Bændablaðið - 26.02.2002, Page 21
Þríðjudagur 26. febrúar 2002
BÆNDABLAÐIÐ
21
Kmtt snýst ekki
bara aia kora
- segir Marteiim é Kvíahóli
Hröð uppbygging einkennir
búskap þeirra Marteins Sigurðs-
sonar og Kristínar Bjargar Braga-
dóttur en þau búa á Kvíabóli í
Suður-Þingeyjarsýslu. Þau tóku við
búinu 1987 og allar götur síðan hafa
þau lagt áherslu á ræktunarstarf - og
skiptir þá ekki máli hvort um er að
ræða kýr eða tún! Þau hafa keypt
mikið af tækjum en næsta skref er
endurbygging á íjósinu sem var
byggt 1974 og flutt í það 1978.
Miðað við aldur fjóssins þá má fúll-
yrða að það hafi verið byggt af
ffamsýni en það er stórt (18 x 32)m.
og í því er mjaltabás með fjórum
tækjum. Fóðurgangar eru þriggja
metra breiðir svo auðvelt var að
koma að Varmolift fóðurvagni sem
var keyptur fyrir fjórum ámm.
Bróðir Marteins flutti hann til
landsins beint ffá Finnlandi.
Marteinn sagði að það tæki hefði
margborgað sig. Líkamlegt puð
væri ekki nema brot af því sem áður
var, en auk þess þá sker vagninn
fóðrið svo vel að gripimir éta meira.
Meðalpróteinprósenta í nrjólkinni
var á síðasta ári 3,48%
Ungar kýr íJjósi
Athygli vekur að þau hjón eru
með frekar ungar kýr í fjósinu en
segja má að árlega sé skipt um
þriðjung gripa. Eitt sinn r ar meira
að segja skipt um helnringinn. Pláss
er gott og nóg hefúr verið til af fóðri
undanfarin ár. Hver einasta kvíga
hefúr verið sett á og stefnt að því að
þær beri tveggja ára. Mikil áhersla
er lögð á góða fóðrun. Marteinn
benti á að ef hver kýr bæri að
meðaltali ekki nema 2,5 sinnum þá
skipti nráli hvort uppeldistíminn er
tvö eða þrjú ár. „Ef þær hafa ekki
uppfyllt þær kröfur sem við gerum í
mjaltabásnum þá látum við þær
fara. Aðalatriðið er að það sé gott að
mjólka þær," segir Kristín Björg og
hún veltir fyrir sér NRF og íslenskum
kúm í ffamhaldinu. „Ef ég þarf að
nrjólka 230 þúsund lítra á ári og get
fengið það úr 40 kúm kynbættum
með NRF sem ég ætla að séu betri í
mjöltum og mjólki meira, þá vil ég
ffekar gera það en þurfa að mjólka
50 íslenskar kýr."
Bœndur verða að
sinna inarkaðnum
Kýmar bera einkunr á haustin
og ffam á vetur. Kristín Björg
sagðist ekki sammála þeirn bændurn
sem hafa lýst því yflr að þeir vilji
ekki ffamleiða mjólk yfir hásumarið
- heldur ffamleiddu næstum allan
kvótann á tiltölulega stuttum tíma.
Þetta þýddi að settur yrði á
mánaðarkvóti. „Við stefnum að því
að jaffta ffamleiðsluna. Bændur
verða að sinna markaðnum. Auk
þess erum við með lifandi skepnur
og verðum að geta hugsað um þær
þegar þær bera. Ef nær allar kýmar
bæm á sama tíma segir það sig sjálft
að við gætum ekki hugsað eins vel
um þær og ef burður ætti sér stað
allt árið."
