Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. april 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Leiðbeiningastöð heimilanna: „Við veitum að sjálfsögðu upplýsingar um a" mögulegt sem tengist landbúnaðarvörum eins og rétta meðhöndlun, matreiðslu og geymsluþol (kælingu og frystingu) svo nokkur dær séu nefnd. Markmiðið er að upplýsa fiöldann, ná til sem flestra neytenda í landinu. Þess vegna hefur sú leið verið valin hingað ti! ac' gefa út fræðsluefni sem nýtist öllum nejdendum, óháð búsetu eða vinnu,“ segir Hiördís Edda. Leiðbeiningastöðin hefur nýlega gefíð út fallegt og fróðlegt spjald i samstarfi við Nóatún sem heitir Mælieiningar. Þar er að fínna allar mælieiningar fyrir bakstur og aðra matargerð. Hjördís Edda segir að nú sé í undirbúningi annað spjald sem fjallar um geymsluþol matvæla, auk þess sem gefíð hafí verið út fræðsluspiald um þvottaleiðbeiningar árið 2000. Mikið notuð þjónusta Hún var spurð að því hvort Leiðbeiningastöðin væri mikið notuð. „Já, hún er það og ekki síður af landsbyggðarfólkinu en fólki af höfúðborgarsvæðinu. Fólk af höfuðborgar- svæðinu bæói hringir og kemur en það er auðveldara fyrir landsbyggðarfólkið að hringja og leita ráða. enda gerir það mikið af því.“ Hjördís Edda segir enn fremur að fyrmefnt fræðsluefni hafi skilað sér vel út í samfélagið. Kvenfélögin um allt land eiga sinn þátt í því og eiga hrós skilið. sérstaklega kvenfélög úti á landsbyggðinni. Þau hafa verið mjög öflug í því að kynna fræðsluefnið, bæði fyrir unga fólkið sem og þá eldri. Siiint úrstídabundið Hún segir að það sé nokkuð árstíðabundið hvað spurt sé urn hjá Leiðbeiningastöðinni. Allt árió sé spurt um og leitað ráða varðandi kaup á heimilistækjum. Sömuleiðis sé mikið spurt um geymsluþol matvæla. Hún er ánægð með þá þróun að fólk leitar upplýsinga í stað þess að vera í vafa, óþarfí er að bjóða hættunni heim þegar matvæli eru annars vegar. Þaó er spurt unr hvað má frysta og hve lengi megi geyma hin ýmsu matvæli í kæliskáp. Fyrir jó! og páska er spurt um allt mögulegt, og ekki síst um mælieiningar þegar verið er að baka eða matreiða. A sama tíma spyr fólk urn veislu- undirbúning og skipulag. Hversu margar og hvers konar veitingar eigi við út frá tíma- setningu veislunnar, hve mikið eigi að áætla á mann. hvað sé hægt að undirbúa fyrirfram o.s.frv. Allt þetta borgar sig og sparar tíma, vinnu. peninga og síðast en ekki síst orku. Góður undirbúningur og rétt skipulag getur sparað háar fjárupphæðir og það getur skipt miklu máli fyrir ansi marga. „Óþarfi aö spenna bogann alltof hátt,“ segir Hjördís Edda. „Það fer vaxandi að fólk rækti sitt eigið grænmeti og Spurt um allt sem tengist heimilis- haldi Hjördís Edda Broddadóttir, forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar heimilanna, ásamt syni sinum, Brodda Gunnarssyni Kvenfélagasamband íslands hefur allt frá árinu 1963 rekið Leiðbeiningastöð heimilanna. Framkvœmdastjóri hennar heitir Hjördís Edda Broddadóttir. Um er að rœða alhliða neytendafrœðslu þar sem gefnar eru upplýsingar um flest sem viðkemur því að halda heimili. Við slógum á þráðinn til Hjördísar Eddu. á haustin leita margir til stöðvarinnar um leiðbeiningar á meðhöndlun þess. Ekki má gleyma berjum og sultugerð, fólk hefur jafnframt áhuga á að gera eitthvað nýtt, vill nýbreytni frá klassískri sultugerð. Síðan taka við fyrirspumir varðandi sláturgerð. Þannig er sumt árstíðabundið en annað í gangi allt árið,“ segir Hjördís Edda. „Síðast en ekki síst hvetjum við tolk til að vera meóvitað um eigin notkun og eyðslu, meta nauðsyn þess sem keypt er, gera verðsamanburó, kaupa umhverfisvænar vörur, flokka heimilisruslið og huga að því hvemig spara megi í heimilisnotkun á vatni og rafmagni,“ segir Hjördís Edda. „Við gemm okkar besta til að