Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 16. apríl 2002 Búvörur hækka minna en almennt verðlag í nýlegu svari ráðherra Hagstofu íslands við' fyrirspum Rannveigar Guðmundsdóttur um þróun mat- vömverðs á Norðurjöndunum má finna ýmsan fróðleik. I fýrirspuminni var þess óskað að greint væri á milli verðlags á innfluttum og innlendum vömm en þær upplýsingar em ekki fyrirliggjandi. Fjallað er um þróun verðs á matvælum, grænmeti og landbúnaðarafurðum en til þeirra teljast kjöt, mjólk, ostar, egg, græn- meti, kartöflur o.fl. (flokkar 0112, 0114 og 0117 í vísitölu neysluverðs). Þegar skoðað er tímabilið 1990- 2000 sést að neysluverðlag hér á landi hefúr hækkað meira en í hinum löndunum. Sé þróun verðlags á land- búnaðarafúrðum borin saman við þróun neysluverðlags sést hins vegar að í öllum löndunum hafa land- búnaðarafúrðir hækkað mun minna en almennt verðlag. Þessi munur er ívið meiri hér á landi en bæði í Dan- mörku og Noregi (sjá aftasta dálk meðíylgjandi töflu). Merkingarlaust er að bera saman þróun verðs á bú- vömm í þessum löndum án tillitis til breytinga á almennu verðlagi. Rétt er að undirstrika að vísitölumar sýna eingöngu verðbreytingar innanlands í hveiju ríki og af niðurstöðunum verður því ekkert ráðið um mun á verðlagi milli ríkjanna. Erfíðara er að bera þessa þróun saman við það sem gerst hefúr í Svíþjóð þar sem þar lækkaði virðis- aukaskattur á matvömm úr 25% í 12% í ársbyijun 1996. Lækkun virðisaukaskatts á matvömm hér á landi breytti hins vegar litlu varðandi búvömr þar sem 10% virðisaukaskattur hafði íram af því verið endurgreiddur af mjólkur- vömm, kjöti, fiski og innlendu græn- meti. Við þetta má bæta að launavísi- tala hér á landi hækkaði á þessu tíu ára tímabili um 67,2%. Sé sú hækkun borin saman við 17.6% hækkun búvara sést hve geta al- mennings til kaupa á búvömm hefúr aukist mikið á umræddu tímabili. Hlutfallslegar veröbreytingar 1990-2000 Neyslu- Landbúnaöar- Hlutfall af Samanburöur verðlag afuröir hækkun viö almenna neysluverðlags veröþróun Danmörk 23,6 8,7 36,9% -12,1% Finland 20,9 -11,1 -53,1% -26,5% Svíþjóöl) 25,5 -5,2 -20,4% -24,5% Noregur 26,2 13,6 51,9% -10,0% island 36,8 17,6 47,8% -14,0% 1) í Svíþjóö lækkaöi vlröisaukaskattur á matvörum úr 25% í 12% f ársbyrjun 1996 Hluhir böndans f útsöMi lækkar Meöfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutur bænda í útsöluverói búvara f Bandríkjunum og Danmörku hefur lækkaö á undanförnum áratugum. Þetta er alþjóðleg þróun og hennar gætir einnig á íslandi. Margt má nefna því til stuðnlngs en skemmst er að minnast úttektar Samkeppnis- stofnunar á matvörumarkaðnum frá sfðasta vori þar sem skýrt kom fram aö smásöluverslunin hefur t.d. verið að auka sfna álagningu á lamba- og nautakjöt. Þegar verðþróun hér á landi síðustu 2 ár er skoðuö sést glöggt að búvörur hafa hækkað mun minna en margir aðrir vöruflokkar. Meöfylgjandi tafla sýnir hækkanir á nokkrum undirvfsitölum I samræmdri vísitölu neysluverðs frá febrúar 2001 tll febrúar 2002 (sl. 12 mánuði) og frá febrúar 2000 til