Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 26. febrúar 2002 BÆNDABLAÐIÐ 17 Búnaðarþing hefst sunnudaginn 3 Guðmundur á Reykjum „Eg tel fullvíst að byggðamálin verði mikið til umræðu og tvímælalaust eitt stærsta mál þingsins, enda þarf að ræða þau út ffá sjónarhóli bænda og landbúnaðarins," sagði Guðmundur Jónsson á Reykjum í Mosfellsbæ. Hann segir nokkuð erfitt að svara því fyrir fram hvað menn vilji sjá standa upp úr eftir svona þing. Oft líði nokkur tími áður en hægt sé að meta hvaða mál hafi í raun verið merkast af þeim sem samþykkt voru. Hann sagðist hinsvegar telja það mest um vert að fylgja eftir því sem samþykkt verður á þinginu. Einar í Lóni „Ég á von á þvi að byggðamál verði höfuðmál Búnaðarþings að þessu sinni. Það getur ekki hjá því farió. Enda þótt það sé ekki fonn- lega komið fram heyrist mér sem Sunnlendingar séu óánægðir með sauófjársanininginn. Eitthvað verður án vafa rætt um það mál á þinginu," sagði Einar Ofeigur Björnsson frá Lóni í Keldu- hverfi. Hann sagðist vilja sjá að loknu Búnaðarþingi rökræna samþykkt um byggðamálin, enda sé það mikilvægasta málið sem til umræðu er um þessar mundir. Þórólfur á Ferjubakka „Það er nokkuð erfitt að spá fyrir um það hvert verður aðalmál þingsins því maðúr veit ekki hvað af „málum dagsins", eins og það er kallað, kemur upp á yfirborðið á þinginu. Þar má nefna sem dæmi það andóf sem nú er komið upp gegn gæðastýringu í sauðfjárrækt. Annars hygg ég að byggðamálin verði mjög til umræðu og líka endur- skoðun á starfsemi Bændasam- takanna og endurskoðun á sjóðagjöldum," sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssam- bands kúabænda og bóndi á Ferjubakka. Hann sagðist vilja sjá eftir þetta þing samkomulag um endurskoðun á samtökunum og sjóðagjöldunum. Þau mál hafi verið til umræðu um nokkurra ára skeið án þess að náðst hafi lending. Bjarni í Túni „Ég á von á að sjóðagjöldin verði til umræðu á þinginu, sem og uppbygging og skipulag hags- munasamtaka okkur. Alla vega tel ég þessi mál vera einna mikil- vægust fyrir okkur bændur um þessar mundir. Það er lagt upp með byggðamál en ég tel að þau séu ekki forgangsverkefni Bænda- samtakanna," sagði Bjarni Stefánsson frá Túni í Hraun- gerðishreppi. Að loknu þing- inu sagðist hann vilja sjá að Bænda- samtökin hefðu sett sér það markmið að stéttin yrði sem sterkust til að takast á við verkefni framtíðarinnar og sterkari en samkeppnis- aðilamir. Guðbjartur á Hjarðarfelli „Ég þori litlu að spá um hvað verður efst á baugi á þinginu enda alltaf spumingin hvað menn gera að aðalmáli. Ég vildi gjaman fá fram umræður urn stöðuna í afurðamálunum og þá óvissu sem ríkir víða varðandi slátmn í Búnaðarþing verður sett á sunnudaginn við hátíðlega athöfn. Eins og jafnan á Búnaðarþingi verða mörg mál til umrœðu og afgreiðslu. Bændablaðið rœddi við tíu þingfulltrúa víðsvegar að af land- inu og spurði hvaða mál þeir teldu að yrðu efst á baugi á þinginu. Að vonum nefndu menn ýmsa málaflokka en nær allir nefndu byggðamálin. ffamtíðinni. Þeir aðilar sem leystu málin síðastliðið haust, þegar Goði komst í þrot, höfðu áður ætlað sér að hætta þátttöku í sláturmálunum. Ég er ekki viss um að þeir séu tilbúnir til að halda áfram næsta haust. Síðan em það útflutnings- málin og sömuleiðis leiðbeininga- málin sem eru óleyst," sagði Guðbjartur Gunnarsson á Hjarðarfelli í Dölum. Hann segist vonast lil að menn nái sáttum á þinginu þannig að ekki verði borist á banaspjótum eftir þaó. Svana á Melum „Ég vona að byggðamálin verði ofarlega á baugi á þinginu, enda má segja að bændur séu þungamiðjan í þeim málum. Ég vona að það fmnist útgönguleið úr