöngu í stórborgum erlendis. Hér á landi hefúr verið farin sú leið að ef ákveðinn fjöldi notenda í v bæjarfélagi skuldbindur sig til að gerast áskrifendur að ADSL, þá er ráðist i uppsetningu kerfisins á þeim stað. Útbreiðslan á ADSL er því umtalsvert meiri hér á landi en erlendis. Munurinn á ISDN og ADSL verðlagningunni er sá að í ISDN er greitt fyrir tímann en ADSL fyrir gagnamagnið. Þetta skekkir allan samanburð á verðlagningu í gagnaflutningi. ADSL er sítengt aðgangsnet og greitt er fast mánaðargjald fyrir notkun þess. Auk þess þurfa notendur að útvega sér intemetþjónustuaðila og þeim aðila er greitt fyrir alla gagna- flutninga sem fara fram á netinu. Mikið hefúr verið rætt um að jafna þurfí þann mun sem er á að- stöðu landsbyggðarmanna til gagna- flutninga yfír intemetið. Því tók ég saman nokkra útreikninga og bar saman aðstæður í dreifbýli og þéttbýli í dag. I þéttbýli er nýr tæknibúnaður (ADSL) notaður til að tengja notendur við intemetið og er hraði gagnaflutninga 30-90 Kb/sek og algeng mánaðargjöld um 7000 kr fyrir flutning á einni milljón Kb. Hér er um sítengingu að ræða og verð á hver lOOOkb er 2,5 kr. Þetta er tenging sem hentar litlum og meðalstómm fyrirtækjum vel, og er nauðsynleg ef þörf er á gagnaflutningi um netið. Ef fyrirtæki er hinsvegar stað- sett meira en 5 km ffá símstöð er Hvað ISDN varðar, þá er talsimanetið þar aðgangsnet notandans og því gjaldtakan með öðmm hætti. Greiða þarf mínútuverð fyrir notkun ISDN. Hér er mikilvægt að greina á milli aðgangsnets og Intemetþjónustu. Þessum tveimur þáttum er ekki blandað saman hjá Símanum, því stefnan er að verðskrá fyrir- tækisins sé gagnsæ og að neytendum sé ljóst fyrir hvað þeir greiða hveiju sinni. Varðandi samanburðar- útreikninga á greiðslu vegna Intemetþjónustu og gæði þjónustunnar verður að taka fram að allur gagnaflutningur um línur er háður fjarlægð. Kostnaðurinn við að leggja línumar hækkar einfaldlega eftir þvi sem fjarlægðir aukast, auk þess sem hætt er við því að sambönd versni og verði afkastaminni þegar línumar em orðnar langar. Engu að siður er skylt samkvæmt fjarskiptalögum að útvega hverju byggðu bóli talsamband á verðskrárverðum og hefur ísland gengið lengra en flest ekki völ á þessum ADSL búnaði. Sú tenging sem boðið er upp á þar er ISDN tenging með hámarks afkastagetu 14 Kb/sek. Verð á 1000 kb er 5,5 kr og mánaðargjöld fyrir um 1 milljón kb flutning em um Lesendur 8000 kr. Ekki er boðið upp á sítengingu. (Forsendur útreikninga em á www.simnet.is) í stuttu máli sagt borgum við úti á landi meira fyrir margfalt verri þjónustu.... Að minu mati ættu notendur í dreifbýli að borga sambærilegt verð fyrir gagnaflutning og þétt- lönd í þessum efnum og skiigreint 128 kílóbita gagnasamband á sekúndu sem alþjónustu. Þessi þjónusta á best við ISDN tengingu y ið netið og hefur því öllum íslendingum boðist slík tenging,og hefur hún reynst mjög vel. Þrátt fyrir að verð á gagnaflutningi sé að mati margra enn hátt á íslandi ber að líta til þess að verðið hefur lækkað mikið sl. ár og er í dag með því lægsta sem gerist hjá OECD ríkjunum. Með meiri og útbreiddari notkun svo og tækniframforum má binda vonir við að verðið muni jafnvel lækka í framtíðinni. Auðvitað er málið þó viðkvæmt og menn ekki allir sáttir. Varðandi samanburð við þjónustu RUV annars vegar og Islandspósts hins vegar þá verður að líta til þess að íslandspóstur er ekki í samkeppnisumhverfi og rekstur RÚV er ríkisstyrktur en Síminn starfar i hörðu samkeppnisumhverfi. í fjarskiptalögunum er lögð skylda á fyrirtækið vegna gagnaflutnings og Síminn stendur undir þeirri skuldbindingu, þ.e. ISDN þjónustan. Þegar ákvarðanir eru teknar um ffekari uppbyggingu á búnaði til gagnaflutnings hlýtur fyrirtæki i samkeppnisumhverfí