febrúar 2002 (sl. 24 mánuði). Innlendar búvörur hafa hækkað minna en almennt verðlag en innfluttar vörur s.s. raftæki og ökutæki talsvert meira. Einnig fiskur, húsaleiga og tryggingar svo dæmi séu tekin. Þröun venölags síðustu tvö ár Breyting % Breyting % Liðir s.l. 12 mánuði s.l. 24 mánuði Vísitalan alls 9,5% 13,7% Brauð og kornvörur 16,5% 20,3% Kjöt 7,9% 10,9% Fiskur 12,4% 16,7% Mjólk, ostar og egg 6,0% 10,4% Rafmagn og hiti 2,2% 4,9% Greidd húsaleiga 6,4% 25,9% Raftæki 18,8% 17,0% Kaup ökutækja 12,5% 14,7% Tryggingar 11,1% 40,1% Kálfarnir kunnu vel að meta trépall og dýnu Aðbúnaður smákálfa á Stóra- Ármóti, tilraunabúi Búnaðar- sambands Suðurlands, vakti athygli gesta á “opnu fjósi“ sem efnt var til í lok mars. Kálfarnir eru hafðir á hálmi fyrstu mánuðina en við þriggja til sex mánaða aldur eru þeir fluttir í stíu þar sem er legusvæði með básadýnu. Bústjórarnir á Stóra- Ármóti, hjónin Hilda Pálma- dóttir og Höskuldur Gunnars- son, sögðu að timburpallur hefði verið settur í kálfastíuna skömmu eftir áramót en dýnan í mars. „Klukkutíma eftir við vorum búin að setja pallinn á sinn stað höfðu tíu kálfar af 14 lagt sig á hann. Sama gerðist þegar dýnurnar voru settar á pallinn,“ sögðu þau í stuttu spjalli við Bændablaðið. Hilda og Höskuldur hófu störf á Stóra- Ármóti 1. september sl. Þau voru áður bústjórar á Möðru- völlum í Hörgárdal '95-'98, en bæði luku námi á Hvanneyri. „Bændur eru famir að hugsa meira um uppeldi á kvígukálfum, enda skiptir það miklu fyrir bú- reksturinn. Ef það kemur bakslag í þroska kálfanna á fyrstu mánuðunum þá getur það haft mun meiri og alvarlegri afleiðingar en ef eitthvað, t.d. fóðurbreyting , á sér stað ári síðar. Vaxtargetan er miki! á þessum tíma og ekkert má út af bera,“ sagði Höskuldur. Hilda sagði að bændur hefðu mátt leggja meiri áherslu á uppeldi kálfa en nú væru viðhorf að breytast. „Það verður æ algengara að sjá mjólkurkálfa á hálmi.“ Þá benti Höskuldur á að með sí- aukinni komrækt hafí æ fleiri að- gang að hálmi sem nota má sem undirburð. Þau bættu því við að í eldri fjósurn væri einfaldlega ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir uppeldi smákálfa. „Bændur sem komu hingað þegar efnt var til “opins fjóss“ spurðu mikið út í þessi mál - meðal annars um það hvort hál- mnotkuninni fylgdi mikil vinna. Því er til að svara að þegar kálfamir eru litlir er hálmnotkun lítil og vinnan þ.a.l. auðveld. Þegar mjólkurskeiði lýkur eykst hálm- notkunin mikið og vinnan að sama skapi. Þá höfúm við flutt kálfana í stíu með dýnu.“ „Auðvitað útheimtir dýnan aukið pláss,“ sagði Hilda og nefndi að einhverjir bændur hafa afmarkaða legubása með dýnum fyrir litlu kálfana „en þá virðast þeir sækja síður upp á dýnumar enda fá þeir þá ekki ylinn og fé- lagsskapinn hver ffá öðrum - sem þeir sækjast eftir.