Legubásafjós
eftir nokkur ár
En þau hjón hafa ekki farið var-
hluta af vandamálum sem á stundum
fylgja eldri básafjósum. Básamir
em blautir og júgurbólga hefúr hijáð
margar kúnna. Marteinn sagði að
ekki þyrfti að fara í grafgötur með
það að kúm í nýjutn lausagöngu-
fjósum liði betur, enda gætu þær
valið sér legupláss. „Þessu fjósi
verður án efa breytt í legubásafjós
eftir nokkur ár. Það verður ekki gert
í bráð, þar sem búið er skuldsett og
við verðum að grynnka á skuldunum
áður en lengra er haldið. Við höfúm
fjárfest mikið og þar af leiðandi
skuldunt við rnikið - en við emm
komin út í ána og það þýðir ekkert
að gefast upp," sagði húsmóðirin.
En er róbót á næsta leyti? Þau hjón
voru sammála um að í ffamtíðinni
mundu þau kaupa slíkt tæki en
líklega væm ftmtn til sjö ár í það.
„Ef róbót kostar 3-4 milljónum
meira en besta gerð af nrjaltabás,
sem þyrfti fyrir satna mjólkurmagn,
þá nrá segja að munurinn sé ekki
nema eins og ein drattarvél. Bændur
hika ekki vió aó kaupa nýja traktora
senr eru notaðir kannski í 300 - 500
tíma á ári. Róbótinn er hins vegar
í vinnu alla daga ársins," sagði
Marteinn.
Athygli vekur að þau hjón hafa
fjárfest talsvert í tækjum og í véla-
geymslu má sjá samstæðu senr
auðveldar heyskapinn til muna. Nú
þarf eina vél og einn mann í verk
þar sem áður þurfti tvær dráttarvélar
og tvo menn. „Við hjónin stefnum á
að heyja allt sjálf án aðkeypts
vinnuafls. Ef veður leyftr reynunr
við að forþurrka sem mest en eins
og veðrið var í fyrra þá var ekki
beðið; við rúlluðum á nrilli skúra.
Þetta heppnast vel og fóðrið er
lystugt," segja þau.
Hlutafélag uin kornþurrkun
Síðustu fjögur ár hefúr verið
ræktað kom á Kvíabóli. Þau hjónin
vinna bæði að komræktinni því
Kristín Björg vinnur á vélunum
jafnt í jarðvinnslu sem í heyskap, og
á liðnu ári höfðu þau kom í 17,5
hekturum og uppskeran var 59 tonn
af komi - nriðað við 85% þurrefni.
Til samanburðar má geta þess að
árið 2000 var kom á rúmum 12
hekturum og þá var uppskeran 48
tonn. „Við höfúm alltaf lagt áherslu
á heimaaflað fóður," sagði Marteinn.
Röskur tugur búa í héraðinu
stofiiaði hlutafélag um kom-
þurrkunina og keypat þurrkara sl.
haust. Þegar var vitað að þurrkari
væri að konra sáðu nokkrir fleiri
komi um vorið. Þurrkarinn hafði sín
áhrifþar sem í hópnum voru nokkrir
sem annars hefðu látið komræktina
eiga sig. í haust vom þurrkuð 230
tonn af komi. Þurrkarinn hafði ekki
undan um skeið. en þá brugðu
bændur á það ráð að setja komið í
stóra plastsekki frá Kísiliójunni.
Marteinn sagði að hann gæti ekki
fellt sig við að súrsa kom. „Ég vil
ekki sjá það nema þurrt,” sagði
bóndi og lagði áherslu á orð sín.
„Þetta blauta fóður gengur ekki i
neitt fóðurkerfi og það er erfítt að
geyma það. Ég veit þess dæmi að
30% af kominu á einum bæ myglaði
og varð ónýtt. Annar bóndi varð
fyrir enn rneira tjóni og lýsti því yfír
að hann ræktaði ekki meira kom
nema hægt væri að þurrka það.
Auðvitað er dýrara að þurrka komið
en að súrsa það - en hvers virði er
kom sem verður ónýtt?” Auk þess
fá kýmar allt gróffóðrið misþurrt úr
rúllum og þess vegna er þurrkað
kom betra með blauOtm rúllum.
85% af kjamfóðri kúnna er heinra-
ræktað bygg.
Komræktin snýst ekki bara unr
kom heldur líka urn félagsskap.
