Bændablaðið - 26.02.2002, Page 22

Bændablaðið - 26.02.2002, Page 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 26.júni 2001 Höfum trú ú Keran: „Ég er fæddur og upp- alinn á Geitagili í Örlygshöfn, en þar bjuggu foreldrar mínir. Þau voru meö blandaðan búskap ffam til ársins 1991, en þá var hætt með kýmar og skipt alfarið yfir i sauðfé." Birna: „Ég er fædd á Patreks- firði en á ættir að rekja hingað i sveitina því faðir minn er ffá Kvigindisdal. Eftir að við Keran tókum saman keyptum við okkur íbúð í Örlygshöfh og bjuggum þar í tólf ár eða allt þar til við fluttum hingað. Við eigum fjögur böm. Atli Snær er 19 ára og býr á Pat- reksfirði ásamt unnustu sinni; tvíburamir Óli Ásgeir og Ingþór em 16 ára gamlir og dóttirin Maggý Hjördis er 9 ára." Hver var ásíœðan fyrir aó þið keyptuð Breiðuvik? Birna: „Ætli helsta ástæðan hafi ekki verið sú að Breiðavík hafði verið til sölu á almennum markaði í nokkum tíma og hálf- gerður uggur var í okkur um stöðu svæðisins ef ferðaþjónusta í Breiðuvík leggðist niður. Einnig var ég orðin atvinnulaus og sá ekki fram á að ég fengi neina vinnu hér í sveitinni. Ég hef nefnilega alltaf haft þörf fyrir að vinna eitthvað meira en heimilisstörfin. Fljótlega eftir að við fluttum í Örlygshöfn keyptum við hjónin verslunarhúsið sem kaupfélag Vestur - Barð- strendinga byggði á sínum tíma og þar rákum við verslun í nokkur ár. Þetta var svipað og kaupfélögin voru í gamla daga. Það fékkst flest í búðinni; matvara, olía, tvinni og gjafavara svo eitthvað sé nefnt. Þetta gekk í nokkur ár, eða þar til Bónus kom til sögunnar fyrir sunnan. Þá duttu viðskiptin vemlega niður hjá okkur þannig að við hættum. Þá fór ég út í að sauma flísfatnað og breyttum við verslunarhúsinu i saumastofú og lager. Þetta gekk það vel að ég fékk systur mína Halldisi í þetta með mér og í nokkur ár framleiddum við og seldum bæði hér á landi og út um heim. Þetta var rosalega gaman. En svo var farið að flytja slíkan fatnað hingað til lands og hann varð sífellt ódýrari. Það kippti fótunum undan rekstrinum hjá okkur þannig að við hættum framleiðslunni seint á árinu 1998." Keran: „Ég hafði á þessum árum verið í búskapnum með for- eldrum mínum. Við vorum með um 300 fjár á Geitagili en jörðin er landlítil og okkur vantaði beiti- land. Breiðavík er aftur á móti landmikil jörð með víðáttumikið beitiland. Svo höfðum við aðeins komið nálægt ferðaþjónustu. Við vorum með skólahúsnæðið í Örlygshöfn á leigu í nokkur sumur og seldum gistingu þar. Það var dálítið að gera í því yfir hásumarið og þar sáum við líka að þetta er ört vaxandi grein, og að framtíðin gæti hugsanlega legið í ferða- þjónustunni." Hefiur ferðaþjónustan hér gengið eins og þið vonuðust eftir? Birna: „Já, ég get ekki sagt ánnað~e«-a& AÚð-höfijfn-veójaó-á- Árið 1999 urðu eigendaskipti að jörðinni Breiðuvík í Vesturbyggð (áður Rauðasandshreppi). Jörðin er ekki í alfaraleið, en húsakostur er mikill að vöxtum. Það má rekja til þess að þar var í nokkra áratugi starfrœkt drengja- heimili á vegum ríkisins. Undanfarin 15 ár hefur verið ferðaþjónusta í Breiðuvík, og lnin farið vaxandi, enda dregur Látrabjarg árlega til sín þúsundir ferðamanna. Nýju eigendurnir heita Birna Mjöll Atladóttir og Kerait Stueland Olason. Þau komu reyndar ekki langt að, því þau bjuggu áður í Örlygshöfn og fluttu sig aðeins yfir Hafnarfjallið. En þó að Birna og Keran hafi þekkt vel til á þessum slóðum þóttu kaup þeirra