“ Þá má geta þess að bóndi undir Eyjaljöllum setti dýnuna einfaldlega á hallandi vömbretti og eins hafa menn prófað sand í legusvæði. Höskuldur sagði að kálfamir sem hefðu aðgang að dýnu væm ögn sóðalegri en væm þeir á stein- bitum, en í sjálfu sér skipti það ekki máli þar sem líðan kálfanna væri greinilega betri. Hann hefði merkt umtalsverðan mun á þeim kálfúm sem þurftu að liggja á steinbitum eða þeim sem höfðu tré eða dýnu. Auðvitað fylgdi því nokkur vinna að fara í stíuna og skafa af dýnunni en hún væri ekki umtalsverð. Formaður LK fagnar afdráttarlausri niðurstfiðu landbúnaðarráðherra „Ég fagna afdráttarlausri niður- stöðu landbúnaðarráðherra. Umsókn sem þessi hefur aldrei komið til afgreiðslu land- búnaðarráðuneytisins og í svari þess er að finna margt um afstöðu þess til túlkunar á gildandi lögum um innflutning dýra og búljárrækt. Af þeim sökum einum er svarið mjög áhugavert,“ sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssam- bands kúabænda, þegar Bænda- blaðið spurði hann álits á þeirri niðurstöðu landbúnaðarráðherra að hafna umsókn NRFÍ. Þórólfur sagði að um efnis- þætti málsins væru eflaust skiptar skoðanir og ljóslega væri um- fjöllun ráðuneytisins um ræktunar- mál að hluta byggð á misskilningi. Að mati Þórólfs er eftirfarandi málsgrein í niðurstöðu ráðu- neytisins grunnþáttur í svari þess: „Samkvæmt 6. gr. laga nr. 54/1990 hefúr landbúnaðarráðu- neytið eftirlit með og ber ábyrgð á innflutningi búQár og erfðaefnis sem heimilaður er samkvæmt lögunum. Það er afstaða ráðu- neytisins að innflutningur erfða- efhis til blöndunar við íslenskt kúakyn verði ekki leyfður nema hann sé liður í sameiginlegri ræktunarstefnu íslenskra bænda og rökstuddur með þörf búgreinar- innar.“ Þórólfur sagðist túlka þetta svo að ráðuneytið hafí með þessari ákvörðun sinni ekki aðeins hafnað umsókn NRFÍ, heldur kynnt þá ákvörðun sína að hafna því al- mennt að lagaheimild verði nýtt til að veita ræktunarfélagi sem ekki hefði meirihluta kúabænda innan sinna vébanda, leyfí til innflutn- ings á erfðaefni sem ætlað væri til blöndunar við íslenskt kúakyn. Þessi afstaða ráðuneytisins hafí ekki komið fram áður. Kynning á forritum Bændasamtaka íslands Miðvikudaginn 17. apríl nk. verður Jón Baldur Lorange, forstöðu- maður tölvudeildar Bændasamtaka íslands, með kynningu á forritum Bændasamtaka íslands. á Kirkjubæjarklaustri. Honum til aðstoðar verður Fanney Ólöf Lárusdóttir, ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands. Kynningin hefst kl. 10:00. Dagskrá: 10:00 Almenn kynning á tölvuþjónustu og forritum Bændasamtaka íslands Nánari kynning á forritum: 11:00 WorldFengur - alþjóðlegur gagnabanki um íslenska hestinn 11:30 ÍSKÝR - forrit fyrir kúabændur 12:00 Hádeglshlé 13:00 NPK - jarðræktarforrit fyrir bændur 13:30 Fjárvís - forrit fyrir sauðfjárbændur 14:00 dkBúbót- bókhaldsforrit fyrir kúabændur 15:00 Umræöa og lausn ýmissa tölvuvandamála. 16:20 Lok. Þeir sem hafa hug á að koma á kynninguna og nýta sér aðstoð Jóns Baldurs og Fanneyjar Ólafar vinsamlegast skrái sig á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands í síma 487-4818 og geti jafnffamt um hvaða vandamál sé um að ræða. Búnaðarsamband Suðurlands og Bændasamtök íslands

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.