Marteinn segir að bændur hafí hist
og spjallað sarnan og tekið þátt í
komræktinni af lífi og sál. Þá komu
bændur úr öðrunt landshlutum i
heimsókn til að skoða komræktina
og nefnir að haustið 2000 hafi
Sunnlendingar koniið og fengið að
sjá akra sem skiluðu fímm tonnunt
af þurru komi. „Það var ganran að
geta sýnt Sunnlendingunum hve
gott er að búa hér. Þessir heitu
siðsunrardagar em afskaplega góðir
fyrir komræktina. Þá er ekki síðra ef
jarðvegurinn er sendinn og tekur vel
í sig ylinn þegar sólin skín."
Marteinn og Kristín hafa gen
meira. Fyrir nokkmm árum
köggluðu þau þurrheysfymingar og
blönduðu fiskimjöli saman við.
Nautin tóku vel við þessu fóðri og
fitnuðu vel af því og því til staðfest-
ingar má nefna að eitt sinn sendu
þau sjö naut í sláturhús og var
meðalvigtin 324 kg og flokkun
ágæt. Eftir að þau fóm að rækta
bygg, urðu nautin þyngri og
flokkuðust öll í UN 1 A, nema einn
388 kg. Aberdeen Angus 23
mánaða sem fór i UN 1 B úrval!
Heyfengur afgömlum
túnum er viðltaldsfóður
Það em ekki bara kýmar í
íjósinu sem em ungar - túnin em
það líka og á þeim er hátt hlutfall af
vallarfoxgrasi. Marteinn komst í
ham þegar hann ræddi um ræktun
túna. Sagði að gömlu túnin á
jörðinni er þau keyptu í fyrra hefðu
verið þýfð og það væri ekkert vit í
því að ætla nota nýjar, dýrar hey-
vinnsluvélar á slík tún. „Heyfengur
sem menn fá af gömlum túnum er
ekkert kúafóður. Einna helst má
flokka hann undir viðhaldsfóður
fyrir geldneyti en við höfúm ekkert
með slíkt fóður að gera," sagði hann
og nú em þau að endurvinna þessi
tún. „Maður endist ekki til að sitja í
dráttarvél ef túnið er kargaþýfi.
Endurrækt þýðir úrvals uppskera,
betri meðferð á vélum og betra
fóður." Og þau hjón lýsa fyrir
blaðamanni hvemig þau hafa lagað
spildur í heimatúni, tengt þær saman
og stækkað. Rétt hjá bænum er
spilda sem er 13,2 hektarar og í
henni eru 600 nretrar af dren-
lögnum. En hvers vegna drenlagnir?
Ekki er djúpt niður á bergið og vatn
vætlar víða fram. Eina leiðin til að
gera nokkrar spildur að sam-
hangandi, góðu túni var að setja
dren á nokkra staói. „Nú getum við
tekið 30 rúllur á klukkutímann
samanborið við 5 cða 10 rúllur á
túnunum eins og þau vom áður. Við
fáum kostnaðinn við drenlagnimar
til baka í betri vinnuaðstöðu, meiri
afköstum og bættri meðferð á
vélum," sagði Kristín Björg.
Plœgt á internetinu
Ekki er langt niður á hraun undir
landi bændanna á Kvíabóli og alltaf
korna upp hraunmolar, stórir og
smáir, þegar landið er plægt. Hér
kom inlemetið bændunum til
hjálpar en Marteinn settist niður við
tölvuna og leitaði þar til hann fann
grjótrakstrarvél í Kanada! Þór hf
flutti vélina inn. Sex bændur sam-
einuðust um að kaupa vélina sem
kostaði 900 þúsund. Nú raka þeir
grjótið í rastir og rnoka því síðan á
brott. Einfalt. Þau Marteinn og
Kristín Björg nota intemetið talsvert
en kvarta undan því að símalínur
séu ekki nógu góðar. Þess má geta
að þau reka öll sín bankaviðskipti i
gegnurn netið. Varóandi eign á
tækjurn þá eiga þau sjálf sambyggða
rúllu- og pökkunarvél, en valtara,
tætara og plóg eiga þau með öðrum
bændum. Mykjudælu og mykju-
dreifara eiga þau á móti nágranna
sínum. Við þennan búskap og
jarðræktina nota þau þijár aldrifs-
dráttarvélar, 60,95, og 150 hestafla
dráttarvélar.