þeirri þröng sem byggðamálin em komin í og þeim mikla fólksflótta sem er af landsbyggðinni," sagði Svana Halldórsdóttir á Melum í Svarfaðardal. Hún sagðist líka nefna byggðamálin og lausn á Enn skrilar Gunnnr í 2. tbl Bændablaðsins skrifar Gunnar Sæmundsson stjómarmaöur i Bændasamtökum Islands enn eina greinina um byggðamál. Eftir lestur allra þessara greina bíður undirritaður spenntur eftir að hann fari loksins að benda á raunhæfar lausnir til að leysa vandamál landsbyggðarinnar. Endalaust nei- kvætt tuð um þennan svokallaða landsbyggðarvanda leysir hann ekki, en er miklu liklegra til að draga enn frekar úr sjálfsbjargar- viðleiti landsbyggðarfólks: I annarri grein á sömu bls er eirimitt að finna frásögn af tilraun til að auka bjartsýni og huga að því sem vel er gert. S'ómu þróuii er víða að fiiiiia En í hverju fellst vandinn og hverju er hann að kenna?Alls staðar í kringum okkur er svipuð þróun i gangi og hér á landi, þróun sem hefur átt sér stað vegna stór- felldra breytinga, þar sem tæknin hefúr leyst af hendi mannshöndina - ekki síst í landbúnaði og sjávar- útvegi sem hafa verið undirstaða hinna dreifðu byggða. Þessi þróun er ekki ný hér á landi, alla síðustu öld flutti fólk úr sveitum til bæja og borgar þar sem fleiri og Qöl- þætturiMtektfeeri'bjóðásMil mennta, ,v.Viun\?\ n'Xntmnv.nViu'nS atvinnu, þjónustu og fleiri þeirra þátta sem nútímamaðurinn sækist eðlilega eftir. Þær eyðibyggðir sem víða er að fínna eru ekki afleiðing af kvótabraski, hvorki í landbúnaði eða fiskveiðum. Þau hugtök var ekki að finna þegar fólk yfirgaf sína heimabyggð og flutti frá verðlausum húseignum á mölina. Illa fer ef öllu á að stjórna Það er heldur engan veginn hægt að halda því fram að það sé vilji ráðamanna að tiltekin svæði ‘1Ta¥/,íi‘6ytði1l'Hdur ■óri'þflð-'ákvöfðun ún 13 tileGisö/l?. í rriugniJaöhcp þess fólks sem þar býr, sem sér ekki lengur fyrir sér mannsæmandi framtíð. Þess vegna mun fólki sem vinnur við hefðbundinn landbúnað halda áfram að fækka, ekki sist í sauðfjárrækt sem er nærtækasta dæmið hvemig fer ef öllu á að stjórna með tilskipunum, lögum og reglugerðum. Handstýrðar lausitir eru táknræn aógerð Á þeim svæðum þar sem sauð- ijárræíít er undirstaða tekna bændafólks er afkoman að verða (\ bnym) V>\u\j;ui(iuuúa þannig að minnir helst á afkomu í fátækrahverfúm. Þó gripið verði til sértækra aðgerða eins og GS vill til að viðhalda byggð, þá er það í mörgum tilfellum aðeins frestun á því sem verður hvort sem okkur Ííkar það betur eða verr. Hand- stýrðar lausnir eins og að flytja rikisstofnanir út á land, oftast í trássi við við starfsfólk og notendur, er tæpast sú lausn sem breytir stöðu landsbyggðar, miklu fremur er um táknræna aðgerð að ræða. Ekki er rauiihœft að treysta á Byggðastofnun Ekki er raunhæft að treysta á að Byggðastofnun leysi vanda einstakra byggða. í dag er ekki um bein framlög að ræða heldur ein- göngu lánafyrirgreiðslu, þá helst þegar venjulegar bankastofnanir rneta lán til fyrirtækja ekki raun- hæfan kost. Framtíðargrundvöllur þess reksturs er oftast enginn, þó slík pólitísk lánafyrirgreiðsla liggi fyrir, ef ekki eru raunverulegar rekstrarforsendur til staðar eins og Qölmörg dæmi sanna. Hvað er til ráða? Stórbœttar samgöngur og gjörbreytt hugarfar En hvað er þá raunverulega til ráða? Ég tel óskynsamlegt að halda núverandi byggðamynstri til streitu með góðu eða illu og hvað sem það kostar, frekar verði að viðurkenna þá staðreynd að þessi þróun mun halda áfram. Sumar þeirra byggða sem nú um stundir eiga undir högg að sækja munu einfaldlega leggjast af þegar nú- "1IVbralrtðlÞkýftsfóö btettiri'it'klsti'Þ'Þtið .