á jörðinni tals- verð tíðindi. Það hefurjú verið algengara síðustu ár að fólk flytjist á brott úr dreifbýlinu en að einstaklingar ráðist í fjárfestingar sem nema tugum milljóna. Fréttamaður heimsótti hjónin í Breiðuvík og rœddi við þau m.a. um búskap og ferðaþjónustu. A myndinni hérfyrir ofan eru þau Keran, Maggý, Oli Asgeir og Birna Mjöll. Ingþór var ekki heima þegar myndin var tekin. réttan hest. Miðað við tölur frá fyrri eigendum varð strax fyrsta sumarið veruleg aukning. Það sama gerðist í fyrra og í ár er svipaður fjöldi. En í sumar höfðum við ekki skólann í Örlygshöfh því leigan á honum var hærri en við gátum sætt okkur við. Við vorum með um 2000 gistinætur í fyrra og þetta vex mun hraðar en við áttum von á. Það væri líka hægt að auka þetta verulega með því að byrja fyrr á vorin. Fólk sem kemur hingað er að langmestu leyti áhugamenn um fugla og náttúru- skoðun. Þeir ferðamenn gætu í raun komið fyrr á vorin en þeir gera nú." Keran: „Fuglinn kemur í bjargið um miðjan apríl og þá gæti fólk farið að koma, en hingað koma nánast engir ferðamenn fyrr en um miðjan maí. Það eru að sjálfsögðu að mestu leyti út- lendingar sem koma í fuglinn. Ég held að við íslendingar gefúm okkur almennt ekki marga daga til að fylgjast með fuglum, nema þá helst þeir sem vinna við -'-rannsóknir-.------------------------ Það var hjá okkur um 20 manna hópur af erlendum fúgla- skoðurum í fyrra. Við vorum að benda þeim á áhugaverða staði hér í nágrenninu, eins og Dynjanda í Amarfirði og Rauðasand. Þau vom nú ekkert á því að fara þangað, en að lokum tókst okkur að telja þau á það og eyddu þau einum degi á hvomm stað. Síðan sögðu þau að þeim hefði ekkert þótt varið í að koma þar. Þau vildu bara vera út á bjargi, fylgjast með lundanum og taka myndir. Leiðsögumaðurinn þeirra sagði okkur að þessi hópur hefði tekið um 40 þúsund myndir á bjarginu. Þama vom sko ekki neinir fátæklingar á ferð því ein myndavélarlinsan kostaði litlar 7 milljónir króna. Þess má geta að þessi hópur er hjá okkur í sex sólarhringa á hverju ári." En hvað getiö þið tekið við mörguni i einu? Bima: „Við getum tekið við 50 manns í uppbúnum rúmum eða svefnpokum hér í Breiðavík en hér bjóðum við upp á veitingar allan daginn. Flestir sem gista eru tvær - 4 i4 -þrjá^-næturT -fá -inorgunv-etó-og nesti fyrir daginn og koma svo í kvöldmat eftir að hafa ferðast um nágrennið. Ég legg áherslu á að við emm ekki með hótel heldur er þetta rekið sem gistiheimili og þjónustan miðast við það. Við er- um ekki með margt fólk í vinnu heldur er þetta eingöngu fjölskyldan, þ.e. ég og þrjú yngstu bömin. Þau hjálpa mér við að skipta á rúmunum sem oft em um 50 á dag. Þau aðstoða líka í matsalnum og líkar útlendingunum það afar vel, finnst það bara heimilislegra. Bömin min em öll alveg ótrúlega dugleg og ég gæti þetta ekki án þeirra. En ég get lika leitað til foreldra minna og systur á álagstímum. Það er ómetan- legt hvað þau þrjú hafa verið okkur mikil stoð og stytta í þessu öllu saman, hvemig þau hafa hvatt okkur og staðið við bakið á okkur sama á hverju hefur gengið. Eiga þau bestu þakkir skilið fyrir það. Einnig hefur faðir minn aðstoðað okkur við sauðburðinn, tekið næturvaktir og hluta af dag- vaktinni og vonandi verður það svoleióis áfram. Örlygshöfn og hún er mikið í notkun yfir sumarið, en þar getum við tekið á móti 10-15 manns. Það er farið að aukast að íslendingar komi og séu þar í viku eða svo, eins og