að þurfa að líta til hagkvæmnis- sjónarmiða auk annarra þátta. En allar ákvarðanir hljóta þó að endurskoðast þegar nýjar forsendur koma upp á yfirborðið, t.d. ný tækni eða breytt umhverfi. Síminn þakkar þó ábendingamar og mun áfram reyna að bæta þjónustu við bændur um allt land. Með kveðju Heiðrún Jónsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans býlisbúar, þó hraðinn sé minni. í dag mkkar Síminn fyrir þann tíma sem það tekur mann að flytja gögn yfir símalínumar úti á landi en ekki hvað maður flytur mikið! Þama væri hægt að taka upp magn- mælingu á gagnaflutningi. Að lokum, hvaða rök em fýrir því að það kostar jafnmikið að senda bréf alls staðar á landinu, þó að kostnaður við póstþjónustu sé mun meiri á landsbyggðinni? Hvers vegna voru svæðisnúmerin lögð af þegar það er dýrara að viðhalda símkerfinu úti á landi? Af hveiju er afnotagjald RUV það sama um allt land þó mjög dýrt sé að endurvarpa til fjarlægustu byggða landsins? Væri ekki hægt að nota sömu rök fyrir því að jafna aðstöðu landsmanna til gagnaflutninga? Marteinn Njálsson, Suður-Bár við Grundarfjórð Gagnaflutningar um símalínur Dætur Hekks S96 - V. Landeyjum Myndin var tekin á afkvæmasýningu.fl^ftrparþóljlj>fy-3pp5t,ýift)S};5:f.i u- -ugnirtiaiiac.aiistfl—óiv—rpó&xn Mælt af munni fram Dáö kona Það hafa mörg skáld og hagyrðingar ort lofvísur um konur og eru margar þeirra hreinar perlur. Eftirfarandi visa, sem ég veit ekki hver orti, hlýtur að teljast í hópi hinna betri og lýsir taumlausri aðdáun á konu sem bar eða ber nafnið Fríða. Ef einhver veit hver orti þessa perlu þætti mér vænt um að sá hinn sami léti mig vita: Him er slík aó sveinninn sá sem að nýtur Frióar, hann á enga heimtingu á himnaríki síðar. Hvað er orka? Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra er mikill húmoristi og sögumaður góður þegar sá gállinn er á honum. Hann sagði þessa sögu á fúndi í Þingborg í Flóa 27. janúar sl. „Eg var með félaga mínum að ræða raforkumál við Jakob Bjömsson raforkumálastjóra. Þegar við höfðum ræðst nokkuð við spurði félagi minn: „Veist þú nokkuð hvað orka er Jakob?“ Raforkumálastjóri brást vel við og útskýrði leyndardóma orkunnar i löngu máli. Þá spurði félagi rninn:,, Hefúr þú á góðviðrisdegi verið staddur í bláberjalaut í Hallormsstaðarskógi með danskri prestsdóttur frá Fjóni?" Jakob neitaði því. „Þá veist þú ekkert hvað orka er,“ sagði þá félagi minn." Huggunarvísa Sigurður Sigurðarson dýralæknir fór um og hitti bændur á fjárkláðasvæðinu á Norðurlandi ekki alls fyrir löngu. Þegar hann var staddur í Miðfirði báru menn sig illa yfir kláðanum og var Sigurður beðinn um að yrkja vísu til að hugga bændur. Hann brást vel við og orti bæði huggunar og hvatningarvísu: Hrindum bráðwn harmagrát, höldum kátir velli, þó að kláði og ullarát ýmsar skjátur hrelli. Alltaf að fækka Á fréttamannafundi sem landbúnaðarráðherra hélt fyrr í vetur var einhver bið á því að mættir væm fúlltrúar frá öllum fjölmiðlunum að því að menn töldu. Þegar hið akademíska korter var liðið stóð Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra upp, leit yfir salinn og sagði: „Ætli menn séu mættir frá öllum fjölmiðlum? Maður veit aldrei hve margir þeir em, fjölmiðlunum er alltaf að fækka, rétt eins og framsóknar- mönnum." Lifið er stutt Sigfús Jónsson á Skrúð er hagyrðingur góður en hlédrægur og talar lítið á mannamótum og flíkar ekki vísum sínum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir kom í morgunkaffi til hans og spurði frétta. Sigfús sagðist hafa verið i jarðarför daginn áður og legið illa á sér og þá hafi hann ort: Líkið er dáið í dýrðina flutt, döpur hver einasta hræða. Lifandis skelfing er lifið nú stutt og lítió á því að grœða. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.