(iuþl3Jisgniti{3id6i3v) ðsRdifijfau Leggja ber hreppapólitík og barlóm á hilluna í stað þess að hugsa eingöngu út frá sínu eigin svæði ber að líta á heiidarlausnir. Þannig er engin vitglóra að einblína til dæmis á jarðgöng milli tveggja Smáþorpa meðan ekki er hægt að tala um alvöru veg milli Reykjavíkur og Akureyrar - svo ekki sé minnst til dæmis á Vestfirði. Fyrir andvirði einna jarðganga, sem þjóna tiltölulega fáum, væri hægt að byggja varanlega vegi sem myndu gerbreyta rekstri fyrirtækja á landsbyggðinni. Þriggja til fjögurra tíma akstur á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins væri raunhæfur möguleiki ef á milli þessara staða væri alvöru vegur. Til þess að svo megi verða þurfa ráðandi menn á landsbyggðinni að leggja hreppapólitikina og barlóminn á hilluna. /GL. mars: þeim vanda sem þau eru í þegar spurt væri hvað hún vildi sjá standa upp úr að þinginu loknu. Baldvin á Torfunesi „Að sjálfsögðu hljóta byggðamálin að verða eitt af stærstu málum Búnaðarþings að þessu sinni. Þau hvíla gífurlega þungt á okkur landsbyggðarfólki um þessar mundir. Ég tel að Búnaðarþing, málsvari okkar bænda og þá um leið lands- byggðarinnar, verði að taka til við að berjast fyrir tilverurétti okkar í meiri mæli en verið hefur," sagði Baldvin Kr. Baldvinsson á Torfunesi í S-Þingeyjarsýslu. Hann sagðist vilja sjá það liggja fyrir eftir Búnaðarþing að bændur hefðu áttað sig á því á hvað bæri að leggja höfúðáherslu í byggða- málum og varðandi lífskjör bænda. Aðalsteinn í Klausturseli „Byggðamálaáætlun stjómar Bændasamtakanna verður án vafa eitt viðamesta málið í umræðum á þinginu. Eins eru það sjóðamál og spumingin um hvemig hægt er að draga úr skattheimtu á bændur," sagði Aðalsteinn Jónsson, fomiaður Landssamtaka sauðíjár- bænda og bóndi í Klausturseli. Hann segir það enga spumingu að hann vilji sjá sterkari landbúnað en nú er að lokinni þessari æðstu samkomu bænda sem Búnaðarþing er. Hann segist vilja sjá landbúnaðinn þess megnugan að geta skilað bændum hærri tekjum og betri lífsafkomu. Sigriður á Síreksstöðum „Ég tel engan vafa leika á því að byggðamálin verði aðalmál Búnaðarþings að þessu sinni. Eins held ég að leiðbeiningarþjónusta Bændasamtakanna verði ofarlega á baugi í umræðum á þinginu," sagði Sigríður Bragadóttir á Síreksstöðuni. Hún sagðist vilja sjá þetta þing afgreiða sterka stefnu í byggðamálum og líka framtíðaráætlun fyrir Bænda- samtökin. sem kæmi landsbyggðinni best væm stórbættar samgöngur og gjörbreytt hugarfar. Mikill miðstýringarmaður Tónninn í greinum Gunnars Sæmundssonar kemur ekki á óvart en það er löngu ljóst af félags- málaferli Gunnars að þar fer mikill miðstýringannaður. Helst vildi hann sjálfsagt hafa vit fyrir bændum landsins í einu og öllu likt og þegar hann reyndi að stýra því hjá hvaða fyrirtæki bændur keyptu áburð. Það grátbroslega við það mál allt var að hið útvalda fyrirtæki er staðsett í Reykjavík og í eigu auðmanna þar. Viðurkennum ástandið og leitum nýrra leiða Tilskipanir og hvers kyns ofstjómunarárátta hefur hingað til ekki gert landsbyggðinni nokkurt gagn. Lausnin á vanda lands- byggðar felst ekki sist í breyttu hugarfari fólksins sem þar býr. Nýjar hugmyndir og ný störf verða ekki til með slíkum tilskipunum, heldur verða þær til hjá fólki sem hefur trú á sjálfu sér og þvi svæði sem það býr á. Fólki sem reynir ekki endalaust að halda dauðahaldi í fortíðina, heldur viðurkennir ástandið og leitar nýrra leiða, nýrra atvinnutækifæra, nýrrar framtiðar. Guðmundur Lárusson, Stekkum i luuuv uuuiiU/1 oi -hno ðnrrihi mxl íis3I« )hi n/3nnor(

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.