í sumarbústað. Hér er líka nokkuð stórt tjaldsvæði sem er núorðið talsvert notað. Fyrsta sumarið var lítil nýting á því þannig að við vorum að spá í að leggja það niður. Af einhverjum ástæðum frestuðum við því og settum upp nokkur borð með áföstum bekkjum og viti menn, aðsóknin marg- faldaðist árið eftir og hefúr aukist stöðugt síðan. Á tjaldsvæðinu bjóðum við upp á eldunaraðstöðu, matsal og sturtu og svo er klósett bæði úti og inni. Það er talsvert um að tjald- gestir komi inn á kvöldin og fái sér hressingu við barinn. Þá er líka oft dreginn upp gítar og spilað og sungið á mörgum tungumálum í einu. Við sjáum ekki fram á annað en við verðum að gera aðra tilraun til að fá skólann í Örlygshöfn leigðan, þar sem þegar er farið að bóka fyrir árið 2002. í skólanum er hægt að taka á móti 16 manns í rúmum og 30-40 á dýnum. Skólahúsið er t.d. upplagður staður fyrir átthaga- og ættarmót sem mikið er í tísku að halda um þessar mundir." Keran: „Það er gaman að geta þess að þegar hér dvelja hópar útlendinga er þeim alltaf boðið dálítið óvænt annað kvöldið sem þeir eru hér. Bima byijaði á því fyrsta sumarið að bjóða þeim hákarl og brennivín. Það er oft mikið fjör í kringum þetta, því allir vilja snafsinn en til að fá hann verða þeir fyrst að borða hákarlinn. Síðasta sumar bættum við svo um betur þannig að nú þurfa allir að smakka allan þann súrmat sem við þekkjum, harðfisk og síðan há- karlinn. Við höfum reynt að fá ferðaskrifstofúmar til að taka þátt í þessu með okkur því þetta er tals- vert dýrt, en þær samþykkja það ekki. Það er samt ekki hægt að hætta þessu þvi sömu farar- stjóramir koma ár eftir ár og em yfirleitt búnir að láta hópinn vita að hér megi búast við einhverri uppákomu annað kvöldið og það vekur eftirvæntingu fólksins. Við höfum því dregið saman í auglýsingakostnaði og leggjum peninginn frekar í þetta." En Birna og Keran stunda ekki eingöngu ferðaþjónustu. Þau reka einnig ijárbú, stunda skólaakstur, sjá um vitavörslu á Bjargtöngum og eiunig sjá þau um veður- at- huganir í Breiðuvík[SBSlj, en veðrið er tekið þar fimm sinnum á sólarhring. Hvemig fer þetta allt saman? Keran: „Ég var með skóla- aksturinn áður en við keyptum Breiðavik, eða síðan 1988, og hef ekki sleppt honum enn. Við emm með dálítið sérstaka tilhögun héma í sveitinni. Það er daglegur akstur á nemendum í skólann héma í Örlygshöfn ffam að jólum, en eftir áramót em krakkamir í heimavist og þá er aðeins keyrt í skólann á mánudögum og þau svo keyrð heim síðdegis á föstudögum. Það er einna verst að samræma þetta á vorin því það er einna mest að gera í keyrslunni í maímánuði. Þá er skólaferðalag og líka farið með krakkana í sundkennslu á Pat- reksfjörð. Svo byijar jú sauðburð- urinn um miðjan maí. Við emm með um fímmhundruð fjár á fóðmm og höfum það á tveimur stöðum, þ.e. hér í Breiðavík og á Geitagili. Hér er afar góð fjömbeit fyrripart vetrar og fé því létt á fóðmm. Við gefum því rúllur í gjafagrindur úti með beitinni en tökum svo á hús á timabilinu febrúar - mars. Þá klippi ég allt féð um leið og það kemur inn og fæ þar með hreina og góða ull. Á Geitagili er þetta allt með hefö- bundnu sniði, féð tekið á hús og rúið þegar vetur leggst að og gefið inni til vors þar til það er borið. Það má líka til gamans geta þess að við höfum veriö að koma upp -Svo-eigum-við-ennþé-íbúéina-í----æðarVarpi- -sem -hefur- -auk-ist-: -æ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.