Marteinn og Kristin Björg em
samhent. Á því leikur enginn vafi.
En það örlaði örlítið á mismunandi
áherslum þegar kom að því hvaða
naut væm notuð. Marteinn sagðist
einfaldlega vilja fá yngstu nautin
sem sæðingarmaðurinn gæti boðið.
„Það er það naut sem er lengst
framræktað." Kristín Björg brosti og
sagðist vilja á stundum nota reynd
naut á bestu kýmar - en það var ljóst
að ágreiningurinn risti ekki djúpt!
Þau sæða allar kvígur og hafa gert í
mörg ár. Og Marteinn sagði að
ræktunin hefði of lengi miðast við
það hve mikla mjólk væri hægt að
fá úr kúnum - en rnenn hefðu ekki
velt fyrir sér hvemig það gengi að
ná henni. „Okkur finnst að það eigi
að leggja meiri áherslu á að það sé
gott að mjólka þær. Mjólkurmagnið
kemur í kjölfarið."
I myrkasta skammdeginu renndi Bændablaðið í
hlað á Kvíabóli sem er í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu.
Ábúendur þar eru þau Marteinn Sigurðsson og Kristín
Björg Bragadóttir. Hvergi var snjódíl að sjá þegar
tíðindamaður Bbl. snaraðist út úr bílnum - nánast ekk-
ert minnti á veturinn nema myrkrið. Á Kvíabóli eru 55
mjólkandi kýr en alls eru þar í fjósi um 115 nautgripir.
Greiðslumarkið er 231 þúsund lítrar og hefur verið
aukiö hratt síðustu ár. Þau Marteinn og Kristín Björg
hafa lagt áherslu á að kaupa mjólkurkvóta, en eru að
hætta nautakjötsframleiðslu. Kýrnar eru nokkuð tleiri
en þarf til að uppfyila kvótann og Marteinn sagói að
þau stefndu aö því að framieiða meiri mjólk en sem
næmi kvótanum. „Það vantar mjólk á markaðinn. En
mér finnst að þaö ætti frekar að hækka greiðslumarkið
um þrjár milljónir lítra þegar vantar fjórar milljónir á
markaðinn til að fullnægja próteinþörfinni, þó auðvitað
sé gott að fá próteinhlutann úr umframmjólkinni
greiddan," sagði Marteinn. Meðalnyt á Kvíabóli er
tæpir fimm þúsund lítrar. Marteinn og Kristín Björg
tóku við búsforráðum á Kvíabóli árið 1987. Marteinn er
alinn upp á bænurn og bjuggu þau hjón fyrst með
foreldrum hans en síðar með bróður hans í tvö ár.
Kvíaból hefur stækkað frá því sem áður var, þar sem
þau Marteinn og Kristín Björg keyptu næstu jörð við á
sl. ári. Þau eiga fjögur börn, Hauk, Nönnu, Sigurð og
Sæfríði og eitt barnabarn - hana Sunnu Bríeti sem
skreið hratt eftir eldhúsgólfinu. Heima eru tveir
strákarnir, 8 og 14 ára, en dæturnar eru í háskólanámi.
Önnur nemur rekstrarfræði á Akureyri en hin
sagnfræði í Þýskalandi. Þau hafa unnið mjög mikiö við
búið í sínum leyfum frá skóla, og hjónin hafa ekki keypt
annað vinnuafl yfir sumarið undanfarin ár. Þá er þess
að geta aö þau eru með eina konu, Jónínu Garðars-
dóttur, í vinnu ailt árið. Hún sér um mjaltir og hefur
gert í aldarfjórðung, sem er mikils virði, segir Kristín.