fylgjast með því nýjasta hverju sinni og hafa senr gagnlegastar upplýsingar er snerta manneldi. heimilisffæði. neytendafræði og annað varðandi heimilishald. Við öflum gagna í gegnum opinber neytendablöð til að fá sem nýjastar upplýsingar um gæðakannanir á heimilistækjum. Neytendablöðin korna frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð. Þýskalandi og Bretlandi. Síðastliöin ár höfum við aukið tengsl við fjölmiðla og ljósvakamiðla sem og atvinnulífíð og skólana. Auk þess emm við með fasta fræðslupistla frá Leiðbeiningastöð heimilanna í málgagni Kvenfélagasambands Islands, Húsfreyjunni. Allt þetta er liður í því að gefa neytendum í landinu sem bestar upplýsingarhverju sinni,“ segir Hjördís Edda að lokunr. Heyskapur í Rangárþingi sumarið 1960 ; A** Danskir útvarpsmenn voru á ferð um Rangárþing 1960 í fyigd Gísia Kristjánssonar fyrrverandi ritstjóra Freys. Myndin er tekin af heimilisfólkinu í Koti á Rangárvöllum í heyskap meö gamla laginu. Á myndinni eru systkinin Sigurjón, Sigurveig og Guðný Jóhannsbörn ásamt ungum vinnumanni sem ekki var nafngreindur á bdkiuió myndarinnar sem var i safni Bl. Mælt af munni fram Heimsókn forsætisráðherra Islands til Vietnams hefúr fallið í skuggann af ótíðindum frá Israe! og nærsveitum. Þó kom ffarn í Morgunblaðinu á föstudaginn að Davíð hafði lagt blómsveig að grafliýsi Hos ffænda. Þá orti Stefán Vilhjálmsson matvæla- ffæðingur: Hverfull og skrititm er heimurinn, hugsjónir gangci úr skorðum. Heiðrar nú Davið Ho Chi Minh. Hver hefði trúaðþviforðum?! Einn rakari Það gengur mikið á í Austurlöndunr nær um þessar mundir en það var ekki minna sem gekk á þegar Bandaríkja- nrenn og vinir þeirra vom að sprengja í Afganistan í haust og vetur. Gárungar sögðu að um það leyti sem mest gekk á í Afganistan hafí Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótt George Bush Bandaríkjaforseta. Bush bauð til veislu og var fjölmennt í samkvæminu. Þeir stjóramir sátu saman við borð ásamt eiginkonum sínum. Þeirvom í djúpurn samræðum þegar Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gekk að borðinu og heilsaði þeim spurði hvað þeir væru að plotta núna. „Við erum að undirbúa þriðju heimsstyrjöldina." sagði Bush. „Við ætlum að drepa 3 milljónir múslíma og einn rakara." Powell varð orðlaus um stund en spurði svo: „Af hverju einn rakara?“ „Þama sérðu," sagði þá Blair. „Það spyr enginn um múslímana.“ Alltaf bjargar séra Geir I fymi kom út bókin „Raddir úr Borgarfírði" sem er safn vísna eftir Borgfíröitiga sem Dagbjartur Dagbjartsson, hagyrðingur og bóndi á Refsstöðum hefúr tekið saman. Bókin ergullkom fyrir aðdáendur vísunnar, enda margar snjallar vísur að fínna í bókinni. Dagbjartur orti þessa vísu hér um áriö þegar mest gekk á í Prestafélaginu og séra Geir Waage í Reykholti var formaður félagsins: Þó kirkjan öil í kloj'ning stefhi og klerkar deili sífellt tneir: Þegar skortir yrkisefni alltafbjargar séra Geir. Staða kristindómsins Það var á prestastefhu fyrir mörgum ántm aö rætt var um það m.a. að sveitaprestar þyrftu að sinna búskap og öðmm landbúnaðarstörfum af meiri áhuga og dugnaði en þeir gerðu. Séra Rögnvaldur Finnbogason, fyrnim prestur á Staðarstaö á Snæfellsnesi, drap umræðuna í með eftirfarandi fyrirspum: | „Hvar halda menn að lcristin- j dómurinn stæði í dag ef að j lærisveinamir hefðu verið að elta rolluskjátur upp um hlíðar Olíufjallsins?“ i Ekld í stuði Þorsteinn Þorsteinsson frá ( Skálpastöðum á nolckrar vísur í bókinni „Raddirúr Borgarfirði.11 Flann er greinilega enginn aðdáandi Þverárhliðar í Borgarfuði ef marka má þessa vísu: Ekki vil ég yrkja níð um afköstin hjá guði, en þegar hann gerði Þverárhlíö þá var hann ekki í stuði. Umsjan Slgurdór Sigurdórsson. Netfany ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.